Morgunblaðið - 05.03.1977, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.03.1977, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1977 35 Lína átti enga ósk heitari en þá að fá að vera í húsinu sínu í Hveragerði, en fyrir bænastað dóttur sinnar og tengdasonar dvaldi hún nú tvo síðustu vetur hjá þeim f Reykjavfk, en um leið og voraði skyldi haldið austur. Þær eru ótaldar ferðirnar hennar Gústu austur fyrir Fjall til þess að hlúa að henni mömmu sinni, því hún skyldi svo þrá hennar til að vera heima hjá sér, og Magnús var alltaf að dytta að húsinu hennar, og í einu og öllu gerðu þau allt sem f þeirra valdi stóð til þessa að ævikvöld hennar mætti verða bjart, og á heimili þeirra naut hún ástrfkis allra, dótturson- anna og eiginkvenna þeirra og litlu drengjanna, allir voru henni góðir og hún góð við alla, en samt var hún farin að tala um að fara austur, nú þegar færi að lengja daginn og nú er sfðasta ferðin farin austur fyrir Fjall og við vinir hennar og frændur ætlum að fylgja henni síðasta spölin og þakka henni alla góðvildina og tryggðina. Við kveðjum hana ugg- laus og treystum þvi að af kær- leika hennar verði engu eytt, hann er og varir f tímans sjóði. Gústu og Magnúsi og fjölskyldum þeirra og systkinum hennar biðj- um við guðs blessunar. Vertu svo Lina frænka sæl og guð blessi hana og varðveiti um alla eilffð. Hallbera Leósdóttir Bjarnfrfður Leósdóttir Guðbjörg Guðlaugs- dóttir - Minningarorð Við enda Ölfusárbrúar stendur tvflyft timburhús, kennt við fyrsta landnámsmann tslendinga, Ingólf. Við vesturglugga á kvist- herbergi þessa húss voru sögð ævintýri og sögur, en fljótið óm- aði um hina undurSamlegu veröld fyrir utan. Elfan mikla stynur nú f klakaböndum, enda er sagnar- andinn allur og hugarfró ævintýrsins horfin. Guðbjörg, eða Bagga eins og hún var jafnan nefnd, var óþreyt- andi að segja sögur. Hún gat ekki hugsað sér, að litlir drengir færu að sofa, án þess að hugur þeirra væri uppljómaður af fögru ævin- týri, sem bæri þá á vængjum sin- um inn f draumalandið. í vöku mátti heldur engum líða illa. Bagga mátti ekkert aumt sjá. Hún var jafn tilbúin að strjúka ungan vanga eins og að hugga þá, sem eldri voru. Ég hef raunar aldrei þekkt manneskju, sem ætti það frekar skilið að vera nefnd góð- hjörtuð og bókstaflega aldrei segja styggðaryrði vid nokkurn mann. Bagga var fædd 22. september 1918 f Vatnsnesi í Grímnesi, dótt- ir hjónanna Guðrfðar Eyjólfsdótt- ur frá Hvammi á Landi og Guð- laugs Þórðarsonar, er fæddur var á Fellsmúla á Landi, en fluttist Anna Guðrún Áskelsdótt- ir frá Drangsnesi - Minning F. 7.3 1896. D. 24. 2. 1977. Anna Guðrún Áskelsdóttir er komin heim til dýrðar drottins, þeirrar dýrðar sem hún var viss um að hún myndi njóta, því hafði frelsarinn lofað henni og öllum þeim sem gerðust hans vottar og liðfi hún samkvæmt því og stað- festi með skírn f vatni. Anna fæddist 7. marz 1896 var því tæpra 81 árs er hún lést. Hún hóf búskap með manni sínum Bjarna Bjarnasyni að Bassastöð- um í Katdrananeshreppi, Strandasýslu, en þau bjuggu lengst af á Drangsnesi. Mann sinn missti Anna 29. ágúst 1952. Þeim varð 13 barna auðið og eru sjö þeirra á lífi. Það þarf engum getum að því að leiða að dugnað og góðan vilja hefur þurft til að ala upp slíkan barnahóp f afskekktri sveit, en það grunar víst engan sem kynnst hefur Önnu, lágvaxinni og nettri konu, að hún hafi afrekað slfkt. 1953 fluttist hún til Reykjavfkur og var þar lengst af. Kynni okkar hjóna og Önnu hófst þegar hún kom að dvalar- heimilinu Ási f Hveragerði fyrir um 5 árum. Þessi rólega og góða kona varð okkar bezti vinur óvandabundins fólks sem við höf- um kynnst. Hún var mikil handa- vinnukona, sérílagi prjónaði hún peysur og vettlinga eftir að hing- að kom, og var þar ekki kastað til þess höndum, enda var hún vand- virk og smekkleg. Hún gaf sér góðan tíma til lesturs og las mikið. Að Ási hefur ætfð verið hópur fólks sem hefur að staðaldri spil- að bridge, tók hún þátt f þeirri spilamennsku meðan heilsa leyfði. Minnisstæðast verður okk- ur þó er hún á hverju hausti hjálpaði við sláturgerð hér á heimili okkar og nú síðastliðið haust var ekki við annað komandi en að taka þátt í slátrinu þrátt fyrir að hún var þá farin mjög á heilsu. Anna klæddist íslenzkum bún- ingi við flest tækifæri, og þegar fyrir þrem árum er hérna kom norsk unglingalúðrasveit að Ási og lék fyrir vistfólk þá sagði hún: „Nú fer ég I islenzkan búning i tilefni dagsins." Með henni var þá í herbergi Ragnheiður Benja- mfnsdóttir sem einnig klæddi sig upp. Meðfylgjandi mynd var tek- in við það tækifæri. Ragnheiður var henni ætíð kærkomin sfðan og ekki sfst eftir að Anna var orðin sjúk manneskja að Grund f Reykjavík, en verður er verka- maðurinn launa sinna. Er við hjónin fórum á síðast- liðnu hausti til Mallorka kynnt- umst við enskum hjónum sem voru meó son sinn lamaðan á höndum og fótum. Okkur langaði að gleðja þennan dreng og því prjónaði Anna fyrir okkur peysu handa honum, og f bréfi frá föður hans fékk hún innilegar kveðjur og eins og hann skrifaði: „Það hlýtur að vera ást og umhyggja i hverri lykkju.“ Peysa þessi mun vera eitt það síðasta sem hún vann, því að viku síðar var hún flutt héðan fársjúk til Reykjavík- ur. Við komum til hennar eins oft og við gátum eftir að hún fór á Grund, og aldrei heyrðist æðruorð frá hennar munni, en einlægur friður yfir ásjónu hennar. Hún hélt fullri vitund þar til hún gekk inn til dvrðarinnar. Við sendum ættingjum hennar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Við viljum að lokum þakka Önnu fyrir þessi góðu ár sem við höfum átt hér saman og þökkum henni innilega vinarhug til okkar. Guð blessi minningu þessarar elskulegu vinkonu okkar. Anna verður jarðsungin frá Drangsneskapellu og lögð til hinstu hvíldar við hlið eigin- manns síns. Anna S. Þorsteinsdóttir. Gfsli H. Brynjólfsson, Hvg. ungur með foreldrum sfnum að Króktúni og ólst þar upp. Góð- mennskuna hefur Bagga fengið beint frá foreldrum sfnum, því undirritaður, sem dyggilega hef- ur þrætt slóóir þeirra fyrir aust- an, hefur aldrei heyrt á þau orði hallað. Eftir tólf ára búskap f Vatnsnesi fluttist fjölskyldan að Tryggvaskála og rak þar hótel í um tuttugu ár. Guðlaugur hafði yndi af tónlist og spilaði f kirkjum bæði f Landsveitinni og Holtun- um og svo í Grfmsnesinu. Hann var greiðvikinn með afbrigðum, þótti mikill verkmaður og svo góð- ur fjallmaður á Landmanna- afrétti, að sögur fara ennþá af honum þar og er þá stundum erfitt að standa undir nafni hans. Guðríður þótti mikill jafnoki manns sins, góðmennska og jafn- lyndi sat þar f fyrirrúmi. Margur heimsótti hana f Ingólf og þótti gott að koma þar, ekki sfzt þreytt- um ferðalangi í kaupstaðarferð og hafði mátt ganga megnið af leið- inni. Faðir hennar, Eyjólfur Guðmundsson í Hvammi, var mik- ill sveitarhöfðingi og oddviti Landmanna f áratugi. Hann var einn af frumkvöðlum sand- græðslu hér á landi og sópaði svo að honum í héraðinu, að Björn f ísafold gaf honum nafnbótina Landshöfðingi. Hann var i miklu vinfengi við Einar Benediktsson og studdi skáldið í virkjunarmál- um og öðrum baráttumálum hans. Móðir Eyjólfs var Guðríður Jóns- dóttir, bónda f Gunnarsholti, en Móðir Jóns var Guðríður Árna- dóttir, prests í Steinaholti, Högna- sonar prófasts í Breiðabólstað f Fljótshlíó. Kallaður Presta-Högni vegna sonanna átta, sem allir urðu prestar og margir góðir Is- lendingar rekja ættir ti. Kona Eyjólfs f Hvammi var Guðbjörg Jónsdóttir, hreppstjóra í Skarði á Landi, systir Guðna eldra, bónda í Skarði, og þeirra systkina. Jón í Skarði var sonur Árna stórbónda á Galtarlæk, Finnbogasonar á Reynifelli á Rangárvöllum. Kona Árna á Galt- arlæk var Margrét Jónsdóttir bónda á Ægissíðu í Holtum en kona Jóns var Guðrún Brands- dóttir bónda á Felli í Mýrdal Bjarnasonar hreppstjóra á Víkingslæk á Rangárvöllum en við hann er hin fjölmenna Víkingslækjarætt kennd. Víkings- lækur er nú í eyði og sér þar á sand, sem áður var fagurt bæjar- stæði. Til þessa sandbings eiga þó margir áhrifamenn þjóðarinnar, ráðherrar, þingmenn, skáld og fræðimenn, fortíð að rekja. Svona er vfða farið um land okkar, að auðn er fyrir akur. Er það gleði- legur vottur um hug islenzku þjóðarinnar til sögu sinnar og menningar, að nú er gert átak í því að hefta landauðnina og græða landið af sárum fimbul- kulda og bylja. Móðir Guðbjargar í Hvammi var Guðrún Kolbeinsdóttir bónda á Hlemmiskeiði á Skeiðum Eirfks- sonar, hreppstjóra á Reykjum á Skeiðum Vigfússonar. „Eiríkur talar ekki margt, en hvert orð hans vegur fjórðung,“ er haft eft- ir Þórði dómstjóra. Eiríkur átti Guðrúnu eldri Kolbeinsdóttur, prests og skálds f Miðdal, sem orti m.a. Gilsbakkaþulu. Ættleggur þeirra Guðrúnar og Eirfks er hin kunna Reykjaætt og eru af henni t.d. Sigurgeir Sigurðsson biskup og sonur hans Pétur vígslubiskup. Kona Kolbeins á Hlemmiskeiði var aftur á móti Sólveig Vigfús- dóttir, bónda á Fjalli á Skeióum Ófeigssonar, ættföður Fjallsætt- arinnar, en í beinan karllegg af honum eru m.a. bræðurnir Tryggvi og Ólafur Ófeigssynir út- vegsmenn og Grétar Fells skáld. Guðlaugur faðir Böggu var sonur Þórðar Guðlaugssonar bónda í Fellsmúla á Landi mikils glæsimennis og söngm'anns, en hann dó langt fyrir aldur, 36 ára. Guðlaugur faðir hans, bóndi og skáld á Hellum á Landi, var Þórðarson bónda á Hellum Stefánssonar, meðhjálpara á Bjalla á Landi Filippussonar prests í Kálfholti og föður Rann- veigar, sem Bjarni Thorarensen amtmaður orti hið undurfagra erfiðljóð um. Kona Guðlaugs á Hellum var Vilborg Einarsdóttir, bónda og formanns á Hólum í Stokkseyrar- hreppi Jónssonar. Þorleifur ríki á Háeyri sagði eitt sinn vió mann, sem var í basli með konu og barn: „Farðu með barnið til Einars á Hólum, hann á ellefu börn og munar ekkert um að bæta við sig einu og ég veit að hann gerir það.“ Faðir Einars á Hólum var Jón hreppstjóri og formaður á Baugs- stöðum f Stokkseyrarhreppi Einarssonar, hreppstjóra á sama stað, Jónssonar ríka Pálssonar, en kona Jóns var Þórunn Álfsdóttir Ólafssonar, föðurbróður Bergs hreppstjóra f Brattholti sem Bergsættin er kennd við. Móðir Guðlaugs f Tryggvaskála og amma Böggu var Guðrún Sæmundsdóttir hreppstjóra á Lækjabotnum -á Landi Guðbrandssonar, sem Lækjar- botnaættin er við kennd. Bróðir Guðbrands á Lækjarbotnum var Magnús langafni Jóns á Bjóluhjá- leigu, föður þeirra bræðra Ingólfs alþm. og fv. ráðherra, Ragnars skrifstofu.stjóra og Kristins verzlunarmanns á Hellu. Sæmundur á Lækjarbotnum var hinn merkasti maður, vinsæll mjög og barðist gegn landauðn þeirri, sem nærri var búin að eyða Landsveitinni á sfðustu öld. Kona hans var Katrfn Brynjólfsdóttir ljósmóðir, mikil gerðar og rausn- arkona. Hún tók á móti yfir sjö hundruð börnum og var hið elzta 67 ára, þegar hið yngsta fæddist. Fæddist það á heimili hennar, þvi Katrín var um það leyti karlæg. Faðir hennar, Brynjólfur Jónsson bóndi á Þingskálum, var búsýslu- og framkvæmdamaður mikill og orðlagt góðmenni. Kona hans var Sigríður Bárðardóttir bónda á Heiði á Rangárvöllum, stórráð og mikil húsfreyja. Bárður faðir hennar hafði búið á Gröf í Skaftártungu, en varð að flýja þaðan með fjölskyldu sfna, þegar Skaftáreldar eyddu þar byggð. Þetta sagði mér Sigurgeir Þor- grímsson, sá ágæti ættfræðingur. Líf og barátta þess fólks sem gengið er, gundvallar nútíma þjóðlíf í landinu, og er í raun hluti af hverjum einstakling. Árið 1918 þegar Bagga fæddist var íslendingum erfitt í skauti. Hafís lá fyrir Iandinu, frost voru með afbrigðum hörð og spánska veikin hjó stór skörð í þjóðina. Heimilið að Vatnsnesi fór ekki varhluta af þessum hörmungum. Um tíma var Guðlaugi ekki hugað líf i veikinni og allt var heimilis- fólkið meira eða minna veikt. Fólkið komst þó af, en svona var árferðið þegar Bagga fæddist, ásamt tvíburusystur sinni Bryndísi. Þrjár systur voru þá fyrir. Elzt Guðrún sjö ára og tvi- burarnir Guðný og Guðríður sex ára. Arið 1925 flyzt fjölskyldan að Tryggvaskála á Selfossi og olli það þáttaskilum í lífi Böggu og fólksins alls. Að vfsu var þá ekki eins mikið um að vera á Selfossi og nú, aðeins fimm hús en það var Framhald á bls. 32 Kristmann Kristins- son — Minningarorð F. 29.4. 1920. D. 26.2. 1977. Hann var fæddur að Vatnsleysu í Fnjóskadal. Foreldrar hans voru Sigrún Jóhannesdóttir og Krist- inn Indriðason, sem lengst bjuggu i Höfða i Höfðahverfi. Og á Sigrún þar enn heima, nú hjá syni sinum. En Kristinn lézt 16. nóvember 1953. Er þetta þriðji sonrinn sem Sigrún kveður. Eg kynntist Kristmanni hér i Reykja- vik fyrir 30 árum, voru þeir mikl- ir vinir bróðir minn og hann á þessum árum. Síðann stýrðu for- lögin því þannig að ég giftist bróð- ur hans, svo að kunningsskapur- inn hélst ennþá. Hann kom mér fyrir sjónir sem afar stór og að- sópsmikill. Akafi vinnugleðinnar speglaðist i hverri hans hreyfing- u. Hann gerðist bóndi norður i Höfða og bjó þar með eiginkonu sinni Steinunni Sigurjónsdóttir i 4. ár. Þá skall reiðarslagið yfir, hann veiktist af sykursýki og varð að hætta búskap, fluttist þá til Kópavogs. Þar bjó hann yfir 20 ár, þegar hann gat, og mátti vinna. Vann hann lengst af hjá Kópavogsbæ. Ævi Kristmanns var enginn hetjusaga i venjulegri merkingu þes orðs, og engum orðunum var hann sæmdur. Þó átti hann þvi láni að fagna, að á Þorláksdag 1944 bjargaði Kristmann skips- félögum sinum á strönduðu skipi í ofsa roki og náttmyrkri. Kom hann linu frá skipinu i land ásamt stýrimanni. Með brákaðan hand- legg tínir hann félaga sfna úr sjónum. Og einn ósjálfbjarga tek- ur hann á öxlina og ber hann þangað til að hann finnur hest sem hann kom honum á og þannig bjargaði hann þeim manni upp í skýli. En ekki held ég að þessum afrekum hafi verið haldið hátt á loft og síst af honum sjálfum. Kristmann hafði ákveðnar skoð- anir og oft flóknar og dálftið tor- skildar. En oftast komst maður niður í kjölinn og fannst mér þá margt í skoðunum hans mjög athyglisvert og umhugsunarvert. Oft byrjaði hann þegar hann var ungur og rakti sína ævi og sýndi fram á mun þess sem þá var og þess sem nú er. Ég og við bæði hjónin viljum þakka honum og konu hans fyrir son okkar sem þau eru búin að hafa frá því að hann var innan við fermingu, hjálpa honum á margvíslegan hátt, styðja hann til mennta og reynast honum sem bestu foreldr- ar. Þakklæti okkar er fátæklegt, er við biðjum Guð að blessa þau og vottum þeim innilega samúð útaf fráfalli Kristmanns. Ég vil enda á þessu versi eftir Vald. Briem: Kom huggari, mig hugga þú. kom, hönd, og bind um sárin. kom, dögg, og svala sálu nú. kom, sól, og þerra tárin. kom hjartans heilsulind. kom, heilög fyrirmvnd kom, Ijós, og lýstu mér, kom, líf, er ævin þver, kom eílffð, bak.við árin. G.Ó.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.