Morgunblaðið - 05.03.1977, Síða 40

Morgunblaðið - 05.03.1977, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 197'. W.'p' M0RgJN>-,V KAFFINO ' 4y: ° íO GRANI göslari Þú sagðir sfðast þegar þetta kom fyrir, að ef það endurtæki sig, gæti ég eins verið úti alla nðttina! Er þetta eitthvað sem þér hafið týnt? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Staðsetning háspila á höndum andstæðinganna er atriði, sem ég hef oft rabbað um f pistlum min- um. Þetta er einn af vandasöm- ustu og flóknustu þáttum spilsins. I þessu efni er ekki hægt að gefa sjálfum sér neinar reglur né for- múlur til að fara eftir. En þó má segja við sjálfan sig si svona, — ef þessi á þetta þá má hinn ekki eiga annað. Vestur gefur, allir á hættu. Norður S. K9 H. G82 T. ÁG864 L. 974 Ef þér takið þessa Ifftryggingu munu allar eiginkonurnar fa hver f sinn hlut 87 krónur og fimmtfu aura við fráfall yðar. Góðan bjór „Mig langar að leggja hér nokkur orð f belg. Ég lft að allir góðir menn verði að standa saman f bjórmálinu. Eins og öllum er kunnugt er afar slæmt ástand í áfengismálum okkar. Margt hefur verið reynt svo sem bann og alls konar furðulegar takmarkanir en allt kemur fyrir ekki, enn er drukkið, ekki svo mikið að meðal- talsmagni en afar illa þegar drukkið er. En nú er ef til vill að rofa til, okkar ágæti Jón Sólnes hefur komið með tillögu sem miðar f rétta átt. Þeir sem hafa verið er- lendis og tekið eftir umgengnis- venjum erlendra þjóða við áfengi sjá þann gffurlega mun sem er á þeirra framferði og okkar. Við erum að pukrast og banna og árangurinn er eftir því. Min til- laga er sú, að sterkt öl og vfn verði selt á öllum veitingastöðum en brenndir drykkir eins og verið hefur. Þetta sé látið gilda í 10 ár, þá ætti að vera komin reynsla af frjálsræðinu og þá mætti ef vill skjóta málinu til þjóðaratkvæða- greiðslu. A ferðum mínum um Suður- Evrópu, Norður-Afrfku og Asíu sá ég helzt ekki fullan mann. Þó einstaka tilfelli, en þá var um að ræða mann frá pukurssvæðunum, sem eru Svfþjóð, Danmörk, Nor- egur, Færeyjar, Finnland og Is- land, en f öllum borgum og bæj- um var óþvinguð áfengismenning og þá meina ég að í öllum verzlun- um var á boðstólum sterkt öl, vín og brenndir drykkir, en það merkilega var að það sást ekki ölvaður maður. Það vill gjarnan fara þannig að öfgamenn eru látnir ráða ferð- inni, en ég vara við því að fyrrver- andi ofdrykkjumaður sé hafður til ráðuneytis um áfengismál, hvað þá að slíkur maður sé stefnumarkandi um áfengismál. Ofstæki fyrrverandi ofdrykkju- manna getur f vissum tilfellum nálgast brjálæði og það er ekki heilbrigt. Þeir alþingismenn, sem ekki treysta sjálfum sér eða þjóðinni fyrir sterkum bjór, ættu í það minnsta að kanna hvernig aðrar þjóðir fara að og sitja hjá við atkvæðagreiðsluna um bjórinn að þessu sinni. Og ég get fullvissað hvern sem er um það að fslenzk þjóð dettur ekki í það, þó hún fái sterkt öl, að öðru leyti finnst mér fáránlegt að láta sér detta það f hug að þessi mikla menningar- og dugnaðarþjóð geti ekki ráðið fyrir sér f áfengismálum. Þetta mál verður aldrei farsællega til lykta leitt með banni, það eru upplýs- ingar og óþvinguð umgengni sem leysa þetta mál. Burt með ofstæk- ið. Gfsli Marfsson, Goðheimum 11.“ Velvakandi getur nú ekki stillt sig um að vera hissa á hvað bréf- ritari ætlar að lofa miklu — að íslenzk þjóð detti ekki í það þó hún fái sterkt öl. Bjórinn leysir vandann — eða hvað — og þetta minnir á auglýsingar — þetta og hitt leysir vandann — allt gengur betur með þessu eða hinu. En næsta bréf fjallar um óskylt mál: % Gangstéttar- hellur — slysavaldar „Gangstéttarhellur eru falleg- ar á að lfta þegar þær eru nýlagð- ar og jafnar, eins og var fyrst eftir að Austurstræti var hellulagt, en þegar þær fara að missfga verða þær hættulegar og geta valdið slysum. Lækjargatan, sem mjög er fjölfarin, er gott dæmi um þetta. Gangstéttarhellurnar þar eru mjög missignar. Þverar brún- ir einnar hellu standa nokkra sentimetra upp fyrir flöt þeirrar næstu. Verður að beita varkárni, og horfa vel niður fyir fætur sér til að detta ekki þegar gengið er þar um. Skósólar manna rekast í þessar brúnir, og algengt er að gamalt fólk detti um þessar ójöfn- ur, og sumt meiðir sig illa. Yfirvöld þyrftu að finna hér lausn á, og lagfæra ósléttar gang- stéttir, svo að ekki hljótist slys af. Vestur S. 5 H. KD1076 T. K1032 L. K103 Suður S. 1032 H. Á954 T. 95 L. Á863 Austur S. ÁDG8764 H. 3 T. D7 L. DG5 Austur var sagnhafi f fjórum spöðum og suður spilaði út tfgul- níu. Spilarinn lét lágt frá blindum og norður gerði það einnig. I von um að komast inn á blindan spil- aði sagnhafi hjarta eftir að hafa tekið fyrsta slag á tíguldrottn- ingu. En suður tók strax á ásinn og spilaði aftur tígli. Norður tók tíuna með gosa og tryggði vörninni fjóra slagi með því að spila enn tfgli. Spaðatfan var nú orðin öruggur slagur og sagnhafi tapaði spilinu. Já, þetta var mjög góð vörn. Eina leiðin til að fá fjóra slagi. En spilararnir þurftu, og fengu, hjálp til þessa. Sagnhafi hefur annaðhvort verið vonlaus um vinning eða alls ekkert hugsað um spilið. Legan, sem var fyrir hendi, var alls ekki svo mjög ósennileg en tígulkóngurinn frá blindum f fyrsta slag Ieysir málið. Norður getur tekið á ásinn en á síðan ekki aðra innkomu og varnarspilararn- ir eiga ekki möguleika á að skapa sér slag á spaða. ROSIR - KOSSAR - 0G DAUÐI Framhaldssaga eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 47 með sannri velþóknun og svo settist ég loks á einn af bekkjunum og ég tók ekki eftir Otto Malmer fyrr en hann hafói setzt við hlið mér. Hann var enn áberandi fölur og Ijósbrún augun voru bæði þreytuleg og örvæntingarfuil. Við töluðum dálftið um rósirnar og góða veðrið. Otto spáði þvf að það myndi rigna um nóttina, ég sagði það væri ekki vanþörf á ofurlftilli vætu og hann sagði það væri alveg nauðsynlegt fyrir rósirnar. Svona héldum við áfram nokkra stund unz ekki var meira um þetta að segja og þá varð þögnin fljótlega vandræðaleg. Otto var sýnilega fjarska taugaóstyrkur og fitlaði f sf- fellu við bakið á bekknum og ég vissi ekki hvaða kost ég ætti að taka ... hvort ég ætti að rfsa upp og fara eða snúa mér að þvf að ræða persónulegri málefni. Eg tók loks ákvörðun og valdi sfðari kostinn. — Eg skil vel að þér hlýtur að Ifða óskaplega illa, sagði ég. — Sjálf á ég Ifka föður sem mér þykir svo innilega vænt um ... Nokkra stund barðist hann við að halda stillingu sinni. En hann gafst upp og mér til óblandinnar angistar greip hann höndum fyrir andlitið og brast f ofsaiegan grát... £g var að hugsa um að strjúka honum um hárið f huggunarskyni, en ákvað að láta það ógert og beið unz hann lyfti höfði og fór að tala: — Það versta er að mér þótti svo innilega vænt um hann Ifka; En ég sýndi honum það aldrei. Þannig er ég alltaf og það finnst mér Ifka átakanleg- ast... núna. Sjáðu til, ég er vfst f meira lagi skrftinn ... hlé- drægur og hef aldrei getað tjáð tilfinningar mfnar ... Eg býst við að sjálfræðingar myndu komast að niðurstöðu um að ég væri meira en Iftið skrftinn hvað það sncrtir ... Það var augljós léttir fyrir hann að fá að trúa einhverjum fyrir vanda sfnum og ég sagði lágt: — Og hvers vegna heldurðu að þú sért svona? Hvernig varstu að þessu leyti sem barn mannstu það? Hann brosti hugsi en þó var engin gleði f þvf brosi. — Eg var feiminn leiðinleg- ur. Það sögðu allir og ég stóð gersamlega f skugganum af eldri bróður mfnum, Jan Áxel. Hann var svo hress og mann- blendinn og glaðsinna, en ég hef vfst vérið svoddan stirðbusi frá fæðingu. Ég var áreiðanlega töluvert afbrýðisamur út f Jan Axel. En það sem var allsráð- andi f mfnum heimi — eins og annarra sem hann skipti við — var faðir minn. Og ég var nánst hálfsmeykur við hann... — En þegar þú óxst úr grasi? Hvarf þá þessi óttakennd? Hann leit snöggt á mig. — Ne—ei ef ég á að vera hreinskilinn þá held ég það hafi verið þvert á móti. Þvf áfjaðari sem ég var f þvf að gera honum til geðs, þvf lauga- óstyrkari varð ég f návist hans... — En, sagði ég hughreyst- andi, — það skýrir náttúrulega út af fyrir sig hvað þú áttir erfitt með að láta hann finna hvað þér þóttí vænt um hann. Svona stjórnsamir menn eins og hann var verða að sæta þvf að menn sýna þeim meiri virð- ingu en kærleika. Svo að mér finnst þú eigir ekki að hafa neitt samvizkubit út af þessu. Við þögðum bæði og ég sá að hann virtist aðeins rólegri. Loks tautaði ég: — Finnst þér ekki leiðinlegt að eiga ekki son sjálfur? Hann tók þessa hnýsni ekki óstinnt upp. — Jú. F.n þó tekur mig sárar vegna Helene. Hún hefði þurft að eiga börn. Og svo hvfslaði hann eíns og við sjálfan sig: — Ekki einu sinni ÞAÐ gat ég . -. Ég fór að hugsa um fyrri hugmyndir mfnar, um að Otto væri faðir Björns Udgrens og vegna þess hve hann virtist opinskár og einlægur dirfðist ég að halda spurningum mfn- um áfram: — Viltu segja mér eitt, Otto? Það kemur ekkert þcssu máli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.