Morgunblaðið - 05.03.1977, Side 44

Morgunblaðið - 05.03.1977, Side 44
AlKíLÝSINííASÍMINN EK: 22480 AL’ÍÍLYSINLASIMINN ER: 22480 ZHorflunbtntiit) LAUGARDAGUR 5. ÍVIARZ 1977 Nemendur 9. bekkjar grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu mótmæltu í gær fyrirkomulagi samræmdu prófanna sem þeim var gert að taka í febrúar, og jafnframt mótmæltu þeir framkvæmd þeirri sem notuð var við einkunnagjöf fyrir prófin. Sjá nánar myndir og frásögn á bls 3. (Ljósm.oi.K.M) Almannavarnir með viðbúnað og jarðýtuflutninga á hættusvæðið „ÞAÐ Ifður óðum að ein- hverjum viðburðum á Kröflusvæðinu, það eru allir sammála um það sem fylgst hafa með málum, en hvað það verður veit eng- inn ennþá,“ sagði Guðjón Petersen hjá Almanna- vörnum í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sagði hann að jarðfærð- ingar reiknuðu með að eitthvað myndi gerast í samhandi við landrisið þar á tfmabilinu frá hádegi f dag og til hádegis á mánu- dag. Sagði Guðjón að Almannavarn- Rannsókn á LSD-máli lokið: Erlendur ferðamaður í 3ja mánaða fangelsi DÓMUR hefur verið felldur f máli gegn erlendum ferðamanni, sem staðinn var að þvf að hlutast til um innflutning á samtals 255 skömmtum af ofskynjunarlyfinu LSD. Samtals tókst að dreifa 90 skömmtum af lyfinu, en 165 skammtar féllu f hendur lögregl- unnar. Maðurinn hlaut 3ja mán- Rúmeníuskjálfti á Kröflumœhim Jarðskjálftakippurinn sem varð skammt frá Búkarest í Rúmeníu laust eftir kl. 19 í gærkvöldi, kom fram á jarð- skjálftamælum við Kröflu kl. 19.27. Styrkleiki sjálftans var um 7,2 stig á Richterskvarða, en þegar snarpi jarðskjálfta- kippurinn í Tyrklandi varð í nóvember s.l. kom hann fram á mælum við Kröflu. Sá kippur mældist 7,3—7,4 stig á Richter. aða fangelsisdóm og honum var gert að greiða 300 þúsund krónur f sekt og málskostnað. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá Sakadómi f ávana- og fíkniefnamálum, sem er svohljóðandi: „Lokið er hjá Sakadómi í ávana og ffkniefnamálum einni þeirra rannsókna, sem yfir hafa staðið að undanförnu. Erlendur ferða- maður reyndist hafa hlutazt til um, að hingað til lands var í janú- ar og febrúar s.l. sent með al- mennum pósti frá Bandaríkjun- um ofskynjunarlyfið LSD. Fyrst 90 skammtar, sem að mestu var dreift til nokkurra aðila, næst 15 skammtar, sem féllu í hendur lög- reglu og loks 150 skammtar, sem lögregla lagði einnig hald á. Dæmt hefur verið í máii nefnds ferðamanns og hóf hann afpiánun í framhaldi af gæzluvarðhalds- vistun. Hann hlaut 3 mánaða fangelsi, 300.000 kr. sekt og máls- kostnað." ir hefðu gert venjulegar undir- búningsráðstafanir eins og áður þegar landrisið hefur orðið það mikið að hætta hefur verið talin stafa af. M.a. er búið að kynna Mývetningum æskileg viðbrögð ef eitthvað ber út af á hættusvæð- inu. Þá hafá forráðamenn Kfsil- iðjunnar gert ráðstafanir til þess að geta stöðvað verksmiðjuna í skyndi. Flutningatæki með tvær stórar jarðýtur eru nú á leið til Kröflu frá Akureyri, en að auki eru tvær jarðýtur og veghefill á svæðinu, ,,en þessi tæki verða til staðar við gerð varnargarða gegn hraunrennsli ef til kemur,“ sagði Guðjón. S.l. sólarhring voru 76 jarð- skjálftar á Kröflusvæðinu og hafði þeim heldur fjölgað frá því í fyrradag. Hreyfing hefur orðið á sprungusvæðinu í Gjástykki síð- ustu daga, en ekki hefur orðið vart við slíka breytingu síðan rétt fyrir eldgosið 1975. Um2500tonn af f ry stum fiski til Sovétríkjanna VIÐBÓTARSAMNINGUR um sölu á frystum fiskflök- um til Sovétríkjanna var undirritaður í sfðustu viku. Voru þá seld 2.575 Búizt er við tíðindum við Kröflu um helgina Spánskt lið vill fá r Asgeir keyptan MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað að eitt af beztu spænsku 1. deildar liðunum f knattspyrnu, sýni nú mikinn áhuga á þvf að fá Ásgeir Sigur- vinsson knattspyrnumann keyptan frá belgfska liðinu Standard Liege. Mun félagið vera tilbúið að greiða fyrir Ásgeir mun hærri upphæð en gengur og gerist í sölu atvinnumanna f knatt- spyrnu, en sem kunnugt er þá eru nokkur spænsk knatt- spyrnulið mjög auðug og hafa sýnt á undanförnum árum, að þau eru tílbúin að greiða geysi- legar upphæðir fyrir leikmenn sem þau hafa áhuga á. Þannig keyptu t.d. liðin FC Barcelona Framhald á bls. 24. Álitlegt bod, sagði Ásgeir tonn af ufsa-, karfa- og keiluflökum. Hafa þá verið seld til Sovétrfkjanna frá áramótum 12.075 tonn af frystum fiski. Samkvæmt upplýsingum Benedikts Guðmundssonar hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna var sama verð á þessum afurðum og áður hafði verið samið um. Skipting þessa sölusamn- ings er þannig: 1.300 tonn af karfaflökum, 1.000 tonn af ufsaflökum og 275 tonn af löngu-, keilu-, steinbíts- og grálúðuflökum. Gjaldeyrisstaðan: Versnaði í janúar um 1202 millj. GJALDEYRISSTAÐA bankanna nettó á genginu 31. janúar 1977 var neikvæð um 1.627 milljónir króna og hafði lækkað frá áramótum eða i janaúar- mánuði um 1.202 milljónir króna. Staða bankanna um áramót á sama gengi var neiðkvæð um 425 milljónir króna. Þessar upplýsingar fékk MOrgunblaðið í gær í Seðlabanka íslands. Samanburðartölur fyrir janúar 1976, reiknaðar á sama gengi eru að þá versnaði staðan um 1.570 milljónir króna. Versnar því staðan ekki eins hratt og hún gerði i fyrra. Rannsókn handtöku- málsins er að ljúka RANNSÓKN handtökumálsins svokallaða er nú lokið — að því er Steingrímur Gauti Kristjánsson héraðsdómari skýrði Morgunblað- inu frá í gær. Eftir er aðeins sagði Steingrfmur að ganga frá nokkr- um „lausum endum“. Steingrím- ur kvaðst myndu gera grein fyrir rannsókn málsins með fréttatil- kynningu eftir helgina. Iscargo fær flugleyfi án tak- markana til Bandaríkjanna ISCARGO h.f. fær feyfi til flugs milli Islands og sex borga f Bandarfkjunum án takmarkana um áframhaldandi flug til Evrópu. Hallgríniir Jónsson, framkvæmdastjóri Iscargo, skýrði frá þessu f samtali við Morgunblaðið f gær. Sagði hann að fyrirtækinu hefði borist bréf sfðastliðinn miðvikudag, þar sem segir að bandarfska flugmála- stjórnin hefði mælt með leyfinu en forsetaskrifstofan gefur það út. Flugleyfið er fyrir óreglubund- ið leiguflug með vörur á milli Islands og eftirfarandi sex borga f Bandarfkjunum: New York, Boston, Phifadelphia, Hartford f Connecticut, Harrisburgh f Phila- delphiu og Norfolk f Virginiu. Upphaflega hafði flugmála- stjórnin mælt með því að Iscargo fengi flugleyfið með þeim tak- mörkunum að aðeins væri um að ræða flutninga á vörum, sem eiga upphaf eða endi á tslandi. Var þessi takmörkun sett vegna þrýst- ings frá Pan American, sem taldi Iscargo geta orðið óæskilegan keppinaut. Lögfræðingur Iscargo í Bandaríkjunum áfrýjaði þessum úrskurði, og hefur flugmála- stjórnin dregið í land með þessa takmörkun þannig að nú er félag- inu heimilt að fljúga áfram til Evrópu með vörur sé sótt um leyfi fyrir hvert flug. Hallgrímur sagði að lögfræðing- ur Iscargo f Bandaríkjunum túlk- aði þetta aöeins sem formsatriði, sem ekki fælist f nein takmörkun f raun. Hallgrímur sagðist búast við þvf að skrifstofa Bandaríkjaforseta gæfi út flugleyfið innan tveggja vikna, en eftir væri að ganga frá nokkrum öðrum forms- og undir- búningsatriðum áður en flug hæf- ist. Iscargo hafa þegar borist pantanir á flutningum til Banda- rfkjanna, þar á meðal frá Sam- bandinu á flutningi á 25 hestum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.