Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8 MARZ 1977 Deilt um framtíð Samtakanna: Flokksstjórnar- fundur vill áfram- haldandi starf - en Vestfirðingar ekki Um helgina voru stofnuð í Reykjavfk landssamtök skólastjóra og yfirkennara sem starfa á grunnskólastiginu, en þessir aðilar voru áður í þremur félögum. Á stofnfundinn mættu um 70 manns og hefur Ásgeir Guðmundsson skólastjóri í Reykjavfk verið kjörinn formaður samtakanna, en með honum sitja sex aðrir í StjÓm. I.jósm. Mbl. ÓI.K.M. Allt að 2 kíló vantaði í áburð- arpoka til bænda í Þykkvabæ Yfirvigt er tíðari, segir framkvæmdastjóri Áburðarverksmiðjunnar UM helgina var haldinn í Reykja- vík fiokksstjórnarfundur Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Þar var samþykkt að kalla saman landsfund samtakanna I haust I þvf skyni að undirbúa framboð til næstu alþingiskosn- inga. Á flokkstjórnarfundinum voru fulltrúar Vestfirðinga, með Karvel Pálmason alþingismann I broddi fylkingar ósammála niður- stöðum fundarins og mæltu þeir gegn þvf að Samtökin biðu fram sem heild til næstu alþingiskosn- inga. ,,Við Vestfirðingar mættum á fundinn til að gera flokks- Skólastjórar komust ekki að niðurstöðu SKÓLASTJÖRAR f Reykjavík funduðu í gær um grunnskóla- prófið, sem mönnum hefur orðið svo tfðrætt um að undanförnu vegna galla, sem fram komu í enskuprófi og stærðfræðiprófi og þess kerfis sem notað er við einkunnagjöf. Niðurstöður fengust ekki á fundinum og var ákveðið að halda annan fund. Samkvæmt upplýsingum Inga Kristinssonar skólastjóra hefur ekki verið ákveðið hvenær nýr fundur verður haldinn, en hann kvað reynt að flýta honum eins og kosturværi. PÓLSKA landbúnaðarráðuneytið hefur sent Grænmetisverzlun landhúnaðarins boð um að senda hingað allt að 30 afbrigði af út- sæðiskartöflum frá Póllandi. Er ætlun Pólverja að fá með þessu fram óskir tslendinga um hvaða kartöflutegundir þeir kjósi helzt að kaupa en tslendingar kaupa árlega töluvert af kartöflum frá Póllandi, enda bundnir þeim við- skiptasamningi að kaupa þaðan vörur, ef Pólverjar bjóða jafn- góða vöru á sama eða betra verði en hægt er að fá annars staðar. Þá var ekki vitað f gær hvort Pólverj- ar hugsa sér að flytja héðan út- sæði til ræktunar þar I landi en rannsóknir sýna, að útsæði, sem rætkað er á norðlægum slóðum, gefur betri uppskeru ef það er sett niður sunnar. Kom þetta fram hjá Jóhanni Jónassyni, forstjóra Grænmetis- verzlunarinnar, I umræðum á Búnaöarþingi í gær er þar var fjallað um möguleika á aukinni kartöflurækt hér á landi. Fram kom hjá Jóhanni, að fyrir nokkr- um árum var rætkað hér á landi nokkuð af útsæði í þrjú ár í Eyja- firði. Var þetta gert að ósk tékknesks prófessors, sem meðal annars kom hingað til lands til að Nýr skuttogari sjósettur hjá Stálvik 1 dag NYR skuttogari verður sjósettur hjá Stálvík í Arnar- vogi kl. 8 fyrir hádegi í dag. Þessi nýi skuttogari er smíð- aður fyrir Einar Ólafsson og fleiri á Suðureyri við Súganda- fjörð. Skuttogarinn, sem er 27. skipið, sem Stálvík smíðar, er allmiklu stærri en sfðasti togari sem var byggður þar, en það var Runólfur frá Grundarfirði. stjórnarfólki grein fyrir afstöðu Vestfirðinga," sagði Karvel Pálmason alþrn. í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bætti því við, að Vestfirðingar héldu sig við samþykkt Núpsfundarins frá því í fyrra, þar sem samþykkt var að leitað yrði eftir viðræðum við Alþýðuflokkinn, en að sögn Karvels hefur enn ekki borizt svar frá Alþýðuflokknum við þessari beiðni. Karvel sagði, að aðeins þeir, sem hefðu viljað halda flokks- starfinu áfram hefðu mætt á fundinn. I flokksstjórninni ættu sæti um 70 manns, en aðeins um helmingur flokksstjórnarmanna mætti á fundinn og ennfremur nokkrir áheyrnarfulltrúar. Meðal þeirra sem ekki mættu á fundinn að sögn Karvels voru Jón Helga- son formaður Éiningar á Akur- eyri og varaformaður Samtak- anna og Eyjólfur Eysteinsson , sem verið hefur varaformaður Samtakanna. Morgunblaðið leitaði siðan til Benedikts Gröndals, formanns Alþýðuflokksins, og spurði hann hvort rétt væri að Alþýðuflokkur- inn hefði ekki enn svarað beiðni flokks Samtakanna á Vestfjörð- um. Kvað Benedikt það rétt vera að Vestfirðingum hefði ekki enn verið sent skriflegt svar. Hins vegar hefðu farið fram óformleg- ar viðræður milli Alþýðuflokks- ins og Samtakanna á Vestfjörðum og aðspurður sagði Benedikt, að Framhald á bls 30 kanna útbreiðslu veiru, sem blað- lús flytur og komst hann að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki til staðar hér. (Jtsæðið héðan notaði Tékkinn við rannsóknir á þeirri kenningu að útsæði frá norðlæg- Framhald á bls 30 — Það var eiginlega fyrir hreina tilviljun að við urðum var- ir við að þungi áburðarpokanna var ekki eins og hann á að vera. Við ætluðum að rétta af nokkrar vigtar hérna f sveitinni og töldum að vigtun áburðarpokanna væri rétt og því góður mælikvarði til þessar nota, það kom hins vegar I ljós að eitthvað var misþungt I pokunum og þegar við könnuðum þetta betur kom í Ijós að I flesta pokana vantaði frá 'A kflói upp f 2 kfló, sagði Yngvi Markússon, bóndi f Oddsparti í Þykkvabæ, í viðtali við Morgunblaðið f gær, er hann var spurður hvort rétt væri að bændur þar f sveit hefðu feng- ið áburðarpoka nú í vetur, sem ekki náðu þeim þunga, sem upp var gefinn á pokunum. Yngvi sagði að bændur í Þykkvabænum hefðu fengið áburðarsendingar, sem hér um ræðir, um mánaðamótin janúar- febrúar. Ekki sagði Yngvi að gerð hefði verið úttekt á því hversu mikil brögð væru að þessari mis- vigt en eftir því, sem hann hefði fregnað, væri þó brögð að henni á flestum bæjum. „Við hér í Þykkvabænum eru að vísu fyrstir til að hefja áburðarflutningana, því við tengjum saman flutning á kartöflum til Reykjavíkur og áburðarflutningana austur, þann- ig að vel gæti verið að komið hafi verið í veg fyrir þessa undirvigt. En maður veit þó ekki nema þessi vitleysa sé komin út um allt land,“ sagði Ingvi. Aðspurður sagði Yngvi að bændur I Þykkvabænum hefðu þegar haft samband við Áburðar- verksmiðjuna í Gufunesi, er þeir urðu varir við þessa vanvigtun, og þar hefði þeim verið lofað að at- hugun yrði gerð á hvað þessu ylli og hversu mikil brögð væru að þessu. Sagði Yngvi að bændur þar um slóðir hefðu ekki enn heyrt frá Áburðarverksmiðjunni þó um tvær vikur væru frá því að þess- ari ábendingu var komið á fram- færi. Hjálmar Finnsson, fram- kvæmdastjóri Áburðarverksmiðj- unnar, staðfesti í samtali við blað- ið, að þessi kvörtun hefði borist frá bændum I Þykkvabæ en ann- ars staðar frá hefðu kvartanir ekki borist. „Hér í Áburðarverk- smiðjunni er hver poki vigtaður með sjálfvirkum vogum, sem að vfsu eru ekki löggiltar. Af þessum vigtum fara pokarnir á færiband, sem í er útbúnaður, er kastar burt of þungum og of léttum pokum. Þessu til viðbótar gerum við ævinlega úrtak og vigtum poka á löggiltri vog,“ sagði Hjálmar. Aðspurður um hverjar gætu verið ástæður þess að vantaði upp á réttan þunga í pokum eins og bændur í Þykkvabænum hafa kvartað yfir, sagði Hjálmar, að þar gætu komið til tæknilegir hlutir og sjálfvirku vogunum gæti skeikað þannig að bæði gæti verið um undir- og yfirvigt að ræða og þvi væru vogirnar stilltar með tilliti til þess og þungi pokanna ætti að vera nokkuð jafn þegar á heildina væri litið. „Eftir að þessi kvörtun kom gerðum við sjálfir könnun hjá okkur í birgðum, sem voru hér I Áburðarverksmiðjunni. I þessari athugun kom í ljós að stundum vantaði örfá grömm upp á rétta vigt miklu tíðara var að pokarnir væru þyngri en 50 kíló, sem er rétt vigt. Vogir hér í verksmiðj- unni eru líka stilltar þannig að Framhald á bls 30 Úrhelli og snjóflóð teppa vegi 1 umhleypingsveðrinu, sem geng- ið hefur yfir landið siðustu daga, hafa vegir spillzt á nokkrum stöð- um á landinu vegna vatnavaxta og á öðrum stöðum hafa fallið snjó- flóð á vegi, vegna mikillar ofan- komu. Vegurinn við Kálfá f Skaftártungum fór t.d. I sundur vegna vatnavaxta í fyrrakvöld og f gærmorgun féll snjóflóð á veginn undir Óshlfð og f Vattarnesi. Sæmileg færð var í gær frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur, en þá var búið að gera við veginn við Kálfá í Skaftártungu, sem fór í sundur f vatnsflaumi í fyrra- kvöld. Vegurinn á þessari leið var Framhald á bls 30 „Verið að rifja upp 5 ára gamalt slúður” Yfirlýsing frá Skáksam bandinu vegna bókarinnar „Spassky - Hort” — Við héldum aS vi8 værum a8 skipta viS menningarlega bókaút- gáfu, en komust a8 raun um annaS þegar bókin „Spassky — Hort" leit dagsins Ijós. Þama er veriS a8 rifja upp 5 ára gamalt slúSur og þa8 hefur ekki batnaS á þessum tíma. Þannig mæltist Einari S. Einarssyni, forseta Skák- sambandsins, m.a. á fundi me8 fréttamönnum á sunnudaginn. Var þar dreift yfirlýsingu Skáksam- bandsins þar sem fjallaS er um útgáfu bókarinnar „Spassky — Hort" frá sjónarhóli Skáksam- bandsins. sem kölluS var inn I síSustu viku. Fer yfirlýsing skáksambandsins hér á eftir: „Ritskiðun og bókabrennur Yfirlýsing stjórnar Skák- sambands íslands Allmikil blaðaskrif og umræður hafa orðið um skákbók þð, sem Bókaútgáfan Fjölvi lét semja i tilefni af skákeinviginu Spassky — Hort Hefur ekki skort stóryrðin og vafa- samar fullyrðingar í þeim málflutningi, og gætu ókunnugir haldið að Skáksamband íslands hefði tekið upp hjá sér að stuðla að „bókabrennum' eða hefði til að bera „einræðishugarfar" og stundaði" ofsóknir gegn bókinni", svo vitnað sé til nokkurra orða Þorsteins Thor- arenssen i Morgunblaðinu. í Dagbl Vísi 28 febr er því haldið fram, að Skáksambandið hafi farið fram á að „útgáfan yrði stöðvuð" og talað um „ritskoðun", Þorsteini hafi verið „stillt upp við vegg," og því gert skóna, að Skák- sambandið myndi setja lögbann á bókina Greinarhöf undur i Visi klykkir svo út með þvi að likja stjórn Skáksambandsins við „kremlverja og aðra bókabrennara" Ljótt er, ef satt væri. Það skal tekið fram, að enginn aðili hefur leitað eftir viðhorfum stjórnar Skák- sambandsins i þessu máli, og segir það sina sögu um málatilbúnað og málflutning allan Stjórn Skáksambands íslands unir þvi ekki, að sitja undir sliku ámæli. sem felst i ofangreindum til- vitnunum. Hún hafi kosið að mál þetta mætti kyrrt liggja. en sér sig nú tilneydda að skýra afstöðu sina og afskipti af útkomi umræddrar bókar. Þegar einvígishaldið var ákveðið, átti fulltrúi Fjölva samtal við forráða- menn Skáksambandsins og leitaði eftir þvi hvort sambandið vildi taka þátt i útgáfu fyrirhugaðrar bókar Þvi var hafnað, en veittur ádráttur um að bókin skyldi höfð til sölu á móts- stað gegn venjulegum umboðs- launum Fyrstu eintök bókarinnar bárust stjórn SÍ í hendur síðdegis fimmtudaginn 24 febrúar Kom þá i Ijós, að Þorsteinn Thorarensen hafði ritað bókarauka við ágæta skákbók Jóns Þ. Þór. Að loknum lestri þessa . pistils var Þorsteini Thorarensen tilkynnt, að Skáksamband íslands myndi ekki hafa bókina til sölu á mótsstað vegna þessa bókarauka. Þorsteinn sýndi þegar í stað þann drengskap, að bjóðast til að innkalla bókina Stungið var upp á þvi að felldur yrði niður þessi kafli, þvi betri væri hálfur skaði en allur, og myndi þá bókin tekin til sölu á mótsstað Þeirri leið hafnaði Þor- Framhald á bls 30 Pólverjar bjóda 30 afbrigdi af út- sæðiskartöflum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.