Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 3 Eyrarbakki: Akureyri: Aldrei gengið verr að manna bátana þrátt fyrir mokafla Eyrarbakka 7. marz HÉÐAN róa nú 7 dagróðrabátar Fjórir bátanna hafa fram til þessa róið með lfnu og aflað þolanlega, en það er nýnæmi að bátar héðan rói með lfnu. Afli netabátanna var mjög tregur lengi vel, og var það sérstaklega ufsaaflinn, sem algjörlega brást. Nú hefur hins vegar brugðið til betri vegar og sfðustu daga hafa netabátarnir komið með 30—35 lestir úr róðrinum. Reyndar er þetta eftir tvær iagnir hjá bátunum, en fiskinn sæka þeir austur fyrir Eyjar. Það vekur undrun manna á Eyrarbakka, að þrátt fyrir allt tal um minnkandi atvinnu, hefur aldrei verið erfiðara að manna báta og meira að segja er erfitt að fá menn á báta sem koma dag eftir dag með 30—35 lestir, það er svona rétt að full áhöfn er a bátunum og varla það. Hinn nýi skuttogari Árborgar h.f., en það er hlutafélag í eign Stokkseyringa, Eyrbekkinga og Selfyssinga, er væntanlegur til Þorlákshafnar seint annað kvöld. Togarinn ber nafnið Bjarni Herjólfsson. Óskar 2500. fundur bæjar- stjórnarinnar í dag Akureyri 7. marz Bæjarstjórn Akureyrar heldur 2500. fund sinn á morgun og hefst fundurinn kl. 16. Fundarsalurinn verður skreyttur f tilefni at- burðarins, sem ætlað er að verða með nokkurri viðhöfn. öllum fyrrverandi aðalfulltrúum f bæjarstjórn, sem búa á Akureyri, hefur sérstaklega verið boðið að vera viðstaddir fundinn. Á fundinum verður flutt tillaga þess efnis að veita skuli úr bæjar- sjóði 2.5 millj. kr. til ritunar sögu Ákureyrar. Full samstaða allra bæjarfulltrúa er um tillögu þessa. Fyrsta bæjarstjórn á Akureyri var kosin 31. marz 1863 og fyrsti fundur hennar var haldinn 13. apríl sama ár. í fyrstu bæjar- stjórninni voru 5 menn, en 1885 var þeim fjölgað í 6, 1904 í 8 og 1919 í 11 og heur tala bæjarfull- trúa verið óbreytt siðan. Fyrstu 22 árin var oddviti bæjarstjórnar einn af bæjarfulltrúum, en frá 1885 til 1919 var bæjarfógeti sjálf- krafa oddviti bæjarstjórnar og framkvæmdastjóri. Árið 1919 var kosinn sérstakur bæjarstjóri og núverandi bæjarstjóri, Helgi M. Bergs, er fimmti maðurinn, sem gegnir því starfi. Forseti bæjar- stjórnar er nú Valur Arnþórsson. Sv.P. Barn lézt á Akureyri úr heilahimnubólgu SAMKVÆMT frétt f sfðasta tbl. Islendings á Akureyri hefur nýlega orðið vart við tvö heila- himnubólgutilfelli á Akureyri, hið fyrra 19. febrúar og hið sfðara 22. febrúar. Annað barnið lézt af völdum veikinnar, að þvf er blaðið skýrir frá. t þessu sam- bandi hafði Mbl. samband við Magnús Lfndal Stefánsson, lækni við ung- og smábarnaeftirlit Heilsugæzlustöðvarinnar á Akur- eyri Sagði Magnús alls 21 tilfelli heilahimnubólgu vera þekkt þar nyrðra, en þau væru frá Akureyri og úr nágrannahéruðum. Hið fyrsta hefði komið fram í sept. 1975, sfðan hefið komið hrina f maí 76, og hið síðasta fyrir utan tvö framangreind tilfelli, hefði komið fram á aðfangadag. Magnús sagði að síðan farið hefði verið að bólusetja fyrir heila- himnubólgu hefði ekki orðið vart tilfella af öðrum stofni en B, en við honum hefði ekki tekist að framleiða bóluefni. „Við höfum ekki orðið varir við A-stofn i seinni tið, en hann var ráðandi fyrst. Maður getur svo ekkert sagt um hugsanlegt framhald á þessu, nema að nú eru að fara í hönd þeir mánuðir sem flestra tilfella hefur orðið vart i,“ sagði Magnús að lokum. FIB um hækkunarbeiðni tryggingafélaganna: Tekjuþörf trygginga- félaganna er byggð á vafasömum forsendum Leiðindaveður á loðnumið- um - 18 skip með 5000 lestir ALLNOKKUR loðnuveiði var í fyrrinótt úti af Krisu- víkurbjargi og undan Merkjunum á Meðallands- sandi, en 11 tíma sigling er á milli þessara staða. Á þessum tveimur veiðisvæð- um fengu 18 bátar um 5000 lestir, og fóru flestir til Austfjarðahafna með afl- ann. í gær var leiðindaveð- ur á miðunum. Eftirtalin skíp höfðu tilkynnt um afla til lÁ>ðnunefndar kl. 18 ( gærdag.: Sðlev AR 130 lestir, Hilmir SU 500, Andvari VE 140, Skfrn- ir AK 370, Pétur Jónsson RE 530, Helga Guðmundsdóttir BA 450, Gelr goði AK 30, Flosi SU 230, Hrafn Sveinbjarnarson GK 150, Þórkatla 2, GK 140, Gfsli Arni RE 500, Frevja RE 140, Eldborg GK 150, Albert GK 510. Sölvi Bjarnason BA 100, Hringur GK 80, Vfkingur AK 350 og Fffill GK 380 lestir. Vegna beiðni trygginga- félaganna um 44% hækk- un bifreiðatrygginga hefur Félag ísl. bifreiðaeigenda sent bréf og greinargerð til ríkisstjórnarinnar, en hún hefur þessa beiðni nú til umsagnar. Kemur þar fram, að FÍB telur hækk- unarbeiðnina byggða á vafasömum forsendum. 1 bréfinu segir, að I útreikning- um á tekjuþörf tryggingafélag- anna sé gert ráð fyrir að verðlags- hækkanir á komandi ári verði hinar sömu og á sl. ári, sem stang- ist á við yfirlýsta stefnu rikis- stjórnarinnar og jafnframt spá Þjóðhagsstofnunar um þróun verðlags á árinu 1977. Segir i greinargerð FÍB að ef stuðzt sé við spá Þjóðhagsstofnunar þurfi vátryggingagjöld ökutækja að hækka um 26.33% í stað 44%, eins og farið sé fram á af trygg- ingafélögunum. Hef aldrei borið mér þetta í munn Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Svövu Jakobsdóttur: 1 siðasta Reykjavikurbréfi þann 6. þ.m. er fullyrt, að ég hafi lýst því yfir á Alþingi í umræðum um skattafrumvarp ríkisstjórnarinnar, að „þau verðmæti sem verða til i störf- um heimavinnandi kvenna eru og einskis metin til skatts, skattfrjáls. Hvorugt þetta stuðl- ar að skattalegu jafnrétti“. Ummæli þessi eru höfð innan gæsalappa og er þvi ekki unnt að skilja þetta öðruvísi en svo, að Morgunblaðið sé að vitna beint í þingræðu mína. Hið sanna er, að ummæli þessi hef ég aldrei borið mér í munn. Það hefói höfundur Reykjavíkurbréfs getað gengið úr skugga um, hefði hann hirt um þau sjálfsögðu vinnubrögð heiðarlegra blaðamanna að leita til frumheimilda,, í þessu tilviki þingtiðinda. Það er mér því algerlega óvið- komandi, hvernig höfundur Reykjavikurbréfs leggur út af þessum heimatilbúnu ummæl- um og hlýt ég að lýsa undrun minni á því, að Morgunblaðið skuli ekki vera Vandaðra að heimildum sínum i pólitiskum skrifum en raun ber vitni. Svava Jakobsdóttir. — O — Aths. ritstj. Athugasemdin ber þess vitni, að Svava Jakobsdóttir hefur ekki tamið sér þau heiðarlegu vinnubrögð, sem hún krefst af öðrum. í Reykjavikurbréfi var sér- staklega tekið fram, að vitnað væri í fjölmiðlafregnir um ræðu Svövu Jakobsdóttur og gat þvi engum dulizt, að ekki var vitnað „beint i þingræðu“. Þingmaðurinn kveðst aldrei hafa borið sér í munn ummæli þau, sem til var vitnað. Hvers vegna birtir Svava Jakobsdóttir ekki í athugasemd sinni orð- réttan þann kafla þingræðunn- ar, sem um er að tefla? Hefur þingmaðurinn eitthvað að fela? Skv. 15. hefti Alþingistíðinda 1976 — 1977 sagði Svava Jakobsdóttir m.a. i þingræðu hinn 14. febrúar sl.: „Og hér erum við komin að mfnu mati að kjarna málsins og ástæðunni fyrir því, hvers vegna vefst svo fyrir mönnum hvernig fara skuli með gifta konu gagnvart skattalögunum, þvf að heimilis- störf eru einfaldlega skatt- frjáls. Það er alveg sama hve mikil verðmæti eða hve mikil verðmætaaukning verður f heimili, þar sem kona er heima, sá verðmætaauki er skattfrjáls. En ef við getum ekki viðurkennt þennan verð- mætaauka, þá erum við um ieið að fyrirlfta, hafa að engu þau störf sem unnin eru.“ Þessi orðrétta tiivitnun ,í ræðu Svövu Jakobsdóttur sýn- ir, að rétt var eftir henni haft i umræddu Reykjavíkurbréfi. Með tilvísun til þessarar þing- ræðu er athugasemd þing- mannsins vísað heim til föður- húsanna. Brottfarardagar til Benidorm 1977 1. april 30. maí l.ágúst 22. ágúst 12. september 17 april 20. júni 8. ágúst 29. ágúst 9. maí II. júlí 15 ágúst 5. sept Sumaráœtlunin er komin út London - páskaferð Bjóðum sérlega hagkvœma ferð til London 7-l3.april Verð frá kr.44.800 Um páskana er mikil gróska í ensku knattspyrnunni og er þetta bví ein- stakt tœkifœri fyrir knattspyrnu- áhugamenn. Innifalíð í veröi: Flugfar, gisting, morgunverður og rútuferð milli flugvallar og hótels. Feröir til gagns og gleði Féróamióstöðin hf. Aðalstræti 9 Reykjavik sími 11255 .....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.