Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 13 Kirkju- tónleikar Starf orgeileikara hérlendis hefur að mestu verið bundið við þátttöku í almennum kirkjuathöfnum en hljómleika- hald hefur aftur á móti ekki verið viðurkennt sem nauðsyn- legur þáttur í starfi þeirra. Þeir orgelleikara, sem hafa taiið sig eiga erindi við hlustendur, hafa þurft upp á eindæmi, með mik- illi óþarfa fyrirhöfn, við lítil efni og oft á tíðum í óþökk safnaðarráðsmanna, að taka sig fram um að gefa söfnuðum sin- um kost á að hlusta á góða og vel flutta tónlist. Þarna virðist liggja „Fiskur undir steini'1 og mætti safnaðarfólk gefa þessu meiri gaum, ef kirkjan er þvi í raun og veru einhvers virði. Á tónleikum i Laugarneskirkju s.l. föstudag fluttu Halldór Vil- helmsson og Gústaf Jóhannes- son tónlist eftir Brahms og Dvorak. Hvort hér réð aðsókn að efnisskráin hefur þótt þung eða fólk valið sér að hlvða á „Kastljós“ gæti verið efni til athugunar fyrir áhugamenn um þátttöku kirkjunnar í menningarumsvifum nútímans. Tónleikarnir hófust á 11 sálmforleikjum eftir Brahms. Á þeim tíma, sem rómantisk tón- list var ný af nálinni, þótti tungutak hennar ekki hæfa trúartóniist, vera of veraldlegt og mettað ástríðum, sem ekki væru tilhlýðilegar i kirkjutón- list. Nú hefur mat manna á glannafengnum hljómasam- böndum og rómantiskum lag- línum breyst svo, að trúartón- list tónskálda 19. aldarinnar hefur nú í vaxandi mæli verið tekin til flutnings. Nokkuð mátti heyra það, að Brahms hefur verið að fitja upp á ýms- um vinnubrögðum og má segja að hvert forspil sé sýnishorn á verktækni hans, en svo vill oft verða, er tónskáld hyggjast semja röð tónverka. Því getur það orkað tvímælis að flytja slík verk í heild. Af þessum 11 forspilum var undirritaður ánægðastur með nr. 7, O, Gott, du frommer Gott, sem er glæsi- legt og rismikið, nr. 8, Es ist ein Ros entsprungen, sem er undurfagurt og það síðasta, aðra útgáfuna af O, Welt, ich 1 muss dich lassen. Gústaf Jóhannesson er góður tónlistar- maður og var flutningur hans skýr og viða góður eins og t.d. í áðurnefndum köflum. Seinna verkið á þessum tónleikum, Biblíuljóð eftir Dvorak, var flutt á íslenzku og hafði Þórður Möller læknir unnið það verk. Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Hann mun hafa lagt á það áherslu að breyta ekki hljóð- fallsskipan laganna. en þrátt fyrir það er hrynskipan íslenzka textans ótrúiega góð. Halldór Vilhelmsson hefur mjög fallega rödd, en hættir til að knýja fram of mikinn „resónans". Þessari yfirhljómg- un raddarinnar brá aðeins fyrir stöku sinnum og var söngur Halldórs í heild bæði hvað snertir framburð og túlkun, mjög góður og þegar rödd hans situr eðlilega geta fáir státað af meiri hljómfegurð en Halldór. forseta tslands fyrir að heiðra þessa athöfn með nærveru sinni. Davíð þakkaði einnig Kristjáni Friðrikssyni fyrir hans „stór- mannlega framtak. .. og sýnir hann þar með í verki hvern hug hann ber til iðnaðarins." Sveinbjörn Jónsson tók síðan til máls og fer ræða hans hér á eftir. Herra forseti, góðir vinir. Við dauða mínum gat ég búist, áttræður maðurinn, en að vera boðinn hingað ásamt úrvalsmönn- um þjóðarinnar til þess :ð vera heiðraður með veglegri möppu, og verðlaunaður með mikilli fjár- upphæð, er það ótrúlegasta sem fyrir mig gat komið. Ég á þetta áreiðanlega ekki skilið, og held að dómnefndinni hafi yfirsést um annan verðugri. Bótin er þó sú að hún getur bætt úr þessu strax á næsta ári. Því að þessi sjóðsgjöf hlutafélagsins Ultímu, sem þau hjónin Oddný Olafsdóttir og Kristján Friðriks- son eru aðaleigendur að, er svo stórkostlega myndarleg, að árlega á að endurtaka þessa útnefningu innan iðnaðarstéttarinnar. Gjöfin er ekki rýrnandi íslenzkar krón- ur, heldur fasteign sem fylgir vísitölunni. Þetta gleður mig inni- lega sem iðnaðarmann og iðnrek- anda. Ég vona að hún verði til fyrirmyndar mörgum öðrum Iðn- fyrirtækjum um fórnfýsi og fyrir- hyggju, einstaklingum til heilla og hugvits við iðnaðinn. Hann þarf mikils með. Mín spor eru smá og fá, en ég tek við útnefn- ingunni fyrstur manna, með barnslegri gleði og þakklæti, eftir næstum 60 ára basl og baráttu. Raunar hefi ég sæmilega sam- visku að hafa reynt að gera eftir mætti, en viðurkenni vanmáttinn. Fimmtugur komst ég ekki hjá þvi að taka á móti góðum gestum og miklum gjöfum á Bárugötu 10. Sextugur var ég lasburða flutt- ur á Háteigsveginn með fjölskyld- una, og fór í felur. En andvaka lá ég og gerði upp æviferilinn. Margt hafði ég fengist við, til híbýlabóta, atvinnuaukningar og meira að segja reynt siðvæðingu. En allt hafði mistekist, misjafn- lega mikið þó. Sjötugur forðaðist ég einnig margmennið og endurskoðaði hin fyrri reikningsskil. Jú, mistökin höfðu verið mörg, og sum mikil.En enginn maður er einn um athafnir sínar, og árangur lífs- ins á þessari jörðu. Enginn má búast við að hugsjónirnar rætist bókstaflega. Mér ber að þakka fjölda margt, guði og mönnum. Þakka samstarf vandamanna og vina, þakka stuðning við stofnun 10 eða 12 fyrirtækja, þakka mikl- ar lækningar, og margskonar fyrirgreiðslur við málefni og at- hafnir sem mér fannst endilega að ég þyrfti að skipta mér af. Já, mér ber einnig að þakka andstæðingunum sem reyndu á þolrifin, og dragbítunum sem skildu ekki okkur skýjaglópana. Útkoman varð: Svona er lífið. Vertu þakklátur. Láttu aðra um reikningsskilin. Og sjötugur ætlaði ég að setjast 1 „helgan stein“. En svo gat ekki orðið. Varð að láta af hendi hálf- byggða framtíðar stórbyggingu og hefja nýjar framkvæmdir. Og I fyrra leið áttræðis afmælið, að mestu í ró og spekt, austur í sveit. Með guðshjálp og góðra manna hefi ég haldið sæmilegri heilsu. Er svo boðinn hingað, heiðraður og gladdur að forseta þjóðarinnar og öðrum úrvarls- mönnum viðstöddum. Ég þakka þetta hjartanlega, og met það meira en orð fá lýst. Með þetta allt í huga finnst mér á þessari stundu að ég vonglaður geti mætt Pétri með þykku bók- ina við Gullna hliðið. Annað atriði held ég að hann hafi hjá sér skráð. Siðan ég ungur var formaður ungmennafélagsins sem við stofn- uðum í Ólafsfirði hefi ég ætíð barist gegn reykingum, og oft með talsverðum árangri. Og nú spyr ég Kristján vin minn og kon- una hans: Má ég ekki gefa eins og tíunda hluta upphæðarinnar til þess áhugamáls míns, sem þakk- læti fyrir að hafa haldið vöku minni á þessu sviði, og séð árangur. Ég vil svo ljúka þessu fátæk- legu þakkarorðum með þvi að taka að láni nokkrar setningar hjá vini okkar allra, Sigurbirni biskupi. Hann var að vigja hring- veginn með ræðu við Skeiðará, og hreifst af þeim miklu steinsteypu mannvirkjum sem þar hafa gerð verið. En það var steinsteypugerð sem ég lærði ungur, og ætlaði að leggja fyrir mig þegar ég kom heim frá Noregi fyrir 58 árum. Sigurbjörn minntist þess að for- átturnar undan Vatnajökli hefðu allir talið ósigrandi, og að séra Magnús á Prestbakka hefði fyrir fáum áratugum skrifað: „Núps- vötn og Skeiðará verða aldrei brúaðar" og sagði Magnús hafa farið marga hættuför um Skeiðar- ársand. Svo sagði biskupinn orð- rétt: „Þau mannvirki sem hér eru komin upp, eru dásamleg afrek mannlegs hugvits og tækni. En það var ekki stafur spámannsins, sem stórmerkið gerði við Rauða- hafið I fyrndinni. Það er heldur ekki sproti tækninnar sem vér tilbiðjum f dag. Það er guðs hugur og hönd sem vér þiggjum af alla hluti. alla orku, útsjón og úrræði. Honum einum er allt að þakka. Honum einum er að treysta", Og við skulum öll treysta þvi að þessi ágæti og fágæti sjóður sem Últíma eigendur hafa svo myndarlega gefið iðnaði landsins til andlegrar eflingar, nái sem bestum árangri, með guðshjálp. Ég þakka enn og aftur gefend- um fyrir stofnun sjóðsins, og dóm- nefndinni fyrir rausn við mig, og öllum viðstöddum fyrir að hafa komið hingað mér og mínum til virðingar og gleði. Bestu þakkir. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 1 5655 Helztu kostir Philco þvottavéla: 0 Heitt og kalt vatn inn — sparar tíma og rafmagnskostnað. 0 Vinduhraði allt að 850 snún/min — flýtir þurrkun ótrúlega. 0 4 hitastig (32/45/60/90°C) — hentar öllum þvotti. 0 2 stillingar fyrir vatnsmagn — orkusparnaður. 0 Viðurkennt ullarkerfi. 0 Stór þvottabelgur — þvær betur fulla vél. 0 3 mismunandi hraðar í þvotti og tveir í vindu — tryggir rétta meðferð alls þvottar. 0 Stór hurð — auðveldar hleðslu. 0 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni. 0 Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls þvottar. 0 Nýtt stjórnborð skýrir með tákn- um hvert þvottakerfi. 0 Þvottakerfum hægt að flýta og breyta á auðveldan hátt. 0 Fullkomin viðgerðarþjónusta — yðar hagur. og fossandi vatn gera þvottinn mjallhvitan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.