Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 25 /ÞlÐ VORUÐ BETRI (REYKJAVÍK ' — ÞETTA var mjög erfiður leikur, þá. Við vitum að það vantaði þá Axels- sagði Ivan Satrapa, aldursforseti tékk- neska liðsins, eftir leikinn f Linz, en Satrapa hefur nær 150 landsleiki að baki fyrir Tékkóslðvakfu. Ilraðinn f leiknum var mikill og töluverð harka. Það er mikið atriði að hafa góða dómara f svona leikjum, en Sovétmennirnir sem dæmdu þennan leik voru ekki starfi sfnu vaxnir. Við lékum við fslenzka liðið f Reykja- vfk fyrr f vetur. Þá kom mér það á óvart hvað það var skemmtilegt og lék góðan handknattleik. Mér fannst það ekki leika þennan leik eins vel og það gerði son og Jónsson hjá ykkur f dag, og auðvitað hefur það haft sitt að segja fyrir liðið ykkar. Við erum fyrst og fremst himinlifandi yfir þvf að hafa náð þvf takmarki okkar að komast í A- keppnina f Danmörku. Það var það sem við stefndum að þegar við fórum til Austarrfkis. Hvaða sæti f keppninni við hrepptum, skipti minna máli. Ólafur Benediktsson var að mfnu mati bezti maður liðsins, sagði Satrapa, en þeir Hallsteinsson og Sfmonarson eru einnig mjög sterkir leikmenn, sem þurfa sérstakrar gæzlu með. HOPURINN ÞARF AÐ STANDA SAMAN — LEIKUR þessi tapaðist fyrst og fremst vegna þess að við misnotuðum góð tækifæri sem okkur gáfust f fyrri hluta framlengingarinnar, sagði Björg- vin Björgvinsson, eftir leikinn á laugar- daginn. — En málið var það að komast f A-keppnina f Danmörku, og það heppn- aðist okkur. Slfkt skipti miklu meira máli heldur en að vinna sigur f leiknum f dag. Við eigum að geta ennþá betur f keppninni f Danmörku, ef það verður haldið rétt á spöðunum. Nú er mikilvægt r að menn haldi hópinn og taki þátt í þessu af Iffi og sál, og ég er afskaplega óánægður með það að hér hefur það gerst að margir strákanna hafa fengið tilboð um að koma til liða f Austurrfki og Þýzkalandi, sem þeir virðast hafa áhuga á. Ég vona f lengstu lög að þetta lið splundrist ekki fyrir keppnina f Dan- mörku. Boðín hljóta að standa áfram, og þeir geta þá hugsað um þau eftir A- keppnina, ef þeir hafa þá áhuga. f GAMAN AÐ NA VITAKÖSTUNUM KRISTJÁN Sigmundsson, markvörður- inn ungi úr Þrótti, vakti hrifningu áhorfenda f Iþróttahöllinni f Linz er hann kom inná f fyrri hálfleik og varði þá tvö vftaköst frá Tékkunum. — Það var geysilega gaman að þetta skyldi ganga svona vel hjá mér, þá loks- ins að ég fékk tækifæri, sagði Kristján, — þegar ég var fyrst sendur inná mun- aði engu að ég verði vftið, ég kom við boltann, en hann lak inn f markið. Sfðan tókst mér að verja og aftur á sömu mfnútunni. Hins vegar var leiðinlegt að ég skyldi „klúðra" einu hraðaupphlaupi með rangri sendingu, þarna strax eftir vftið. Þetta er búið að vera mikið álag á okkur hérna, og það er ekki hægt að neita.þvf að það hefur verið leiðinlegt að fá ekki að vera meira með, en við tökum þessu þegjandi og virðum ákvarðanir þjálfarans og landsliðsnefndarinnar. Við áttum alveg von á þvf þegar við fórum að fá ekki að vera mikið með. SETJA VERÐUR MARKIÐ HÁTT LANDSLIOSNEFNDIN hefur nú skilað af sér þvf verkefni sem henni var falið, sagði Birgir Björnsson, formaður lands- liðsnefndar, eftir leikinn á laugardag- inn, en auk Birgis eiga sæti f nefndinni þeir Karl Benediktsson og Gunnlaugur Hjálmarsson. — Við erum auðvitað ákaflega stoltir yfir þvf hvernig til hefur tekizt. — Við höfum lagt mikla vinnu í þetta, og það er þess virði þegar svo vel tekst til eins og að þessu sinni, og ég vil nofa tækifærið til þess að þakka sam- starfsmönnum mfnum f nefndinni, iandsliðsmönnunum og þá ekki sfzt þjálfaranum, Januszi Cerwinski, fyrir samvinnuna, en hún hefur verið einstak- lega góð. — Nú er framundan keppnin f Dan- mörku, sagðí Birgir, — og eigum við tvo kosti: Að vinna vel, eins og gert hefur verið til þessa, eða láta reka á reiðanum. Ég held að það sé vilji allra að haldið verði áfram á þeirri braut sem við höf- um lagt út á, og markið verði sett hátt. Þegar Birgir var spurður að þvf hvort hann ætlaði að starfa áfram f landsliðs- nefndinni, sagði hann, að það væri ekki ákveðið. — Það fer ótrúlega mikill tfmi f þetta, sagði Birgir — og það er með mig eins og flesta aðra, að það eru takmörk fyrir þvf hversu miklum tfma er unnt að fórna. Það er ársþing HSÍ sem haldið verður f vor, sem tekur ákvörðun um hverjir eiga að skipa landsliðsnefndina næsta starfstfmabil. ÞURFUM AÐ KEPPA MEIRA ERLENDIS — ÉG HELD að við þurfum ekki að vera óánægðir með árangurinn f dag, sagði Janusz Cerwinski landsliðsþjálfari, eftir leikinn á laugardaginn, sérstaklega þeg- ar það er haft f huga að okkur vantaði þá Ólaf II. Jónsson og Axel Axelsson. Það sem fslenzka liðið féll á í leiknum var það að það vantaði svolitla snerpu á afdrifarfkum augnablikum f leiknum. Það var ekki tekið nóg á. — Annars er það greinilegt, sagði Janusz — að við verðum að keppa meira erlendis, þvf það er mjög mikilvægt fyr- ■a ir leikmennina að fá reynslu á útivöll- um. Ég get ella ekki kvartað yfir að þeir hafi ekki gefið allt sem þeir áttu f þess- ari keppni. Þeir lögðu allt f söiurnar. '— Ég hef séð fjögur efstu liðin f þess- ari keppni leika, sagði Janusz, og ég get ekki séð að það sé mikill munur á þeim. Á þvf eru varla tvfmæli að lið tslands, Tékkóslóvakfu, Svfþjóðar og Austur- Þýzkalands eru mjög jöfn að styrkleika. en okkar mönnum virtist skorta herzlu- muninn og hann næst einfaldlega ekki nema með meiri samæfingu. VORNIN KOM VEL FRA LEIKNUM — ÞEGAR haft er f huga að þarna var verið að spila um þriðja sætið tei ég ekki unnt að segja annað en þetta hafí verið allgóður leikur, sagði Viðar Sfmonarson, eftir leikinn á laugardaginn. — Vörnin kom sérstaklega vel frá þessum lefk, og sigurinn hefði alveg eins getað lent hjá okkur eins og þeim. Auðvitað vorum við orðnir töluvert þreyttir, þar sem þetta var fimmti leikurinn í keppninni, og sumir okkar búnir að vera mest allan tfmann inná f öllum leikjunum. HEF ALDREIVERIÐ ÚHEPPNARI SENNILEGA er langt sfðan að fslenzkur landsliðsmaður hefur átt eins slaka út- komu f landsleik og Viggó Sigurðsson átti f leiknum við Tékka á laugardaginn. Alls átti hann 6 misheppnuð skot, auk þess sem hann tapaði knettínum vfvegis f sóknarleik tslendinga. — Ég hef hvorki fyrr né sfðar verið svona óheppinn f leik, sagði Viggó. — Annars var þetta góður leikur, og vörnin stóð sig geysilega vel og markvarzla Ól- afs f þessum leik, sem og í allri keppn- inni, var mjög góð. Stefni að því að verða miklu betri í framtíðinni r - rætt við Olaf Benediktsson markvörð Ólafur Benediktsson, mark- vörður fslenzka handknatt- leikslandsliðsins f Austurrfki, hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sina I keppninni, og enginn vafi er á þvf að Ólafur er nú orðinn markvörð- ur á heimsmælikvarða. Oft hef- ur Ólafur staðið sig vel f lands- leikjum og félagsleikjum, en nú er áberandi meira öryggi yfir leik hans er nokkru sinni áður. Ólafur Benediktsson er 24 ára að aldri, og tölvari að at- vinnu, þ.e. hann vinnur við tölvustjórnun og skýrsluvélar. Ólafur hóf handknattleiksferil sinni árið 1970. Aður hafði hann þó kynnst handknatt- leiknum lítils háttar er hann lék í skólaliði Réttarholtsskóla, en úr þeim skóla hafa reyndar komið fjölmargir af beztu fþróttamönnum landsins. Áður en í þann skóla kom, hafði Ólafur reyndar leikið sér með félögum sínum í ganginum heima hjá sér, þar sem þeir vöðluðu saman sokkum og skutu hver á annan. —Ég byrjaði sem „stór- skytta" í 2. flokki Vals, sagði Ólafur i viðtali við Morgun- blaðið, — en fljótlega skipuðust málin þannig að ég var beðinn að fara í markið, enda mikið markvarðarhallæri hjá okkur. Og síðan hef ég leikið í þessari stöðu. Sinn fyrsta landsleik lék Ólafur árið 1971 og voru Danir þá mótherjarnir. Það var mjög eftirminnilegur landsleikur, sagði Ólafur — í honum varði ég þrjú vítaköst. Síðan hef ég verið nokkuð stöðugt f íslenzka landsliðinu, en þó misst úr nokkra leiki. —Ég var þriðji markvörður íslenzka landsliðsins sem lék i forkeppni Ólympiuleikanna á Spáni, 1972, sagði Ólafur og eins var ég i liðinu sem fór á Ólympiuleikana í Þýzkalandi 1972. Var ég óhress yfir þvi hvað ég fékk lítið að vera með f leikjunum þar. Þær breytingr verða nú á högum Ólafs Benediktssonar að hann yfirgefur íslenzkan hand- knattleik. Fór Ólafur til Svíþjóðar á sunnudaginn og átti að leika sinn fyrsta leik með hinu nýja félagi sína, Olympia, í gærkvöldi. Hjá Olympia verður Ólafur hálfat- vinnumaður í handknattleik. — Ég ætla auðvitað að reyna að standa mig vel í þessum leik, Acel Axelsson skorar eitt marka sinna gegn Spánverjum. Þorbjörn Guðmundsson byrjaði leikinn illa, en sótti sig síðan þeg- ar á leið og jöfnunarmark hans sem kom langt utan af velli var mjög fallegt. Geir var tekinn úr umferð i fyrri hálfleik, og allan seinni hálf- leikinn var hann einnig í strangri gæzlu. Geir var fremur óheppinn með skot sina, hann átti góð skot á markið, sem tékkneski mark- vörðurinn varði á ótrúlegan hátt. Viggó Sigurðsson var mikið inná í leik þessum, en hafði ekki erindi sem erfiði i leiknum, þótt ekki sé meira sagt. Atti hann 6 skot og ekkert mark og missti knöttinn tvívegis í hendur Tékk- anna. Er langt síðan maður hefur séð leikmann svo óheppinn i landsleik. SVÍAR LÖGÐU A-ÞJÓÐVERJA OG SIGRUÐUIAUSTURRÍKI SVlAR báru sigur úr býtum í B-heimsmeistarakeppninni f handknattleik í Austurríki. Sigr- uðu þeir Austur-Þjóðverja I úr- slitaleik sem fram fór f Vfn á sunnudaginn f mjög spennandi og skemmtilegum leik með 20 mörk- um gegn 19, eftir að hafa haft tveggja marka forystu f hálfleik 10—8. Kom þessi sigur Svfanna mjög á ðvart, þar sem talið var að Austur-Þjððverjar hefðu á að skipa sterkasta liðinu f þessari keppni. Nokkur heppnisstimpill var á þessum sigri Svfa, þar sem þeir skoruðu sigurmark sitt f leiknum, á sfðustu sekúndunum, eftir að Þjððverjar höfðu haft yf- ir lengst af f seinni hálfleiknum. Gangur leiksins var annars i stuttu máli sá, að Sviarnir skor- uðu þrjú fyrstu mörk leiksins og voru 5 mínútur liðnar af leiktim- anum þegar Austur-Þjóðverjar komust á blað. Leikurinn jafnað- ist svo mikið, og liðin skiptust á að skora. Þegar 8 mínútur voru liðn- ar af seinni hálfleik náðu Þjóð- verjar í fyrsta sinn forystu í leikn- um, er staðan var 11—10. Þegar um 6 minútur voru til leiksloka var staðan 19—17, fyrir Þjóðverja og sigur þeirra virtist vera i höfn. En geysileg barátta Svia varð til þess að þeim tókst að jafna 19— 19, og voru þá um tvær minútur til leiksloka. Þegar örfáar sekúnd- ur voru eftir af leiknum reyndi Bökme skot sem lenti í sænsku vörninni og náðu Svíarnir knett- inum og hófu skyndisókm Brotið var á einum leikmanna þeirra og aukakast dæmt þegar leiktiminn var að renna út. Stilltu Sviarnir sér upp og sendu siðan knöttinn út á Haakonsson sem skoraði með óverjandi þrumuskoti. Leikur þessi var annars mjög vel leikinn af beggja hálfu — fyrsta flokks handknattleikur, en maðurinn á bak við sigur Svíanna var tvimælalaust markvörður liðs- ins, sem varði allan timann stór- kostlega vel. Mörk Svíanna skoruðu: Bo Andersson 3, Basti Rasmussen 5, Björn Andersson 3, Bengt Haa- konsson 4, Ingemar Andersson 1, Jörgen Abrahamsson 1, Bengt Hansson 1 og Kurt Magnusson 1. Fyrir Austur-Þýzkaland skor- uðu: Giinther Dreibrodt 5, Diet- mar Sehmidt 5, Klaus Grtiner 3, Wolfgang Böhme 2. Jiirgen Hilde- brand 1, Peter Rost 1 og Rainer Höft 1. Á sunnudaginn léku svo Spánn og Búlgaria i Vin um fimmta sæt- ið og lauk þeim leik með óruggum sigri Spánverjanna 23—19, eftir að staðan hafði verið 12—9 þeim í vil í hálfleik. Á laugardag léku í Linz Frakk- land og Holland um sjöunda sætið i keppninni og sigruðu Frakkar í þeim leik 21—19. Lokastaðan i B-keppninni í Austurríki varð þvi þessi: 1) Svíþjóð, 2) Austur-Þýzkaland, 3) Tékkóslóvakia, 4) ísland, 5) Spánn, 6) Búlgaria, 7) Frakkland, 8) Holland. Sex efstu liðin komast í A- keppnina i Danmörku, en Frakk- land og Holland halda sæti stnu í B-keppninni. Þau sem féllu í C- keppnina voru svo Noregur, Aust- urríki, Sviss og Portúgal. sagði Ólafur i viðtali sinu við Morgunblaðið. — Þetta er minn fyrsti leikur með liðinu, og það verður að hafa það þótt þreytan sitji ef til vill í manni eftir keppnina í Austurriki. Ég þekki ekkert leikmenn liðsins, aðeins komið í heimsókn til félagsins og fylgst með æfing- um hjá því, og ég tel að allar aðstæður hjá þvi séu til fyrir- myndar. Þannig mun ég ekkert byrja að vinna til að byrja með, heldur fer í skóla til þess að læra sænsku. Þegar Ólafur var spurður að því hvernig það hefði atvikast að hann ákvað að ganga í raðir Olympia-manna sagði hann að félag þetta hefði á sínum tima verið á höttunum eftir Guðjoni Magnússyni úr Val. Guðjón hafði ekki áhuga, en benti for- ráðamönnum félagsins á að hafa samband við Ólaf, þegar þeir voru að kvarta undan markvarðarleysi. Könnuðust þeir við hann, þar sem þeir höfðu séð til hans i Norður- landamótinu í Danmörku, og höfðu hugsað sér að hafa sam- band við hann. — Þeir skrifuðu mér og komu siðan, sagði Ólafur, — og það varð úr að ég færi til liðsins. — Það getur þó orðið stutt í að ég spili heima aftur, sagði Ólafur. Ákveðið hefur verið að Olympia fari í keppnisferð til Bandaríkjanna næsta vor, og er mikill áhugi á þvi að liðið komi við á Islandi og leiki þar nokkra leiki um leið og það fer vestur. Er verið að vinna að þeim mál- um núna. Um framtíð sina i íslenzka landsliðinu sagði Ólafur: -Það eru ákvæði um það í samningi mínum vió félagið, að það gefi mig eftir, verði ég val- inn í íslenzka liðið, svo fremi að leikir þess rekist ekki á við mjög erfiða leiki sem félgið á að leika. Ég hef svo sannarlega áhuga á því að leika áfram með íslenzka landsliðinu, og vona að ég verði það góður að ég komist með því í heimsmeistarakeppn- ina í Danmörku. Þetta er búin áð vera ótrúlega skemmtileg ferð hingað til Austurrikis, og ég væri til i það að sleppa Svíþjóðarferðinni og koma heim með strákunum og halda áfram að æfa með þeim. Um æfingar íslenzka lands- liðsins fyrir keppnina í Austur- ríki, sagði Ólafur: — Æfingarnar hjá Januszi voru mjög ólíkar þeim sem ég hafði átt að venjast. Hann lagði mikla áherzlu á séræfingar markvarðanna, en ekkert slikt tíðkast í þjálfun hjá íslenzku lióunum. Það er tvimælalaust þessum æfingum að þakka að ég hef aldrei verið í betra formi en einmitt nú. Þá er það einnig atriði fyrir mig, að ég hef ekki lengur minnimáttarkennd þeg- ar lagt er í leiki við hina ,,frægu“ kappa sem maður hef- ur heyrt mikið talað um. En árangur minn nú er mér ekkert lokatakmark. Ég stefni að þvi að verða betri og það miklu betri. — Hvað ráðleggur þú ungum markvörðum? — Þeir eiga að óska eftir sér- ævingum fyrir markverði. Slíkt er forsenda þess að markverðir nái árangri, og ef þessi liður er vanræktur i þjálfuninni, verða strákarnir sjálfir að knýja það fram að fá séræfingar. Viðar Simonarsðn var litt áber- andi í sóknarleiknum, en átti þarna skínandi góðan varnarleik, Hið sama má segja um Þórarinn Ragnarsson. Hann barðist af mikl- um krafti í varnarleiknum og var hættulegur í sóknarleiknum, hvað bezt má sjá af þvi að Þórar- inn skorði 2 mörk og fiskaði 3 vítaköst er hann fór inn úr horn- inu. Ólafur Benediktsson ver á móti Tékkum á laugardaginn. Frá Sigtryggi Sigtryggssyni fréttamanni Mbl. á B- heimsmeistarakeppninni I fyrsta sinn f landsleikjasögu tslendinga í handknattleik kom til þss að framlengja þurfti leik þegar tslendingar mættu Tékkum í keppni um þriðja sætið f B-heimsmeistarakeppninni í Austurrfki á laugardag- inn. Leikur þessi verður ugglaust lengi f minnum hafður, ekki vegna þess að handknattleikurinn sem íslenzka liðið sýndi hafi verið frammúrskarandi, heldur vegna þeirrar gífurlegu spennu sem í leikn- um var. Eftir venjulegan leiktfma var staðan 17 — 17, en í framleng- ingu sem var 2x5 mfnútur, gekk allt á móti tslendingunum, og úrslit leiksins urðu í samræmi við það 21 —19 sigur Tékka. Var það grátlegt eftir það sem á undan var gengið að tapa þessum leik, en þvf má ekki gleyma, að úrslit leiksins skiptu okkur í rauninni sáralitlu máli. Takmark þessarar ferðar var að vinna sér sæti f A- heimsmeistarakeppninni í Danmörku, og það náðist. Engin tvímæli eru á því að geta islenzka landsliðsins hefur vakið mikla athygli hér í Austurríki, og hafa blöðín töluvert fjallað um frammistöðu þess. Það mátti iíka greina á áhorfendum i Linz á laugardaginn, að þeir voru hrifnir af íslenzka liðinu, því er það yfir- gaf völlinn eftir leikinn var þvi óspart klappað lof í lófa. Mistök f sóknarleiknum Svo vikið sé að gangi leiksins á laugardaginn, þá verður ekki ann- að sagt en að hann hafi töluvert einkennst af mistökum í sókn íslenzka liðsins. Alls fóru 16 skot forgörðum og nokkrum sinnum töpuðu leikmennirnir knettinum beint til Tékkanna á heldur klaufalegan hátt. Þarna hefur þreytan örugglega haft sitt að segja, enda búið að vera mikið álag á aðalleikmönnum íslenzka liðsins í þessari keppni. Varnar- Ieikur islenzka liðsins og mark- varzla þess var hins vegar nijög góð í þessum leik, og þar var baráttan og útsjónarsemin fyrir hendi. Okkar menn byrjuðu leikinn illa. Fyrstu mínútúrnar gekk hvorki né rak i sóknarleiknum, enda var Geir strax tekinn úr umferó og við það riðlaðist greini- lega skipulag sóknarleiksins. Þurfti liðið sinn tíma til þess að finna svör við þessu herbragði Tékkanna, því þótt búið væri að æfa hvernig bregðast skyldi við, þá virtist þetta koma á óvart, enda í fyrsta skiptið i þessari keppni sem andstæðingarnir byrja strax á þvi að taka Geir úr umferð. Tékkarnir skoruðu tvö fyrstu mörkin, en þar með komust íslendingar vel í gang og skoruðu þrjú mörk í röð. Var jöfnunar- markið 2—2 mjög glæsilegt, en þá reif Geir sig lausan, fékk knöttinn út í hornið og skoraði með þrumu- skoti. Eftir það valt á ýmsu í hálfleiknum, en yfirleitt höfðu íslendingar eitt mark yfir . Þegar 4 mínútur voru eftir af hálfleikn- um höfðu íslendingar yfir 8—7. Þá fengu Tékkarnir dæmt víta- kast, Kristján Sigmundsson kom í markið og varði vítið frá Mikes. Tékkarnir fengu knöttinn, og fengu aftur viti, en aftur varði Kristján. Vakti þessi þáttur Kristjáns geysilega hrifningu áhorfenda. Staðan í hálfleik var 8—8„ en Tékkarnir skoruðu svo tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik, og kom- ust um tíma þrjú mörk yfir, er staðan var 12 — 9. Islenzka liðið missti samt ekki móðinn, og tókst að jafna og komast einu marki yfir er staðan var 14 —13. Undir lok leiksins náðu Tékkar aftur tveggja marka forystu, en góð barátta islenzka liðsins var til þess að því tóks að jafna, skömmu fyrir leikslok 17—17. Var því að framlengja og i fyrri hálfleik framlengingarinnar höfðu Tékkarnir sannarlega heppnina með sér og skoruðu 3 mörk, án þess að okkar mönnum tækist að svara. Þetta var of mikið til þess að möguleiki væri á að sigra í leiknum, enda kom það á daginn, að þótt íslendingar gerðu hvað þeir gátu í seinni hálfleik framlengingarinnar tókst þeim ekki að jafna metin. Frammistaða leikmanna Ólafur Benediktsson var lengst af í markinu í leiknum og varði geysilega vel. Varði hann samtals 11 skot, þar af 2 línuskot og 2 skot sem komu eftir hraðaupphlaup. Er Ólafur greinilega mun betri en hann hefur nokkru sinni verið áður, og á hvern leikinn öðrum betri. I framlengingunni var Ólafur rekinn af velli fyrir að sparka á eftir einum leikmanna i bræði sinni og kom Kristján þá í markið, og stóð sig bærilega. Björgvin Björgvinsson var inná allan timann og var drjúgur í sókninni skoraði falleg mörk á sinn sérstæða hátt og átti einnig góðan varnarleik. Ólafur Einarsson kom einnig sterkur frá þessum leik, og átti hann þarna sinn bezta leik í ferð- inni. ÓLAFUR Benediktsson 4, Kristján Sigmundsson 3, Ólafur Einarsson 3, Viðar Símonarson 3, Bjarni Guðmundsson 1, Björgvin Björgvinsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 1, Þórarinn Ragnarsson 3, Jón H. Karlsson 3, Geir Hallsteinsson 3, Viggó Sigurðsson 1, Þorbjörn Guðmundsson 2. # I stuttu máli Ólafur H. Jónsson skorar eitt af glæsimörkum sínum gegn Spánverjum. Ljósm. RAx f f GANGUR LEIKSINS: Mfn. Tékkóslóvak. I. Mikes 4. Mikes (v) 5. 6. 8. 10. Haber 12. Haber 13. 16. ' 18. Liska 19. 20. Míkes (v) 22. 23. Mikes (v) 26. 28. Haber tsland 1:0 2:0 2:1 Jón (v) 2:2 Geir 2:3 Ólafur 3:3 4:3 4:4 Viðar 4:5 Björgvin 5:5 5:6 Jón 6:6 6:7 Jón (v) 7:7 7:8 Jón (v) HÁLFLEIKUR 32. Hanzl 9:8 33. Mikes 10: 33. 10:9 Ólafur 35. Hanzl 11:9 38. Dobrotka 12:9 39. 12:10 Þorbjörn 41. 12:11 Þórarinn 41. Liska 13:11 44. 13:12 Þórarinn 46. 13:13 Björgvin 47. 13:14 Geir 49. Hatalick 14:14 51. 14:15 Björgvin 52. Papiernik 15:15 53. Pitrich 16:15 54. Liska 17:15 56. 17:16 Jón 59. 17:17 Þorbjörn LEIKSLOK 61. Haber 18:17 64. Haber 19:17 65. Pitrich 20:17 HÁLFLEIKUR 66. 20:18 Jón (v) 67. Liska 21:18 70. 21:19 Ólafur MÖRK tSLÁNDS: Jón Karlsson 6, Björgvin Björgvinsson 3, Þórarinn Ragnarsson 2, Þor- björn Guðmundsson 2, Geir Hallsteinsson 2. Ólafur Einarsson 3, Vióar Sfmonarson 1. MÖRK TEKKÓSLÓVÁKtU: Pavel Mikes 5, Jirí Haber 5, Jiri Liska 4, Jiri Hanzl 2. Dusan Pitrich 2, Josef Dobrotka 1, Peter Hatalick 1, Jaroslav Papiernik 1. BROTTVÍSANIR AF VELLI: Þórarinn Ragnarsson, Geir Hallsteinsson, Ólafur Benediktsson f 2 mfn. hver. Jaroslav Bello, Ivan Satrapa, Josef Dobrotka og Jaroslav Papíernik f 2 mfn. MISTOKISOKNARLEIKNUM KOSTUÐU (SLAND ÞRIÐJA SÆTIÐIKEPPNINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.