Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 29 LOÐNUAFLINN var orðinn 413.590 lestir s.l. laugardags- kvöld, eða 193.938 lestum meiri en á sama tfma I fyrra, en þá var heildaraflinn 219.652 lestir. Sam- kvæmt skýrslu Fiskifélags Is- lands höfðu 80 skip fengið ein- hvern afla á laugardagskvöldið, en I fyrra höfðu 76 skip fengið afla. Vikuaflinn var nú 67.448 lestir. Aflahæsta skipið í vikulokin var Sigurður RE 4 með 15.074 lestir, skipstjórar þeir Haraldur Ágústsson og Kristbjörn Árnason, þá kom Börkur NK 122 með 14.717 lestir, skipstjórar Sigurjón Valdimarsson og Magnús Kristjánsson, þriðja skipið í röð- inni var svo Guðmundur RE 29 Loðnuaflinn orðinn 413 þúsund lestir sl. laugardagskvöld: Sigurður RE kominn yfir 15 þúsund lestir meó 14.574 lestir skipstjórar Páll Guðmundsson og Hrólfur Gunn- arsson. Nú hefur loönu veriö landaö á 22 stöðum á landinu og mest á eftirtöldum höfnum: í Vest- mannaeyjum hefur veriö landaö 60.794 lestum, á Seyðisfiröi 53.187 lestum og í Neskaupstað 38.907. Meðfylgjandi skýrsla er yfir afla þeirra báta, er fengið hafa einhvern afla á loðnuvertíöinni. Sigurður RE 4 15074 Börkur NK 122 14717 Guðmundur RE 29 14574 Gríndvfkingur GK 606 12184 Gísli Arni RE 375 12050 Pðtur Jónsson RE 69 11915 Súlan EA 300 11150 Eldborg GK 13 10158 örn KE 13 9972 Hilmir SU 171 9849 Albert GK 31 9743 Loftur Baldvinsson EA 24 9567 Fffill GK 54 9510 Rauðsey AK 14 9431 Jón Finnsson GK506 8934 Gullberg VE 292 8547 Skarðsvfk SH 205 8543 Hrafn GK 12 8244 Arni vSigurður AK 370 8190 H&kon ÞH 250 8129 HelgaGuðmundsdóttir BA 77 7960 Huginn VE 55 7867 Asberg RE 22 7720 Þórður Jónasson E A 350 7298 Guðmundur Jónsson GK 475 7271 Bjarni Ólafsson AK 70 7117 HelgalI RE373 6834 Kap II VE 4 6782 Óskar Halldórsson RE 157 6226 Sæbjörg VE 56 5905 Stapavfk SI 4 5563 Svanur RE 45 5019 MagnúsNK 72 4945 Skfmir AK 16 4653 Húnaröst AR 150 4614 Helga RE 49 4577 tsldfur VE 63 4336 Hrarn Sveinbjarnarson GK 255 4264 Arsæll KE 77 4242 Keflvfkingur KE 100 4104 Gunnar Jónsson VE 555 4007 FlosiIS 15 3982 Hilmir KE 7 3805 Freyja RE 38 3670 Dagfari ÞH 70 3600 Náttfari ÞH 60 3571 Vörður ÞH 4 3521 Arsæll Sigurðsson GK 320 3293 Sigurbjörg OF 1 3155 Vfkurberg GK 1 3152 Sœberg SU 9 3147 Skógey SF 53 3111 Vonin KE 2 2754 Andvari VE 100 2644 Faxi GK 44 2628 Arnarnes HF 52 2602 Bylgja VE 75 2378 Arni Magnússon AR 9 2351 Kári Sólmundarson RE 102 2188 Ólafur Magnússon EA 250 2119 Bergur VE 44 1850 Bjarnarey VE 501 1804 GeirGoðiGK 220 1760 Sölvi Bjarnason BA 65 1718 Bóra GK 24 1697 Snæfugl SU 20 1663 Sóley AR 50 1578 Alsey VE 502 1531 Arnar AR 55 1521 Þorkatla IIGK 197 1502 Reykjanes GK 50 1169 Harmravfk KE 75 1028 Klængur AR 2 962 Sandfell GK 82 863 Suðure.v VE 500 824 Glófaxi VE 300 697 Steinunn SF 10 555 Hringur GK 18 514 Asborg GK 52 506 Steínunn RE 32 392 Skipafjöldi 80 Vikuafli 67448 lestir Heildarafli 413590 lestir Tíu umsóknir um starf íþróttafrétta- manns útvarpsins UMSÓKNARFRESTUR rann út á laugardaginn um stöðu fþrótta- fréttamanns útvarpsins og bárust 10 umsóknir um starfið. Eins og kunnugt er heldur Jón Ásgeirs- son innan skamms til Kanada, þar sem hann mun gerast ritstjóri Lögbergs-Heimskrínglu f eitt ár. Hefur Jón fengið leyfi frá störf- sum 1 eitt ár og verður staða fþróttamanns útvarpsins- veitt einhverjum hinna 10 umsækj- enda I þann tfma. Þeir sem sótt hafa um starfið eru: Arnór Benónýsson, Guðmundur Árni Stefansson, Hemann Gunnarsson, Hjörtur Gíslason, Karl Hólm Friðbjörns- son, Karl Guðmundsson, Leifur Helgason, Rúnar HaBdórsson, Steinþór Jóhansson og^Trn Eiðs- son. Að sögn Guðmundar Jónssonar, framkvæmdastjóra útvarpsins, verður tekin um það ákvörðun einhvern næstu daga hver fær starfið. Er það útvarpsstjóri sem ákveður það eftir að hafa fengið umsögn um umsækjendur frá fréttastofu og útvarpsráði að sögn Guðmundar Jónssonar. í>jófabjallan kom þjófunum í opna skjöldu TVEIR 14 ára piltar voru gripn- ir við innbrot í stórverzlunina Fjarðarkaup i Hafnarfirði á sunnudagskvöld. Þjófabjöllu- kerfi er f verzluninni, sem fór í gang þegar piltarnir brutust inn og við það brá lögreglan skjótt við og tókst að ná öðrum piltinum þar sem hann var á hlaupum frá verzluninni. Vísaði hann sfðan á félaga sinn og við yfirheyrslur viður- kenndu piltarnir síðan þrjú innbrot til viðbótar. Hraunbær f jöl- mennasta gatan HAGSTOFAN hefur sent frá sér skýrslu um mannfjölda f Revkja- vffc hinn 1. desember sfðastliðinn og skiptist hann f skýrslunni niður eftir búsetu manna f borginni. Reykvfkingar eru sam- kvæmt skránni 84.334, 41.006 karlar og 43.328 konur. A svo- kölluðum kjörskrárstofni voru 56.726 manns, en kjörskrárstofn er tala þeirra, sem hljóta kosningarétt á árinu áður en sveitarstjórnir hafa leiðrétt hann og myndað úr honum gilda kjörskrá. Alls höfðu 6 götur í Reykjavík fleiri íbúa en 1.000. Flest fólk bjó við Hraunbæ eða 2.932. Næstur i röðinni var Kleppsvegur, þar sem íbúar eru 1.924. í þriðja sæti var Háaleitisbraut með 1.629 fbúa, þá Vesturberg með 1.566 íbúa, Lang- holtsvegur með 1.124 íbúa og Álftamýri með 1.011 íbúa. Aðeins Hraunbær hefur fleiri karla en 1.000, en þar eru karl- kyns íbúar 1.467. Tvær götur hafa konur fleiri en 1.000. Það eru Hraunbær með 1.465 konur og Kleppsvegur með 1.034 konur. Búnadarþing um lánamálin: Lagt verði á lánajöfnunargjald — jarða- og bústofnskaupalán veitt með hagstæðari kjörum en önnur stofnlán til landbúnaðar BUNAÐARÞING samþykkti á fundi sínum f gærmorgun ályktun um lánamál bænda en sem kunnugt er hafði afgreiðslu álykt- unarinnar verið frestað tvívegis þar sem búnaðarþingsfulltrúar voru ekki á eitt sáttir um efni ályktunarinnar. Einkum var deilt um hvort rétt væri að vísitölu- tryggja lánsfé til landbúnaðar. í endanlegri ályktun þingsins er lögð áherzla á að sett verði ákvæði um lánajöfnunargjald af heildsöluverði búvara ásamt jafn- háu mótframlagi frá ríkissjóði. Verði þessu fé varið til að hindra að ekki þurfi að grípa til verð- tryggingar á útlánum Stofnlána deildar landbúnaðarins. Þá segir I ályktuninni að jarða- og bústofns- kaupalán verði veitt með hag- stæðari kjörum en önnur stofnlán til landbúnaðar. Niðurstaða Búnaðarþings er því á þá lund, að hafna ekki með öllu verðtryggingu á lánunum til landbúnaðar en henni verði þó haldið f lágmarki. Ályktun þingsins var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og fer ályktunin hér á eftir í heild sinni: I. Búnaðarþing beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Jandbúnaðar- ráðherra, að hann hlutist til um, að nefnd sú, er nú vinnur að athugun á málefnum Stofnlánadeildar land- búnaðarins, Ijúki störfum svo fljótt, sem við verður komið Þingið leggur áherzlu á, að lögfest verði á Alþingi því sem nú situr, ákvæði um lánajöfnunargjald af heildsöluverði búvara ásamt jafnháu mótframlagi frá ríkissjóði Fé þessu verði m a. varið til að mæta þeim mísmun á vaxtakjörum, sem er á lánveitingum til deildarinnar og út- lánum hennar. Þá leggur þingið áherzlu á, að lánakjör frumbýlinga verði stórlega bætt, m.a með þvi að lán til jarða- kaupa verði hækkuð i 70% af mats- verði jarðanna. Lán til bústofns- kaupa verði veitt þrjú fyrstu búskaparárin. Þau verði ekki lægri en 60% af skattmati vísitölubúsins á hverjum tima og lánstíminn lengdur i 8 ár Jarða-og bústofnskaupalánin verði veitt með hagstæðari kjörum en önnur stofnlán til landbúnaðar II. Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að leita eftir samvinnu við stjórn Stéttarsam- bands bænda um viðræður við stjórn Byggðasjóðs um, að við gerð næstu fjárhagsáætlunar sjóðsins verði tekinn upp sérstakur lána- flokkur í þeim tilgangi að veita lána- fyrirgreiðslu til stuðnings þeim, er hefja búskap i sveit Fjárveitingin miðist við ákveðna upphæð á býli samkvæmt eðlilegri endurnýjun vegna kynslóðaskipta Lánveitingar þessar komi til viðbótar við lán Stofnlánadeildar og verði með hag- stæðum kjörum " í greinargerð Allsherjarnefndar þingsins með ályktuninni segir m.a.: „Frá því hefur verið skýrt að nefndin, sem vinnur að athugunum á málefnum Stofnlánadeildarinnar, leggi til, að lagt verði 1% búvöru- gjald á óniðurgreitt heildsöluverð landbúnaðarvara. Gjaldi þessu verði varið til að jafna lánskjör tekinna og veittra lána deildarinnar ásamt núverandi framleiðendagjaldi Áríðandi er, að Alþingi það, er nú situr, lögfesti þess'a tillögu um búvörugjaldið ásamt mótframlagi ríkissjóðs, svo að ekki þurfi að gripa til verðtryggingar á útlánum Stofn- lánadeildarinnar og auka á aðstöðu- muninn hjá þeim bændum sem nú standa í framkvæmdum, og hinum, sem notið hafa hagstæðari lána. Þá skal bent á, að þar sem stofn- fjármagn visitölubúsins er stórlega vantalið og fjármagnskostnaður því að verulegu leyti greiddur af launum bóndans, verður að sjá til þess, að vaxtakjör stofnlána til landbúnaðar- ins verði bætt, og eigi verður séð, hvernig landbúnaðurinn geti staðið undir verðtryggingu á verðbólgu- tímum Lán til jarðakaupa hafa jafnan Framhald á bls. 37 J arðræktarf ramlög greidd framkvæmdaárið „Búnaðarþing telur óviðunandi. að ríkisframlag samkvæmt jarðræktar- lögum skuli ekki fást greitt á sama ári og framkvæmd er gerð. þó að lokauppgjör bíði næsta árs." Þannig er komist að orði i ályktun þingsins vegna erindis fulltrúafundar ræktunarsambandanna um greiðslutilhögun rikisframlags samkvæmt jarðræktarlögum. í ályktuninni er jafnframt skorað á landbúnaðarráðuneytið að vinna að þvi, að Búnaðarfélag íslands fái greitt i áföngum vaxandi hluta af jarðræktarframlagi hvers árs sama ár og framkvæmdin er unnin. Þá hefur Búnaðarþing samþykkt ályktun þar sem stjórn Búnaðarfélags íslands er falið að beita sér fyrir þvi, að Tilraunastöðinni að Keldum verði gert kleift að auka rannsóknir og leita læknisráða við garnaeitrun, sem valdið hefur á siðustu árum tilfinnanlegu tjóni á Norðaustur- og Austur- landi og viðar, einkum á lömbum að haustlagi. Mestur hluti lands Keldna undir íbúða-, iðnaðar- og útivistarsvæði? LAGT hefur verið fyrir Búnaðarþing erindi frá Tilraunastöð Háskólans í meinafræði um stuðning til að halda nægilegri starfsaðstöðu og landrými á Keldum. í bréfi, sem Guðmundur Pétursson, forstöðumaður stöðvarinnar, ritar með erindinu, segir að hann hafi með bréfi til borgarstjórans í Reykjavík mótmælt þeirri miklu skerðingu á landi Tilraunastöðvarinnar sem fyrir- huguð er í tillögum að nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar sé meðal annars gert ráð fyrir því að langmestur hluti þess iands, sem er í eigu Tilraunastöðvar háskólans í meinafræðum á Keldum, verði tekinn undir ný íbúðahverfi, útivistarsvæði og iðnaðarsvæði. Segir I bréfi Guðmundar, að ef þessar tillögur yrðu samþykktar og framkvæmdar jafngilti það því að hans mati að Tilraunastöðinni væri gert að verða á brott úr landi Reykjavíkur með starfsemi sína, en slíkt hefði í för með sér óhemju erfiðleika og kostnað sem næmi mörgum hundruðum milljóna króna. Óskar Guðmundur þess að tiilögurnar verði endurskoðaðar og fullt tillit verði tekið til þarfa stofnunarinnar i nútið, eðlilegrar þróunar i framtíð og þess hlutverks sem henni er ætlað i sjúkdómavörnum og sjúkdómarann- sóknum samkvæmt gildandi lögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.