Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 31 Vorkaupstefnan í Leipzig: „Fyrir frjáls heimsviðskipti og vísinda- og tækniframfarir” ALÞJÓÐLEGA vorsýningin i Leipzig verður haldin 13.— 20. marz n.k. undir hinu hefðbundna einkennis- orði hennar „Fyrir frjáls heimsviðskipti og vísinda- og tækniframfarir" og mun hún þá á ný verða miðstöð fyrir sérfræðinga úr öllum heims- álfum. í Leipzig — borg kaup- stefnunnar í A-Þýzkalandi — munu öll skilyrði vera til stað- ar til að efla alþjóðleg við- skipti og til að skiptast á upplýsingum um þróun í efnahagsmálum, vísindum og tækni í anda loka- ályktunar Helsinkisamkomu- lagsins. Vorsýningin mun veita yfirlit yfir framboð á tækni- og neyzluvörum af há- um gæðaflokki, sagði Alfred Muhlmann, verzlunarfulltrúi Austur-Þýzkalands, á fundi með fréttamönnum nýlega. en þá kynnti hann hina ár- legu vorsýningu kaupstefn- unnar í Leipzig. Muhlmann sagði: Vaxandi alþjóðleg einkenni vöru- sýningarinnar í Leipzig og að- dráttarafl hennar á tækni- l«S sviðinu lýsa sér í miklum fjölda þátttökuríkja og árangri alþjóðlegrar sam- vinnu, í nýjungum og þróunarstarfsemi. Búist er við 9 000 sýningaraðilum frá 60 löndum — þ.á.m. sósíalískum ríkjum, þróunar- löndum, kapitalískum iðnaðarríkjum, frá Vestur- Berlín og nokkrum sér- stofnunum Sameinuðu þjóð- anna Viðskiptaaðilar, verk- fræðingar og vísindamenn frá 100 löndum hafa þegar tilkynnt komu sína. Vörusýningarsvæðið nær yfir 340.000 fm og þar sýna heimsfræg verzlunar- og útflutningsfyrirtæki í fyrsta skipti munu fyrirtæki frá Mósambik, íran, Filippseyj- um og Sameinuðu arabisku furstadæmunum taka opin- berlega þátt í vörusýning- Framhald á bls. 35 Guðmundur Sæmundsson: Ein hjartanleg á- rétting um námslán Laugard. 29. jan. sl. slysaðist ég til að flytja pistil einn stuttan og ðmerkilegan f hljððvarp. Ræddi ég þar tt og breitt um námslána- baráttu okkar námsfðlks. M.a. kom ég inn á reglur nokkurar um námslengd, framvindu náms og námslok, sem stjðrn Lánasjððs fslenzkra námsmanna (LfN) hafði þá nýverið samþykkt gegn atkvððmosu....trúa námsmanna og sent menntamálaráðherra til undirskriftar. Reglur þessar kváðu m.a. á um, að krafist skyldi þvf sem næst hámarksafkasta f námi — án tillits til breytilegra aðstæðna — til að halda rétti til námsaðstoðar. f pistli þessum fðr ég hraksmánarlegum orðum um fulltrúa rfkisvaldsins f stjðrn sjððsins, kvað þá m.a.s. hafa „fjandsamlegt viðhorf til náms- manna og til sjöðsins". Auk þess leyfði ég mér að kalla þá „dæma- lausa“ og bar þeim á brýn að hafa „undarlega lýðræðiskennd". Ljðst er nú orðið, að ekki valdi ég hér bestu orðin um þá. Vil ég þvf skýra alþjöð frá þvf, f hverju villa mfn fölst. Nýjar tillögur berast Reglurnar hafa nú legið hjá ráðherra undirskriftarlausar í einar þrjár vikur, ef ég man rétt. Orsaka ekki getið. Á fundi sjóðs- stjórnar sl. þriðjudag, 8. febr., gerðist það svo, að samþykktar voru tillögur frá Jóni Sigurðssyni til breytinga á reglum þessum, ásamt bréfi til menntamálaráð- herra. Vert er að taka fram að fulltrúar námsmanna léðu þessu ekki atkvæði sín, enda seinir að fatta, skoða og skilgreina. í þessum breytingum er að tals- verðu leyti gengið til móts við tillögur námsmanna. Auðsætt mál er, að þessi málamiðlun er ekki runnin undan rifjum ráðherra eða annarra ráðuneytiskólfa, því að það hafa ríkisfulltrúarnir margtekið fram, að þeir fái aldrei nein tilmæli eða skipanir frá yfir- boðurum sínum. Ekki hafa hinar nýju tillögur heldur átt uppruna sinn að rekja til mótmæla háskólaráðs Hí, þvi að álit utanað- komandi aðila hefur ekkert að segja fyrir ríkisfulltrúana, að þeirra eigin sögn. Og hávær mót- mæli námsmanna hafa heldur ekki haft nein áhrif á þá, þvf að þeir segjast bara hafa gaman af slíku. Og að sjálfsögðu þarf eng- inn að halda, að ráðherra hafi sett þeim þá úrslitakosti að breyta reglum sinum en vikja ella. Þre- menningarnir létu aldrei kúga sig á slíkan hátt. AHt ber því að sama brunni. Hinar nýju tillögur áttu upptök sín í hugum ríkisfulltrú- anna, i góðvild þeirra og framúr- skarandi vinsamlegu viðhorfi þeirra til námsfólks. Ekki „breytingar“, heldur „árétting“ En nú verð ég að gera alvarlega leiðréttingu á orðum minum. í rauninni lögðu ríkisfulltrúarnir ekki fram nýjar tillögur. Sam- kvæmt eigin orðum, skjalfestum í bréfi til ráðherra, eru þetta sem ég kallaði nýjar tillögur, aðeins „árétting" fyrri stefnu, en engin breyting. Og að sjálfsögðu ber að taka orð þeirra sjálfra fyrir því, enda velmenntaðir og velmáli- farnir menn. Og það er að sjálf- sögðu ekkert annað en árétting fyrri stefnu að lengja lánhæfa námslengd við Hí um a.m.k. 'ri ár. Og það er að sjálfsögðu ekkert annað en árétting fyrri stefnu að fella brott sérstök ákvæði um að fólk á fyrsta aðstoðarhæfu náms- ári I ýmsum verkmenntunar- og listaskólum skuli aðeins fá hálf námslán'um miðjan vetur, en hinn helminginn ekki fyrr en I júni. Þetta eru aðeins dænii um áréttingarnar, sem eru nokkru fleiri. „Áréttinga“- stefnan lifi! Að dómi okkar námsfólks vant- aói nú reyndar nokkuð upp á þessa „áréttingu" til að hún gæti talist þolanleg. Við hefðum t.d. talið, að vel hefði mátt árétta ákvæðið um 7 ára hámarkstíma i lánhæfu námi með því að setja fram 8 — 10 ára hámarkstima. Þar erum við einkum að hugsa um það fólk, sem skiptir um námsgrein einhvern tíma í nám- inu. Einnig hefði verið gaman að fá áréttingu á þeirri reglu að námsgreinaskipti megi aóeins fara fram innan tveggja ára frá upphafi náms, með þvi að fella hana niður. Þá hefðu námsmenn erlendis fagnað því mjög, ef full- trúar rikisvaldsins hefðu áréttað þá skoðun sína að 5 vikur nægi sem auka viðbót við námstíma er- lendis til að ná tökum á tungu og siðum nýs lands, með þvi að breyta þeim í t.d. 15 vikur, eins og námsmenn höfðu lagt til. Loks hefðu læknanemar og aðrir við Hí, sem ekki hafa minna en árs- Framhald á bls. 47 5VRPU SKUPRR óbreytt verð frá febrúar 1976 wm | Nýir möguleikar, sem gera þér kleift að innrétta skápana eftir þörfum. Uppsetning á SYRPU SKÁP er þér leikur einn. Vinsamlegast sendió mér upplysingar um SYRPU SKAPANA Nafn Heimili Skrifiö greimlega 1 □ SYRPU SKAPAR er islensk framleiðsla AXEL EYJÖLFSSON HÚSGAGNAVERSLUN SMIÐJUVEGI 9 KÓPAVOGI SÍMI 43577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.