Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 Kosningar í Pakistan Þessi mynd frá Búkarest þarfnast ekki skýringa, en sleitulaust hefur veriö unnið að björgunarstörfum á jarðskjálftasvæðunum frá því í birtingu á laugardags- morgun. Því lengra sem líður frá því að hamfarirnar dundu yfir þeim mun veikari verður vonin um að finna á lífi þá, sem grafnir eru í rústunum. Palestínumenn í Líbanon ber jast Beirút 7. marz. Reuter. Palestínskir skæruliðar sem fylgja Sýrlendingum að málum og andstæðingar þeirra börðust í markaðs- Ritarinn njósnaði um Barzel Bonn, 7. marz. Reuter VESTUR-þýzk kona hefur verið handtekin fyrir njósnir I þágu Austur-Þjóðverja og stóðst tvö öryggispróf þegar hún var einkaritari fyrrverandi leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, Rainer Barzel, að sögn flokks hans í dag. Talsmaður Kristilega demókrataflokksins (CDU) segir að konan, Hanneliese Reggentin, hafi verið einka- ritari dr. Barzels á árunum 1963 til 1969 og aftur frá 1971 til 1973. Dr. Barzel var kanzlaraefni CDU i kosningunum 1972 er lauk með sigri Helmut Schmidts. Talsmaður CDU sagði að frú Reggentin hefði gengizt undir öryggispróf gagnnjósna- þjónustunnar þegar hún hóf starfið 1963 og tvívegis eftir það. Hann sagði að ekkert grunsamlegt hefði komið í ljós. Hann sagði að frú Reggentin hefði haft aðgang að leyni- skjölum CDU í skrifstofu dr. Barzels. Djilas hótað Belgrad, 7. marz. Reuter. Milovan Djilas, fyrrverandi vara- forseti Júgóslavíu, segir að sér og konu sinni hafi verið hótað lffláti f nafnlausu bréfi. „Eg veit ekki hver sendi bréfið eða hverjir stóðu á bak við það, en það miðar greinilega að þvf að binda enda á mannréttindabarátt- una f Júgóslavíu," segir hann. Djilas sagði nýlega í viðtali að hann teldi að rúmlega 600 póli- tiskir fangar væru í Júgóslavíu. I hótunarbréfinu er hann sakaður um að vera landráðamaður og leiguþý og útsendari Vesturveld- anna. Einn nánasti samstarfsmaður Titos forseta, Stane Dolanc, hefur harðlega gagnrýnt stuðning vest- rænna landa við stjórnarandstæð- inga í Austur-Evrópu. Áreiðanleg- ar heimildir í Belgrad herma að margir pólitískir fangar verði náðaðir á næstunni. bænum Nabatiyeh í Suður- Lfbanon í dag og bæjar- búar segja að 40 til 50 hafi fallið og særzt. Bardagarnir brutust út í gærkvöldi milli andstæðra fylkinga í Alþýðufylking- unni til frelsunar Palestínu (PFLP-GC). Saiqa-skæruliðar sem fylgja Sýrlendingum að málum skárust í leikinn og á hádegi höfðu þeir bæinn á valdi sínu. Bærinn er ein mikilvægasta bækistöð skæruliða í Suður-Libanon og Saiqa-menn fengu til Kafró, 7. marz. NTB. DR. IDI Amin Dada marskálkur, forseti Uganda, sagði við setningu fyrsta fundar æðstu manna Afríku og Arabalanda í Kaíró i dag, að hann léti ekki viðgangast að fleiri tilraunir yrðu gerðar til innrásar f Uganda. Hann sagði að sjö innrásatil- raunir hefðu verið gerðar á nokkrum árum en hann hefði þagað um þær til að trufia ekki heimsfriðinn og einingu Afríku og Arabaianda Hann tók þó fram að þolinmæði sín væri á þrotum. liðs við sig aðra hópa skæruliða. Bardagar brutust hins vegar út að nýju síðdegis og stóðu í þrjá tíma. Ró færðist á undir kvöld en bæjarbúar segja að báðir aðilar séu við öllu búnir. airT?> ERLENT Amin sagði að hann léti aldrei zíonista og heimsvaldasinna kúga sig. Jafnframt bauðst hann til að halda annan fund æðstu manna Afríku og Arabalanda í Kampala. Á fundinum f Kaíró er fjallað um samvinnu í efnahagsmálum og stjórnmálum. Islamabad, 7. marz. AP. Þingkosningar fóru fram f Pakistan f dag og um 50 milljónir kjósenda gengu að kjörborðinu til að kjósa 200 þingmenn. Brown telur að jafnvægi haldist enn New York, 7. marz. AP RUSSAR geta orðið andstæðingar Bandaríkjamanna en núverandi valdajafnvægi ætti að halda áfram að koma I veg fyrir að annað hvort landið ráðist á hitt, sagði Harold Brown, landvarna- ráðherra, í þætti sjónvarpsins NBC um helgina. Hann sagði að Bandaríkjamenn og Rússar væru álíka voldugir: Bandaríkjamenn stæðu framar á sumum sviðum en Rússar á öðr- um. Hann sagi að tölulegur munur skipti ekki meginmáli, en ef munurinn væri of mikill gæti hann haft pólitísk og sálræn áhrif. Brown lýsti þeim ugg sfnum að umræður sem færu fram nú um það hvort landið stæði hinu framar hernaðarlega gætu stuðlað að röskun valdajafnvægis- ins. Hann sagði að þeir sem van- mætu getu Bandaríkjamanna græfu undan hermætti þeirra og gætu lætt þeirri röngu hugmynd inn hjá Rússum að þeir stæðu betur að vígi. Kosningabandalag stjórnarand- stæðinga, Pakistanska þjóðar- bandalagið (PNÁ), er vongott um sigur og fundir þess hafa verið vel sóttir sfðustu vikur kosninga- baráttunnar. En flokkur Zulfikar Ali Bhutto forsætisráðherra, Pakistanski alþýðuflokkurinn, stendur vel að vfgi vegna ske- leggrar kosningarbaráttu hans. Til þess að gera breytingar á stjórnarskránni sem mun reynast nauðsynlegt til að koma meiri- háttar umbótum til leiðar eða stjórnarbótum þarf 133 þingsæti. Flest þingsætin eru í Punjab eða 115 og þar eru 18.9 milljónir á kjörskrá. Stjórnarflokkurinn hefur þegar tryggt sér 19 þingsæti og þar á meðal er þingsæti Bhuttos, þar sem enginn stjórnarandstæðingur bauð sig fram gegn frambjóðend- um hans í umræddum kjördæm- um. Stjórnin hefur skipað öryggis- sveitum að vera við því búnar að aðstoða borgaraleg yfirvöld ef nauðsyn krefur til að halda uppi lögum og reglu, PNA hefur kraf- izt þess að herinn hafi eftirlit með kosningunum en tekur ekki þátt f kosningunum í Baluchistan þar sem kosið er um sjö þingsæti þar sem of fjölmennt herlið sé þar. Bhutto sagði í viðtali á Lahore- flugvelli að hann væri vongóður um að þjóðin mundi styðja stjórnarflokkinn þar sem hann hefði þjónað þjóðinni í fimm ár og bjargað henni úr ógöngum. Á fimmtudag fara fram kosningar til fylkisþinga. Svíar opna heræfingar Amin varar vid innrásartilraun Stokkhólmi, 7. marz NTB SVlAR hafa í fyrsta skipti leyft fulltrúum NATO og Varsjár- bandalagsins að fylgjast með her- æfingum úr návfgi. Eulltrúum frá Bandarfkjunum Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi Sovétrfkjunum, Austur Þýzkalandi, Póllandi, Austurrfki Sviss, Júgóslavfu og Norður- löndum hefur verið boðið að fylgjast með æfingunum sem fara fram f Jámtland og ganga undir heitinu „Orrustan um Ström- sund“. Sænskir liðsforingjar hafa fengi að fylgjast með heræfingum í Sovétríkjunum, Póllandi, Júgóslavíu, Vestur-Þýzkalandi og Noregi. Erlendir hermála- fulltrúar hafa áður fengið að fylgjast með heræfingum á sænskri grund en aldrei úr návígi. Erlendu fulltrúarnir verða í fylgd með sænskum félögum sfnum og geta Ijósmyndað að vild. „Ekkert leynilegt fer fram á þessum æfingum". segir Rustan Áveby blaðafulltrúi. „Erlendum fulltrúum er boðið að vera við- staddir æfingarnar vegna Helsingforsyfirlýsingarinnar." í æfingunum taka þátt um 10.000 hermenn, 1.500 ökutæki, 50 flugvélar og 30 þyrlur. Æfingarnar fara fram á 30 ferkflómetra svæði. Flutti tólf lík út í bíl á hverjum degi Nairobi, 7 marz. Reuter. NÁNARI fréttir hafa borizt af morðum f Uganda sfðan Idi Amin forseti sagði frá samsæri um að steypa sér af stóli fyrir þremur vikum, en erfitt er að áætla hve vfðtækar hreinsanir hafa farið fram. Erfitt er að afla frétta frá Uganda. Landsmenn eru tregir til að segja frá atburðum og flóttamenn annaðhvort neita að segja nokkuð eða hafa ýkju- kenndar sögur eftir öðrum. Mörg hryðjuverk, sem þeir lýsa, gerðust 1972 þegar Acholi og Lang-ættflokkarnir sættu miskunnarlausum ofsóknum eftir misheppnaða innrásartil- raun útlaga frá Tanzanfu. Völd Milton Obotes fyrrum forseta byggðust á stuðningi þessara ættflokka. Ungur flóttamaður í Nairobi segir að hann hafi verið f Nagurufangelsi í Kampala 22. til 27. febrúar og verið barinn og yfirheyrður um samsærið serri Amin marskálkur lýsti. Hann segist hafa orðið að flytja um tólf lík á hverjum degi í vörubifreið, mörg líkin hafi verið illa útleikin og honum hafi verið sagt að herlögreglu- menn í fangelsinu myrtu fanga með hömrum. Embættismaður frá Ugand’ segir að faðir sinn hafi verio handtekinn og fjölskyldunni síðar verið sagt frá líki við veg fyrir utan borgina og það reyndist vera af honum. Nemandi frá Norður-Uganda kveðst hafa falið sig í vörubfl og flúið þannig er öryggissveit- ir höfðu ráðizt á félaga hans sem hann dvaldist hjá. Um 600 flóttamenn hafa skráð sig í Kenya, en margir þeirra hafa dvalizt í landinu í nokkra mánuði. Búizt er við að tala flóttamanna hækki þegar fólk yfirgefi felustaði í Kenya og Uganda, en enn hefur ekki orðiö flóttamannastraumur eins og dæmi eru til annars staðar í Afríku. Amin forseti kveðst hafa undir höndum lista með nöfn- um þeirra sem tóku þátt í sam- særinu. Embættismaður sem flúði til Kenya kveðst hafa séð listanna og segir að á honum séu 23 nöfn. Sama daginn og hann sagði frá þessu skýrói blað í Kenya frá dauðalista með nöfnum 7.000 manna. Ugandaforseti viðurkennir að hersveit með 1200 mönnum, þar af 900 Lango og Acholi- mönnum — Tígrisdýrasveitin — haf; gert uppreisn 19.—20. febrúar og segir að sex her- menn hafi verið felldir. Flótta- maður í Nairobi sagðist hafa heyrt að 1500 hermenn hefðu fallið. Tveimur fréttum hefur verið algerlega vísað á bug: að ólym- píumeistarinn John Akii-Bua hafi verið handtekinn og 2.000 kúbanskir hernaðarráðunautar hafi farið til Uganda á laun. Akii-Bua hringdi sjálfur til Nairobi til að vísa fréttinni um sig á bug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.