Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.03.1977, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1977 47 — Ein hjartanleg Framhald af bls. 31 próf (og hafa þar með ekki mögu- leika á að tefjast um W námsár í einu, eins og leyft er), fagnað þeirri áréttingu að þeir mættu tefjast eins og einu sinni í námi án þess að missa rétt sinn til námslána. En þetta eru aðeins smáatriði hjá þeirri staðreynd að ríkisfull- trúarnir hafa nú fundið f brjóst- um sér vinsamlega afstöðu gagn- vart námi og námsfólki. Vafalaust munu þær áréttingar, sem þá skorti í þetta sinn, fara í bréfa- pósti velviljans til ráðherra ein- hvern næstu daga. Einnig reikn- um við fastlega með því, að á næsta fundi sjóðsstjórnar muni góðmennin leggja fram tillögu um að árétta stefnu stjórnarinnar með því að fella úr gildi hinar óhagstæðu reglur um útreikning námslána, þar sem m.a. er því nær ekkert tillit tekið til fjöl- skyldustærðar, framfærslu maka o.s.frv. Hugsanlega smitast svo ráðherra af þessari undramerku góðvild hjartagæðinga sinna, þeg- ar hann hefur undirritað hinar áréttuðu reglur, að hann leggur fram á alþingi nýtt frumvarp um námslán og námsstyrki, þar sem hann áréttar fyrri stefnu sína með þvi að leggja til að visitölu- binding námslána falli brott, allir bekkir allra verkmenntunar- og listaskóla eigi jafnan rétt til námsaðstoðar og háskólar, og fjár- veiting til sjóðsins verði ætíð nægileg til að tryggja að náms- menn geti lifað mannsæmandi lífi af námslánum sínum. Árétting að lokum í upphafi þessa greinarkorns gat ég fúkyrða minna í útvarps- þætti um ríkisfulltrúana þrjá í stjórn LÍN, þá Jón Sigurðsson, Árna Ólaf Lárusson og Stefán Pálsson. Þessi ljótu orð vil ég nú aðeins árétta með því að taka þau aftur og biðja forláts. Vænti ég þess, að því verði vel tekið af góðmennum hjartans, og fullyrði reyndar að svo verði, eftir stefnu- árettingum undanfarinna daga að dæma. Fulltrúar ríkisvaldsins höfðu um daginn lýst þeirri skoð- un sinni, að breyting á hinum upphaflegu tillögum þeirra merkti hið sama og vantraust á þá og úrsögn úr stjórn LÍN. En fram- tíð íslenzkrar menntunar og menningar til eflingar og heilla, mun ekki af þessu verða nú. Því að árétting merkir ekki hið sama og breyting. Ef þið trúið þvf ekki, skuluð þið slá upp í Orðabók Menningar- sjóðs. Sérstaklega vil ég fordæma, víta og lýsa andúð minni.and- styggð og viðbjóði á þeim óheiðar- lega áróðri nokkurra námsmanna (reyndar nokkuð margra), að þeir þremenningar kalli þetta að- eins áréttingar, en ekki breyting- ar, til að bjarga eigin skinni, forða sér frá missi bitlingsins, koma i veg fyrir að standa berstrípaðir og buxnalausir frammi fyrir alþjóð vegna þekkingarleysis og óhæfni til að sinna þeim störfum, sem misvitrir ráðamenn hafa val- ið þá til. Guðmundur Sæmundsson. form. SlNE Austurstræti 22, 2. hæð, sími 28155. * Nýtt frá MARYQUANT Mary Quant hefur nú valið uppáhaldsvaralitina sína ogframleitt þá i mýksta blýanl sem völ er á. Reynið Mary Quant blýant — Þú sérð ekki eftir þvi! Fœst i öllum helztu snyrtivöruverzlunum um land allt Einnig fáanlegir 2ja blaða yddarar. Meildsölubirgðir Björn Pétursson & Co h.f ., Laugavegi 66. simi 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.