Morgunblaðið - 10.03.1977, Síða 1

Morgunblaðið - 10.03.1977, Síða 1
40 SÍÐUR 55. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Umsátur í Washington: Borgarstjórinn meðal gíslanna Washington 9. marz —Reuter VOPNAÐIR menn réðust f dag inn í þrjár byggingar í Washington, eina, sem gyðingar eiga, eina, sem tilheyrir múhameðstrúar- mönnum, og borgarskrif- stofurnar, og tóku gísla í þeim ölium. Lögreglan segir að meðal gísla í Columbia-byggingunni sé Walter Washington, borgarstjóri, og að einn Kosningar í Belgíu Briissel 9. marz — AP. LEO Tindemans, forsætisráð- herra Belgiu, boðaði til nýrra kosninga i landinu þann 17. april, eftir að í ijós hafði komið, að samsteypustjórn hans gat ekki starfað áfram án meirihluta á þingi. Þingið hefur verið leyst upp og kjördagur var ákveðinn á fundi rikisstjórnarinnar i dag. Tindemans hafði áður átt fund með Baldvin konungi. Ýmislegt hefur gengið á í samsteypustjórn mið- og hægriflokkanna en ósam- lyndið náði þó hámarki i síðustu viku þegar Tindemans visaði tveimur ráðherrum Einingar- flokks Vallóna úr stjórninni og missti hún þar með meirihlutann. borgarfulltrúi hafi orðið fyrir skoti. Lögreglan segist ekki hafa fengið neina ákveðna vísbendingu um hvort samband sé á milli atburðanna þriggja, en hana grunar að tengsl séu á milli að minnsta kosti tveggja þeirra, töku B’nai B'rith, sem eru aðal- stöðvar samtaka gyðinga, og Múhameðstrúarmiðstöðvarinnar. Engar kröfur hafa borizt frá hinum vopnuðu og lögreglan hefur ekki nákvæmar hugmyndir um hverjir þeir eru. Einn mannanna, sem halda B’nai B’rith-byggingunni, sagói að hann og félagar hans tilheyrðu Hanafi-söfnuðinum, sem i eru aðailega svartir múhameðs- trúarmenn, og virðist sem þeir vilji mótmæla kvikmynd um spá- manninn Múhameð. Fyrsti atburðurinn átti sér stað klukkan 16 að íslenzkum tíma, þegar fjórir vopnaðir menn réðust inn í B’nai B’rith-bygginguna og tóku 50 til 100 gísla. Um það bil fjórum klukku- stundum síðar var 16 gíslum sleppt og eru þeir i yfirheyrslu hjá lögreglunni. Annar atburðurinn varð klukkan 17 i fimm kilómetra fjar- lægð í Múhameðstrúarmið- stöðinni. Þar heldur einn maður 15 gíslum. Ekkert er nánar vitað um þann atburð. Klukkan 20 í kvöld voru svo Framhald á bls. 26 Rúmenía: Varað við nýj- um skjálftum Búkarest 9. marz — Reuter. BANDARÍKJAMENN vöruðu stjórn Rúmenfu í dag við því að hætta væri á nýjum jarðskjálft- um f landinu f náinni framtfð. Samkvæmt jarðskjálftastofnun- inni f Colorado er það venjulegt að f kjölfar jarðskjálfta á þessu svæði fylgi fleiri, og benti stofn- unin á skjáiftana 1912, 1940 og 1945 máli sfnu til stuðnings. Bandarísku jarðvfsindamennirn- ir halda því fram aó nýir skjálftar geti orðið innan fárra daga eða Ein fjölmargra bygginga, sem eyðilögðust f Búkarest. mánaða og verði að minnsta kosti sex stig á Richerkvaróa að styrk- leika. Yfirvöld f Rúmeniu hafa ekki enn gert sér grein fyrir þeim fjölda manna sem fórust í jarð- skjálftunum á föstudag, en á mið- vikudagskvöld höfðu fundizt 1.357 látnir. Búizt er við að iala látinna stígi upp i um 4.000. Vitað er að 10.396 hafa slasazt og af þeim eru 2.396 enn á sjúkrahús- um. Mesti jarðskjálftinn á föstu- dag mældist 7.2 stig á Richer að styrkleika. Lögreglan leiðir þrjár konur burtu, byggingunni f Washington. en þær voru meðal gfslanna 16, sem sleppt var úr B'nai B'rith Símamynd AP Jimmy Carter: Engin aðild CIA að valdaráni í Chile Washington 9. marz — NTB, Reuter JIMMY Carter Bandarfkjaforseti, lagði f dag rfka áherzlu á, að ekki lægju fyrir neinar vfsbendingar um að Bandarfkin bæru ábyrgð á byltingunni gegn stjórn Allende f Chile. Hann fýsti umsögn banda- rfska fulltrúans á fundi mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna f Genf á þriðjudag sem óviðeigandi og vfsaði til nákvæmrar athugunar þing- nefndar sem fann engar sannanir fyrir því að Bandarfkjamenn hefðu haft bein afskipti af valda- ráninu. Yfirlýsing bandaríska fulltrúans Brady Tyson olli miklu fjaðrafoki bæði í Hvita húsinu og utanrikisráðuneytinu. í ræðu sinni til stunings tillögu um for- dæmingu núverandi stjórnar Chile, sagði Tyson meðal annars, að hann harmaði aðild einstakra bandariskra embættismanna og samtaka að því að steypa Allende af stóli. Það kom siðar í ljós, að hvorki sendiherrann hjá SÞ, utanríkis- ráðherrann né forsetinn höfðu gefið honum umboð til að bera þessa „afsökun" fram. Sjálfur harmaði Tyson á miðvikudag að hann skyldi hafa gengið lengra en hann hafði fyrirmæli um og sagði að ummæli hans lýstu aðeins hans eigin skoðunum og að hann hefði viðhaft "þau til að beina athygli manna að skerðingu mannrétt- inda i Chile. Áður hafði hann sagzt vona að ummæli hans væru í samræmi við skoðanir Carters á mannréttinda- málum. Carter sagði á blaðamanna- fundinum, að honum þætti það mikilvægt að Bandaríkin stæðu í forystu fyrir baráttunni fyrir mannréttindum. Hann bætti því við, að Chile væri eitt þeirra landa, þar sem þau væru litilsvirt. Þó að Carter léti sér nægja að kalla ummæli Tysons óviðeigandi sendi utanrikisráóuneytið strax frá sér óvenju skarpa leiðréttingu. Framhald á bls. 29 Fundur Araba- og Afríkuríkja: Getur leitt til nýs afls 1 stjórnmálum Kafró 9. marz — Reuter. f dag lauk fundi leiðtoga 60 Araba- og Afríkurikja í Kairó með samþykkt margra yfirlýs- inga um stjórn- og efnahagsmál, sem getur leitt til þess að nýtt og sterkt pólitískt afl myndast i heiminum. Á fundinum sem stóð i þrjá daga skuldbundu olfuauðug Arabalönd sig til að veita að minnsta kosti 1.5 m’illjörðum dollara eða 297 milljörðum fslenzkra króna til uppbyggingar Sovét gengur illa að semja vid EBE Briissel 9. mars — NTB ENN er við erfiðleika að etja f viðræðum Sovét- rfkjanna og Efnahagsbandalags Evrópu um lang- tíma samning um fiskveiðar. Ástandið hefur ekki batnað eftir að Berlínarmálið hefur fléttazt inn f viðræðurnar, samkvæmt diplómatfskum heimild- um f Brússel. Samkvæmt óskum Vestur-Þjóðverja hefur EBE sett fram óskir um að Vestur-Berlfn verði nefnd f samkomulaginu, en það hefur þýðingu fyrir þau svæði, sem hugsanlegur samningur mun gilda um. Þetta er viðkvæmt mál, þar sem Sovétrfkin hafa aðrar hugmyndir um stöðu Berlfnar. Sjávarútvegsráðherra Sovétrfkjanna Alexander Isjkov, hefur hingað til þvertekið fyrir það að Berlfn verði nefnd f samningnum. Hann segir það vera óraunhæft þar sem Berlfn hefur ekkert með fiskveiðar að gera. Það er hins vegar grundvallar- atriði fyrir EBE að Berlfn sé nefnd í öllum samningum við rfki utan bandalagsins. Samkvæmt heimildum f Brússel hafa Sovétmenn sett fram kröfur um hlut f umframafla á miðum EBE. Sovézku samningamennirnir halda fast við þá kröfu að f samkomulaginu verði kveðið á um virðingu fyrir hefðbundnum fiskveiðiheimildum og jafnframt krefjast þeir möguleika á að geta að auki veitt nokkuð f bræðslu. Þá vilja Sovétmenn fá að halda núverandi veiði- kvóta sfnum, en EBE heldur fast við þá skoðun að kvóti Sovétmanna skuli vera sá sami og afli EBE- rfkja f Barentshafi. f Afrfku. Mörg fátækari Afrfku- rfkja með Tanzanfu f broddi fylk- ingar höfðu upprunalega farið fram á 2.2 milljarða dollara efna- hagsaðstoð. Leiðtogarnir undirrituóu i dag fjórar yfirlýsingar um pólitiska og efnahagslega samvinnu. Araba- og Afrikuríkin lýsa fullum stuðningi við baráttu Palestinu- manna, sjálfstæói Namibiu og frönsku landsvæðanna Afarens og Issaenas. Þau skuldbundu sig einnig til að vinna gegn kynþátta- aðskilnaði i Suður-Afriku. í yfirlýsingunni um samvinnu, sem birt var eftir fundinn, segir að Araba- og Afríkuríki muni vinna saman i málum, sem snerta fjármögnun, námagröft, verzlun, iðnað, landbúnað, orku, flutninga og samgöngur. Saudi-Arabía, Kuwait, Qatar og Sameinuðu furstadæmin ætla að auka ráðstöfunarfé Arabíska bankans um 180 milljónir dollara og Afriska þróunarbankans um 35 miiljónir dollara. Ráðstöfunar- fé þeirra verður þannig um einn milljarður dollara. Af einstökum málum er fundur Husseins, Jórdaníukonungs, og leiðtoga frelsishreyfingar Palestinu, Yassers Arafats, talinn mikilvægasti árangur ráðstefn- unnar. Þeir áttu fund á þriðjudag í fyrsta sinn síðan her Jórdaníu rak palestínska skæruliða frá jórdönskum svæðum 1970 og 1971.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.