Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 Nokkrir úr stjórn Pólýfónkórsins ásamt söngstjóranum. Fremri röó: Guómundur Guðbrandsgon, gjaldkeri, Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri, stofnandi kórsins, Friðrik Eirfksson formaður. Fvrir aftan þá standa Guðrún Guðjónsdóttir meðstjórnandi, Sigríður Óskarsdóttir, ritari og Jósefína Pétursdóttir, spjaldskrárritari. Pólýfónkórinn 20 ára: Hátíðartónleikar í vor og söngferð til Ítalíu í sumar Ingólfur Guðbrandsson lætur af söngstjórn og kór- inn leggst niður sem slíkur að lokinni söngferð I vor leggur Pólýfónkórinn upp í söngferð til ttalfu og taka þátt í henni 140 söngvarar kórsins ásamt 5 einsöngvurum og 34 manna hljómsveit, skipuð félögum úr Kammersveit Reykjavíkur. Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri, og stjórn kórsins kynntu þessa för fyrir fréttamönnum f gær og sagði Ingólfur við það tækifæri, að þetta væri fjölmennasta og umfangsmesta söngför, sem farið hefði verið frá tslandi til þessa. Pólýfónkórinn, sem nú á 20 ára starfsafmæli, fer nú f 6. sinn til útlanda f söngför, en hann hefur nú starfað lengur en nokkur annar blandaður kór f Reykjavík. Ingólfur Guðbrandsson, sem er stofn- andi kórsins og verið hefur söngstjóri hans frá upphafi mun að lokinni þessari söngför láta af þvf starfi sfnu, en hátíðartónleikar, sem verða f tilefni afmælisins í dymbilviku, f byrjun aprfl, og söngförin verða endir á söng- stjóraferli hans. Sagði Ingólfur að þetta væri sfn óhagganlega ákvörðun. Friðrik Eiríksson, formaður kórsins, sagði að það væri enginn Pólýfónkór án Ingólfs og því myndi hann ekki starfa áfram sem slíkur. Hann sagðist tala fyrir munn kórstjórnar er hann sagði að hún myndi leggja niður störf en bjóst við að söng- fólk myndi halda i hann þó á öðrum vettvangi væri. Fyrirhuguð söngför kórsins til ítalíu hefst hinn 24. júnf og mun standa í 10 daga en á þeim tíma mun kórinn halda 7 hljóm- leika í jafnmörgum borgum víðs vegar um ítalfu. Fyrstu hljómleikarnir verða 25. júnf f Siena, miðaldaborg, sem er ein fremsta tónlistarborg í Evrópu, eins og segir i ferðaáætlun kórsins, en þar fara tónleikarnir fram á vegum tón- listarakademfunnar og menningarráðs borgarinnar og verður fluttur Messías eftir Hándel. Þá verða hljómleikar í Flórens, f höfuðkirkju borgar- innar, Santa Croce. Verða þar flutt verkin Gloría eftir Vivaldi, og tvö verk eftir Bach, Magnificat og konsert fyrir 2 einleiksfiðlur og hljómsveit í Framhald á bls. 29 Aðeins vantar nú um 5000 lestir til að jafna loðnumetið frá 1975 DÁGÓÐ loðnuveiði er nú á loðnu- miðunum, og hamlar löndun veiði. Á öllum stöðum á SV-landi var f gær löndunarbið fram til föstudagskvölds og í gær fór t.d. einn bátur, Gfsli Árni til Siglu- fjarðar með afla. Um kl. 15 f gær var heildarloðnuaflinn orðinn 450 þúsund lestir og þá vantaði aðeins tæpar 5.900 lestir til að jafna veiðimetið frá 1975, er heildaraflinn varð 455.850 lestir. Loðnan hefur jafnt og þétt misst fitu eftir þvi sem hrogna- innihaldið hefur aukist og i fyrra- dag var fitan um 5%, en þurrefn- isinnihaldið hefur hins vegar hækkað og er nú 16 til 16,6% en eftir því sem hrognin aukast í loðnunni eykst þurrefnisinni- haldið. Eftirtalin skip tilkynntu um afla til loðnunefndar frá kl. 18 i fyrradag fram til kl. 15 i gær: Árni Magnússon Ár 260. lestir, llrafn (.K 270, Kári Sólmundarson RE 220, Isleifur VE 420, Bára KE 100. Ilamravfk 150, Vonin KE 200. Rauðsey AK 460, Steinunn SF 80, Helga RE 270. Vörður ÞH 200. llrinKur VE 100, Flosi SU 170, Hilmir KE 180, Sigurður RE 700, Keflvfkingur KE 240. Eldborg (iK 520. Ársæli Sigurðsson GK 100, (leir goði (1K 170, Faxi GK 80. Ilákon 410. Helga 2. RE 220. Ólafur Magnðsson EA 170. Árnar ÁR 140, Þórður Jónasson EÁ 270, Steinunn RE 120, Náttfari 220, Bára 140, Sigurbjörg ÓF 240, Þórkatla 2. GK 240, Vonin KE 180, Gfsli Árni RE 420. Alþýðuflokkurinn á Vestfjörðum: Kjördæmisráðið hefur ekki rætt um Karvel FLOKKSSTJÓRNARMENN munu eitthvað hafa rætt lauslega við Karvel um hugsanlegt sameig- inlegt framboð hans og Alþýðu- flokksins á Vestfjörðum, en það hafa ekki farið fram viðræður hér á Vestfjörðum um þetta — sagði Ágúst H. Pétursson, formaður kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Vestfjörðum, í viðtali við Morg- unblaðið um hugsanlega sam- vinnu eða samruna Samtakanna og Alþýðuflokksins þar. Því hef- ur engin ákvörðun verið tekin um það, hvort Karvel Pálmason geng- ur f lið með Alþýðuflokknum 1 næstu kosningum. Ágúst sagðist ekkert vilja um það spá, hvort af einhverri sam- vinnu yrði á meðan það hefði ekki verið rætt í kjördæmisráðinu. Hann kvað samþykktina, sem gerð var á Núpi, heldur ekki hafa borið á góma, en þá samþykkt gerði kjördæmisráð SFV og beindi henni til landsfundar Sam- takanna. „Þeir munu eitthvað hafa rætt um þetta við formann Alþýðuflokksins, á þeim tíma, er fyrir lá að landsfundurinn yrói ekki haldinn. Nú hefur hann hins vegar verið haldinn og veit ég ekki hvort þetta mál hefur borið þar á góma,“ sagði Ágúst. Eins og fram hefur komið í fréttum mun Karvel Pálmason hafa skýrt þessi mál á fundinum, en að öðru leyti mun hann ekki hafa tekið þátt í störfum lands- fundarins. Ágúst H. Pétursson kvaðst ekki vilja fullyrða, hvenær þetta mál yrði tekið fyrir f kjördæmisráði Alþýðuflokksins. Eins og sakir stæðu kvaðst hann ekkert geta i raun sagt um málið. Fóðuriðnaðarnefnd: Innlend fóðurfrandeiðsla fimmfaldist fyrir 1980 tonna eimingargetu á klst, eða með um 6000 tonna ársfram- leiðslu og þyrftu stærstu verk- smiðjurnar nú að stækka um helming til þess að þessu marki yrði náð. Framhald á bls. 26 bæjarstjörn akureyrar 2500. fundur bæjar- 2500 fundur stjómar Akureyrar komið því við að sækja fundinn. Bæjarstjóri sendi henni í gær símskeyti til að tjá henni þökk og virðingu bæjarstjórnar. Áður e'n gengið var til dagskrár ávarpaði forseti bæjarstjórnar, Valur Arnþórsson, viðstadda nokkrum orðum, en síðan tók til máls Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, og flutti yfirlit um sögu bæjar- stjórnar frá upphafi, en þetta sögulega yfirlit hafði Þórhallur Bragason, skjalavörður, tekið saman. Fyrsta mál á dagskrá fundarins var tillaga undirrituð af öllum bæjarfulltrúum og bæjarstjóra, sem er svohljóðandi: ,,í tilefni af 2500. fundi bæjar- stjórnar Akureyrar, samþykkir bæjarstjórn að leggja fram úr bæjarsjóði 2,5 milljónir króna til ritunar á sögu Akureyrar.“ Tillag- an var sem vænta mátti samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. Að fundi loknum þágu fyrrver- andi bæjarfulltrúar veitingar í boði bæjarstjórnar. —Sv.P. Akureyri — 9. marz. 2500. fundur bæjarstjórn- ar Akureyrar var haldinn i gær, og sátu hann allir að- alfulltrúar í bæjarstjórn auk bæjarstjóra. Einnig voru viðstaddir fundinn 12 fyrrverandi bæjarfull- trúar, sem hafði verið sér- staklega boðið i tilefni dagsins. Elzti núlifandi bæjarfull- trúinn er Halldóra Bjarna- dóttir, sem nú er 103 ára en býr á Blönduósi og gat ekki Ráðstefna um sjávarútvegsmál í Hnífsdal RÁÐSTEFNA um sjávarútvegsmál verður haldin á vegum sjávarútvegsráðuneytisins í félagsheimil- inu 1 Hnffsdal sunnudaginn 27. marz n.k. Ráðstefnan hefst kl. 10 f.h. með ávarpi sjávarút- vegsráðherra, Matthlasar Bjarnasonar. Erindi munu flytja Björn Dagbjartsson, forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, Ingólfur Ingólfs- son, vélstjóri, dr. Jakob Magnússon, fiskifræðing- ur, og Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri L.Í.O. Að loknu matarhléi verða hringborðsumræður og verður þá fyrirspurnum svarað. Fyrirhugað er, að fleiri slíkar ráðstefnur verði haldnar vfðsvegar um landið og verða þær auglýst- ar síðar. FÓÐURIÐNAÐARNEFND, sem landbúnaðarráðherra skipaði á sl. ári til að gera heildaráætlun um eflingu fóðuriðnaðar á Islandi, er fullnægt gæti að mestu fóður- bætisþörf Iandbúnaðarins, hefur nú látið frá sér fara nefndarálit sitt. Leggur nefndin til að ákveðið verði að auka fóðuriðnað í formi graskögglaframleiðslu jafnt og þétt upp í 40 þúsund tonna ársframleiðslu á tfma- bilinu til 1990 eða að grasköggla- framleiðslan verði fimmfölduð miðað við núverandi afköst gras- kögglaverksmiðja 1 landinu. Lagt er til að framleiðslan fari sem mest fram f verksmiðjum með 10 Friðrik gerði jafnt við Timman FJÓRÐA umferð afmælismóts þýzka skáksambandsins sem hald- ið er f Bad Lautenberg var tefld f gær og skildu þá Friðrik og Timman jafnir og Karpov vann sína skák gegn Wockenfuss. Enn- fremur vann Csom frá Ungverja- landi Miles frá Englandi. Herman og Keen skildu jafnir, ennfremur Torre og Húbner, Sosouko og Liberzon, en um mið- nætti f gærkvöldi höfðu þeir Gligoric og Anderson, Fuhrman og Gerusel ekki lokið skákum sfn- um. Staða efstu manna var þvf sem hér segir. t fyrsta sæti var Karpov með 3Vi vinning, en í öðru sæti voru Friðrik, Húbner, Liberzon og Csom með 2V4 vinning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.