Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 5 í Klukkan 19.55: Leikrit vikunnar - Garðskúrinn eftir Graham Greene LEIKRIT vikunnar er á dagskrá útvarpsins I kvöld klukkan 19.55 og er það að þessu sinni, leikritið „Garðskúrinn" eða "The Potting Shed" eftir Graham Greene. Þýðinguna gerði Óskar Ingimarsson, en leikstjóri er Gísli Halldórsson. Leikritið var áður flutt í apríl 1958. Með helstu hlutverkin fara: Gísli Halldórsson, Ævar Kvaran, Arndís Björnsdóttir, Valur Gíslason og Brynjólfur Jóhannesson. Efni leiksins er i stuttu máli: John Callifer kemur heim eftir langa fjarveru til að vera við dánarbeð föður sins. Fáleikar miklir hafa verið með þeim feðgum, og John vill fá að vita ástæðuna. Hann þykist viss um að eitthvað einkennilegt hafi komið fyrir í garðskúrnum, þegar hann var unglingur og nú finnst honum hann verða að fá vitneskju um hvað það var. Það ætlar ekki að ganga vel, fyrr en frændi hans, drykkfelld- ur prestur, segir honum upp alla söguna. Enski rithöfundurinn Gra- ham Greene fæddist árið 1 904 I Berkhamsted, sonur skólaum- sjónarmanns. Hann stundaði nám í Oxford, gerðist siðan blaðamaður og ferðaðist all mikið, bæði til Ameríku og Afríku. Hann var í utanríkis- þjónustunni á striðsárunum, en eftir stríðið stjórnaði hann bókaforlagi um nokkurt skeið. Fyrstu skáldsögur hans komu út á árunum eftir 1930. Greene lætur vel að lýsa brengluðu sálarlífi, og kemur það vel fram í mörgum saka- Graham Greene Gísli Halldórsson málasögum hans, svo sem „Brighton Rock" (1938), en hún hefur verið kvikmynduð eins og fjöldi annarra verka hans. Með þeirri sögu fer að gæta kaþólskra trúarskoðana hans. Fyrsta leikrit Greenes var „The Living Room" (1952), en árið 1957 skrifaði hann „Garð- skúrinn", sem segja má að sé trúarlegs eðlis. Útvarpið hefur áður flutt eft- irtalin leikrit Graham Greenes: „Garðskúrinn" (1958), „Dag- stofuna" (1973) og „Eftirláta elskhugann" (1975). Brynjólfur Jóhannesson Valur Glslason Arndfs Björnsdóttir. Rúmeníu- söfnun- Á þessari mynd ÓI.K.M. má sjá að hin nýja gerð Skoda, Skoda „AMIGO“, virðist vekja athygli þeirra sem kynntu sér bifreiðina nýlega. Hver kimi var grandskoðaður og menn ímynduðu sér ferðaiag f bifreiðinni er þeir settust inn f hana. Ný gerd Skoda JÖFUR h.f. (Tékkneska bifreiðaumboðið á ísland) kynnti nýlega nýja gerð Skoda-bifreiða Skoda 105/120 „AMIGO“ en meðfylgjandi ljósmynd tók Ól.K.M. af þessari bifreið þá. Að sögn forráðamanna Jöfurs er Skoda „AMIGO“ arftaki Skoda 100/110, en af þeirri gerð hafa 1.800 bifreiðar verið fluttar til landsins á undanförnum árum, og var hún sú bifreið sem mest var seld á landinu sl. ár, að sögn Jöfurs-manna. Utliti hinnar nýju Skodabif- reiðar hefur nokkuð verið breytt og uppfyllir allar nútima kröfur um öryggi og þægindi f akstri, að sögn forráðamanna Jöfurs. Hefur farþega- og farangursrými verið aukið, vélarstærð verið aukin, og innréttingar verið hannaðar með tilliti til fyllsta öryggis og þæginda farþega, að því er for- ráðamenn Jöfurs hafa tjáð okkur. Hingað til lands verða fluttar þrjár gerðir af Skoda Amigo, Amigo 105, Amigo I20L og Amigo 120LS, en munurinn felst í mis- munandi vélarstærðum, innréttingum, o.fl. N.K. laugaédag verður aukasýn- ing á Nótt ástmeyjanna eftir P.O. Enquist í Þjóðleikhúsinu. S.l. sunnudag átti að vera síðasta sýn- ing á leiknum, en uppselt var og urðu margir frá að hverfa og var því ákveðið að bæta við einni sýn- ingu. inni aflýst HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar og Rauði kross fslands hafa nú hætt við fyrirhugaða söfnun til bág- staddra f Rúmenfu. Skeyti barst þeim f gær um að aðstoðar væri ekki þörf og telur rfkisstjórn Rúmenfu sig geta ráðið fram úr vandanum ein og ðstudd, og með þeirri hjálp sem þegar hefur borizt eða er á leiðinni. Forsvarsmenn Rauða krossins og Hjálparstofn- unarinnar sögðu í viðtali við Mbl. í gær að ekki vissu þeir til þess að framlög hefðu borizt, en verið gæti að einhverjir hefðu samt þegar greitt inn á gíró- reikninginn sem auglýstur var. Ef næst i gefendur verður þeim boðin endur- greiðsla á veittum framlög- um, en annars verða þau látin renna í neyðarsjóði þessara aðila. Nótt ástmeyjanna var sem kunnugt er frumsýnd á litla svið- inu í haust, en var flutt upp á stóra svið um áramót vegna mik- illar aðsóknar. Aðeins getur orðið þessi eina sýning, vegna þess að Lér konungur verður frumsýndur i næstu viku. Aukasýning á „ástmeyjunum” DRIFBÚNAÐUR ER SÉRGREIN OKKAR Eigum jafnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir afdrif-og flutningskeðjum | ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta (variatora) fyrir kílreimadrif. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 RENOLD @milfintKMiilm]y Pekking feynsla Þjonus H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.