Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 I engu samhengi við raunveruleikann Iallmargar vikur hefur verið haldið uppi miklum umræðum af hálfu Alþýðubandalagsins, málgagns þess og talsmanna, um þær hættur, sem íslendingum séu búnar af stóriðju, og verður þessum umræðum ekki líkt við annað en skipulagsherferð þessa stjórnmálaflokks gegn orkufrekum iðnaði. Herferð þessi er hins vegar sérstæð af tveimur ástæð- um. í fyrsta lagi standa nú yfir framkvæmdir við aðeins eitt stóriðjufyrirtæki, járnblendiverksmiðju í Hvalfirði. Núverandi ríkisstjórn og þeir flokkar, sem að henni standa eru ekki frumkvöðlar að byggingu þessarar verk- smiðju. Þar komu aðrir menn viö sögu. Það er nefnilega Alþýðubandalagið sjálft, sem á tímum vinstri stjórnar- innar bar alla ábyrgö á þeirri stefnumörkun, að járn- blendiverksmiðja skyldi byggð í Hvalfirði og það var Alþýðubandalagið sem hafði forystu um viðræður við bandarískt stórfyrirtæki um samstarf um byggingu þess- arar verksmiðju í Hvalfirði. Ef herferðin, sem nú stend- ur yfir af hálfu Aiþýðubandalagsins gegn stóriðju er farin til þess að reyna að fá fólk til að gleyma þvf, hver ábyrgð ber á járnblendiverksmiðjunni í Hvalfirði er hún kannski skiljanleg, en hitt er auðvitað alveg ljóst, að ef það er markmiðið verður því ekki náð. Alþýðubandalagið getur aldrei firrt sig ábyrgð sem forystuflokkur um byggingu málmblendiverksmiðjunnar í Hvalfirði. Hin ástæðan fyrir því, að þessi stóriðjuherferð Alþýðu- bandalagsins vekur furðu er sú, að núverandi ríkisstjórn hefur engin áform um nýjar stóriðjuframkvæmdir á íslandi. Að vísu hefur Alþýðubandalagið reynt að telja mönnum trú um, að stórfelldar áætlanir séu uppi um stóriðjuver í stamstarfi við erlend stórfyrirtæki en eina ,,sönnunargagnið“ um það, sem dregið hefur verið fram í dagsljósið er plagg, sem Svissneska álfélagið sendi orku- ráðherra Alþýðubandalagsins. Af einhverjum ástæðum var þjóðinni ekki skýrt frá hugmyndum og tillögum Svissneska álfélagsins þá, en nú mörgum árum síðar er þetta plagg dregið fram í dagsljósið, og því haldið fram, að hér sé sönnunin komin um stórfelld stóriðjuáform núverandi ríkisstjórnar. Þessar tiltektir eru auövitað barnalegar og skipta engu máli. Hitt er svo staðreynd að á síðasta viðræðufundi með Svissneska álfélaginu skýrði Gunnar Thoroddsen iónaðarráðherra frá því, að Svissneska álfélaginu hefði verið tilkynnt að enginn grundvöllur væri til samstarfs við það um orkurannsóknir á Austurlandi. Áreiðanlega munu margir taka undir með Eyjólfi Konráð Jónssyni, sem sagði í ræðu á Alþingi í fyrradag, að þörfin fyrir stóriðju væri hvergi nærri jafn brýn nú og var fyrir 15—20 árum. í því sambandi benti Eyjólfur Konráð á, að hin nýja landhelgi okkar og þeir nýju möguleikar í veiðum og vinnslu á næstu árum og áratugum, sem við hefðum fyrir sjónum, hefðu dregið úr nauðsyn stóriðju- fyrirtækja. Jafnframt lýsti Eyjólfur Konráð þeirri skoð- un sinni, að fráleitt væri að velja fleiri stóriðjufyrirtækj- um stað á Suðvesturlandi, en ef einhvern tíman í fram- tíðinni þætti ástæða til að byggja eitt eða tvö stóriðju- fyrirtæki til viðbótar ætti það að hans dómi að vera í öðrum landshlutum. Kjarni málsins er sá, að stóriðjuumræður Alþýðu- bandalagsins eru í engu samhengi við raunveruleikann. Engin áform eru uppi um nýja stóriðju. Það eina af því tagi, sem nú er á döfinni, er málmblendisverksmiðjan, sem Alþýðubandalagið er ábyrgðaraðili að. Núverandi ríkisstjórn hefur gert harðari kröfur til svissneska álfélagsins um mengunarvarnir í Straumsvík en fyrir- rennari hennar gerði og núverandi orkuráðherra hefur náð betri árangri í þeim efnum en fyrirrennari hans í vinstri stjórninni náði. Að öðru leyti eru stóriðjumál ekki á dagskrá hér og umræður um þau mál af hálfu Alþýðubandalagsins því gersamlega út í hött. Kannski þjóna þær þeim tilgangi fyrst og fremst að berja í brestina í flokki, sem er bersýnilega í verulegri hættu að liðast í sundur. Líklega er þetta eina málið, sem hin mismunandi flokksbrot til vinstri geta sameinazt um meðan þau eru í stjórnarandstöðu. En reynslan sýnir, að Alþýðubandalagið er reiðubúið til að standa að stóriðju- framkvæmdum í ríkisstjórn! Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sfmi 22480 Aukin kartöflurækt: Fundin verði land- svæði, sem gefi árvissa uppskeru AUKIN kartöflurækt hefur nokkuð verið til umræðu á þessu Búnaðarþingi og samþykkti þingið í gær ályktun um það mál. Er í henni lögð áherzla á að auka kartöflurækt að þvi marki að landið verði að mestu sjálfu sér nægt í meðalárferði með kartöflur. Til þess að stuðla að því markmiði verði gerðar skipulagðar athuganir og tilraunir til að finna þau landsvæði, er mestar likur séu til að gefi nokkuð ár- vissa uppskeru. Þá er Rannsóknastofnun land búnaðarins þakkað starf hennar að þessum málum og þess óskað að tilraunir verðandi kartöflurækt verði efldar og auknar á næstu árum. Búnaðarþing felur Búnaðarfélag- inu að hvetja búnaðarsambönd á líklegustu kartöfluræktarsvæðunum til þess að hefja áróður fyrir aukinni kartöfluframleiðslu og reynt verði að fá því framgengt við Stofnlánadeild landbúnaðarins að teknar verði upp lánveitingar til kaupa á vélum, sem nauðsynlegar eru við kartöflurækt. Jóhann Jónasson, formaður jarð- ræktarnefndar þingsins, mælti fyrir tillögunni við fyrri umræðu um hana á mánudag og fjallaði þá ítarlega um þann vanda, sem við væri að etja í þessu sambandi og sagði að nefndarmenn í jarðræktarnefnd teldu ekki ástæðu til að fara út í mikla framleiðsluaukingu á kartöfl- um hér að svo stöddu, þar sem það hefði sýnt sig, að í sæmilega góðum árum væri nógu miklu sáð til að fullnægja innanlandsneyslunni eins lengi og geymsluþol kartaflnanna leyfði Sagði Jóhann að menn mættu ekki horfa fram hjá því, að miðað við núverandi aðstæður væri ekki hægt að koma umframfram- leiðslu í verð þannig að fullnægjandi þætti Benti Jóhann á, að þar kæmi einkum þrennt til greina og þá fyrst að flytja út kartöflur, en bæði væri að verð á erlendum mörkuðum næði ekki að standa undir framleiðslu- Sl'Tl,. Frá Búnadar- þingi kostnaði og vegna óstöðugs fram- boðs yrði erfitt að halda mörkuðum Þá væri hægt að vinna kartöflumjöl úr umframframleiðslunni en senni- legt væri að sú verksmiðja fengi kannski ekki hráefni nema eitt ár af tíu og slík starfræksla væri því ótæk og að síðustu mætti hugsa sér að nota umframmagnið til skepnu- fóðurs Töluverðar umræður urðu um þetta má! í framhaldi af framsögu- ræðu Jóhanns Hjörtur E. Þórarinsson sagði, að kannski væri ekki hægt að gera meira heldur en nefndin legði til, en Ijóst væri af tillögunni, að nefndin vildi fara ró- lega af stað Lagði Hjörtur áherzlu á að finna þyrfti aðferð til að hindra frostskemmdir á kartöflum. Gunnar Guðbjartsson sagði, að tryggja þyrfti, að niðurgreiðslur yllu ekki samdrætti. i þessari framleiðslu eins og átt hefði sér stað. Þá þyrfti að tryggja að bændur gætu losnað við framleiðslu sina. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri sagði að menn hefðu óþarflega miklar áhyggjur af offramleiðslu og varpaði fram þeirri hugmynd hvort Grænmetisverzlun landbúnaðarins ætti ekki að semja við einstaka bændur um að hefja kartöflurækt Sigmundur Sigurðs- son sagði að aðalvandamálið væri næturfrost en hægt væri að hindra skemmdir :f völdum þess með úðunartækjum en sá útbúnaður væri dýr. Jónas Jónsson lagði til að nefndin gerði tillögu um skjólbelta- rækt á kartöfluræktarsvæðum og við önnur garðlönd Búnaðarþingi slitið í dag: Framleiðsla hefjist á fitustaðlaðri m jólk TVEIR fundir voru ð Búnaðarþingi I gær og afgreiddi þingið alls fimm mál auk þess sem þrjú ný mál voru lögð fram. Lagt var fram erindi frá Hirti E. Þóararinssyni (Bsb. Eyjafj.). Einari Ólafssyni (Bsb. Kjalarn.) og Gunnari Gu8- bjartssyni (Bsb. Snæf.) um breytt skilyrði fyrir heímild til stækkunar Hótel Sögu en óskað er breytinga á þvi skilyrði að ekki megi veð- setja núverandi húsnæði Bænda- hallarinnar fyrir Iðni vegna við- byggingar. Stjóm Búnaðarfélags ins lagði fram nefndarálit Fóður- iðnaðarnefndar um áætlun um eflingu fóðuriðnaðar á jslandi og lagt var fram nefndarálit um fyrir- mynd að lögum fyrir hreppabún- aðarfélög þar sem m.a. maka bónda eða sambýlisaðila eru veitt full réttindi til að vera félagi í búnaðarfélagi. Ráðgert er að Bún- aðarþingi 1977 verði slitið siðdeg- is i dag. Samþykkt var ályktun þar sem þingið beini þvi til Framleiðsluráðs landbúnaðarins, að það beiti sér fyrir þvi, að framleitt verði fitustöðl- uð mjólk, enda náist samkomulag innan Sexmannanefndar um, að söluverð slikrar mjólkur verði ákveð- ið hið sama og verð á venjulegri nýmjólk eða sem næst því í greinar- gerð með ályktuninni segir m a að rétt þyki að styðjast við reynslu Norðurlandabúa í þessum efnum en þar er á boðstólum svokölluð „létt mjólk" Varðandi verð á fituskertri mjólk og á nýmjólk er á það bent að með svipuðu verði á þessum tveim- ur afurðum megi nota þá fjármuni, er þanníg fengjust fyrir fituskerta mjólk, til að greiða niður smjör, en framleiðsla þess yxi nokkuð vegna þeirrar umframfitu, sem fengist við fituskerðingu mjólkurinnar Búnaðarþing samþykkti að skora á Alþingi að samþykkja þá þings- ályktunartillögu, sem komin er fram á Alþingi um lausaskuldir bænda og jafnframt skoraði þingið á landbún- aðarráðherra að hraða þeirri athug- un, sem tillagan gerir ráð fyrir, þannig að veiting lausaskuldalána geti hafizt á þessu ári Þ' samþykkti Búnaðarþing álykt- un þar sem segir að æskilegt sé að Búnaðarfélag íslands gefi út hentug- ar handbækur fyrir forðagæzlu- og fóðurskoðunarmenn, þannig að þeir geti á hverjum bæ gefið skoðunar- vottorð, þar sem fram komi sem fyllstar upplýsingar um fóðurbirgðir, fóðrun og aðbúnað búfjárins Flutningsgeta raflína verði aukin — breytt úr einfasa í þrífasa rafmagn Á fundi búnaðarþings á þriðjudag var samþykkt ályktun um raforku- mál og er f henni minnt á þau sjálfsögðu réttindi að allir lands- menn, án tillits til búsetu, fái raf- magns frá orkuverum rfkisins eða öðrum opinberum raforkufyrirtæk- um. Lögð er áhersla á, að gerð verði áætlun um rafvæðingu allra býla, sem ekki eru enn komin á fram- kvæmdaáætlun Því er beint til land- búnaðarráðherra, að hann hlutist til um, að athugun þeirri, sem nú er unnið að á vegum landbúnaðarráðu- neytisins varðandi nýtingu raforku í þágu landbúnaðar, verði hraðað eft- ir því, sem tök eru á, og þessi athugun beinist m a að eftirfarandi: Aukinni flutningsgetu dreifilína og breytingu á einfasarafmagni í þrifasa rafmagn, að lækka í verði þá raf- orku, sem notuð er til búreksturs, þar sem ekki er markmæling, að raforka til almennra nota verði seld á svipuðu verði til allra landsmanna, að fastagjald af rafmótorum, sem notaðir eru til að knýja súgþurrk- unarblásara, lækki sem svari því, að það greiðist aðeins í 3 — 4 mánuði árlega og að raforka til heyköku- gerðar og graskögglaframleiðslu verði seld á sama verði og raforka til Áburðarverksmiðjunnar Vegatollur samþykktur Búnaðarþing samþykkti á fundi sínum í gær að beina þeirri eindregnu áskorun til samgönguráðherra að hann hlutaðist til um, að tekinn yrði upp vegatollur af umferð um stofnbrautir út frá Reykjavík og aflað þannig árlega tekna til vegasjóðs, er næmu allt að 300 milljónum króna, miðað við núverandi verðlag. Verði fé þessu varið til greiða kostnað við lagn- ingu varanlegs slitlags á stofnbrautir. Þessi ályktun var samþykkt með 16 atkvæðum en 6 búnaðarþings- fulltrúar sátu hjá viðatkvæðagreiðsl- una Fulltrúar Búnaðarsambands Suðurlands lýstu sig andviga inn- heimtu vegatolls við umræður um ályktunina og flutti einn þeirra. Ölvir Karlsson, breytingartillögu við álykt- unina, þar sem fyrrnefnd atriði um vegatoll voru felld niður en breyt- ingartillagan var felld með 16 atkvæðum gegn 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.