Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 Vísitala (logarithmar) ALMENN ÞJÓÐARÚTGJÖLD OG VÖRUFRAMLEIÐSLA FYRIR HEIMAMARKAÐ 1969-1975. VÍSITÖLUR. 1969= 100. lausleg athugun bendir til þess, að afkoman hafi ekki versnað í'rá því sem var árió 1975 nema e.t.v. i húsgagnasmíði. Einna stöðug- ast hefur hagnaðarhlutfallið verið i fata- gerð og sælgætisgerð, en i húsgagna- og innréttingasmíði hefur afkoman verið all- breytileg ár frá ári. Afkoman var mjög góð árið 1971, eins og í flestum öðrum greinum, en hefur siðan versnað, og árið 1975 sýna bráðabirgðatölur, að reksturinn hefur tæp- lega staðið í járnum eftir afskriftir og er það ásamt afkomu pappirsvöruiðnaðar á árinu 1975 eina dæmið um hreint tap i samkeppnisgrein á tímabilinu 1968 til 1975. í öllum öðrum greinum hefur ætið verið um hreinan hagnað að ræða og hafa breytingar á hlutfalli hreins hagnaðar, þ.e. vergur hagnaður að frádregnum afskriftum, ætið gengið í sömu átt og áður var lýst um vergan hagnað, en sveiflurnar hafa verið meiri. í viðauka eru sýndar töiur um af- komu einstakra greina iðnaðar á árunum 1968—1975. Afar erfitt er að greina i sundur og meta sérstaklega þá þætti, sem einkum hafa áhrif á afkomu iðnaðarins. Hér að framan var fjallað nokkuð um framleiðslubreyting- ar og framleiðni, sem sennilega hafa ráðið mestu um batnandi hag iðnaðarins á árun- um 1969—1971 og góðan hag iðnaðarins á árunum þar á eftir. Einnig má benda á önnur atriði, svo sem verðlagsmál iðnaðar- ins, launabreytingar, gengi o.fl., sem áhrif Afkoma Afkoma iðnaðarins á árunum 1968—1975 hefur 1 heild reynzt allstöðug, samkvæmt niðurstöðum iðnaðarreikninga Þjóðhags- stofnunar. Fyrir iðnaðinn í heild (án áls) hefur vergur hagnaður fyrir afskriftir og beina skatta yfirleitt verið á bilinu 6—7% af vergum tekjum á árunum 1968—1974. Árið 1971 sker sig úr með mjög góða af- komu og var hagnaðarblutfallið þá um 8%, en árð 1975 var undir meðallagi og nam vergur hagnaður þá um 5‘A% af tekjum. Þetta tiltölulega stöðuga hlutfall getur þó leynt meiri mun og sveiflum í afkomu ein- stakra greina. Hagnaður eftir afskriftir en fyrir beina skatta hefur yfirleitt numið 2Vi—4% af tekjum mena árið 1971, en hagnaðarhlutfallið var um 4.7%. Sér litið á meginflokka iðnaðarins kemur fram, að á árunum 1971—1975 (sundurgreindar tölur ná ekki lengra aftur en til 1971) var afkoma vöruframleiðslugreina heimamarkaðar að meðaltali svipuð og afkoma iðnaðarins í heild. Ef rekstur álversins er skilinn frá annarri útflutningsframleiðslu, var hagnað- arhlutfall útflutningsgreina um 5—6% á árunum 1971—1973, en á árunum 1974—1975 batnaði afkoma þessara greina stórlega og er hagnaðarhlutfallið talið hafa verið 7.3% 1974 og 9.8% 1975. Að álfram- leiðslunni meðtalinni verður þetta hlutfall hins vegar mun breytilegra og yfirleitt lak- ara. Afkoma viðgerðargreina hefur aó með- altali verið svipuð á hlutfallslegan mæli- kvarða og afkoma annarra heimamarkaðs- greina. Á árunum 1971—1975 var vergur hagnaður í þessum greinum að meðaltali um 6% af tekjum, en samkvæmt bráða- birgðatölum var það tæplega 7% árið 1975. í viðgerðargreinum var hagnaðarhlutfallið 7.3% árið 1974 en lækkaði í 5.5% árið 1975. Áætlanir um hag iðnaðar í lok ársins 1976 benda til þess, að afkoma heimamarkaðs- greina hafi ekki versnað frá árinu 1975, sem eins og áður sagði var ekki undir meðaltali áranna 1971 til 1975. Hagur við- gerðargreina virðist hafa skánað 1 fyrra og var vergur hagnaður áætlaður um 6% við rekstrarskilyrði í árslok samanborið við 5,5% 1975. Sé litið á afkomu helztu samkeppnis- greina iðnaðar, hefur afkoma þeirra flestra breytzt á svipaðan hátt. Afkoman fór yfir- leitt batnandi á árunum 1969—1971, eink- um þó tvö síðustu árin, enda fór þá saman mikil framleiðsluaukning og mun minni kostnaðarhækkun en síðar varð. Á þessum árum voru því allar aðstæður þannig að búast mátti við mun hærra hagnaðarhlut- falli en í meðalári. Sú varð einnig raunin, að hagnaðarhlutfallið lækkaði yfirleitt árið 1972 og var undir meóaltali á árunum 1974—1975. Ekki liggja fyrir áætlanir um afkomu einstakra greina á árinu 1976, en frá byrjun árs 1971 til ársloka 1973 hækk- uðu innlendar vörur meira í verði en inn- fluttar. Síðustu þrjú árin hefur svo aftur dregið saman, þar sem verð á innfluttum vörum hefur hækkað meira en verð á ís- lenzkum neyzluvörum. Þótt ströng verðlagsákvæði hafi formlega verið í gildi síðustu sex ár, hafa þau i reynd aðeins að hluta náð til innlendrar vöru- framleiðslu og verðmyndun i flestum grein- um því sennilea lítt frábrugðin því, sem verið hefði án verðlagsákvæða, þ.e. hún hefur aðallega ráðizt af framleiðslukostnaði og markaðsaðstöðu. Þetta á þó ekki við allar greinar, eins og áður var nefnt um ákvörð- un hámarksverðs. í þjónustugreinum iðnað- ar hafa afskipti verðlagsyfirvalda verið mun meiri en í flestum greinum vörufram- leióslu og fyrst og fremst á þann hátt, að verðlagsnefnd ákveður álagningu á útselda vinnu iðnaðarmanna. Er álagning þessi ákveðin í krónutölu nema álagning á ákvæðisvinnu, sem er hlutfallsleg. Laun hafa á afkomuna. Verða þessi atriði rakin nokkru nánar hér á eftir. Yerðlagsmál Frá því í febrúar 1968 þangað til í nóvem- ber 1976 hækkaði visitala vöru og þjónustu um 618%. Sé vísitölugrunninum skipt eftir vöruflokkum og markaðsaóstöðu kemur i ljós, að íslenzkar neyzluvörur í vísitölunni aðrar en landbúnaðarafurðir og fiskur hafa hækkað á þessu timabili um 590% og inn- fluttar neyzluvörur um nær sama hlutfall eða 586%. Innlendar vörur, sem litt eru háðar heimsmarkaðsverði, hafa hækkað nokkru meira eða um 647% og vörur sem háðar eru heimsmarkaðsverði vegna inn- fluttra hráefna um 610%. Þær vörur, sem eiga í samkeppni við innflutning, hafa hins vegar hækkað minna eða um 539%. Er það mjög svipuð hækkun og varð á innfluttum vörum, sem eiga í samkeppni við islenzkar vörur, en þær hafa hækkaó um 534%. Aðr- ar innfluttar vörur hafa hækkað í verði um rúmlega 600% á timabilinu. Þótt slfk flokk- un eftir markaðsaðstöðu kunni oft að orka tvímælis, gefa þessar tölur þó vísbendingu um, að verðhlutfall milli íslenzkrar og inn- fluttrar neyzluvöru hafi lítið breytzt á und- anförnum níu árum. Fyrstu árin voru verð- hækkanir á innfluttum samkeppnisvörum meiri en á innlendum vörum og gætti þar áhrifa gengislækkananna 1967 og 1968 en Launakostnaður iðnaðarins í heild hefur verið um 25—30% af tekjum á undan- gengnum árum og í vörugreinum, sem framleiða fyrir heimamarkað, er hlutfallið svipað. Breytingar á launum og iaunatengd- um gjöldum hafa þvf veruleg áhrif á hag iðnaðarins og samkeppnisstöðu. Launa- kostnaður fyrirtækjanna ræðst af breyting- um á samningsbundnum kauptöxtum, ýms- um greiðslum utan samninga, skiptingu vinnutíma í dagvinnu og yfirvinnu og launatengdum gjöldum. Frá árinu 1969 til ársins 1976 hækkuðu kauptaxtar iðnverkafólks um nálægt 500% en kauptaxtar verkamanna og iðnaóar- manna nokkru minna eða um það bil 450%. Meðaltimakaup verkamanna og iðnaðar- manna hækkaði meira en kauptaxtar eða um rúmlega 500% og gætir þar bæði auk- inna yfirborgana, launaskriðs, og meiri yfirvinnu. Séu launatengd gjöld tekin með, þ.e. aðallega framlag i lifeyrissjóð, launa- skattur og tryggingariðgjöld atvinnurek- enda, er hækkunin um 580% frá árinu 1969 til ársins 1976. Þetta er mun meiri hækkun en orðið hefur f helztu viðskiptalöndum, þar sem launakostnaður á hverja vinnu- stund hefur sennilega hækkað að meðaltali um 200% á þessu tfmabili. Ef hins vegar er tekið tillit til gengislækkunar krónunnar hverfur munurinn, en launakostnaður á hverja vinnustund hefur hér á landi hækk- að um 200% i erlendri mynt. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun launakostnaðar hafa laun og launatengd gjöld ekki hækkað sem hlutfall af tekjum fyrirtækjanna og árið 1975 var þetta hlutfall lægra en að meðal- tali á árunum 1969—1975. Á árunum 1969—1975 hækkaði meðal- tímakaup verkamanna og iðnaðarmanna um allt að 375% en launakostnaður á hverja vinnustund hækkaði um rúmlega 420%. Sé hins vegar litið á launakostnað i iðnaði, eins og hann kemur fram í reikning- um greinarinnar (undanskilið: álvinnsla, slátrun og kjötiðnaður, mjólkuriðnaður, niðursuóuiðnaður.), þá hækkaði launa- kostnaður á hvern vinnandi mann um 395% á þessu timabili, en vegna aukinnar fram- leiðslu á hvern vinnandi mann var hækkun launakostnaðar á hverja framleiðsluein- ingu mun minni eða 290%. Hækkun launa- kostnaðar á hverja vinnustund var öll árin nema 1975 meiri en hækkun launakostnað- ar á hverja framleiðslueiningu, en mestu munaði árið 1971, er einingarkostnaður var óbreyttur þrátt fyrir rúmlega 20% hækkun launakostnaðar. Hin mikla framleiðniaukn- ing árið 1971 er tvimælalaust helzta skýr- ingin á hinni góðu afkomu iðnaðarins á þvi ári, eins og áóur var að vikið. Mannafli í iðnaði 1966-1970 Hlutdeild í heildarmannafla Breyting mannafla frá fyrra ári Breyting framleiðni i frá fyrra ári o. 0 % með áli án áls 1966 17,3 . . . 1967 16,7 • • . 1968 16,0 -3,7 -1,2 -1,2 1969 16,9 5,9 3,6 3,6 1970 17,7 8 ,6 12,5 2,8 1971 18,0 7,1 6,6 7,3 1972 18,2 3,7 4,3 4,1 1973 18,0 1,3 12,5 7,7 1974 17,3 -0,6 0,3 1,1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.