Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMT.UDAGUR 10. MARZ 1977 19 Útflutningur idnadarvöru 1968-1976 Á árunum 1964—1968 nam útflutningur iðnaðarvöru að meðaltali rúmlega 1 % af heildaverðmæti vöruútflutnings, en á árinu 1969 varð á þessu mikil breyting, en útflutningur iðnaðarvöru varð 10% af vöru- útflutningi. Munaði þar að sjálfsögðu lang- mest um útflutning áls, sem nam 5,5% af heildarvöruútflutningi, en þá hófst einnig útflutningur kisilgúrs, auk þess sem aukning varð á útflutningi annarrar iðnaðarvöru. Hlutdeild álútflutnings hefur síðan aukizt enn, eftir að álverksmiðjan náði fullum afköstum, og var mest rúmlega 17% af heildarútflutningi árið 1973, en á árunum 1974—1975 gætti sölutregðu á áli á heimsmarkaði og var hlutfall þetta þá lægra. Á árinu 1976 jókst álútflutningur á ný og nam tæplega 17% af vöruútflutningi í heild. Kísilgúrútflutningur nam um 1 % af heildarvöruútflutningi á árunum 1970—1976 og annar iðnaðarvöruútflutn- ingur hefur vaxið úr 4% í 6% af öllum vöruútflutningi. Er þar aðallega um að ræða ullarvörur, skinnavörur og lagmeti, þ.e. vörur, sem unnar eru úr Islenzkum hráefnum. Á árunum 1968—1969 fór rúmlega fjórð- ungur útfluttrar iðnaðarvöru (að áli frá- töldu) til EFTA- og EBE-landa, en síðan hefur hlutur þessara landa i útflutningnum numið um 45% og verið næsta stöðugur öll árin. Sé álútflutningurinn talinn með, en hann hefur að nær öllu leyti verið til Evrópulandan, hefur hlutur EFTA/EBE- landa verið um 75—80%. Hlutur þessara landa í heildarvöruútflutningi hefur verið nokkuð breytilegur frá ári til árs, lægst 44% árið 1975 en hæst 55% árið 1970. Sé litið á útflutning einstakra greina er nokkur munur á, hvert þær hafa flutt út afurðir sinar, og liggja til þess ýmsar ástæð- 1) Árið 1975 var flutt tit talsvert af áli tíl Kína, ur, sem erfitt getur verið að greina i ein- stökum tilfellum. Eins og áður sagði hefur markaður fyrir ál aðallega verið i Vestur- Evrópu. Um það ræður sjálfsagt markaðs- aðstaða Svissneska álfélagsins miklu, en jafnframt er þess að geta, að með viðskipta- samningi íslands og EBE var felldur niður í áföngum ytri tollur Efnahagsbandalagsins á áli frá íslandi, en tollur þessi er 7%. Auk þess voru tollar á áli í nokkrum EFTA- löndum, sem féllu niður gagnvart íslandi við aðildina að EFTA. Hefur þetta vafa- laust skipt nokkru máli fyrir samkeppnis- aðstöðu álútflutnings frá íslandi í EFTA- og EBE-löndum. Kisilgúr hefur einnig að langmestu leyti verið fluttur út til Evrópulanda og þar af um 80—90% til EFTA- og EBE-landa. Þar sem innflutningur kisilgúrs til Efnhags- bandalagslanda og allra EFTA-landa nema Sviss er tollfrjáls hefur EFTA-aðild og við- skiptasamningur við EBE ekki haft nein áhrif á þennan útflutning. CJtflutningur ullar- og prjónavöru hefur aukizt hröðum skrefum á undanförnum árum. Hér er aðallega um að ræða ullarlopa og ullarband, ullarteppi, og ýmsar prjóna- vörur úr ull. Fyrir sumar þessara vöru- tegunda hefur myndast nokkuð stöðugur markaður i þessum löndum, sérstaklega fyrir ullarteppi og prjónavörur i Sovét- ríkjunum og fyrir prjónavörur i Banda- ríkjunum, þótt sá markaður hafi verið ótryggari. Hér er að talsverðu leyti um að ræða tizkufatnað, sem erfitt getur verið að afla markaðar á skömmum tíma og veltur e.t.v. meira á sölumennsku en tollakjörum. Otflutningur þessarar vöru til FFTA- og EBE-landa var litill allt fram til ársins 1972 en síðustu fjögur árin hefur hann aukizt hlutfallslega og numið 30—40% alls útflutnings ullar-, prjóna- og fataiðnaðar. Tollar af þessum vörum eru yfirleitt nokkuð háir i EFTA- og EBE-löndum, svo að niðurfelling þeirra skiptir talsverðu máli fyrir þessar greinar, þótt áhrifa þess gæti e.t.v. ekki fyrr en að nokkuð löngum tima liðnum. Af leður- og skinnavöru hafa lengst af verið nær eingöngu flutt út loðsútuð skinn, en á árinu 1976 var í fyrsta skipti um umtalsverðan útflutning skinnavöru að ræða, þ.e. fullunninn fatnað úr skinnum. Afkoma útflutningsgreina idnadar Iðnaðarframleiðsla til útflutnings (að áli frátöldu) hefur vaxið jafnt og þétt frá árinu 1969 og var sennilega rúmlega tvöfalt meiri að magni á árinu 1976 en á árinu 1969. Framleiðsluaukningin var mjög mikil árin 1970 og 1971 og siðan hefur hún verið að meðaltali um 7% á ári. Siðustu árin hafa þessar greinar því búið við meiri og jafnari framleiðsluaukningu en þær greinar, sem framleiða fyrir heimamarkað. Þótt þetta eigi við útflutningsiðnaðinn í heild, þá hafa verið nokkrar sveiflur i framleiðslu ein- stakra greina, einkum árin 1974 og 1975. Þannig dróst framleiðsla í vefjariðnaði og skinnaiðnaði saman árið 1974 og árið 1975 var samdráttur í framleiðslu vefjariðnaðar, niðursuðuiðnaðar og kísilgúrs. Álvinnsla hófst að marki árið 1970 og árið 1973 náði verksmiðjan fullum afköstum. Á árunum 1974 og 1975 minnkaði eftirspurn eftir áli á heimsmarkaði og dróst álframleiðslan þá saman, en í lok síðasta árs var aftur fram- leitt með fullum afköstum. Hafa þannig verið meiri sveiflur i álframleiðslunni en í öðrum útflutningsiðnaði. Þrátt fyrir framleiðsluaukningu árin 1971 til 1973 var afkoma útflutningsiðnaðar slök þessi ár og var um taprekstur að ræða eftir afskriftir en fyrir beina skatta. Ástæður þessa voru margvislegar, t.d. hafði framleiðslugeta verið aukin talsvert i sumum greinum og vinnuafli bætt við án þess að framleiðslan ykist að sama skapi þegar í stað. Framleiðni vinnuafls fór þvi jafnvel minnkandi i sumum greinum og fjármagnskostnaður var mikill. Þessu til viðbótar kom svo fremur óhagstæð verð- þróun, einkum á árinu 1973, er útflutnings- verð hækkaði mun minna en erlend aðföng og innlendur framleiðslukostnaður. Einnig var gengishækkunin frá apríl til ársloka 1973 útflutningsiðnaðinum í óhag, þar sem hann naut ekki verðhækkana á afurðum sinum erlendis á sama hátt og sjávarút- vegur. Til þess að greiða fram úr þessum rekstrarerfiðleikum var ákveðið við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1974 að endur- greiða fyrirtækjum i útflutningsiðnaði, öðrum en álvinnslu, tolla og söluskatt af fjárfestingar- og rekstrarvörum. Endur- greiðsla skyldi þó ekki nema hærri fjárhæð en 2,5% af útflutningsverðmæti ársins 1973 og ef tolla- og söluskattsgreiðslur væru lægri skyldi greiða fyrirtækjum mis- muninn. Auk rekstrarerfiðleikanna vegna gengishækkunarinnar var þessi stuðningur rökstuddur með því að uppsöfnun sölu- skatts i iðnaðarframleiðslu skerti sam- keppnisstöðu iðnaðarútflutnings. Á árinu 1974 batnaði hagur útflutning- greina umtalsvert og siðustu tvö árin hefur afkoman yfirleitt verið góð. Veldur þar bæði aukinn útflutningur, verðhækkanir erlendis og áhrif gengislækkunar krón- unnar, sem vegið hafa á móti innlendum kostnaðarhækkunum. Afkoma álvinnslu var slök á árinu 1975 vegna samdráttar framleiðslu, en á siðasta ári varð mikil breytingtil batnaðar. Útflut ninRur iðnaðarvöru 1969-1974. Mi11j ónir króna 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 Al 519 1.708 888 2.716 4.441 4.789 5.047 12.364 Kísilgúr 65 127 157 194 249 329 572 761 Ullarvörur 121 154 194 325 430 745 1.362 1.944 Leður- og skinnav. 69 166 195 267 395 437 664 1.179 Nióursuðuvörur 123 143 177 230 294 491 466 599 Annaó 76 73 166 149 250 233 412 738 Samtals 973 2.371 1.777 3.881 6.059 7.024 8.523 17.585 Hlutfall af vöru útflutningi, % 10,3 18,4 13,5 23,2 23,3 21,4 18,0 23,9 Hlutur EFTA/EBE -landa í vöruútflutningi 1969-1976. - / 1969 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 Al'iur vöruútflutningur, % 52,3 55,2 46,7 49,9 54,5 51,5 43,8 51,9 Útflutningur iönaóar- vöru, % 66,6 84,6 72,4 77 ,8 79,4 81,5 56,4 78,7 IÖnaóarvörur án áls, % 28,5 45,1 45,8 42,7 48,2 44,0 44,9 45,3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.