Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 Tollvernd og óbein skattakjör iðnaðar Ahrif tollalækkana Ef litið er til áranna fyrir EFTA-aðildina má sjá, að verulegar breytingar hafa orðið á íslenzkri tollalöggjöf fyrst og fremst vegna þess fríverzlunarsamstarfs, sem ísland hef- ur gengið tii við flest lönd Vestur-Evrópu. Lækkun tolla á undangengnum árum hefur þannig orðið til þess, að hlutur aðflutnings- gjalda í heildartekjum rikissjóðs hefur minnkað að mun. Þótt hlutur aðflutnings- gjalda i heildartekjum ríkissjóðs sé enn mjög hár samanborið við helztu nálæg lönd, hefur hlutfallið þó lækkað frá því að nema um þriðjungi ríkistekna í um fimmtung og horfur á enn frekari lækkun á árunum fram til 1980 niður í 10—12%. Til þess að ná þvi marki að heildartoll- vernd iðnaðarins breyttist ekki á fyrstu fjórum árum EFTA-aðiIdarinnar voru toll- ar á efnivöru til iðnaðar lækkaðir verulega þegar i upphafi auk þess sem vélatollar voru almennt lækkaðir i 7%. EFTA-aðildin leiddi þannig til þess, að verðlag innfluttrar vöru lækkaði og framleiðslukostnaður inn- lendra framleiðenda einnig, þar sem aðföng urðu ódýrari. Þegar meta á heildaráhrif toilabreyting- anna þarf að hafa í huga, að lækkun tolla á fullunnum vörum svo og vélum og hráefn- um rýmkar jafnframt hag þeirra innlendu framleiðenda sem ekki eiga i beinni er- lendri samkeppni. Heildaráhrif tollalækk- ananna eru þvi nokkuð vandmetin, en tekjutap ríkissjóðs á þessum árum vegna tollalækananna gefur þó nokkra vísbend- ipgu um þær fjárhæðir, sem hér um ræðir. Til þess að fá raunhæfan samanburð milli ára hafa allar fjárhæðir verið færðar til verðlags í ársbyrjun 1977. Á árinu 1970 er tekjutap ríkissjóðs vegna lækkunar tolla á fullunninni vöru þannig áætiuð 2.400 milljónir króna, þar af um 1.300 milljónir vegna tollalækkunar á verndartollum. Tekjutap vegna lækkunar tolla á hráefnum og vélum er áætlað um 1.000 milljónir króna, þar af um 750 milljónir til samkeppnisgreina iðnaðar. 1 ársbyrjun 1974 tók gildi annar áfangi verndartollalækkunar samkvæmt ákvæðum EFTA- og EBE-samninga Islands. Jafnhliða þessari samningsbundnu tollalækkun voru vélatollar til iðnaðarframleiðslu yfirleitt felldir niður og hráefnatollar lækkaðir enn eða um helming eins og gert var árið 1970. Áætlað heildartekjutap ríkissjóðs vegna þessara tollalækkunar varð um 2.0 milljarð- ar króna vegna lækkunar verndartolla og 1.1 milljarður vegna lækkunar tolla á hra- efnum og vélum, en um helming þeirrar Iækkunar má rekja til samkeppnisgreina iðnaðar. 1 nýjum lögum um tollskrá, sem tóku gildi í ársbyrjun 1977, voru tollar á efnivör- um til iðnaðar enn lækkaðir, auk þess sem tollar á ýmsum vélarhlutum voru lækkaðir, þar sem misræmis hefur þótt gæta við þá meginreglu, að vélar til iðnaðarframleiðslu skuli að fullu tollfrjálsar. Við þessa toll- skrárbreytingu er einnig gert ráð fyrir, að tollar af ýmsum almennum fjárfestingar- vörum öórum en vélum og tækjum lækki í áföngum fram til ársins 1980, auk þess sem gerðar eru ýmsar breytingar til samræm- ingar á tollum í því skyni að koma í veg fyrir óeðlilegan tollamun og misfellur í tollskránni. Áætlað tekjutap ríkissjóðs vegna þessara tollabreytinga er um 1 milljarður króna og vega hér jafn mikið tollalækkanir á verndarvörum annars vegar og hráefnum, vélum og öðrum fjárfesting- arvörum hins vegar. Mat á tollvernd idnaðar Sú þróun sem hér hefur verið rakin gefur þó aðeiris takmarkaða vísbendingu um raunverulega tollvernd, þar sem sú áætlun um tekjutap ríkissjóðs vegna tollalækkana á fullunninni vöru, sem hér er sýnd, er reist á forsendu um óbreytt innfiutningsmagn. Fyrstu áhrif almennra tollalækkana, hvort sem um er aó ræða aðföng eða fullunna vöru, eru þau að verðhlutföllin breytast þeim vöruflokkum I hag, sem hafa mikið innflutningsinnihald og njóta þannig tolla- lækkunarinnar og leiðir þessi breyting til aukinnar eftirspurnar eftir þessum vörum. Tollabreytingar þær sem orðið hafa á síðari árum hafa fært verðhlutföll innan- lands heldur til samræmis við alþjóðleg verðhlutföll og þannig leitt í ljós, hvaða iðngreinar geta mætt aukinni erlendri sam- keppni án hárrar tollverndar, auk þess sem minnkandi tollvernd beinir framleiðslunni óhjákvæmilega inn á hagkvæmari brautir. Innflutningseftirspurn færist í átt til auk- innar hagkvæmni, þar sem jafnan er þó miðað við þarfir innlendrar framleióslu. Þessi þróun, sem telja verður æskilega frá þjóðhagslegu sjónarmiði, getur þó þvi að- eins orðið, að auk samningsbundinna tolla- lækkana verói jafnframt til samræmis lækkaðir tollar á vörum, sem framleiddar eru utan frfverzlunarsvæðisins, þannig að innlendir framleiðendur geti nýtt þær efni- vörur, sem falla bezt að innlendri fram- Ieiðslugetu, án tillits til upprunalands. Við mat á heildartollvernd verður að horfa til þessa þáttar auk þeirra áhrifa, sem toll- breytingarnar valda í einstökum greinum iðnaðar. Hér á eftir verður nánar fjallað um áhrif minnkandi tollverndar á afkomu hinna ýmsu iðngreina og verður þá jafn litið á þær greinar, sem áður nutu mikillar tollverndar í skjóli hárra tolla á innfluttum samkeppnisvörum, sem og iðngreinar, sem aðeins nutu óverulegrar tollverndar en njóta nú aukins hagræðis vegna lækkunar tolla og annarra gjalda á aðföngum og auk- inna útflutningsmöguleika. Tollvernd felst í því hagræði, sem álagn- ing tolla á innflutta samkeppnisvöru eða verndarvöru, veitir innlendri framleiðslu og sem þannig styrkir samkeppnisstöðu .innlends iónaðar. Tollverndin gefur þannig innlenda framleiðandanum möguleika til þess að verðleggja framleiðsluvöru sína hærra en ella, svo framarlega sem verðlags- yfirvöld og samkeppnin við aðra innlenda framleiðendur leyfa. Því hærri sem toll- verndin er þeim mun meira svigrúm hefur innlendi framleiðandinn til þess að mæta erlendri samkeppni. Á sama hátt og tollar á innfluttar verndarvörur styrkja stöðu inn- Iendrar framleiðslu, hljóta tollar á innflutt aðföng að rýra samkeppnishæfnina. Sama máli gegnir um önnur gjöld, sem leggjast á aðföng innlendrar framleiðslu í þeim mæli, sem þau eru ekki lögó á innflutta verndar- vöru. Vió mat á heildartollvernd einstakra iðngreina verður að taka tillit til allra þess- ara þátta. Þannig væri um jákvæða toll- vernd að ræða, ef sá kostnaðarauki, sem tollgreiðslur valda innlendum framleiðend- um, er lægri en sem nemur tollum á inn- fluttri samkeppnisvöru. Þegar rætt er um áhrif tollalækkana á hag innlendrar framleiðslu verður jafnan að hafa í huga, að með þátttöku Islands í fríverzlunarsamstarfi Vestur-Evrópulanda var jafnframt að verulegu leyti afsalað þeim rétti aó beita tollum í almennu vernd- arskyni. Því var vitaskuld Ijóst, að innlend framleiðsla, sem notið hafði verulegrar verndar í skjóli hárra tolla auk eðlilegs aðstöðumunar á heimamarkaði, yrði að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum með bættum framleiðsluháttum og aukinni hag- kvæmni 1 rekstri. Með aðgerðum af þessu tagi er miðuðu að því að auka framleiðni iðnaðar bæði í útflutningsgreinunum og einnig í þeim greinum, sem mættu aukinni erlendri samkeppni, yrði þannig unnt að varna því að minnkandi tollvernd leiddi jafnframt til rýrari afkomu. Þótt ekki sé unnt að skoða i einangrun heildaráhrif tollalækkana á afkomu inn- lends iðnaðar á undanförnum árum, þar sem hér koma einnig til áhrif annarra þátta, sem afkomuna varða, virðist einsýnt, að hagur þeirra iðngreina, sem bjuggu við háa tollvernd fyrir EFTA-aðildina, hefur yfirleitt verið nokkuð góður á þessu tíma- bili. I fyrsta kafla þessarar skýrslu er fjallað nánar um afkomu helztu greina iðnaðar á árunum 1968—1975. Þar kemur fram, að hagur samkeppnisgreina iðnaðar hefur ver- ið þokkalegur, þegar á heildina er litið. I þeim greinum sem framleiða til útflutn- ings, hefur afkoman í heild verið nokkuð góð, einkum hin síðari ár. Jafnframt virðist augljóst, að áhrif tollalækkana á hráefnum og vélum til greina, sem einungis nutu óverulegrar verndar fyrir EFTA-aðildina, svo sem veiðarfæraiðnaður og hreinlætis- vöruiðnaður hljóta að stuðla að aukinni samkeppnishæfni þeirra. Hagur þessara greina hefur einnig ótvírætt verið mjög góður á undanförnum árum. Eins má nefna, að sum stærstu iðnfyrirtæki landsins svo sem Áburðarverksmiðjan og Sementsverk- smiðjan eiga ekki í neinni erlendri sam- keppni en telja verður að þessi fyrirtæki njóti góða af þeim almennu tollalækkunum, sem orðið hafa á síðari árum. Þá eru einnig nokkrar iðngreinar svo sem slátur- og kjöt- iðnaður, niðursuðuiðnaður, mjólkuriðnaður og smjörlíkisgerð, sem ekki lúta ákvæðum EFTA-samningsins, en hafa vitaskuld gagn af lækkun gjalda af aðföngum og vélum. Nokkrar iðngreinar hafa auk beinnar toll- verndar á þessum árum notið verndar í formi beinna innflutningshafta auk þess sem ýmsar vörur hafa verið háðar innflutn- ingsleyfum á þessu tímabili. Þannig var ekki leyfður innflutningur á sælgæti fyrr an á árinu 1972, en síðan hefur innflutning- ur þess verið takmarkaður með kvótum. Innflutningur húsgagna var einnig háður kvótum fram til ársins 1975, en hefur síðan verið frjáls. Þá sættu einnig nokkrar teg- undir veiðarfæra innflutningstakmörkum fram til ársins 1972 og á árinu 1976 voru ýmsar kex- og kökutegundir gerðar háðar innflutningseftirliti. Þegar litið er á helztu þætti tollalækkana bæði á hráefnum til samkeppnisgreina iðn- aðar og á verndarvörum á árunum 1968— 1977, er ljóst að jafnframt þvl að eiginleg tollvernd hefur lækkað hefur tollbýrði greinanna einnig verulega minnkað frá því að tsland varð aðili að Frlverzlunarsamtök- um Evrópu við upphaf áratugarins. Tollar á efnivöru til framleiðslu í þeim greinum sem eiga í erlendri samkeppni, voru lækkaðir í áföngum á árunum 1970—1976 og hafa nú að mestu verið felldir niður. Lækkun tolla á verndarvörum hefur hins vegar verið til muna hægari á þessu tímabili og nema verndarvörutollarnir að meðaltali i ársbyrj- un 1977 enn um 20—25% en voru fyrir inngöngu íslands 1 Fríverzlunarsamtökin að meðaltali um 70%. Hráefnatollar til sam- keppnisgreinanna hafa þannig lækkað mun hraðar á þessu tímabili en sem nemur tolla- lækkun á innfluttri verndarvöru, eða að meðaltali um 20% ár hvert frá 1970 saman- borið við um 10% lækkun hjá samkeppnis- vörum. Svo dæmi sé tekið um þá tollvernd, sem nokkrar greinar iðnaðar bjuggu við fyrir EFTA-aðildina, voru tollar á innfluttum samkeppnisvörum um 100% 1 sælgætisiðn- aði, 81 % i húsgagna- og innréttingasmíði og 80% í kex- og kökugerð. Hráefnatollar voru hins vegar milli 30 og 40% i sælgætisgerð og húsgagna- og innréttingasmiði og tollur á innfluttum vélum um 25%. Að teknu tilliti til þessara tolla er áætlað, að innlend sæl- gætisgerð hafi notið 80—90% tollverndar, þ.e. að flutningskostnaði frátöldum hefði þessi iðngrein getað selt vöru sína á 80— 90% hærra verði en erlendir keppinautar. Tollvernd í húsgagna- og innréttingasmíði var á sama mælikvarða um 70%. Flest hráefni í þessum greinum eru hins vegar innflutt og þar sem markmið tollverndar felst ekki í því að vernda innflutt hráefni heldur innlenda virðisaukann er fróðlegt að líta á áhrif tollverndar með tilliti til vinnsluvirðis þessara greina. Þannig var hlutfall tolla af innfluttri samkeppnisvöru umfram hráefna- og vélatolla greinanna um 180—200% af vinnsluvirði 1 sælgætisgerð fyrir EFTA-aðild þ.e. miðað við hráefnis- nýtingu og að fiutningskostnaði frátöldum gat innlendur framleiðandi eytt nær þrefalt hærri fjárhæð í vinnslu vörunnar en er- lendir keppinautar hans, en 1 húsgagna- og innréttingasmlði nam þetta hlutfall um 140%. Þegar litið er á samkeppnisstöðu innlends iðnaðar gagnvart erlendum keppinautum verður jafnan erfitt að meta, hvaða þættir framleiðslukostnaðar ráða mestu um þann aðstöðumun, sem hér kann að ríkja. Þar sem nýting hráefnis og annarrq aðfanga getur verið mismunandi, þarf að huga að öðrum þáttum en vinnsluvirðinu, jafnvel þótt sú stærð sé mælikvarði á framlag inn- lendra framleiðsluþátta, sem verndarinnar njóta. Þar sem mat á heildartollvernd iðn- greina tekur ekki til þess, hvernig almennri nýtingu framleiðsluháttanna er háttað, heldur gefur vísbendingu um samkeppnis- stöðu innlendra framleiðenda og það svig- rúm, sem tollbreytingarnar veita innlendri framleiðslu, virðist eðlilegra að mæla toll- verndina fremur í hlutfalli við heildarfram- leiðslukostnað. Nokkrar vísbendingar um áhrif tollbreyt- inganna á samkeppnisstöðu þessara iðn- greina má fá með því að líta annars vegar á þá tollalækkun, sem verður á innfluttri verndarvöru og áhrif þessa á verð innlendu framleiðslunnar og hins vegar á lækkun innlends framleiðslukostnaðar vegna tolla- lækkunar á hráefnum og vélum. Hér er byggt á þeirri forsendu, að innlendi fram- leiðandinn verði að lækka verðið í hátt við lækkun á innfluttri verndarvöru og jafn- framt að tekjur hans breytist i samræmi við' það. Þessi forsenda er væntanlega ekki að fullu uppfyllt, þar sem telja verður líklegt, að innlendi framleiðandinn njóti eðlilegs aðstöðumunar á heimamarkaði og sé því í beinni tengslum við markaðinn og geti jafn- vel selt vöruna hærra verði en innflytjandi. Hér hefur einnig verið tekið tillit til áhrifa söluskattsbreytinga og álagningar vöru- gjalds, að svo miklu leyti sem mismununar gætir í álagningu þessara gjalda á verndar- vörur og hráefni og vélar til samkeppnis- greinanna. Þær tollabreytingar, sem urðu í upphafi EFTA-aðildar rýmkuðu nokkuð hag þeirra greina, sem áður nutu óverulegrar toll- verndar eins og hreinlætisiðnaður og papp- írsiðnaður og nutu þessar greinar jákvæðra áhrifa fyrstu fjögur ár aðlögunartimans. Hagur annarra samkeppnisgreina þrengd- ist hins vegar nokkuð, enda nutu þessar greinar mjög hárrar tollverndar fyrir EFTA-aðildina. Slðari tollbreytingar hafa hver um sig þrengt samkeppnisstöðu vernd- uðu greinanna, en á heildina litið eru áhrif- in þó til muna minni en á árinu 1970. 1 sælgætisgerð, húsgagna- og innréttinga- smíði og kex- og kökugerð er áætlað að svigrúmið hafi þrengst á árunum 1970— 1977 að meðaltali um sem nemur 6% af vergum tekjum og í fatageró, pappírs-, hreinlætis- og málingarvöruiðnaði voru áhrifin neikvæð um 2%. 1 veiðarfæraiðnaði urðu litlar breytingar á tollum á timabilinu og áhrifin því óveruleg. Þótt þannig megi álykta, að þegar á heild- ina sé litið hafi áhrifa tollalækkananna ekki séð greinilega stað í lakari afkomu iðnaðarins á þessu tímabili, verður að hafa í huga að lækkuninni var í upphafi mætt með hækkun söluskatts úr 7!4% í 11%. Síðan hefur söluskattsálagning þyngzt verulega eða úr 11% í 20%. Söluskattur er ekki lagður á hráefni en hefur hins vegae yfir- leitt verið greiddur af vélum og tækjum, svo og ýmsum aðföngum til iðnaðarfram- leiðslu. Þótt söluskattur hafi nú verið felld- ur niður af iðnvélum og hlutum i þær er enn um nokkra uppsöfnun að ræða í iðn- rekstri. Samkvæmt lauslegum áætlunum má meta þessa uöpsöfnun nærri 2l/i% af framleiðsluverðmæti iðnaðar við skilyrði á ársbyrjun 1977. Þessi áhrif eru nokkuð misjöfn milli iðngreina. Ennfremur er þess að gæta, að uppsöfnun söluskatts á aðföng- um verður einnig í sjávarútvegi og ládbún- aði ekki siður en í iðnaði. Virðist ótvirætt, að uppsöfnunaráhrif söluskatts rýra sam- keppnisstöðu innlendrar framleiðslu, þar sem erlendir keppinautar búa flestir við skatt, sem lagður er á þann virðisauka sem myndast á hverju framleiðslustigi. Greidd- ur virðisaukaskattur er siðan dreginn frá þeim endanlega skatti, sem skilað er við sölu vörunnar. Með þessari aðférð er sneitt hjá margsköttun, þvi skattur leggst aóeins á virðisaukann hverju sinni og leiðir því ekki til neinnar uppsöfnunar og þeirrar hækk- unar vöruverðs sem henni fylgir. Áhrif hins sérstaka vörugjalds, sem lagt var á í júlí 1975 eru um margt hin sömu og áhrif söluskatts og tolla. Gjaldstofn inn- fluttrar vöru er cif. -verð að viðbættum tolli, en verksmiðjuverð innlendrar fram- leiðslu. Heimilt er að draga greitt vörugjald af aðföngum frá því vörugjaldi, sem leggst þá við sölu fullunninnar vöru. Þau áhrif þessa gjalds, sem mestri gagnrýni hafa sætt eru fólgin í því að framleiðandi kann að þurfa að greiða vörugjald á aðföng til fram- leiðslunnar, sem ekki fæst endurgreitt, ef fullunna varan er ekki vörugjaldsskyld. Þar sem bæði hráefni og fullunnar vörur flestra samkeppnisgreinanna eru undan- þegnar gjaldinu, varðar þessi þáttur sér- Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.