Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 Fjármuna- myndun og láns- kjör iðnaðar Þróun fjármunamyndunar Sá hluti þjóöarframleiðslunnar, sem fer til fjármunamyndunar, hefur siðustu ára- tugi verið hár hér á landi í samanburði við önnur lönd. Ef borið er saman við nálæg lönd, kemur í ljós, að aðeins í Noregi er hlutur fjárfestingar í þjóðarframleiðslu meiri en hérlendis, en á öðrum Norðurlönd- um og í Vestur-Þýzkalandi er fjárfestingar- hlutfallið nokkru lægra og hartnær þriðjungi lægra i Bretlandi. Helztu ástæður mikillar fjármunamyndunar hér á landi má annars vegar rekja til þeirra sérstöku ástæðna, sem stærð landsins og lega auk strjálbýlisins valda, en einnig knýja vax- andi umsvif atvinnuveganna á þjóðarbúinu og virkjun orkulinda fram mikla og al- menna fjárfestingarþörf i landinu. Árleg meðalaukning fjármunamyndunar á síðasta áratug nam um 4.7%. F’jármuna- myndun atvinnuveganna óx nokkru hraðar eða um 6.7% að meðaltali á ári en aukning fjármunamyndunar á vegum hins opinbera nam að meðaltali um 8.0%. Heildarfjár- munamyndun minnkaði nokkuð á árunum 1966—1970 eða að meðaltali um 3.0% á ári og fjárfesting atvinnuveganna minnkaði enn meir eða um 3.7%. A sama tímabili jókst fjármunamyndun á vegum hins opin- bera um 3.2% að meðaltali á ári hverju. Frá árinu 1971 óx heildarfjármunamyndun hins vegar örum skrefum eða að meðaltali um 9.8% á ári allt fram til ársins 1975, er samdráttur varð á ný. Fjármunamyndun atvinnuveganna jókst mun meir eða um 13.6% að meðaltali, en fjármunamyndun á vegum hins opinbera óx nokkru hægar eða um 11.2% á ári. Fjármunamyndun atvinnuveganna hefur á þessu tímabili verið miklum sveiflum háð. Einkum virðist gæta áhrifa frá fjármuna- myndun hins opinbera og jafnan fara sam- an, að þegar fjárfesting opinberra aðila eykst minnkar hlutur atvinnuveganna að sama skapi. Þegar grannt er skoðað, er þessi skýring þó ekki eihlít, þar sem virkj- unar- og orkuframkvæmdir á vegum opin- berra aðila hafa ótvfrætt valdið mestu um sveiflur í opinberri fjárfestingu á liðnum árum. Að orku- og virkjunarframkvæmdum frátöldum, varð þannig nokkur samdráttur í opinberri fjárfestingu á fyrri hluta þessa timabils eða sem nam um 2.2% á ári, og aukningin á síðari hluta tímabilsins varð snöggtum lægri en meðalaukning fjár- munamyndunar í heild og i atvinnuvegun- um eða innan við 4% á ári hverju. Fjármunamyndun i einstökum atvinnu- vegum hefur á árunum 1966—1976 einnig verið töluverðum 'sveiflum háð. Þannig jókst fjármunamyndun i almennum iðnaði að meðaltali um 4.7% á ári hverju og um 6.3%, ef áliðnaður er meðtalinn. Meðal- aukning fjárfestingar í sjávarútvegi nam á hinn bóginn um 28% á ári og var nokkuð misskipt, þar sem fjármunamyndun i fisk- veíðum jókst um 46% en aðeins um 11% í fiskiðnaði. í landbúnaði varð árleg meðal- aukning hins vegar rétt um 2%. Frá árinu 1971 hefur þróunin orðið á þann veg, að fjárfesting í sjávarútvegi óx að meðaltali um 21% ár hvert en i almennum iðnaði um 12% og um 1 %, ef áliðnaður er talinn með. Hlutur almenns iðnaðar í heildarfjár- munamyndun nam að meðaltali 6.8% á ár- unum 1967—1970 og hefur fremur aukizt síðari hluta timabilsins eða úr 6.3% að meðaltali 1967—1970 í 7.1% 1971—1976. Þróun fjárfestingar i iðnaði hefur verið nokkrum sveiflum háð, en þó í mun minna mæli en í sjávarútvegi. Þegar litið er annars vegar til fjármuna- myndunar í almennum iðnaði siðastliðinn áratug og til vinnuaflsnotkunar hins vegar, virðist þróunín hafa hnigið I þá átt, að fjárfesting á hverja vinnueiningu hefur aukizt á síðari hluta þessa tímabils. Þannig nam fjármunamyndun á hvert mannár i almennum iðnaði um 40 þúsund krónum að meðaltali á árunum 1967—1970 miðað við verðlag hvers árs en um 180 þúsund krón- um að meðaltáli 1971—1976 og hafði því meira en fjórfaldazt. Heíldarfjármuna- myndun á hverja vinnueiningu nam á hinn bóginn að meðaltali um 100 þúsund krónum fyrri hluta tímabilsins en 400 þúsund krón- um siðari hlutann og aukning fjárfestingar á hverja vinnueiningu í almennum iðnaði er þvi mjög í hátt við almenna aukningu fjárfestingar hvert mannár á þessum tíma. Ef litið er á þróun fjárfestingar á hvert mannár frá upphafi til loka þessa tímabils miðað við verðlag hvers árs, kemur i ljós, að aukningin hefur orðið mest i almennum iðnaði eða úr 40 þúsund krónum á hvert mannár i iðnaði á árinu 1967 í 325 þúsund krónur á árinu 1976 eða nær áttföldun en heldur minni í sjávarútvegi eða úr 80 i 620 þúsund krónur. Á sama tímabili sjöfaldað- ist heildarfjármunamyndun á hverja vinnu- einingu eða úr 105 í 750 þúsund krónur. Fjármunaeign á hverja vinnueiningu miðað við verðlag ársins 1969 óx mun meira í almennum iðnaði en sem nemur aukningu þjóðarauðs á hvert mannár á þessum tima. Þannig nam fastafjármagn i almennum iðn- aði um 6 milljörðum króna á árinu 1967 en rúmum 9 milljörðum á árinu 1976 eða sem nemur aukningu úr 460 i 600 þúsund krón- ur á hvert mannár, sem er um 30% aukn- ing. Á sama timabili óx þjóðarauður á hvert mannár hins vegar um tæplega 20% eða úr 550 í 650 þúsund krónur og i sjávarútvegi um 30%, eða úr 1.150 í 1.500 þúsund krón- ur. Utlán fjárfestingarlánasjóða Nokkrar visbendingar um áhrif stjórn- valdsaðgerða á sviði lánamála í kjölfar EFTA-aðildar má fá með því að rekja þróun útlána fjárfestingarlánasjóða til iðnaðar á þessu timabili og skoða, hversu mikilvægur þessi þáttur er fyrir fjármunamyndun i iðnaði á ári hverju. Þótt hlutur útlána sjóðanna i iðnaðarfjár- festingunni hafi verið nokkrum sveiflum háður, hefur heldur stefnt upp á við á síðari árum, eða úr 34% að meðaltali á árunum 1967—1970 í um 38% 1971—1976. í sjávar- útvegi er hlutur útlánanna í fjármuna- myndun mun meiri og nam að meðaltali um 70% á síðastliðnum áratug en um 55%, ef litið er til áranna eftir 1971. I landbúnaði lætur nærri, að hlutfall útlána fjárfesting- arlánasjóða i fjármunamyndun sé um fjórð- ungur á þessu tímabili. Skiptingu útlána fjárfestingarlánasjóða milli lánþega er þannig háttað, að nær tveir þriðju hlutar allra útlána fara til atvinnu- veganna og hartnær þriðjungur til einstak- linga sem íbúðarlán og hefur hlutur at- vinnuvega haldizt nokkuð stöðugur síðast liðinn áratug. Meira en helmingur allra Iána, sem atvinnuvegirnir fá, eða sem nem- ur að meðaltali nær þriðjungiheildarútlána fjárfestingarlánasjóða á þessu tímabili fer til sjávarútvegs og hefur hlutur hans vaxið verulega á síðari árum. Hlutur iðnaðar í heildarútlánum fjárfest- ingarlánasjóða nam á árunum fyrir EFTA- aðildina að meðaltali 11.6% en hefur síðan aukizt nokkuð og nemur nú um 12—14%. í samanburði við sjávarútveg virðist iðnaður- inn því ótvírætt bera nokkuð skarðan hlut frá borði, hvað varðar útlán fjárfestingar- iánasjóða til atvinnuvega. Þessi samanburð- ur er þó ekki einhlitur, þar sem óvenjustór hluti fiskiskipaflotans hefur á þessum ár- um verið endurnýjaður og notið í því skyni sérstakrar fyrirgreiðslu fjárfestingarlána- sjóða, einkum Fiskveiðasjóðs. Það tímabil sem hér um ræðir er því ef til vill ekki dæmigert, þegar til lengdar laétur. Einnig orkar nokkurs tvfmælis, að með lánum til sjávarútvegs eru talin lán til skipasmiða innanlands, sem allt eins gætu talizt rekstr- arlán til skipasmíðastöðvanna, enda lán þessi greidd út til þeirra sem bráðabirgða- lán á meðan smíði skipsins stendur yfir. Að meðaltali námu skipasmíðalánin tæplega 11% af heildarútlánum fjárfestingarlána- sjóða sfðasta áratug, en hlutur þeirra hefur vaxið ört einkum hin síðari ár og nam um 13% á árunum 1971—1976, eða líkt og heildarlán til iðnaðar á sama tímabili. Hlutur lánasjóða iðnaðarins i heildarút- lánum fjárfestingarlánasjóða hefur aukist verulega á árunum 1970—1976, eða sem næst helming og nemur um 10% að meðal- tali samanborið við 5—6% á árunum fyrir inngöngu Islands f Friverzlunarsamtökin. Hlutur þessara sjóða í útlánum fjárfesting- arlánasjóða til iðnaðar hefur einnig aukizt nokkuð á siðari árum og nemur um þremur fjórðu hlutum allra útlána, ef litið er til áranna eftir 1970. Utlán lánasjóða iðnaðar- ins jukust að meðaltali um þriðjung á ári hverju frá 1970—1976, sem er mjög í hátt við almenna útlánaaukningu fjárfestingar- lánasjóða á þessu tímabili. Þegar horft er til framlaga rikisins til fjárfestingarlánasjóða þessara atvinnuvega á árunum 1971—1976, sést að fjárframlag rikissjóðs fjórfaldast á árinu 1973 og nemur 111 milljónum króna en hefur siðan verið óbreytt og hlutur lánasjóða iðnaðar hefur þvi minnkað að mun á síðari árum. í fjár- lögum þessa árs hefur þó verið ákveðið að tvöfalda framlag rfkissjóðs til lánasjóða iðn- aðar eða úr 100 í 200 milljónir króna og yrði hlutur iðnaðar þá um fimmtungur rikis- framlaga til fjárfestingarlánasjóða þessara þriggja atvinnuvega. Lánskjör fjárfestingarlánasjóða Lánskjör fjárfestingarlánasjóða eru nokkuð mismunandi bæði hvað snertir vexti og lánstíma sem og hlutfall lána af kostnaði við fjárfestingu, og á seinni árum ekki hvað sizt vegna mismunandi og mis- þungra ákvæða um verð- og gengistrygg- ingu útlána sjóðanna. Hér verður fjallað um það, hverra vaxtakjara hinir einstöku atvinnuvegir njóta hjá sjóðum þessum, þeg- ar litið er á heildarútlán til hvers atvinnu- vegar. Annars vegar er litið á formleg vaxtakjör sjóðanna og ekki tekið tillit til mismunandi verðlags- og gengisákvæða, en hins vegar eru rakin áhrif gengis- og verð- tryggingarákvæða sjóðanna á þau heildar- lánskjör, sem þessir atvinnuvegir njóta, í nokkrum dæmum hér á eftir fremur en að tilraun sé gerð til að meta raunveruleg lánskjör atvinnuveganna á því tímabili, sem hér um ræðir. Á þeim tíma sem hér um ræðir, það er frá árinu 1970 og þó einkum tvö síðustu árin hefur dregið nokkuð saman með formleg- um vaxtakjörum i iðnaði annars vegar og í sjávarútvegi og landbúnaði hins vegar, þar sem vextir hafa hækkað mun minna hjá lánasjóðum iðnaðar en hjá öórum lánasjóð- um á þessum tíma eða um 28%. Mest er vaxtahækkunin í landbúnaði eða sem nern- ur 56% en um 38% í sjávarútvegi. Við þennan samanburð verður þó að hafa í huga, að lánstfminn er að meðaltali um þriðjungi skemmri í iðnaði en i sjávarút- vegi og landbúnaði og nemur að meðaltali sem næst 10 árum. Við stöðugt hækkandi verðlag og rýrnandi verðgildi peninga segir samanburður á formlegum vaxtakjörum alls ekki alla sögu um lánskjör, þvi lengd lánstíma er einkar mikilvæg við þessi skil- yrði. Þær verölagsaðstæður, sem rikt hafa hér á landi undanfarin ár, hafa valdið því, að vextir hafa almennt verið hækkaðir og enn- fremur að lánastofnanir hafa í ríkari mæli tekið upp ákvæði, sem miðuðu að því að tryggja raunvirði endurgreiðslna á veittum lánum. Þannig mun Fiskveiðasjóður hafa tekið upp formlega gengistryggingu á út- lánum þegar i upphafi sjöunda áratugarins. Við upphaf þessa áratugar voru sérstök ákvæði um gengistryggingu á útlánum Iðn- þróunarsjóðs (útlánin eru raunar skráð f bandaríkjadölum) og einstökum lánaflokk- um Stofnlánadeildar landbúnaðarins, auk lána Fiskveiðasjóðs og síðar Byggðasjóðs. í árslok 1973 var um fimmtungur heildar- Hlutur fjármunamyndunar £ vergri bióðarframleiðslu 1) ísland Noregur Finnl. V.Þýzkal. Svíþióð Eanmörk Bretland % % % % % % % Meðaltal 1960-1964 26,7 29,0 26,6 25,7 23,2 21,9 16,9 1965-1969 28,2 27,7 24,4 24,7 23,9 21,7 18,6 1970-1976 30,0 30,6 27,9 24,7 21,9 21,5 19,1 i útlána Fiskveiðasjóðs ógengistryggður en við árslok 1976 einungis um 10% og lætur nærri að flest ný útlán sjóðsins séu nú gengistryggð, að undanskildum nýjum lán- um til dráttarbrauta, sem eru ógengis- tryggð. Þar sem lán Byggðasjóðs til sjávar- útvegs eru yfirieitt gengistryggð, en þessir tveir sjóðir standa aó baki öllum lánum fjárfestingarlánasjóða til sjávarútvegs, læt- ur nærri að sömu hlutföll gildi um heildar- | útlán fjárfestingarlánasjóða til sjávarút- j vegs. Hlutur gengistryggðra útlána í iðnaði 1 er til muna lægri eða rétt um þriðjungur og í landbúnaði er þetta hlutfall nálægt 10%, ef miðað er við heildarútlán í árslok 1976. Ákvæði um verðtryggingu útlána miðað vió byggingarvisitöíu voru almennt tekin upp hjá Iðnlánasjóði, Fiskveiðasjóði og Stofnlánadeild landbúnaðar á árunum 1971—1972 og hafa þessi ákvæði einungis tekið til sumra lánaflokka og hefur jafnan verið um skerta tryggingu að ræða, þar sem einungis hluti af láninu er verðtryggður. Þróunin í þessum efnum hefur hins vegar orðið sú, að verðtryggingarákvæðin taka til vaxandi hluta útlánanna. Þannig nam sá hluti útlána Iðnlánasjóðs, sem var verð- tryggður í árslok 1973, rétt um 1 % heildar- útlána, en i árslok 1976 varð þetta hlutfall um 35—40%, og öll ný útlán Iðnlánasjóðs eru nú verðtryggð. Við árslok 1976 voru verðtryggð lán í iðnaði og landbúnaði um 10—15% heildarútlána, en hlutfallið var nokkru lægra f sjávarútvegi eða um 5%. Til þess að fá nokkra mynd af raunveru- legum meðallánskjörum atvinnuveganna hjá hinum ýmsu fjárfestingarlánasjóðum að teknu tilliti til vaxta og lánstima auk verð- og gengistryggingarákvæða, verða hér sýnd nokkur dæmi um lántökur úr fjórum helztu lánasjóðum iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar. Helztu forsendur dæmanna eru þær, að í öllum tilvikum er miðað við jafnháa lánsfjárhæð og hámarkslánstfma, annars vegar miðað við þær reglur, er giltu á árinu 1970, en hins vegar er byggt á þeim formlegu lánskjörum, er giltu í upphafi árs 1977. Jafnan er hafður sá háttur á, að miðað er við þá gengis- og verðlagsþróun, sem rikti fram til ársloka 1976, en siðan er miðað við þrenns konar verðlagsforsendur, eða þar sem árleg meðalhækkun á verói erlendrar myntar nemur 6%, 10%, eða 15%, og samsvarandi hækkun byggingar- vísitölu nemur 10%, 15% eða 25%. Sú verðlagsþróun, sem miðað er við i fyrsta tilvikinu (I), er 6% hækkun á verði er- lendrar myntar og 10% hækkun byggingar- vísitölu, sem svarar að nokkru til þeirra verðlagsaðstæðna, sem ríktu hér á landi á árunum 1960—1970, og mismunurinn á þessum tveimur verðlagsmælikvörðum sýn- ir þær erlendu verðhækkanir, sem urðu á timabilinu. Annað dæmið (II) sýnir láns- kjörin við verðlagsaðstæóur, sem riktu á árunum 1965—1973, en í þriðja tilvikinu (III) er miðað við hina öru verðþroun, sem rikt hefur á allra síóustu árum. 1 dæmum þessum er reynt að bera saman mismunandi vaxta- og tryggingarákvæði sjóðanna með þvf að finna þá meðalvexti, sem í hverju tilfelli skila jafnvirði þess, sem hin formlegu vaxta- og tryggingar- ákvæði sjóðanna skila, þegar litið er til heildarlánstimans. Það vaxgahugtak, sem hér um ræðir, sem nefna mætti jafngildis- vexti tiltekinna lánskjara, lýsir í einni tölu þeim kjörum, sem lánþegar sæta að teknu tilliti til lánstíma og raunverulegra endur- greiðslna af láninu, sem ráðast hins vegar bæði af formlegum vöxtum og tryggingar- ákvæðum. Vð hækkandi verðlag eru þessir vextir vitaskuld hærri en formlegir vextir, og þeim mun hærri sem verðhækkanir eru meiri. Til þess hins vegar að finna raungildis- vexti lánsins, en svo mætti nefna jafngildis- vexti að teknu tilliti til raunverulegrar verðlagsþróunar, eru heildargreiðslur af láninu, þ.e. afborganir að viðbættum jafn- gildisvöxtum hvers árs, færðar til stöðugs verðlags og fundinn sá meðalvaxtafótur já- kvæður eða neikvæður sem skilar jafnvirði þeirra. Þannig fæst vísbending um þá raun- verulegu vexti, sem lánþega er gert að standa á skil (eða um þá vaxtameðgjöf, sem hann þiggur). Hér er ekki gerð tilraun til þess að meta þá raunverulegu eignaaukningu eða eigna- tap, sem óstöðugt verðlag kann að leiða til og þvi ber að hafa í huga, að athugun þessi á lánskjörum atvinnuveganna hjá fjárfest- ingarlánasjóðunum tekur aðeins til árlegra vaxta- og tryggingarákvæða en undanskilur þá eignamyndun eða eignarýrnun, sem kann að hafa orðið á lánstímabilinu. Niðurstöður dæmanna sýna ótvirætt, að lánskjör atvinnuvega hafa þyngzt á siðari árum einkum vegna ákvæða um verð- og gengistryggingu útlána, sem flest voru sett eftir 1970, enda raungildisvextir þeirra lánskjara sem giltu um Ián tekin á árinu 1970 (í dæmunum) ávallt neikvæðir. Láns- kjör samkvæmt þessum dæmum virðast hafa verið óhagstæðust í sjávarútvegi á árinu 1970, en útlán Fiskveiðasjóðs voru þá þegar að hluta gengistryggð. Þótt útlán

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.