Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 23 Iðnþróunarsjóðs hafi einnig verið gengis- tryggð, námu útlán sjóðsins aðeins um helmingi heildarútlána sjóðanna til iðnaðar og meðalvextir í iðnaðarlánum því nokkru lægri, þar sem lánskjör Iðnlánasjóðs voru mjög hagstæð. Þær reglur, sem giltu i árs- lok 1976, sýna, að mjög hefur dregið saman með heildarlánskjörum atvinnuveganna og samkvæmt dæmunum býr sjávarútvegur- inn við léttbærustu lánskjörin, en iðnaður- inn sætir hins vegar þyngstum kjörum. í ljósi þess, sem að framan segir um útlán fjárfestingarlánasjóða, virðist mega leiða að þvi nokkur rök, að verulegs misræmis gæti hvað snertir útlán sjóðanna til at- vinnuvega, þar sem telja verður, að iðnaður beri all skarðan hlut frá borði i samanburði við sjávarútveg. Þótt þessa sjái ekki veru- lega stað í fjármunamyndun iðnaðar á síð- ari árum, er fjárfestingarhneigð í iðnaði óefað nokkuð þröngur stakkur skorinn með þeirri útlána getu sem lánasjóðir iðnaðar búa við. Framvindan frá árinu 1970 hefur verið á þann veg, að lánskjör hafa þyngzt, einkum vegna aukinna verðtryggingar útlána en auk þess hafa formlegir vextir almennt hækkað. Lánskjörin hafa á síðari árum heldur færzt iðnaðinum i óhag og sætir hann nú ótvírætt lakari kjörum en bæði sjávarútvegur og landbúnaður, hvort sem litið er á jafngildisvexti eða raungildis- vexti. Við þær verðlagsaðstæður, sem ríkt hafa á undanförnum 2—3 árum, hefur iðn- aðurinn samkvæmt þessum dæmum greitt jákvæða raungildisvexti af nýjum lánum sem nemur 1—3% að meðaltali, en sjávar- útvegur hefur greitt mun lægri raungildis- vexti, um -3.0%, og landbúnaður hefur bor- ið raungildisvexti, um -1.0%, og virðist því iðnaðurinn búa við lökust vaxtakjör við þessar verðlagsaðstæður. Þótt hér hafi að- eins verið fjallað um nokkurn hluta útlána fjárfestingarlánasjóða, ætti athugunin þó að gefa visbendingu um þau lánskjör, sm atvinnuvegirnir búa við. Aðrir fjármögnunarm Efnahagsyfirlit iðnaðar á siðustu árum sýna, að iðnfyrirtæki sækja um fimmtung fjármagnsins til lánastofnana, er veita löng lán og veita fjárfestingarlánasjóðirnir um helming þessara lána. Nær helmingfjár- mögnunar i iðnaði má hins vegar rekja til skammtímalána, en hlutur eigin fjár nemur um þriðjungi. Þessi skipting lánsfjáröflun- ar iónfyrirtækja hefur verið nokkuð stöðug undanfarin ár og gildir jafnt um iðnaðinn í heild að frátöldum áliðnaði sem og um helztu samkeppnisgreinarnar. Um þær greinar, sem framleiða til útflutnings, gegn- ir þó nokkuð öðru máli, en þar er hlutur langra lána annarra en útlána fjárfestingar- lánasjóða langstærstur og nemur tæpum helmingi af heildarfjáröflun þessara iðn- greina. Hlutur skammtfmalána í út- flutningsiðnaði hefur á síðustu árum minnkað ört eða úr 47% á árinu 1970 í 26% við árslok 1974 og hlutur langtímalána vax- ið að sama skapi. Á hinn bóginn hefur hlutur eigin fjár haldizt nokkuð stöðugur og nemur um fimmtungi fjármögnunar. Meðalstaða útlána bankakerfisins, þ.e. Seðlabanka og innlánsstofnana, gefur nokkra vísbendingu um, hvernig lánsfjár- öflun atvinnuveganna er háttað og jafn- framt, hver hlutur einstakra atvinnuvega hefur orðið á undanförnum árum. Hvort sem Iitið er á útlán bankakerfisins í heild eða innlánsstofnana eingöngu virðist hér gæta sömu þróunar og í útlánum fjár- festingarlánasjóða, þar sem hlutur sjávar- útvegs hefur aukizt mjög frá 1970 og nemur að meðaltali um fimmtungi heildarútlána bankakerfisins, en hlutur iðnaðar hefur hins vegar lækkað og nemur að meðaltali um 11% útlánanna. Utlán til verzlunar hafa nokkuð dregizt saman i hlutfalli við önnur útlán, en landbúnaður hefur að mestu hald- ið sínum hlut óskertum. Viðskiptabankarnir vega lang þyngst í útlánum innlánsstofnananna og lætur nærri að hlutdeild þeirra í heildarútlánum nemi um 95%. Hér á eftir verður þvi fjallað nokkru nánar um helztu tegundir útlána viðskiptabanka til atvinnuvega og rakin þróunin frá árinu 1971 fram til ársloka 1976. Bankarnir veita atvinnuvegunum einkum þrenns konar lánafyrirgreiðslu, þar sem i fyrsta lagi eru veitt skulda- og verðbréfalán til langs tíma, i öðru lagi er veitt lánafyrir- greiðsla i skamman tíma, og eru það eink- um almenn vixillán eða heimildir til yfir- dráttar á reikningum viðskiptabankanna, og i þriðja lagi er iónaði, sjávarútvegi og landbúnaði veitt sérstök rekstrarlánafyrir- greiðsla með svonefndum afurðalánum. Aðrar fj ármögnunarleiðir Bankarnir hafa um all langt skeið veitt sjávarútvegi og landbúnaði sérstaka rekstr- arlánafyrirgreiðslu með víxillánum með mun hagstæðari vaxtakjörum en gildir um Hlutur atvinnuvega í útlánum bankakerfisins 1970 -1976 Meðalstaða hvers árs. Meðaltal 1970 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1970-1976 % % % % % O, 0 % Iðnaður 13,0 12,2 11,6 11,9 11,1 9,9 9,4 11,3 S j ávarútvegur 15,8 14,0 15,6 17,7 22,2 25,0 24,1 19,2 Landbúnaður 7,9 8,1 7,4 7,5 7,1 6,7 7,5 7,5 Verzlun 20,4 20,3 19,1 18,6 16,7 15,1 14,7 17,8 Atvinnuvegir alls 62,7 62,6 62,3 64,6 65,9 64,6 63,0 63,7 almenn rekstrarlán og eru lán þessi veitt gegn veði í vörubirgðum framleiðanda. Til þess að tryggja atvinnuvegunum greiðan gang að rekstrarfé, hefur sá háttur jafnan verið á hafður, að Seðlabankinn endurkaupir afurðavíxla af viðskiptabönk- um samkvæmt samkomulagi en þó aðeins að ákveðnu marki eða sem nemur 55—58% af skilaverði, og eru bankarnir jafnframt ábyrgir fyrir greiðslu þessara víxla gagn- vart Seðlabankanum. Hvað sjávarútveg snertir, taka afurðalán- in einungis til útflutningsframleiðslu að hámarki 75% skilaverðs, og fer endur- greiðsla yfirleitt fram við gjaldeyrisskil. Hins vegar eru afurðalán til landbúnaðar aðeins að litlu leyti veitt til útflutnings- framleiðslu. Á árinu 1972 var ákveðið, að iðnaðinum skyldi veitt aukin lánafyrirgreiðsla með þvi að Seólabankinn endurkeypti víxla jafnt út á birgðir fullunninnar vöru, sem hráefnum og vörum í vinnslu. Lánin áttu einkum að taka til útfluttrar inaðarvöru, en þó skyldu heimil endurkaup vegna framleiðslu iðnaðarvöru á heimamarkað. Lánahlutfall bankanna er hið sama og gildir fyrir aðra atvinnuvegi, og endurkaupahlutfall Seðla- bankans hið sama og í landbúnaði en held- ur lægra en fyrir sjávarafuróalán eða 55% á móti 58,5%. Auk almennra afurðalána veita bankarn- ir svonefnd viðbótarafurðalán og í sérstök- um tilvikum eru veitt aukaafurðalán, þó eingöngu til sjávarútvegs. Afurðavíxlar vegna þessara Iána eru ekki endurkeyptir af Seðlabankanum og er því einungis um að ræða fyrirgreiðslu viðskiptabankanna við atvinnuvegina. Afurðalán til iðnaðar hafa aukizt veru- lega á siðari árum og námu í árslok 1976 um 9% allra afurðalána og um 18% af heildar- útlánum viðskiptabankanna til iðnaðar.n Hlutur sjvarútvegs i heildarafurðalánum hefur hins vegar haldizt nokkuð stöðugur allt timabilið 1971—1976 eða um 60%, en vægi þessara lána í heildarlánum til sjávar- útvegs hefur heldur aukizt eða úr 47% i 63% á sama tima. Þótt aðeins þriðjungur afurðalánanna renni til Iandbúnaðar, er vægi þeirra í heildarlánum bankanna til landbúnaðar mun meira eða um 70% að meðaltali. Hlutur endurkaupa Seðlabankans i útlán- um viðskiptabankanna hefur einnig vaxið um sem næst helming á árunum 1971—1976 og úr 12,6% árið 1971 i 23,8% árió 1976. Hér veldur mestu, að hlutur endurkeyptra afurðavixla iðnaðar jókst að meðaltali um sem næst fjórðung á ári. Þannig námu endurkeypt afurðalán tæplega 7% heildar- útlána viðskiptabankanna til iðnaðar á ár- inu 1971, en á árinu 1976 hefði þetta hlut- fall hækkað upp í 22,4%. Endurkeyptir vixlar Seðlabankans frá sjávarútvegi jukust hins vegar mun minna eða um 6% að meðal- tali á ári og nam hækkunin um 2% hvað landbúnað varðar. Vaxtakjör afurðalánanna eru til muna hagstæðari en á öðrum skammtimalánum bankanna og eru með tvennum hætti, þar sem vextir af afurðalánum vegna út- flutningsframleiðslu eru lægri en vextir af lánum til framleiðslu vöru fyrir heima- markað. Að því er almenn afurðalán varðar, sæta atvinnuvegirnir sömu vaxtakjörum, en vextir af viðbótarafurðalánum til sjávarút- vegs eru hins vegar til muna lægri en af lánum til landbúnaðar og iðnaðar. Þannig greiðir sjávarútvegur samkvæmt þeim regl- um, er giltu við upphaf þessa árs, 11% forvexti en iðnaður og landbúnaður þurfa að greiða almenna víxilvexti eða 1634% fyrir þessi lán. í yfirliti því sem hér fylgir eru sýnd meðalvaxtakjör hvers atvinnuveg- ar á afurðalánum á árunum 1971—1976, að teknu tilliti til tegundaskiptingar lánanna og þeirra formlegu vaxta, sem hver lána- flokkur hefur borið á hverjum tíma. Sam- kvæmt þessari athugun virðast vaxtakjör lánþega í landbúnaði og iðnaði vera nokkuð. ámóta, og nema að meðaltali um 9Í4%, en sjávarútvegurinn nýtur hins vegar nokkru hagstæðari kjara og greiðir um 8% meðal- vexti á þessu tímabili. Hér veldur mestu, að útflutningsframleiðsla nýtur almennt lægri vaxta, auk þess sem sjávarútvegur sætir hagstæðari vaxtakjörum af viðbóarlánun- um. Iðnaður, sjávarútvegur og landbúnaður mega nú teljast nokkuð jafnt settir að því er varðar lánskjör á almennum afurðalánum. Hvað snertir raunverulegan gang að lánsfé í formi afurðalána, verður hins vegar að telja þann iðnað, sem framleiðir fyrir heimamarkað, nokkru lakar settan en land- búnað, en útflutingsiðnaðurinn sætir sömu meðferð og aðrar þær greinar, sem fram- leiða vöru til útflutnings. Flest bendir til, að mestu valdi um þá mismunun, sem fram kemur í skiptingu afurðalána milli iðnaðar og sjávarútvegs, að lang mestur hluti sjávarafurða er fram- leiddur til útflutnings, og nýtur því bæði hagstæðari kjara og meiri lánafyrir- greiðslu, þar sem iðnaðarframleiðslan er hins vegar að verulegu leyti fyrir heima- markað. •• Onnur útlán viðskiptabankanna Þróun annarra útlána viðskiptabankanna á síðustu árum er að nokkru rakin i töflu þeirri, sem hér fer á eftir. Þannig virðist hlutur langra lána 1 heildarútlánum til iðnaðar nokkuð hafa aukizt, en vægi skammtimalána annarra en afurðalána hins vegar minnkað verulega eða úr 87% að meðaltali á árinu 1971 í 70% á árinu 1976. í sjávarútvegi og landbúnaði hefur vægi ann- arra lána en afurðalána minnkað að mun á þessu tímabili. Þau frávik, sem verða i lánskjörum einstakra atvinnuvega i þessum lánaflokk- um, stafa einungis af mismunandi samsetn- ingu útlána, þar sem formleg vaxtakjör eru hin sömu fyrir alla, sem lánanna njóta. Eins og fram kemur i töflunni ér á eftir hafa vextir yfirleitt hækkað á árunum 1971—1976 og eru vaxtakjörin nokkuð svipuð hvort sem litið er til skammtímalána eða langra lána, þó heldur hærri á skemmri Iánunum. Jafnframt gætir mjög lítillar mis- mununar í kjörum einstakra atvinnuvega. Þegar litið er á útlán Iðnaðarbankans á þessu timabili sést, að hlutur hans i útlán- um viðskiptabankanna til iðnaðar hefur aukizt úr 17,4% á árinu 1971 í 18,1 % á árinu 1976. Hlutfallið hefur haldizt nokkuð stöðugt allt timabilið 1971—1976, enda þótt hlutur bankans i heildarútlánum viðskipta- bankanna hafi minnkað úr 6lA% á árunum fyrir EFTA-aðildina i rúm 5% á árinu 1976. Hlutur iðnaðarins i útlánum Iðnaðar- bankans á þessu tímabili hefur verið mjög stöðugur og numið að meðaltali rétt innan við 50% ár hvert. Hjá Iðnaðarbankanum gætir sömu þróunar og í útlánum viðskipta- bankanna i heild til iðnaðar, að hlutur skammtímalána hefur dregizt saman og er nú um þrír fjórðu hlutar allra lána en afurðalán og löng lán nema um fjórðungi lánanna. Þegar á heildina er litið og dregnir eru saman helztu þættir í útlánum bankanna, sem hér hefur verið getið um, virðist þróun- in hafa orðið á þann veg, að hlutur sjávarút- vegs i heildarútlánum viðskiptabankanna hefur aukizt verulega, einkum frá árinu 1973, og hlutur landbúnaðar heldur stefnt upp á við, en iðnaóurinn hefur í þessum efnum borið nokkuð skaróan hlut frá borði, og hlutur hans i heildarútlánum bankanna fremur lækkað á þessum árum. Þegar litið er á þróun heildarútlána á þessu tímabili virðist iðnaðurinn einnig sæta nokkru lakari vaxtakjörum en land- búnaður og sjávarútvegur, og virðist frem- ur hafa dregið sundur með vaxtakjörunum. Þannig býr iðnaðurinn á þessum árum að meðaltali við um fjórðungi lakari vaxtakjör en landbúnaður og sjávarútvegur, en hart- nær þriðjungi lakari þegar miðað er við vexti viðskiptabankanna i árslok 1976. Tollvemd Framhald af bls. 20 staklega f járfestingarvörur til iðnaðar, sem eru vörugjaldsskyldar. Því meginmark- miði hefur hins vegar yfirleitt verið fylgt, að innlend framleiðsla sem á i erlendri samkeppni sæti sömu kjörum og innfluttar samkeppnisvörur. Helztu frávik frá þessari reglu snerta þær vörur, sem auk þess að vera efnivörur til innlendrar framleiðslu eru jafnframt almennar neyzlu — eða fjar- festingarvörur. Dæmi um hið síðarnefnda er innflutningur á furu, sem er efnivara i húsgagnasmíði og fjárfestingarvara i byggingariðnaði. í nýju tollskrárlögunum, sem tóku gildi i ársbyrjun 1977, er gert ráð fyrir að tollar á fjárfestingarvörum til bygg- ingariðnaðar lækki í áföngum unz þeir yrðu yfirleitt felldir niður að fullu i ársbyrjun 1980. Dæmi um lánskjör fiárfestingarlánasjo'ða. Meðalársvextir JAFNGILDISVEXTIR RAUNGILDISVEXTIR ver ’ðlagsaðstasður verðlagsaðstæður i II III I II III — — "■ * ■ - ■ 'LÁNTAKA 1970 % % % % - % % Iðnlánas jóður 8,8 8,8 8,8 -13,0 -13,9 -15,6 Iðnþróunars j óður 16,5 17,0 .17,6 -7,0 -7,1 -7,5 Fiskveiðasjóður 12,0 13,1 14,5 -6,8 -8,6 -11,7 Stofnlánadeild landbúnaðar • 6,5 6,5 6,5 -10,8 1 M ro -16,0 LÁNTAKA 1977 Iðnlánasjóður 17,4 20,2 25,8 7,5 6,0 4,1 Iðnþróunars j óður 15,2 19,6 25,0 4,7 4,0 0,0 Fiskveiðasjóður 13,0 16,3 21,3 2,7 1,1 -3,0 Stofnlánadeild landbúnaðar 12,8 14,1 16,9 3,6 1,7 -0,8 í þeim dæmum, sem her eru tilfærð, er miðað við fasteignalán í Iðnlanasjoð1, almenntlán í^lðn^róunarsjóði, skipalán í Fiskveiða- s]oði og lan til byggingar útihúsa í-Stofnlánadeild landbúnaðar. Hagfræðideild Seðlabankans reiknaði jafngildis- og raungildisvextina a grundvelli endurgreiðsluraföa Þjóðhagsstofnunar að teknu tilliti til tryggingarakvæða og endurgreiðslukjara og gefnum forsendum aænanna þriggja um verðlagsaðstaeður, sem her eru reifuð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.