Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 CjSstykW / t ' V* $ \ . « V . . • -s « O *y « O ^ • = GVjSlftíir urdjr 2 ctic S Richter K = j&lft:ar yfir 2 sti' S Pichter rortið or r;ort S hádeci i c.rr oc sýnir skjálftavirknina sólarhrincinn á undan — Heimila fullskipun starfsliðs við Kröflu Kvenfélagið Bergþóra mótmælir ál- veri í Ölfusi KVENFÉLAGIÐ Bergþóra í Ölfusi samþykkti á fundi sínum 27. febrúar sl. að lýsa undrun sinni og mótmæla samþykkt meirihluta hreppsnefndar Ölfus- hrepps í Þorlákshöfn um athugun á álveri á staðnum. Bent er á að búið sé að verja hundruðum milljóna króna með erlendum lán- tökum til hafnarmannavirkja á staðnum, með matvælafram- leiðslu fyrir augum, og segir í samþykktinni að ekki verði séð hvernig hreppsnefndin hugsar sér nábýli hennar við álver. Þá er minnt á náttúruminjar f hreppn- um og þá uppgræðslu, sem Land- græðsla ríkisins hcfur unnið að I nágrenni Þorlákshafnar. Fundur- inn telur mikilvægara að hugað sé að möguleikum Islands til mat- vælaframleiðslu fyrir sveltandi heim, með því að efla þá fram- leiðslu sem fyrir er í landinu á sviði landbúnaðar og fiskiðju. Sex prestaköll laus til umsóknar BISKUP íslands hefur auglýst sex prestaköll laus til umsóknar með um- sóknarfresti til 9. apríl n.k. Þau eru Árnesprestakall og Ból- staðarprestakall, bæði í Húna- vatnsprófastsdæmi, Hálspresta- kall í Þingeyjarprófastsdæmi, Hjarðarholtsprestakall í Snæfells- og Dalaprófastsdæmi, og Reyk- hólaprestakall og Sauðlauksdals- prestakall í Barðastrandar- prófastsdæmi. Framhald af bls. 40 tiltölulega lítil áhætta sé að hafa fólkið á svæðinu. Blaðamaður Morgunblaðsins, Árni Johnsen, sem staddur er við Kröflu, sendi eftirfarandi frétt í gærkveldi: Jarðskjálftafjöldi hefur nú ver- ið 120 á sólarhring á Kröflusvæð- inu undanfarna sólarhringa, en heldur hefur fjölgað stærri skjálftum af stærðargráðunni 2 til 3 á Richter. Skjálftar þessir eru þó ekki greinanlegir i byggð. Engra skjálfta hefur orðið vart í Gjástykki ennþá en þar eru menn á vakt. Fyrir síðasta kvikuhlaup, 20. janúar siðastliðinn, komu fram skjálftar í Gjástykki skömmu fyrir kvikuhlaupið. Landris og ris á stöðvarhúsi heldur áfram með jöfnum hraða eins og undanfarnar vikur, en i samtali við Axel Björnsson jarð- eðlisfræðing hjá Orkustofnun í gærkveldi, taldi hann að þróunin næstu daga myndi skera úr um hvort svipað væri að gerast og í undanfarin skipti, þegar landið hefur risið jafnt og þétt á nokkr- um vikum og siðan sigið skyndi- lega eða hvort eitthvað væri á ferðinni, sem þeir vissu ekkert um hvað úr yrði. Miðað við síðasta kvikuhlaup er skjálftavirknin ekki óeðlileg mið- að við það, að ekki hefur enn dregið til tiðinda. Gasmælingar á holu nr. 7 hafa sýnt nokkra gas- aukningu siðustu daga, en vís- indamenn telja hana ekki mark- tæka ennþá til þess að geta dregið ályktanir af. — Fóðurfram- leiðslan Framhald af bls. 2 Nefndin skilaði áliti sínu til landbúnaðarráðherra, sem sent hefur það áfram til Búnaðarþings og verður væntanlega fjallað um það á fundi þingsins í dag. I nefndarálitinu segir að til þess að ná 40 þúsund tonna ársfram- leióslu árið 1990 þurfi árleg meðalaukning á framleiðslunni að vera 2400 til 2500 tonn og rækta þurfi milli 8500 til 9000 hektara lands og byggja sem svarar 11 fimm tonna verksmiðjum eins og þá, sem nú er í Gunnarsholti. Miðað við að byggóar verði 10 tonna verk- smiðjur er kostnaður áætlaður um 1.800 milljónir á núverandi verðlagi en séu byggðar 11 fimm tonna verksmiðjur er kostnaður- inn áætlaður 2.260 milljónir króna. Nefndin leggur til að stofnaður verði fóðuriðnaðarsjóður og verði tekjur sjóðsins hreyfanlegt gjald af cif-verði innflutts kjarnfóðurs, allt að 6% og jafnhá upphæð úr ríkissjóði árlega og kjarnfóður- gjaldi nemur. Hlutverk sjóðsins verði að veita styrki og lán til stofnunar fóðuriðnaðar, styrkja rekstur nýrra verksmiðja í byrjun og kosta tilraunir með framh- leiðslutækni. Þá leggur nefndin til að allt kapp verði lagt á undir- búning að notkun innlendra orku- gjafa við fóðuriðnað og leggi ríkissjóður fram fé til þess, þar til fóðuriðnaðarsjóður getur tekið við því hlutverki. Lagt er til að stjórnvöld hlutist til um að fóður- iðnaður fái raforku á sama verði og áburðarframleiðsla. í tillögum sínum leggur nefndin til að dreifingarkostnaður grasköggla- framleiðslunnar verði verðjafn- aður þannig, að hagkvæmnis- sjónarmið ein geti ráðið við ákvörðun um framkvæmdaröð og staðarval verksmiðja og þá leggur nefndin til að Rannsóknastofnun landbúnaðarins leggi sérstaka áherzlu á að kanna sem bezt nota- gildi framleiðslu fóðuriðnaðarins og blöndun ýmissa fóðurefna við grasmjöl í kögglum. Fóðuriðnaðarnefnd skipuðu þeir Hjalti Gestsson, ráðunautur, sem var formaður, Árni Jónasson erindreki, Magnús Sigurðsson, bóndi, Jóhannes Bjarnason, verk- fræðingur, Teitur Björnsson, bóndi, Egill Bjarnason, ráðunaut- ur, og Stefán H. Sigfússon, fram- kvæmdastjóri. - Bjarni Herjólfs- son ÁR 200 Framhald af bls. 14 fá vana togaramenn hér og ekki sízt að hér er stutt í allar viðgerðir. Þá sagði Sigurður, að koma togar- ans hlyti að breyta miklu á þeim þrem stöðum, þar sem fiskurinn verður lagð- ur upp og meira jafnvægi að skapast í atvinnumálum. Aðalatriðið væri að samkomulag yrði um rekstur skipsins. Sveitarfélögin á Stokkseyri, Eyrar- bakka og Selfossi eiga hvert um sig Vb hluta í togaranum og verður aflanum skipt jafnt á milli þessara staða MEIRI FESTA í BÚSETU FÓLKS Við móttökuathöfnina um borð í Bjarna Herjólfssyni í gær tóku margir til máls. Vigfús Jónsson frá Eyrar- bakka, sem er stjórnarformaðar Ár- borgar, sagði að hann vonaðist til að koma togarans þýddi, að meiri festa yrði i búsetu fólks í sveitarfélögunum, sem eiga togarann. Menn gætu rétt- lætt þær vonir sem bundnar væru við skipið , er þeir fréttu um þann afla, sem sams konar skip hefðu komið með að landi Þá sagði hann, að hann vonaðist til, að togarinn yrði til að efla samstarf sveitarfélaganna á þessum slóðum, enda ættu þau margt sameiginlegt. — Tilkoma togarans gerir brúna yfir Ölfusá enn meira aðkallandi, sagði Vigfús. Þá talaði Óli Þ. Guðbjartsson oddviti á Selfossi. Byrjaði hann á því að þakka Ásgrími Pálssyni þá hugsjón sem hann hefði borið í brjósti og um leið fram- kvæmdina við kaup togarans. Sagði Óli það vera sjaldgæft að sami maður væri bæði hugsjóna- og framkvæmda- maður Þá sagði hann, að kaup togar- ans hlytu aðeins að vera byrjunin á miklu víðtækara samstarfi þessara þriggja sveitarfélaga, sem að kaupun- um standa, og í raun og veru væru þau ein heild. Ingólfur Jónsson alþingismaður tók einnig til máls, en hann hefur mjög- beitt sér fyrir kaupum þessa skips Kom fram í ávarpi hans, að nú þegar skipið væri komið, væri þörf á brúnni yfir Ölfusá miklu meiri en áður. Þá flutti Brynleifur Steingrímsson héraðslæknir á Selfossi kvæði til skips og skipshafnar. Auk þess, sem fyrr er getið, þá er Bjarni Herjólfsson búinn öllum full- komnustu fiskileitartækjum og er svo einnig með siglinga- og fjarskiptatæki og veiðiútbúnað Tvær togvindur eru í skipinu, tvær ratsjár, loran C með skrifara o.fl. Þá er gert ráð fyrir að lifur verði hirt og fer hún í þar til gerðan geymi í lestarúmi. Lifrin er síðan flutt í land með því að hleypa þrýstiloft á geyminn Eins og fyrr segir er Axel Schöith skipstjóri á^Bjarna Herjólfssyni 1 vél- stjóri er Sigurður Jónsson og 1. stýri- maður Magnús Þorsteinsson. Þ.Ó. — Umsátur Framhald af bls. 1. borgarskrifstofurnar teknar, og urðu tveir fyrir skoti 1 árásinni, Marion Barry, borgarfulltrúi, og vörður. Barry var einn þeirra sem var 1 forystu fyrir borgara- réttindabaráttunni í Suður- ríkjunum á milli 1960 og 70. Hann var skotinn í brjóstið og höfuðið og er illa haldinn á sjúkrahúsi. Lögreglan álítur að fimm gíslum sé haldið i Columbiabygg- ingunni þar á meðal Washington borgarstjóra. — Vökumenn um sjálfstæði Háskólans Framhald af bls. 3 þriðja lagi að fullt tillit verði tekið til fjölskyldu námsmanns, og í fjórða lagi krefst Vaka svo þess að útborg- un lána fari fram á réttum tíma Vaka telur mikla nauðsyn á því fyrir stúdenta að þeir losi sig við þann meirihluta sem átt hefur þátt í því að námslán hafa aldrei í annan tíma verið eins óhagstæð eins og þau nú eru ..Vinstri mönnum" hefur mistek- izt að sameina námsmenn í öfluga fjöldabaráttu gegn rfkisvaldinu, og aðgerðir þeirra f lánamálum hafa verið vindhögg. Þess vegna er það von okkar að menn kjósi rétt á kjörfundinum í dag, þ.e. kjósi A- lista, lista Vöku. Annað meginbaráttumál okkar er um inntökuskilyrði í skólann og gegn fjöldatakmörkunum Hefur Vaka lagt fram mjög ýtarlegar tillög- ur um inntökuskilyrði og hvernig skólinn geti náð sem beztum árangri í baráttunni gegn fjöldatakmörkun- um. Meginviðhorfin í sambandi við inntökuskilyrðin eru tvö. Annars vegar, að raunverulegar kröfur námsins eiga að segja til um það, hvort stúdent hefur nægan undir- búning til að stunda það eða ekki. Háskólinn á því ekki að setja form- legar kröfur um sérstakan undirbún- ing fyrir ákveðið háskólanám. Hins vegar er það skoðun Vöku, að inn- tökuskilyrði Háskólans eigi að tryggja það, að þeir sem hefja þar nám hafi hlotið nægan þroska og þá sameiginlegu menntun, sem álitin er nauðsynleg hinum ólíku náms- leiðum skólans. Varðandi fjöldatakmarkanirnar þá berst Vaka gegn þeim, hvar sem er og hvenær sem er. Er það m.a. af því að fjöldatakmarkanir samrýmast ekki markmiðum Háskólans, og þær útiloka þá menn frá námi sem stað- izt hafa lágmarkskröfur. Stúdentum, sem búa yfir grundvallarþekkingu, er meinað eðlilegt framhaldsnám, og fjöldatakmarkanirnar koma einn- ig í veg fyrir að maður fái aflað sér þeirrar menntunar sem hugur hans og hæfileikar standa til. Þegar fjöldatakmarkanir eru viðhafðar þá skapar það óeðlilega samkeppni þar sem námsúrslit ráðast ekki af raun- verulegri kunnáttu og getu, heldur af samanburði við aðra Kemur þetta í veg fyrir alla samvinnu og hóp- vinnu í námi og eyðileggur félags- anda nemenda Loks gera fjöldatak- markanir það að verkum að mis- munandi árangur nægir til áfram- haldandi náms frá einu ári til annars og með þeim afleiðingum er náms- mönnum mismunað eftir árum. Vaka hyggst ná árangri í barátt- unni gegn fjöldatakmörkunum með því m a. að sýna fram á, að ákvörðun um beitingu fjöldatak- markana í einni eða annarri mynd er ætíð stjórnmálaleg og á af þeim sökum alltaf heima utan við Háskól- ann, hjá hinu pólitíska valdi Þá eiga stúdentar að fá kennara og annað starfslið skólans með í sameiginlega baráttu gegn fjöldatakmörkunum Nema þarf úr gildi öll heimildar- ákvæði um fjöldatakmarkanir í reglugerðum háskóladeilda og námsbrauta. Stuðla verður að nákvæmum áætlunum um fjárþörf námsbrauta og deilda, sem taki ætíð mið af frjálsum aðgangi stúdenta að öllum námsleiðum. í þessum málum, þ.e. hvaðvarðar inntökuskilyrði og fjöldatakmarkan- ir, hefur Vaka ákveðið lýst sig á móti fjöldatakmörkunum og bent á leiðir sem við teljum raunhæfar fyrir stúdenta og Háskólann. „Vinstri menn" hafa eingöngu hamrað á af- stöðu sinni með þrösum en ekki lagt fram neinar tillögudum efnum. Þá viljum við einnig taka fram, að Vaka er á móti öllum tímatakmörkunum á námi. Loks viljum við taka fram að eitt mikilsvert stefnumál okkar er aukin tengsl Háskólans við atvinnu- vegi þjóðarinnar. í stuttu máli má segja, að við viljum standa vörð um sjálfstæði Háskólans og berjumst gegn því að hann verði notaður í þágu einhverra pólitískra hópa. „Vinstri menn" telja að ein af leiðunum í hagsmunabar- áttunni sé að beita svokallaðri „fagkrítíkk", sem er í raun og veru aðlögun alls námsefnis að marzískri hugmyndafræði. en gegn því munu lýðræðissinnaðir stúdentar berjast af alefli, sögðu þeir félagar Þorvaldur og Steingrímur að lokum. — Helmut Kohl Framhald af bls. 15 Strauss, mætti ekki á flokksþing- inu og sagði að hann væri veikur. ítrekað var á flokksþinginu að sameining Þýzkalands með frið- samlegum ráðum væri stefna flokksins. Flokkurinn samþykkti að standa fast við þá afstöðu að borgarar í Austur- og Vestur- Þýzkalandi hefðu sameiginlegan kosningarétt. Geissler sagði í ræðu á flokks- þinginu, að flokkurinn mundi leggja áherzlu á efnahagsmál og félagsmál, orkumál, umhverf- isvernd, þróunarvandamál og Þýzkalandsmálið á þessu ári. Rósmundur og Ólafur eru lang- efstir hjá BDB 25 umferðum er nú lokið af 35 f Barometerkeppni Bridgedeild- ar Breiðfirðingafélagsins. Staða efstu para: Ólafur Gislason — Rósmundur Guðmundsson 439 Jakob Bjarnason — Hilmar Guðmundsson 316 Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthíasson 243 Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 169 Halldór Jóhannsson — Ólafur Jónsson 164 Magnús Oddsson — Magnús Halldórsson 135 Nú er aðeins tveimur kvöld- um ólokið. Næstsiðasta umferð- in verður spiluð í kvöld. Mistök í SÍÐASTA þætti urðu slæm mistök. Hluti fréttar frá Bridgefélagi H:fnarfjarðar féll niður og aftari hluti fréttarinn- ar skeyttist aftan við frétt frá Bridgefélagi Reykjavikur. Við biðjumst velvirðingar og birt- um frétt Hafnfirðinganna end- urbætta: Magnús og Björn öruggir sigurveg- arar í Firðinum BAROMETERKEPPNI sem staðið hefir yfir hjá Bridgefé- lagi Hafnarfjarðar er lokið með öruggum sigri Magnúsar Jóhannssonar og Björns E.vsteinssonar. Hlutu þeir 356 stig. Röð efstu para varð annars þessi: Árni Þorvaldsson — Sævar Þorsteinsson 196 Albert Þorsteinsson — Sigurður Emilsson 140 Eyjólfur Sæmundsson — Jón Gislason 133 Nýlega öttum við kappi við Ásana í Kópavogi. Var það mjög skemmtileg og drengileg keppni sem lauk með sigri okk- ar heimamanna — en naumum þó. Þá er hafin ný keppni hjá félaginu, tveggja kvölda sveita- keppni með Patton- fyrirkomulagi og lýkur henni á mánudaginn. Barometer hjá Asunum SL. MÁNUDAG hófst hjá Ásun- um Barometers-tvfmenningur, með þátttöku alis 24 para, og hafa þá alls 120 pör spilað 1 4 tvfmenningskeppnum BÁK þetta keppnistímabil, auk Aðal- sveitakeppninnar, sem um 40 pör tóku þátt f. í jólakeppni félagsins spilaði 21 sveit, og nú stendur yfir einmennings- keppni, og verður næst spilað f henni á laugardaginn kemur. Keppni hefst þá kl. 13.00 og spilað er í Fél.heim. Kópavogs, efri sal. Staða efstu para, að Ioknum 4 umferðum í Barometerskeppni BÁK: 1. Jón Páll Sigurjónsson — Guðbrandur Sigurbergs- son 54 2. Guðmundur Pálsson — Sigmundur Stefánsson 53 3. Þorlákur Jónsson — Haukur Ingason 53 4. Einar Guðlaugsson — Stefán Jónsson 51 5. Karl Adolphsson — Georg Sverrisson 38 6. Krístján Blöndal — Valgarð Biöndal 33 7. Anton Valgarðsson — Sverrir Kristinsson 29 8. Jón Karlsson — Rúnar Magnússon 27 Brldge Umsjón ARNÓR RAGNARSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.