Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 27 Um 400 nemendur í starfs- fræðslu hjá Flugleiðum Starfsmenn Flugleifta við starfsfræSsluna í ráSstefnusal LoftleiSahótelsins. dagana 8.. 9 og 10 marz í ráðstefnusal Hótels Loftleiða. Svör bárust frá mörgum skólum og þessa dagana hafa á fjórða hundrað bnglingar verið i starfsfræðslu hjá fyrirtækinu. Hefur starfsfræðslan hafizt klukkan 09 á morgnana og stendur til klukkan 15. í fyrradag voru 1 30 nemendur, i gær 1 1 7 og í dag er ráðgert að um 120 nemendur verði í starfsfræðslu hjá Flugleiðum h.f Sveinn Sæmundsson kvað þennan hátt, sem nú hefði verið upp tekinn við starfsfræðsluna hafa gefizt vel og bjóst hann við því að þessi háttur yrði hafður á i fram- tiðinni Kynnt eru hin ýmsu störf innan félagsins í máli og myndum og lýkur siðan dagskrá starfs- kynningarinnar með fyrirspurnatima nemendanna Nemendunum er skýrt frá sögu flugsins og störf eru kynnt á breiðum grundvelli Kynnt eru störf flugmanna, flugvirkja, og flugfreyja og sýndar eru 3 kvikmyndir. myndir af Vatnajökulsævintýrinu, mynd sem heitir Flugfélagið fær Fokker og loks hin nýja kynningarmynd „They shouldn't call lceland lceland'' Þá eru kynnt störf hlaðmanna, flugum sjónarmanna, störf i farskrárdeild. farmiðaútgáfa og almennt sölustarf, flugafgreiðslustörf. almenn skrif- stofustörf, bókhald og störf í tölvu- deild félagsins Við kynninguna nýtur Sveinn Sæmundsson aðstoðar 10 starfsmanna Flugleiða úr hinum ýmsu stéttum innan félagsins og svara þeir spurningum í lok kynningarinnar Mismunandi margir nemendur koma úr hverjum skóla Fyrsta daginn voru nemendur úr Vörðu- skóla Ármúlaskóla og Réttarholts- skóla Annan daginn voru nemendur úr Hagaskóla Garðaskóla Flensborg, Vogaskóla, og Langholts- skóla. í dag er ráðgert að nemendur komi frá 5 skólum Dagskráin er talsvert ströng. en að sögn Sveins hafa nemendurmr sýnt mikinn áhuga og hefur verið ánægjulegt að vinna með þeim STARFSFRÆÐSLA er orðin skyidunámsgrein I skólum eins og kunnugt er. Leita skólarnir þá gjarnan til stór- fyrirtækja og sum þeirra eru þannig sett að þau hafa gjarnan innan sinna vébanda starfsmenn, sem gegna svokölluðum tizku- störfum, þ.e.a.s. störfum, sem unglingar hafa sér- stakan áhuga á. Eitt slíkt fyrirtæki er Flugleiðir og þangað sækir mikill fjöldi skólanemenda í starfs- fræðslu. Frá þvi er flugskýli Flugfélags íslands brann á Reykjavíkurflugvelli hefur verið erfiðleikum bundið að sinna þessari starfsfræðslu hjá Flug- leiðum, en samkvæmt upplýsingum Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa félagsins þá reit hann öllum skólunum bréf hinn 1 5. nóvember siðastliðinn og bauð til starfsfræðslu Nemendur f starfsfræðslu hjá Flugleiðum hf. „Staðhæfingu sleg- ið fram án raka” Athugasemd frá Nemendafélagi Menntaskólans á Laugarvatni MORGUNBLAÐINU hefur borizt athugasemd frá MtMI, nemenda- félagi Menntaskólans á I.augar- vatni þar sem ummælum í út- varpsþætti þess efnis að skólarnir á Laugarvatni séu virkir aðilar f dreifingu ffkniefnis er f móti mælt. Fer athugasemd Mfmis- manna hér á eftir: ,,Vegna ummæla sem viðhöfð voru í þættinum „Hugsað um það“, sem var á dagskrá hljóð- varpsins hinn 3. mars s.l. kl. 14:30 í umsjá Andreu Þórðardóttur og Gísla Helgasonar, og voru þess efnis að skólarnir á Laugarvatni væru virkir aðilar f dreifingu fíkniefna viljum við koma eftir- farandi á framfæri: Við leyfum okkur að fuliyrða að Menntaskólinn að Laugarvatni er ekki aðili að neinu slfku dreifi- kerfi. Það er staðreynd að fyrir fjórum árum urðu nokkrir nemar M.L. uppvísir að meðferð fíkni- efna og enginn veit hvað síðar verður, en víst er að fyrir stað- hæfingu sem þessari en enginn grundvöllur nú i vetur. Viljum við benda á að engin rök voru færð fyrir máli þessu í þættinum og enginn nemandi héðan var tek- Fíkniefna- rannsókn- in í f ull- um gangi Fíkniefnarannsóknarmenn vinna enn að fuilum krafti að rannsóknum ffkniefnamálanna sem upp komu nokkru eftir ára- mótin. Virðast þessi mál vera um- fangsmeiri en f fvrstu var ætlað. Nú sem stendur sitja 4 ungir menn í gæzluvarðahaldi vegna þessara mála, og var sá sfðasti settur inn í f.vrrakvöld. inn til viðtais eins og gert var í öðrum skólum. í Morgunblaðinu hinn 4. mars s.l. birtust niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum LÍM hér og víðar um þessi mál. Þar kom m.a. fram að eitt prósent nema M.L. hafði einhvern tima neytt fíkni- efna. Þetta eina prósent eru tveir menn sem varla geta kallast skipulagt dreifikerfi. Auk þess birtust niðurstöóurnar i Morgun- blaðinu eftir að þátturinn var fluttur. Það er sem sagt ljóst að stað- hæfingu þessari var slegið fram án þess að hún ætti nokkurn rétt á sér. Viljum við því fordæma þau vinnubrögð sem hér voru viðhöfð og biðja Andreu Þórðardóttur og Gísla Helgason að leggja vinsam- legast ekki frekar út í gerð út- varpsþátta fyrr en þau hafa vanið sig af því að byggja þá á tilhæfu- lausum hæpnum fullyrðingum. Laugarvatni, 8. mars 1977 f.h. Nemendafélags Menntaskól ans að Laugarvatni Örn Guðnason stallari Stefán Steinsson varastallari ' 1 Endurbyggjum | bílvélar Viö endurbyggjum flestar geröir benzín- og dieselvéla. Rennum sveifarása. Plönum hedd og vélarblokkir. Borum vélarblokkir. Rennum ventla og ventilsæti. Eigum ávallt varahluti í flestar geröir benzín- og dieselvéla. Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.