Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.03.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1977 31 Minning: Anna Guðrún Áskelsdóttir Fædd 6. marz 1896 Dáin. 24. febrúar 1977 Ég rek hér nokkra þræðu úr minningum sem ég á um hana Önnu. Hún var elzt af óvenjustór- um barnahópi þeirra hjóna, Guð- ríðar Jónsdóttur og Áskels Páls- sonar, en börnin urðu 22. Anna kynntist því fljótt, hvað það var að búa við erfið kjör og lítil efni. Foreldrar Önnu búa á Bassa- stöðum frá 1897—1915, þá flytja þau að Kaldrananesi í sömu sveit. Anna er þá nýgift manni sínum, flutt í heilu lagi á sjó út að Drangsnesi, og þar stendur það enn. Frá Hamri flytja þau á Drangsnes 1945. Það var gott sambýli okkar Önnu. Og þó börnin væru mörg hjá okkur báðum, var allt i sátt og samlyndi. Ef eitthvað bar á milli, þá var það hún sem fyrr rétti höndina fram til sátta. Eftir að Anna missir mann sinn er hún fyrst með börnunum, en flytur svo á Elliheimilið Grund í Hveragerði. Hún var glögg á hvað best mundi henta siðustu árin. Anna var val greind og las mik- ið. Hún var glaðlynd og rösk og mjög fríð sýnum. Gott var að vera í návist hennar. Ég heyrði sagt að hún hefði staðið fyrir félagslifi meðal eldra fólksins fyrstu árin í Hveragerði, sem hefði stuðlað að samheldni hjá fólkinu. Það er notalegt að taka í framrétta vinar- hönd, því margur fer sorgum sleg- inn frá sinu heimili til að byrja með. Þegar ég heimsótti Önnu i haust í Hveragerði, mætti ég sömu hlýjunni og greiðaseminni og áður. En útlitið var merkt þeim sjúkdóm sem leiddi hana til dauða. Hún var örugg og engan kviða á henni að sjá. Það verður engum á villunni hætt, sem veglúinn ferðast á ókunnum vegi. Önnu leiða svo margir, og ljósið er bjart, sem logar á ströndinni hinumegin. Þegar þessar fáu kveðjulínur koma fyrir almenningssjónir, verður Anna lögst til hinstu hvilu við hlið manns síns i fallega og vinalega grafreitinn sem tilheyrir Drangsneskapellu, þar sem Stekkjarhjallinn skýlir fallegu grundinni. Vinalegri grafreitur er vart til, þó viða sé leitað, enda fer þar saman vinalegt umhverfi og falleg hriðing. Kannski er sama hvernig fer um líkamann, en hver veit. Ég þakka Önnu hennar traustu samfylgd. Börnum hennar og öllum ættingjum bið ég blessunar Guðs. Friður og náð fylgi Önnu á landi eilífðarinnar. Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa“. Á Hrafnistu 3. mars, 1977. Þuriður Guðmundsdóttir frá Bæ. — Heyrt og séð Framhald af bls. 13. mannalauna, er ég hræddur um að þessi réttur á matseðlinum verki ekki lystaukandi á rithöfunda þjóðarinnar Ég sé ekkert virðingarvert við að menn neiti sér um bjór og skyldar veigar, ef þá langar ekkert í þær Ég kann miklu betur við félög sem stofnuð eru til að gera eitthvað heldur en hin sem klambrað er saman með miðalda- sniði til að gera eitthvað ekki. Ég hef samt ekkert á móti þvi að menn séu í stúkum — ef þá langar að vera þar Það eru önnur tvö félög í landinu sem ég tel mig ekki eiga erindi i lifandi, að þeim ólöstuðum samt, Kvæðamanna- félagið Iðunn og Þjóðdansafélag Reykjavikur. Ég segi þvi viðfrændann og vestfirð- inginn Halldór á Kirkjubóli: Haf þú þína stúku og þitt kaffi — en lát oss hina fá ölið holla sem þið hafið haft af okkur í áratugi Það er' hægt að græða atkvæði á miðinum. HEIMSMENNSKA OG NESJAMENNSKA Gunnar Thoroddsen er að flytja skemmtilegt erindi um Jón Þorláksson meðan ég sit yfir þessum línum Ekki veit ég hvort Jón var nokkurntíma í stúku. Kannski er það ekki einhlitt til afreka. Gunnar segir fjári vel frá Ég heyrði þá einu sinni skiptast á sögum yfir skipstjóraborðið um i borð í Gullfossi, Halldór Laxness og Gunnar. Halldór sagði frá páfanum sem stefnt var dauðum fyrir rétt og grafinn upp — en Gunnar svaraði með sögu af griðarstórum hundi sem lá heila nótt ofan á innbrotsþjófi í byggingu i Kaup- mannahöfn og klykkti út með sögum af Grími Thomsen, drakk sjálfur gosdrykk — en veittir okkur hinum viski, skildi út i hörgul það sem Kirkjubóls- bóndinn, fyrrverandi þingbróðir hans, getur með engu móti skilið: að aðra kunni kannski að muna i það sem hann neitar sjálfum sér um eða langar ekki í. Þar skilur á milli viðsýni og þröng- sýni, umburðar og ofstækis iiiiiiiiiimiiinnnttttatt REIÐSKÓLINN GELDINGAHOLTI Námskeið um páskana 7.—12. apríl Bjarna Bjarnasyni frá Bólstaö, sem er næsti bær við Bassastaði. Þá hefja þau búskap þar. Ég kynntist Önnu á hennar fyrstu búskaparárum. Þó Selströndin sé ekki löng, aðeins sjö bæjarleiðir á milli okkar , þá hefur vist hvorug okkar ferðast mikið. Sú litla bók- fræðsla sem börn fengu þá voru nokkrir mánuðir með farkennara, sem þá var Jón heitinn Strand- feld. Hann kenndi okkur börnun- um þá á Bólstað. Það var óyndi i okkur börnunum til að byrja með, og einhver stakk upp á því að fara út að Bassastöðum. Okkur var þar vel tekið af ungu hjónunum. Það var einkennandi hvað þau sýndu okkur krökkunum mikla viðmóts- hlýju og gestrisni. Þau tóku okk- ur það vel að okkur fannst þau vera börn eins og við. Æ siðan bar ég vinarhug til Önnu. Þau hjónin lifðu við kröpp kjör eins og fleiri sin fyrstu búskaparár. Þar var vel tekið á móti gestum. Það var ekki mikið um að skemmta sér, en þó kunni fólk bæði að hlakka til og lifa í minningu um vel heppnað ferðalag. Ég held að Önnu stærsta unun hefi verið að þeysa á viljug- um hesti, og þá voru til góðhestar á báðum bæjunum, Bassastöðum og Bólstað. Það var augnayndi að sjá hvað þær systur sátu fallega í söðlunum, sem þá voru eingöngu notaðir fyrir kvenfólk. Þegar foreldrar Önnu flytja aft- ur að Bassastöðum, flytja þau Anna og Bjarni vestur að Lága- dal, og búa þar um skeið. En vorið 1930 flytja þau aftur til Stein- grímsfjarðar, og þá að Þorpum í Tungusveit. Þar búa þau aðeins tvö ár, þá kaupa þau hálfa jörðina Gautshamar. Þá verðum við sam- býliskonur, því við hjónin sitjum hinn part jarðarinnar. Það var mædd og slitin kona er ég leiddi til sætis í litla húsinu okkar við sjóinn, enda sú saga óskráð, sem á dagana dreif i þau mörgu ár sem ég hafði ekki heyrt frá henni. Þá var hún orðin tólf barna móðir, og gekk með siðasta barnið. Börnin urðu 13, af þeim eru sjö á lífi, kraftmikið dugnaðarfólk. Ég held að Anna hafi kviðið því sem fram- undan var. Þau hjón flytja f gamlan torfbæ. En Bjarni byggði fljótlega nýtt hús, sem svo var AUta.YSINOASÍMINN ER: 22480 ÍBorjjvmfelnbib t3 t3 t3 t3 t3 t3 t3 trl ta t3 m t3 t3 t3 t3 t3 t3 t3 13 t3 og prent stafir 12 STAFIR 2 mmm SJALFV. o/o GRANDTOTAL1 13 t3 t3 trl t3 t3 t3 13 13 13 t3 KR. 45.800 EPC reiknivélar, án Ijósa med minni og sjálfv. oioreikn., kosta frá KR. 34.100 0 0 SKRIFSTOFUVELAR H.F. rS> > Hverfisgðtu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.