Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 15
MÖRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 Grein: ARNI JOHNSEN Myndir: RAX. hinn langi sólargangur hér skapi þessa sterku liti og hvergi er t.d. til eins grænt gras og hér. Annars þarf að gæta að mörgu í jurtalitun. Þegar blái liturinn, indígó er t.d. notaður við litun, er heilmikið mas að lita úr honum. Hitastigið má ekki fara upp fyrir 52 gráður, en liturinn er allra lita sterkastur. Indígóduft fæst i apótekum, en áður var keyta tals- vert notuð í þessa litagerð. I gula liti er gott að nota birki- lauf og beitilyng og gulviðislauf er feikifagurt. Það þarf að tina jurtirnar i gróandanum þegar þær eru sterkastar og það þarf jafnframt að gæta þess að þurrka þær rétt til þess að þær haldi lit. Annars eru margar leiðir til þess að ná fram litum og festa þá í bandinu." Teppi sem Vigdfs óf eftir m.vnd Gunnlaugs Schevings. Fjallastemming. ég ekki af hverju maður er að tala um það, ætli taki því. Það á betur við mig að kíkja eftir björtum stundum." „Túrí — túrí — túrí — tetítúí“ Skuggar flugu um sólbökuð þil, fylgjur smáfuglanna sem léku fyrir utan gluggann. „Kíktu út i rennuna á þakinu," sagði Vigdís, „hún er full af korni fyrir snjótittlingana. Þeir halda sig hérna, blessaðir." Þeir voru varir um sig þegar komið var að glugganum, en korn- ið laðaði þá skjótt aftur i renn- una. Snjótittlingurinn á fjöl- breytt söngstef. Í hversdagsþras- inu heyrir maður hann gjarnan syngja hávært „tsúít" og gjarnan fylgir þá angurvært „tjú“ en biðilssöngurinn gefur söng lævirkjans litið eftir, því þá hljómar hátt og hratt en þó hljóm- þýtt „túrí-túri-túri-tetítúí". Þeir sungu létt félagarnir á þakrennunni, en ýmist syngur þessi ljúfi fugl sitjandi eða um leið og hann lætur sig falla svif- andi til jarðar að loknu sveimandi biðilsflugi. Þegar snjótittlingar fljúga i hópum á vetrum minna þeir á snjófjúk, svo skjannahvítir sem þeir eru á bringunni, en þarna á rennunni sátu karlfuglarnir ljós- brúnleitir á höfði og bringu og brúnir á baki með svörtum flikr- um, kvenfuglinn ennþá brúnni en á flugi eru hvitu vængreitirnir einkennandi fyrir hann. „Aldrei eins nálægt himninum og á tslandi" „Þeir eru skemmtilegir," hélt Vigdís áfram, „og una sér vel í góða veðrinu. Það er svo mikill kostur að hafa allt hreint og geta séð út í fegurðina. Dönsk kona sagði einu sinni við mig að sér hefði aldrei þótt hún hafa komizt eins nálægt himninum og á ís- landi." Skjaldbakan var enn á ferðinni og Vigdfs tók dýrið sitt upp og gældi við það. „Það er engin skjaldbaka sem hefur látið svona, svei mér þá, ég held að kvikindið drepi sig i þess- um látum. Vargur getur þú verið, heldur þú að þú eigir að klóra hana matmóður þina? Það er heil- mikið skap i þessum dýrum, þessi er þjösnari. Haddi Paddi fyrri var sjarmör, hafði allt annan stíl en þessi". Sólargangurinn skapar sterku jurtalitina hér. Talið barst að jurtalitun. „J-ú, ég lærði jurtalitun kyrfi- Iega í Noregi. Annars eru sérlega skærir og fallegir jurtalitirnir hér. Ég hef haldið þvi fram að Innblásturinn streymdi ad Kötturinn Baldur gekk nú i stofu með spekingssvip. „Ég fékk köttinn tveggja mánaða gamlan, þetta litla grey, fallegra en allt sem fallegt er. Það átti að fara að farga þessu litia skotti. Það varð heilmikið mál að skapa hjá hon- um tiltrú á lifið, en svo fór hann að mala og sá að þetta var ekki svo slæmt þetta dót. Þeir eru kostulegir saman kötturinn og bakan". Ég spurði Vigdisi um vefara i landinu á hennar yngri árum. Hún kvað einstaka konur hafa kunnað hrafl í myndvefnaði og anzi margar hafi tekið til hend- inni við þessa listgrein. Nefndi hún sem dæmi að meðal beztu vefaranna hafi verið Brynhildur Ingvarsdóttir sem óf iðnaðarfé- lagsfánann. „Það var ákaflega fínt og mikið verk“, sagði hún, „en nú virðast margar veríkomn- ar í þessa grein og það er vel“. Ég spurði hana um fagurt teppi á veggnum. „Þetta er vorkonan, dálítið væintýri, sem ég lagði drög að úti i Noregi. Eg var þar I gróðurvelti í klettum og það voru svo sterkar teikriingar i steinunum. svo sterk- ar að innblásturinn streymdi að.“ Þarf að hugsa um Huldu „Nei, ég þarf að i ■>■•> ið >reiða feld yfir höfuð mér,“ hélt Vig- dis áfram, „og hugsa .oáhð um Huldu. Maður þarf að 1 ikna og rífa og teikna aftur til þess að fá eitthvað fram, festa niður. Það er ekki lengur eins og þegar eg var stelpukjáni. Þá gerjaði þi tta svo ört að maður varð að fara upp á nóttunni til þess að teikna. Það er slæmt hvað maður verður hund- leiðinlegur með aldrinum. Þingvellir nýir í hvert sinn En maður horfir til daga og stunda sem ekki er háð tima. Ferð til Þingvalla. Þangað er stórkost- legt að koma. Dropar hrundu ofan bergveggina niður i gjárnar og mynduðu þessa undariegu hringi. Þar eru ævintýrin. Mig langar einnig að læra að þekkja hvernig litirnir i gjánum breytast eftir dýpt og birtu. Það er fag út af fyrir sig. Maður þarf bara að vera 150 ára til þess að geta náð einhverju af þessu. Það eru svö mörg ævintýri og fyrirbrigði í náttúrunni austur á Þingvöllum, að mér finnst alltaf eins og ég sé að koma þangað í fyrsta sinn. Allt er nýtt. Að ríma viö ævintýrió í viðfangsefninu Ég hef einnig ávallt verið mjög hrifin af fiskum í þeim myndum sem ég hef unnið og þanginu. 1 því viðfangsefni getur maður leikið sér svo mikið, verið sögu- maður og rimað við ævintýrið. Það er hrifandi". Hópur snjótittlinga flaug fyrir gluggann. Framhald á bls. 2 1 Vatnslitamynd frá Seltjarnarnesi 1921 Vatnslitamvndir Vigdísar bera vott um eins ffngert handbragð og náttúran sjálf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.