Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 SJUKRALIF þegjandi, en huga hjúkrunar- liðinu illt fyrir. Enn aðrir verða „erfiðir" o.s.frv. Það voru fræðimenn í Ulm og Hannover í Vestur-Þýzkalandi, sem fóru að gefa gaum að þessu. Þegar þetta var nefnt við lækna og annað hjúkrunarfólk kvaðst það aldrei hafa leitt hug- ann að því að neinu marki. Var hjúkrunarlið yfirleitt á einu máli um það, að flcstallir sjúklingar löguðust fljótlega og fyrirhafnarlítið að daglegri önn á sjúkrahúsum og tæku með jafnaðargeði þvi, sem bæri að höndum þeim. Fræðimennirnir halda því hins vegar fram, að sjúkling- arnir samlagist ekki lífinu i sjúkrahúsunum. Þeirgefist bara upp fyrir ofureflinu og leggist í vægt þunglyndi. Þeir virðist taka öllu með jafnaðar- geði, en raunin sé önnur. Þeir taki meðferðinni aðeins þegj- andi, bæli tilfinningar sínar og reyni að þóknast hjúkrunarlið- inu — vera þægir, vegna þess að þeir viti, að ekki borgi sig að sýna „mótþróa". Ekki bætir úr skák sam- bandsleysið milli sjúklinga og hjúkrunarliðs á sjúkrahúsum víðast hvar. Hjúkrunarliðið mælir mjög á framandi tungu, læknisfræðilegt hrognamál, sem oft veldur misskilningi. Hrognamál þetta er sízt til þess fallið að draga úr kvíða sjúkl- ings. Það eykur og á vanmáttar- kennd hans og almenna niður- lægingu, að hann þarf sífellt að biðja lækna útskýringar á orð- um þeirra. Þegar læknum í Hannover var bent að það atriði kváðust þeir bara „ekki hafa athugað þetta" og töldu, að vandinn leystist, ef þeir temdu sér alþýðlegra málfar í sjúkra- stofunum. Samskipti sjúklinga og hjúkrunarkvenna væru greið, og ekki þyrfti úr neinu að bæta í þvi efni. Það reyndist þó misskilningur. Það kom nefnilega á daginn, að hjúkrunarkonur reyndu hvað þær gátu að temja sér fræðimál við sjúklinga svo að ekki færi á milli mála, að þær væru yfir þá settar. Aumingja sjúklingarnir voru sem sé alveg einir, hver á sinum báti — þeir skildu eng- an, allir hreyktu sér yfir þá og ráðskuðust með þá. Þetta legð- ist svo þungt á suma, að þeir tóku „spitalasálsýki" ofan á það, sem að þeim gekk fyrir. . . — THE GERMAN TRIBUNE. HARÐSTJÓRN Svona eru andófemenn „læknaðir” % Vladimir Borisov er sovézkur andófsmaður. Hann var handtekinn um síðast liðin jðl og er nú í geðsjúkrahús i í Lenín- grad. Fyrir skömmu hárust fregnir af því, að hann var beittur sérkenni- legu bragöi, sem sovézkir geölæknar hafa til þess að röa „öfstopamenn“. 1. Tveimur lökum er vafið yfir um handleggi og bol manns. 2) Þá er tveimur vafið um fótleggi og upp að mitti. 3) Enn er tveimur vafið, öðru alveg upp höfuð ogþað fest aftan við bak. Hitt er fest að framan. 4) Lokst er maðurinn lagður á bakið upp í rúm, þrjú lök strengd yfir um hann og fest undir rúminu. „lagður i lök" eða „sveipaður" vegna þess. að hann og kona hans höfðu i heimildarleysi skipzt á fáeinum orðum gegnum sjúkra- húsglugga. Borisov var hafður i' lökunum i einn og hálfan tima. Komst Marina Voikhanskava svo að orði, að heilbrigður maður héldi ekki viti öllu lengur í reif- um þessum. Þau Borisovhjón hafa hitzt tvisvar eftir, að þau töluðust við gegnum gluggann og Vladimir var refsað. Ekki fengu þau að talast við*ein. Sat Mikhail Isakov. forstöðumaður sjúkrahússins, yfir þeim í bæói skiptin. Re.vndar fengu þau aðeins að hittast vegna þess, aó Borisov hafði hótað hungurverkfalli ella. En þegar kona hans kom þriðja sinni var þolinmæði vfirvalda þrotin, og fle.vgþi einn læknanna konunni á dyr. .. Um daginn ræddi hún í slma við kunningja sinn einn i Bretlandi. Kvaðst hún þá vera búin að þráspvrja lækna um mann sinn undanfarna tvo mánuði — en þeint bæri alls ekki Læknisráð þetta er þannig, að menn eru sívafðir lök- um þar til þeir geta sig hvergi hrært og látnir bíða svo þar til þeir eru ör- magna. Marina Viokhanskava, fvrrum geð- læknir í sjúkrahúsi því, er Vladimir Borisov gistir nú, sagði í London um daginn, að lakabúnaöur þessi væri frumstæð spenniíreyja og hefði verið tekinn upp í Rússlandi á sfðustu öld. Notuðu eru níu þverlök. Sex lökum er vafið utan um mann, en siðan er hann lagður á bakið í rúm , þrjú lög strengd yfir um hann og fest undir rúminu. Getur maður þá hvorki hreyft legg né lið. Eftir stundarkorn veróur svo heitt á honum, að hann þolir varla við. Auk þess verður honum erfitt um andardrátt og heldur jafnvel við köfnun þar eð eitt þverlakiö er vafið þétt um háls hans. Vladimir Borisov var saman um líðan hans. Hún sagðist óttast það mest. að hann fengi nú lyfjameðferö. Kunningjar henn- ar, sem komu i sjúkrahúsiö. höfðu rekizt þar á annan andófsmann, Anatoly Ponomarev, illa farinn af l.vfjum. Hafði honum verið gefið klórprómazín, sem vfirleitt er gef- ið ofbeldishneigðum sjúklingum einum. Gekk hann unt iikt og vél- menni. stifur og stirður og svip- brigðalaus»með öllu. Nú óttast kona Borisovs. að hann hljóti svipaöa „liékningú". —ANDREW WII.SON. M1 Höld borð Fyrir giftingaveislur, afmaeli, árshátíöir að ógleymdum saumaklúbbum. •f F y.1 n '' ...............................i J A þessu bordi eru eftirtaldir skreyttir réttir■; n Skinka, lambahryggur, kótilettur, ham- borgarhryggur, hangikjöt, grísasteik, roast beef, kjúklingar, reyktur lax, 2—3 sílda rrétti r, grænmetissalat, remolaði- sósa, rækjusalat, coctailsósa, brún heit kjötsósa, kartöflur amk. 3 tegundir, brauð og smjör.________________________________r- Við sérstökum óskum getur verðið lækkað eða hækkað, ef teknir eru burt, eða bætt við sérstaklega dýrum réttum t.d. lax tourne- dos, öndum, aligæs, kalkún o.þ.h. Ef óskað er getum við sent menn með borðinu til að setja það upp. Forréttir (ka/dir) Kavíar með ristuSu brauði 2 stk. per mann Blandaðar koktelsnittur 2 stk. per mann Laxasalat I koktelglasi Raakjukokteill I kokteilglasi Humarkokteill [ kokteilglasi Reyktur lax I kramarhúsum m / eggjahræru 1 rúlla per mann SoSinn lax thlaupi eða smálúða Skinkurúlla m/ spergil Köld ávaxtasalöt Kjúklingasalat. Kaldar eða heitar tartalett- ur eftir vali m/ kjöti. fiski eða ostafyllingu. / Súpur KjötseySi Colbert m/ hleyptu eggi Rjómasveppasúpa — Aspassúpa Blómkálssúpa Frönsk tauksúpa Aðrar súpur má panta hjá yfirmatreiðslu- manni. r Heitur matur ( minni eða stærri samkvæmi. Buff saute Stroganoff m/ salati og hrisgrjónum Grísasteik m/ rauðkáli og brúnuðum kartöflum Hamborgarhryggur m/ rauðvínssósu, ananas salati og brúnuðum kartöfl- um. Grillsteiktir kjúklingar m/ i jómasveppasósu og grænmeti. Roast beef m/bearnaise sósu. Belgjabaunum og pommés saute London lamb m/ brúnuðum kart. rjómasveppasósu, og grænmeti. Grlsakarríréttur m/hris- grjónum Ýmsir Desertar Ábætisréttir Vanilluís Mokkals Sltrónufromage, Triffle m/ rjóma. sherry og makkarónum. Útvegum borðbúnað ef óskað er t.d. glös, diska hnifapör dúka servíettur o.þ.h Útvegum einnig þjónustufólk. Upplýsingar veitir yfirmatreiðslumaður tslma 11630 eða 13835. samkvæmisréttir og aðrir smáréttir: Sildarréttir, kabarettdiskur m/ 5 teg. af sild, brauði og smjöri. Kinverskar pönnukökur fylltar með hrísgrjónum, kjöti og kryddjurtum m. sal- ati Soðinn lax í mayonnaise (heitt) m/gúrkusalati og tómötum. Kabarettdiskur með humar, rækjum, kavíar og skinku- rúllum spergil, roast beef, salati, brauði og smjöri ítölsk Pizza Pie írskur kjötréttur (Irish stew) Nautatunga m/ remolaði og hvitum kartöflum eða piparrótarsósu Alikálfasnitzel m/ tilheyrandi ! v/Austurvöll Geymið auglýsinguna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.