Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 25 fltofgtiiiVbifófr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Þróun iðnaðar Islenzkur iðnaður hefur staðizt erfiða samkeppnis- þraut, bæði á heimamarkaði og erlendum, eftir aðild íslands að Fríverzlunarsamtökum Evrópu. Eftir nokkurn afturkipp í iðnaðarframleiðslu okkar um miðjan siðasta áratug hófst blóm- legt vaxtarskeið með árinu 1969 sem stóð fram á árið 1974. Annars vegar var um að ræða mikla aukningu almennrar framleiðslu fyrir innlendan markað til að mæta ört vaxandi eftirspurn og hins vegar mikínn vöxt út- flutningsframleiðslu. Á timabilinu 1968—1976 hefur aukning iðnaðarframleiðslu verið mun meiri en vöxtur þjóðarfram- leiðslunnar. í skýrslu Þjóðhags- stofnunar, Hagur iðnaðar, sem er nýkomin út, kemur í ljós, að heildarframleiðsla í íslenzkum iðnaði hefur aukizt um 90% á þessu tímabili samanborið við 41% vöxt þjóðarframleiðslu. Meðalaukningin hefur verið 8!4% á ári en vöxtur þjóðarframleiðslu 4‘A%. Framleiðsluaukning hefur sýnilega verið meiri í iðnaði en í nokkurri annarri atvinnugrein á siðastliðnum 8 árurn. Framleiðsluaukning hefur verið mest í útflutningsgreinum á þessu árabili eða um 12% að meðaltali á ári. Munar þar mestu um framleiðsluaukningu á áli, kisilgúr og framleiðslu úr ull og skinnum. Hefur þessi aukning komið að góðum notum i erfiðri gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar. Ástæða er til að minna á aðgerðir stjórnvalda til að búa iðnaðinn undir þá samkeppni, sem hér hefur verið rædd, þó þar hafi eflaust mátt og átt iengur að ganga en gert var. Fyrst skal nefna stofnun Iðnþróunarsjóðs, sem gegnt hefur mikilvægu hlut- verki og er einn helztur árangur í norrænu samstarfi. Sá sjóður, sem stofnaður var með lögum, var fyrsta skrefið í þeirri viðleitni stjórnvalda að mæta vaxandi láns- fjárþörf iðnfyrirtækja og stuðla að aukinni fjármunamyndun í iðnaði. Með lögum var og stofnaður sér- stakur Utflutningslánasjóður. Stofnaðilar voru Seðlabanki íslands, Landsbanki íslands og Iðnlánasjóður. Utflutningslána- sjóður veitir tvenns konar lán: útflutningslán og samkeppnislán, og eru ianin veitt til framleiðslu fjárfestingarvöru, þ.e. hvers konar véla. tækja og skipa, þar sem nauðsynlegt getur verið að vara sé seld með greiðslufresti. A árinu 1970 var einnig með lögum stofnuð sérstök tryggingardeild útflutningslána við Ríkis- ábvrgðarsjóð. en markmið deildarinnar er að tryggja lán, sem lánastofnanir veita innlendum framleiðendum vegna útflutnings, auk þess sem kröfur útflytjenda á hendur erlendum kaupendum skyldu tryggðar. Utflutningsstofnun iðnaðarins er siðan stofnuð árið 1971. Hlut- verk hennar er að stuðla að auknum útflutningi iðnaðarvara, bæði með eflingu markaðsathug- ana og almennri kynningu á íslenzkum iðnvarningi erlendis. Stofnendur voru Félag íslenzkra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Samband íslenzkra samvinnufélaga, við- skiptaráðuneyti og iðnaðarráðu- neyti. Þá var Sölustofnun lag- metisiðnaðar stofnuð af íslenzka rikinu og atvinnurekéndum í niðursuðuiðnaði í því skyni að veita iðnfyrir- tækjum aukna rekstrarlánafyrir- greiðslu var innlánsstofnunum heimilað að taka veð í hráefnum, vörum í vinnslu og fullunnurn vörum til tryggingar endur- greiðslu lána. Jafnframt var ákveðið að Seðlabankinn skyldi endurkaupa víxla af viðskipta- bönkum út á birgðir iðnaðarvara. Þá var Iðnrekstrarsjóður stofn- aður en hann gegnir þvi hlutverki að stuðla að auknum útflutningi iðnvarnings, breyttu skipulagi og aukinni framleiðni í íslenzkum iðnaði. Utlánageta Iðnlánasjóðs var og aukin með hækkun Iðnlánasjóðsgjalds úr 0:4 í 0.5% af rekstrarútgjöldum iðnfyrir- tækja og með því að auka árlegt framlag rikissjóðs til sjóðsins úr 15 í 50 m.kr. Aðild íslands að Fríverzlunar- samtökum Evrópu og umsamin tollfrfðindi á þvi markaðssvæði hafa haft mikil og örvandi áhrif á útflutning íslenzkra iðnvara. Á árunum 1968 og 1969 fór rúmiega fjórðungur útfluttrar iðnaðar- vöru til EFTA- og EBE-landa. Siðan hefur hlutur þessara landa í útflutningnum numið um 45% og verið næsta stöðugur öll árin. Sé álútflutningur talinn með, en hann hefur nær einvörðungu verið til Evrópulanda, hefur hlut- ur EFTA/EBE-landa i íslenzkum útflutningsiðnaði numið 75—80%. Hlutur þessara landa i heíldarvöruútflutningi okkar hefur numið frá 44% til 55% sl. fimm ár. Útfluttar iðnaðarvörur á sl. ári námul7H milljarði þar af ál rúmum 12 milljörðum, en ullar- og skinnavörur rúmum 3 núlljörðum. Utflutningsiðnaður, að áli frátöldu hefur vaxið jafnt og þétt frá árinu 1969 og var sennilega tvöfalt meiri að magni á árinu 1976 en 1969. Framleiðslu- aukning í íslenzkum útflutnings- iðnaði hefur verið um 7% á ári sl. fimm ár. Undirstöðuatvinnugreinar okk- ar, sjávarútvegur og landbúnað- ur, eru mikilvægir hráefnagjafar islenzkum iðnaði. Ljóst er þó að þessum atvinnugreinum eru tak- mörk sett, bæði af stærð fiski- stofna og afrakstursgetu gróður- moldar. Tæknivæðing í sjávarút- vegi og landbúnaði veldur og því, að þeir geta ekki, nema að mjög takmörkuðu leyti, veitt viðtöku þeirri aukningu þjóðarinnar sem fyrirsjáanleg er á næstu áratug- um. Það er óhjákvæmilegt að meginhluti þjóðaraukningar á komandi árum og áratugum hlýtur að hasla sér völl í iðnaði og þjónustugreinum ýmisskonar. Það er því ekki ráð nema í tíma sé tekið að hlúa þann veg að íslenzkum iðnaði, að hann geti mætt því framtíðarhlutverki, sem hans bíður, að skapa viðbótar vinnuafli næstu ára og áratuga næg atvinnutækifæri og boðlega afkomumöguleika. Þar þarf í senn að hyggja að vaxtarskíl- yrðum iðnaðar heima fyrir en ekki siður að markaðsmöguleik- um á erlendum vettvangi. I þeim efnum er markaðssvæði Evrópu- landa hvað mikilvægast, miðað við tiltæka reynslu þjóðarinnar. byggingar og byrja að greiða þær niður að eignast eigið húsnæði. En það unga fólk sem hefur verið að hefja byggingarframkvæmdir á undanförnum 2-3árumhefurekki átt sjö dagana sæla. Verðbólgan hefur margfaldað allan byggingarkostnað og aukið fjár- magnsþörf þessa fólks stórkost- lega. Þeir húsbyggjendur eru þvi áreiðanlega margir, sem lent hafa i verulegum erfiðleikum með að koma byggingaframkvæmdum sinum áfram á þessum árum, ein- mitt vegna verðbólgunnar. Það er þvi alls ekki einhlitt að verðbólg- an hjálpi ungu fólki við að koma sér upp húsnæði. Þvert á móti hlýtur verðbólga af þeirri stærðargráðu, sem hér hefur ríkt siðustu ár að torvelda ungu fólki mjög íbúðabyggingar. stöðugt meiri. Fasteignagróðinn færist á stöðugt færri hendur. Og þegar upp verður staðið stöndum við eftir óðaverðbólgutímabilið frammi fyrir annars konar þjóð- félagi en í upphafi þess. Nú verður því seint trúað, að Alþýðusamband íslands og Vinnuveitendasamband íslands hafi sérstakan áhuga á að gera kjarasamninga, sem mundu hafa þessar afleiðingar. En þá verða forystumenn verkalýðssam- takanna að gera sér grein fyrir því, að þeim markmiðum sem þeir áreiðanlega vilja af heilum hug ná til framdráttar hinum lægst- launuðu, verður ósköp einfald- lega ekki náð eftir þeim leiðum, sem þeir hafa lagt til að farnar verði í kjaramálum að þessu sinni. Verðbólga i helztu viðskipta- löndum okkar hefur stuðlað að verðhækkunum en hún fer nú ört minnkandi hjá þeim flestum. Alþýðusamband íslands hefur í raun og veru viðurkennt tak- markað svigrúm atvinnuveganna til verulegra kjarabóta með því að gera tillögur um það, hvernig unnt væri að draga úr útgjalda- byrði atvinnuveganna til þess að þeir geti staðið undir hækkuðu kaupgjaldi. Nú er það að vísu svo, að hvað rekur sig á annars horn í þeirri tillögugerð Alþýðusam- bandsins. I öðru orðinu er krafizt vaxtalækkunar í þágu atvinnu- veganna en i hinu orðinu er sagt að þeir greiði ekki nógu háa skatta og. breyta eigi skattaiög- unum til þess að atvinnurekstur- inn borgi hærri skatta. En við skulum leiða hjá okkur þessar mótsetningar í málflutningi Alþýðusambandsmanna og ræða sérs'aklega þá kröfu þess að vextir verði lækkaðir til þess að draga úr útgjöldum atvinnuveg- anna, ekki sízt i ljósi þess, að málgagn annars stjórnarflokks- ingu sparifjár. Það getur i sjálfu sér verið til umræðu, en það mundi þýða stórkostlegan út- gjaldaauka hjá rikissjóði, sem annað tveggja mundi leiða til nýrrar stórfelldrar skattheimtu eða skera yrði útgjöld ríkissjóðs mjög verulega niður á öðrum svið- um til þess að ná þessu marki. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það er ekki hægt að koma dæminu um vaxtalækkun við nú- gildandi aðstæður saman með nokkru móti. Eina hugsanlega skynsamlega forsendan fyrir verulegri vaxtalækkun væri sú, að hún væri hluti af mjög róttæk- um efnahagsráðstöfunum til þess að skera niður verðbólguna, en þær efnahagsráðstafanir yrðu örugglega að vera róttækari en svo, að þorri tslendinga gæti sætt sig við þær! Kröfugerð Alþýðu- sambandsins Hér að framan hafa verið rakt- ar forsendur þess, að Morgun- standi með pálmann í höndunum við lok kjarasamninga. ( Reykiayíkurbréf Laugardagur 12. marz Hagsmunum hverra er verið að þjóna? Svigrúm atvinnu- vega tíl kjarabóta Skiljanlegt er, að allur almenningur telji nú betri grund- völl til kjarabóta en um skeið. Það er auðvitað staðreynd, að hagur okkar íslendinga hefur vænkazt mjög á undanförnum misserum. Verðlag á afurðum okkar hefur hækkað mjög verulega á erlendum markaði og á það við um flestar útflutningsafurðir okkar og aflabrögð hafa verið mjög góð að undanförnu. Met- vertíð verður á loðnuveiðum i ár og frá langflestum verstöðvum berast fregnir um góðan bolfisk- afla. Þó sýnist almenn samstaða vera um einhvers konar tak- mörkun á bolfiskafla í ár. En í þessu sambandi skulum við hafa tvennt i huga. Fyrst það, að á verðfallsárunum 1974 og 1975 hertum við ekki mittisólarnar jafn mikið og við hefðum þurft að gera. Þótt lífskjör okkar á þeim árum hafi versnað og kaupmáttur launa minnkað var niðurskurður lífskjara ekki jafn mikill og verðfallið gaf tilefm til. Þann mis- mun, sem þar var á, jöfnuðum við með erlendum lántökum. Er það sambærilegt við það, að ein- staklingur sem lifir um efni fram tekur lán til þess að standa undir umframeyðslu sinni. Við vorum því fyrírfram búin að eyöa nokkr- um hluta af hækkandi verðlagi og hatnandi hag og verðum einnig aö nota ávinninginn af hækkuðu út- flutningsverði til þess aö greiöa niður umframeyðslu skuldir frá árunum 1974 og 1975. í annan stað er það svo umhugsunarefni fyrir okkur, að verðlag á er- lendum mörkuðum hækkaði mjög á árinu 1973. I febrúar 1974 voru gerðir kjarasamningar á grund- velli þessa háa útflutningsverð- lags. En blekið var tæplega þornað á undirskrift þeirra kjara- samninga, þegar verðfallið byrjaði. Nú eru aðstæður þannig á erlendum mörkuðum, að ekki er taliö liklegt, að um frekari verð- hækkanir verði að ræða á út- flutningsafurðum okkar svo nokkru nemi. ins, Timinn, hefur tekið undir þessa kröfu. Væntanlega er öllum ljóst, að það er samhengi á milli útlánsvaxta og innlánsvaxta. Ef útlánsvextir eru lækkaðir stór- lega verður einnig að lækka inn- lánsvexti. Þetta þýðir m.ö.o. að krafa Alþýðusambandsins um vaxtalækkun jafngildir kröfu um að vextir af sparifé sparifjáreig- enda verði lækkaðir mjög veru- lega. Eins og áður var að vikið urðu sparifjáreigendur að þola allt upp í 23% neikvæða vexti á árabilinu 1971—1976. Lækkun innlánsvaxta nú við þessar aðstæður mundi að sjálfsögðu leiða til þess, að allt sparifé hyrfi úr bankakerfinu ýmist í fast- eignir eða verðtryggð spariskir- teini, en í báðum tilvikum mundi útlánsfé bankanna þverra og i stað þess að fjármagnið gengi til atvinnurekstrarins mundi það komast i hendur ríkisins og stuðla að auknum ríkisumsvifum eða lenda í auknu verðbólgubraski. Þá segja formælendur vaxta- lækkunar sem svo: Háir vextir eru verðbólguhvetjandi. Með þvi að lækka útlánsvexti er hægt að draga úr verðbólgunni og vinna þar með að þeim markmiðum, sem sparifjáreigendum eru hag- kvæmust. Þess vegna er það i þágu sparifjáreigenda að lækka vexti til þess að draga úr verð- bólgunni. Þetta lítur vel út á pappírnum, en allir vita, að vaxta- lækkunin ein út af fyrir sig mundi ekki duga til þess að draga úr verðbólgunni. Þetta hafa mál- svarar vaxtalækkunar gert sér ljóst og þess vegna komst Timinn að þeirri niðurstöðu i forystu- grein um þetta mál á dögunum, að líklega þyrfti með einhverjum hætti að verðtryggja spariféð, ef vextirnir yrðu lækkaðir. En þá er spurningin: hver á að borga verð- trygginguna? Það liggur i augum uppi. Bankakerfið sjálft mundi ekki geta greitt verðtrygginguna og þá væri ekki nema einn mögu- leiki fyrir hendi, og hann væri sá, að rikissjóður greiddi verðtrygg- blaðið er ekki sátt við þá kröfu- gerð, sem Alþýðusambandið hef- ur sett fram. Ur ýmsum áttum hefur verið veitzt að Morgunblað- inu fyrir gagnrýni þess. Þar hafa komið við sögu talsmenn Alþýðu- bandalagsins, formaður Alþýðu- flokksins og fleiri. Morgunblaðið kippir sér ekki upp við þá gagn- rýni. Málflutningur blaðsins á undanförnum vikum hefur fyrst og fremst miðað að þvi að sýna fram á, að kröfugerð Alþýðusam- bandsins þjónar ekki hagsmunum þeirra, sem henni er i orði kveðnu ætlað að gæta. Engin meðalfjölskylda lifir af 100 þúsund króna launum á mán- uði. Það vitum við öll. En við vitum líka, að á okkar landi búa fáir við neyð. Þeir eru til, en þeir eru ekki margir og þeir vilja of oft gleymast. Yfirleitt eru raun- verulegar tekjur fólks langtum hærri en kauptaxtar gefa til kynna. Talið er af hinum fróðustu mönnum, að hækkun rauntekna á þessu ári geti orðið um 4%. 'Að mati Morgunblaðsins er það verk- efni samninganefnda að ráðstafa þessu fé þannig að það gangi til láglaunafólks og lifeyrisþega f.vrst og fremst og á þann veg að ný verðbólgualda skelli ekki yfir. Það er illa gert viö það fólk, sem við verstan hag býr i okkar landi, að telja því trú um að fyrst og fremst sé stefnt að því að bæta kjör þess en standa svo upp að samningum loknum, eins og gert var i febrúar 1974 og verða að viðurkenna, að aðrir hafi hlotið miklu meiri kjarabót. Þá voru það hálaunastéttir innan Alþýðusam- bandsins sem höfðu i raun náð mun hærri kauphækkunum en láglaunafólkið og raunar hátekju- fólk yfirleitt, því að með prósentuhækkunum, sem tiðkast hafa, hefur kauphækkun hátekju- fólks verið miklu meiri en hinna sem lægri tekjur hafa. Nú er hættan sú, að verðbólgubraskarar Pólitísk markmið? brúnar. Asamt fullum verðlags- bótum er þetta um 80% kauphækkun á 12 mánuðum miðað við sömu hækkun fram- færslukostnaðar og orðið hefur á siðustu þremur mánuðum. Þeir, sem búa við hærri launataxta eiga að fá sömu krónutölu. Slikir samningar leiða til nýrrar óða- verðbólgu. Við skulum segja að sú verði niðurstaðan og gera okkur þá grein fyrir þvi, að forystu- menn verkalýðssamtaka og vinnu- veitenda hafa af fúsum og frjáls- um vilja ákveðið að stórauka verðbólguna á ný vegna þess að þeir vita mæta vel hvað þeir eru að gera. Þá vaknar sú spurning, hverjum verið er að þjóna með gerð slikra kjarasamninga. Hverjir græða á verðbólgunni? Á síðasta Alþýðusambandsþingi var mörkuð sú stefna, að megin áherzlu beri að leggja á að bæta hag láglaunafólks. Á kjaramála- ráðstefnu Alþýðusambands íslands var sú afstaða ítrekuð og á grundvelli þessarar meginstefnu var krafan um 100.000 kr. lág- markslaun ásamt fullum verðlags- bótum sett fram. Sú krafa i óbreyttri mynd hlyti að leiða til nýrrar verðbólguöldu. Er það lág- Iaunafólkinu i hag? Hefur það grætt á óðaverðbólgunni, siðustu ár? Oðaverðbólgan hefur leitt til geysilegrar eignatilfærslu i sam- félagi okkar. Þeir, sem hafa „spilað á“ verðbólguna, hafa safn- að saman stórfelldum gróða. Þetta er ein alvarlegasta afleiðing óðaverðbólgunnar. Hefur lág- launafólkið verið i þeirri aðstöðu að safna saman stórkostlegum verðbólgugróða? Láglaunafólkið er fyrst og fremst að finna í félög- um ófaglærðra verkamanna, iðn- verkafólks og verzlunarmanna, meðal lægstlaunuðu opinberra starfsmanna og svo elli- og ör- orkulifeyrisþegar. Launakjör þessa fólks hafa ekki dugað til annars en standa undir almennri neyzlu. Þetta fólk hefur engan afgang haft til þess að leggja í verðbólgubrask. Þetta fólk hefur ekki heldur á undangengnum árum og áratugum búið við þannig launakjör, að það hafi haft aðstöðu til að safna fjármunum til þess að leggja í verðbólgubrask. Og þetta fólk hefur heldur ekki haft sérstakan aðgang að lánsfé til þess að nota i verðbólgu- „spekúlasjón“. Það er því nokkuð sama, hvernig á málið er litið. Ekki erhæg: að koma því heimog saman, að láglaunafóikið verka- fólkið, iðnverkafólkið, afgreiðslu- fólk i verzlunum, opinberir starfs- menn, ellilífeyrisþegar eða ör- orkulifeyrisþegar græði á verð- bólgunni Þegar framangreint er haft í huga er ekki að ástæðulausu, að spurt sé: hagsmunum hverra er verið að þjóna, ef Alþýðusam- band Islands og Vinnuveitenda- samband íslands taka höndum saman um að gera kjarasamninga, sem leiða til nýrrar óðaverðbólgu- öldu? Slíkir kjarasamningar ná ekki þvi markmiði sem Alþýðu- sambandsþing sl. haust sam- þykkti, að stefnt skyldi að og kjaramálaráðstefna Alþýðusam- bandsins nú fyrir skömmu ítrekaði. Það er ekki nóg að horfa á prósentu og krónutölu í þessu sambandi, það verður lika að skoða afleiðingarnar og þær liggja i augum uppi. Þeir þjóðfélagshópar eru til, sem munu græða mjög verulega á því, að kjarasamningar af þessu tagi verði gerðir. Og þeir hafa ekki sérstaka þörf fyrir auknar kjarabætur. Þeir hafa markvisst spilað á verðbólguna á undan- förnum árum með þvi að festa fé i steinsteypu. Þeir hafa meö ýmsum hætti komizt yfir fjármuni til þess að ávaxta þá með þessum sérstaka hætti. I mörgum tilfellum kunna þetta að vera dugnaðarmenn, sem hafa með eljusemi og framsýni efnazt og ávaxta nú fé sitt með þeim hætti, sem þeir sjá að ábata- samast er. í öörum tilfellum kann að vera um að ræða þá, sem hafa haft tækifæri til að fá lánsfé, þ.e.a.s. sparifé, til þess að valsa með i verðbólgutiðinni. Hvaðan sem peningarnir eru komnir, er auðvitað alveg ljóst, að ný óða- verðbólga mundi verða ný metvertið fyrir þennan tiltölulega fámenna hóp manna, sem hefur lært að græða á verðbólgunni E.t.v. kann einhver að segja sem svo, að það hafi nánast allir íslendingar lært að gera og það má vera að vissu marki. En smátt og smátt leiðir óðaverðbólga til þess að munurinn milli hinna efnaðri og efnaminni verður Ekki er hægt að skilja við þessi mál, án þess að vikja að þeim furðulegu mótsetningum, sem fram koma í greinargerð Alþýðú- sambands íslands og vekja upp vissa tortryggni um þau markmið, sem stefnt er að. I forystugrein Morgunblaðsins fyrir nokkru var komizt svo að orði, að engu væri líkara en einhverjir pólitískir púkar hefðu komizt í upphaflegt skynsamlegt uppkast að greinar- gerð kjaramálaráðstefnunnar og snúið öllu við. í forystugrein Timans fyrir nokkru staðhæfði Þórarinn Þórarinsson að þetta væri rétt og að það væri Lúðvik Jósepsson, sem þarna hefði komið' við sögu. Það er alkunna, að í kjarasamningunum 1975 var það sérstakt markmið ýmissa forystu- manna verkalýðssamtakanna og Alþýðuflokksins sérstaklega, að þannig yrði haldið á þeim kjara- samningum, að núverandi rikis- stjórn mundi hrökklast frá völd- um. Þeim varð ekki að ósk sinni og sú varð ekki niðurstaða þeirra kjarasamninga. Sé það hins vegar rétt, að Lúðvik Jósepsson hafi komizt i uppkast að greinargerð Alþýðu- sambandsins og haft áhrif á efni hennar i neikvæða átt er auðvitað alveg ljóst, að pólitík er komin i spilið og að forráðamenn vinstri flokkanna hafa pólitisk markmið i huga í sambandi við kjara- samningana i vor. I raun má ganga út frá þvi sem visu, að forystumenn bæöi Alþýðubanda- lags og Alþýðuflokks mundu mjög gjarnan vilja notfæra sér þessa samningagerð til þess að hleypa öllu i bál og brand á vinnu- markaðinum. skapa verkfalls- ástand og koma rikisstjórninni frá völdum. En foringjar Alþýðu- flokksins og Alþýöubandalagsins ráða ekki verkalýðssamtökunum. Og hér er fyrst og fremst urn það að ræða, hvort þeir foringjar verkalýðssamtakanna, sem fylgja þessum tveimur flokkum að mál- um hafa þrek til að standast ásókn þeirra. Það þrek hafa þeir haft á undanförnum árum og því verður ekki trúað fyrr en á reyn- ír, að þeir förni hagsmunum um- bjóðenda sinna að þessu sinni fyr- ir pólitiska hagsmuni Alþýöu- bandalagsins og Alþýðuflokksins — þó að hitt sé auðvitað alveg ljóst, að engin almennileg ríkis- stjórn láti knýja sig frá völdum með pólitiskum verkföllum. Og það skulu Alþýðuflokksmenn muna að eitt sinn unnu þeir veru- Iegan kosningasigur; það var þeg- ar minnihlutastjórn þeirra tókst á við aðsteðjandi vanda. Þess má einnig minnast, að óábyrgu flokkarnir í Danmörku, ekki sizt þeir sem lengst eru til vinstri, guldu afhroð i dönsku kosningun- um. Hverjir verða fyrir barðinu á verðbólgunni? Hins vegar er hægt að færa fram margvisleg rök fyrir þvi að einmitt þessir þjóðfélagshópar verði mest fyrir barðinu á verð- bólgunni. Þeir sem hafa ekkert handa á milli umfram það, sem þarf til daglegrar neyzlu, verða harðast úti I dýrtíðaröldunni. Verðhækkanir á almennum neyzluvörum og opinberum þjón- ustugjöldum, sem allir hljóta að greiða, koma ver við láglaunafólk heldur en aðra sem hafa úr meiru að spila. Þetta er líka fólkið, sem líklega fer að jafnaði gætilegast með fjármuni sína og reynir að skapa sér aukið fjárhagslegt öryggi með því að leggja eitthvað til hliðar af launum sínum. Alveg tvimælalaust á það við um flest eldra fólk í þessum hópum, að það hefur yfirleitt safnað nokkru sparifé til elliáranna. Verðbölgan hefur leikið þessa sparifjáreig- endur grátt og raunar miklu ver en menn hafa gert sér grein fyrir fram til þessa. Jón Skaftason, alþm., kom fram með þær athyglisverðu upplýs- ingar á Alþingi fyrir skömmu að raunvextir sparifjár hefðu verið neikvæðir allt frá árinu 1971 og að neikvæðir vextir hefðu komizt upp i allt að 23%, þ.e.a.s., að sparifé fólks hefur rýrnað að þessu marki, þrátt fyrir það að - sumum þyki innlánsvextir háir. Þetta eru hinar hrikalegu afleiðingar þess að geyma fé í banka í óðaverðbólgu. Væntanlega geta allir verið á einu máli um þau rök, sem hér hafa verið færð fram fyrir því, að láglaunafólk, lífeyrisþegar og sparifjáreigendur eru þeir, sem tapa mest á verðbólgunni. En þá kann einhver að segja; verð- bólgan er ekki alveg svona bölvuð! Hún hefur hjálpað ungu fólki til þess að eignast þak yfir höfuðið — og það má til sanns vegar færa. Sú verðbólga, sem hér hefur að jafnaði ríkt hefur gert mörgum kleift að eignast eigið húsnæði. Á viðreisnarárunum svonefndu var verðbólgan yfir- leitt um 10% á ári. En á vinstri stjórnar árunum gaus hún upp yfir 50% og við höfum verið að berjast við þann draug síðan. Sú mikla verðbólga, sem hér hefur ríkt frá árinu 1972 til þessa dags hefur vissulega auðveldað þeim, sem við upphaf óðaverðbólgu- timans voru að ljúka við ibúða- Við þekkjum afleiðingar gerða okkar Sá grundvallarmunur er á allri aðstöðu við gerð kjarasamninga nú og t.d. fyrir 20 árum, að við vitum nokkurn veginn úr hverju við höfum að spila og hverjar afleiðingár gerða okkar verða. Nú hafa samningamenn beggja aðila undír höndum mjög itarlegar og greinargóðar upplýsingar um stöðu þjóðarbúsins. Þeir hafa í stórum dráttum hugmynd um það, hvaða svigrúm er til raun- verulegra kjarabóta. Nú eru þessar upplýsingar ekki einungis fyrir hendi frá rikisvaldinu heldur hafa aðilar vinnu- markaðar, Alþýðusamband og Vinnuveitendasamband, byggt upp eigin hagdeildir, sem fylgjast mjög náið með þróun þjóðar- búskapar. Hin gamla tortryggni í garð upplýsinga frá stofnunum rikisvaldsins er horfin. Aðilar geta þvi verið á einu máli um þann grundvöll sem á er að byggja í kjarasamningum. Að auki ráða aðilar yfir sérfræðilegri þekkingu til þess að geta áttað sig á hverjar afleiðingar gerðra kjarasamninga muni verða. Meðan setið er við samninga- borðið og fjallað um hinar ýmsu leiðir til kjarabóta eiga samnings- aðilar þess þvi kost að fá svör frá sérfræðingum sínum um þær afleiðingar sem hver valkostur kann að hafa i för með sér fyrir þróun efnahagsmála og stöðu þjóðarbúsins. Á árinu 1975 minnkaði kaup- máttur kauptaxta og tekna um 12—15% en á árinu 1976 stóð kaupmáttur ráðstöfunartekna almennings í stað og í upphafi þessa árs var hann heldur meiri en að meðaltali á sl. ári. Sú neikvæða þróun, sem hófst í kjaramálum við gerð febrúar- samninga 1974 hefur þvi snúizt við. Við þessar aðstæður er um tvo kosti að velja: Hóflega kjara- samninga sem þýða að verðbólgan iækki úr um 30% á síðasta ári í 16—18% á þessu ári eða kjara- samninga af þvi tagi sem gerðir voru í febrúar 1974 og leiða enn á ný til óðaverðbólgu, sem nálgast 40—50%. Hver græðir á verðbólgu? Talið er að kröfugerð verkalýðs- samtakanna jafngildi um 56% kauphækkun á fjórða taxta Dags-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.