Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 35 Rætt við Benedikt Arnason leikstjóra Vidtal: Herdís Þorgeirsdóttir Nú er verið að flytja í útvarpinu framhaldsleikrit á sunnudögum, eftir enska rithöfundinn Dorothy L. Sayers. Heitir leikritið „Maðurinn sem bor- inn var til konungs“ og sá Vigdís Finn- bogadóttir um íslenzka þýðingu þess. Leikstjori er Benedikt Árnason og átti blaðamaður Morgunblaðsins stutt samtal við hann í vikunni, sem leið. Við byrjum á því að ræða leikritið, sem hann nú leik- stýrir. Hann kveður það gífur- lega kostnaðarsamt fyrirtæki. Þegar sé búið að taka upp sjö þætti, þ.e. sá sjöundi verður fluttur í útvarpinu í kvöld. í hverjum þætti eru aldrei færri en átján leikarar. Aðalhlutverk munu vera um þrjátíu og nafn- greind hlutverk um hundrað og þá eru frátaldar allar hópsenur. Að baki þessu umfangsmikla verki liggur mikil vinna og þá ekki sízt frá tæknilegri hlið, og segja þeir, sem til þekkja, að tæknimenn útvarpsins hafi lagt af mörkum gífurlegt starf í sambandi við þetta leikrit. „Leikritið fjallar um ævi Jesú Krists, ómengað beint úr Biblíunni,'1 segir Benedikt. Höfundur Reynir ekki að túlka á einn eða neinn hátt sérstök orð eða ritningargreinar, sem eru úr öllum þekktustu köflum Nýja- testamentisins og einnig er skírskotað til Gamla- testa- mentisins. í flutningi er leikrit- ið eins og frétt. Það gerist í núinu, það er núi þessa tíma — þannig að manni virðist að hlut- irnir séu að gerast á þessu augnabliki. Rétt eins og maður stælist með hljóðnema tvö þús- und ár aftur í tímann og yrði vitni að þeim atburðum, sem þá áttu sér stað.“ Áður en lengra er haldið skal skýrt frá nokkrum venjulegum staðreyndum úr lífi Benedikts Arnasonar, ef það getur gefið einhverja gleggri mynd af manninum, sem hér talar, þótt orðin segi í sjálfu sér meir. Hann er fæddur um jóla- leytið árið 1931 í Reykjavík. F’oreldrar hans voru Árni Bene- diktsson, forstjóri Mjólkursam- sölunnar, og Jóna Jóhannsdott- ir. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1951 og hélt þá beint til leiknáms í London, þar sem hann dvaldist næstu þrjú árin og lærði við „Central School of Speech and Drama", sem þá var til húsa í Albert Hall. Hans orð eru að þarna hafi hann lært sitt af hverju um mannlífið og bjór- krárnar, en þess utan sá hann hverja einustu leiksýningu, sem sett var á svið í þeim sextíu leikhúsum, sem London hafði upp á að bjóða á þessum árum. Miðinn kostaði í galleríum allt frá sex upp í níu pens. Þegar Benedikt kom heim til lslands árið 1954 hóf hann störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur og hefur verið þar að eigin sögn með höppum og glöppum síðan, að frátöldu einu ári í Kaup- mannahöfn, þar sem hann vann að kvikmyndagerð og svo síð- astliðin þrjú ár með annan fót- inn í London. Hvað hefst hann að í London? „Ég hef verið að mæla göt- urnar og athuga hversu mörg herbergi eru í BBC. Meira læt ég ekki hafa eftir mér á prenti.“ Hann hóf feril sinn sem leik- ari og var það í leikritinu „Erf- inginn “ í Iðnó 1954. Siðan hef- ur hann leikstýrt ótal verkum og má þar nefna „Fiðlarann á þakinu", „My Fair Lady“, nú síðast „Meistarann “ eftir Odd Björnsson, svo og ótal revíur og sígild verk. Ölíkt leikstjóra einum, sem undirrituð átti viðtal við eigi alls fyrir löngu, virðist Bene- dikt hafa lítinn áhuga á því að ræða um sjálfan sig sem leik- stjóra. „Ég hef gaman af því að sjá góða leiksýningu og auðvitað er ég ánægður ef ég get lagt eitt- hvað af mörkum til þess að stuðla að því að leiksýning tak- ist vel. Hef ég oft orðið fyrir vonbrigðum, vegna þess að ég veit að það er alltaf hægt að gera betur." Að komast í sam- band við hið óskiljanlega. „Ég er ekki fullkominn og þar af leiðandi hvarflar ekki að mér að ég sé þess megnugur að gera fullkomna hluti. Takist sýning vel er það hóp- vinnu leikhússins að þakka, ekki einhverjum einum manni. Beztu sýningarnar eru þær, þar sem enginn einn einstaklingur getur þakkað sér eða kærir sig um það. Annars sé ég alltaf fyrir mér hið fullkomna leikhús. En slíkt er erfitt að skilgreina og maður skynjar það frekar. Leitin að fullkomnun hlýtur að vera ævi- starf. Við hvert skref sem maður stígur fram á við, nálg- ast maður takmarkið um leið og maður fjarlægist það. Fullkomnun er nákvæmlega á sama hátt og stærðfræðin byggð á röngum forsendum. I.eit að fullkomnun er leit að nýjum formúlum." — Trú? „Trú er óhjákvæmileg", segir hann. „Hver einstaklingur vel- ur sér trú. Meirihluti mann- kyns er alinn upp í einhverri trú og stendur ekkert í þeim erfiðleikum að leita að annarri, þar sem þegar er fundin ,,patent“-lausn. Ég get ekki fundið að eitthvað sé hundrað prósent réttara en annað." — Hverju trúir þú? „Ég hef eina sannfæringu og hún er sú, að enginn maður hafi rétt til þess að drepa annan undir neinum kringumstæðum, hvorki andlega né líkamlega. Sagan sýnir að það hefur aldrei fundizt lausn með drápi. Við drepum af hræðslu við lífið, af því við þorum ekki að horfast í augu við það. Eins og Jesú Kristur lét lífið — var drepinn af þeim, sem ekki þorðu að horfast í augu við nýjar kenn- ingar, ný trúarbrögð. Jú, ég trúi ýmsu í Nýja- testa- mentinu — en ég trúi einnig ýmsu, sem sprottið er af öðrum trúarbrögðum en kristnum, hvort sem það er Búdda eða Múhameð. Því öll trúarbrögð hafa sömu stefnu, það er að reyna að komast í samband við hið óskiljanlega. Trúarbrögð eru engin tilviljun. Þau mótast á ýmsum timum og undir ýms- um þjóðfélagsaðstæðum og kringumstæðum. Það tekur þau árhundruð að mótast. Hvort því sé trúað, að Jesú Kristur hafi verið sonur Guðs eða venjulegur maður, er að mínu mati algert aukaatriði. ÞEFUR VERIÐ EINSTAK- LEGA ÞROSKUÐ MANN- VERA, HVORT SEM HANN VAR HOLDI KLÆDD MANN- VERA EÐA SONUR GUÐS. Ef einn maður er öðrum fremri, þar hann helzt að vera gæddur yfirnáttúrulegum krafti, af þeirri einföldu ástæðu að fólk þolir ekki að einn'maður sé öðrum fremri. Taktu eftir nafninu „Maður- inn, sem borinn ^r til kon- ungs“, það að kalla Jesú mann, er eina matið, sem höfundur leggur í textann. Sayers ætlar öórum að túlka verkið. Hún dvelst við mannlega eðlið og tilgangurinn er ekki að flytja boðskap eða koma af stað trúar- bragðadeildum. Það er verið að segja sögu. Sögu um ævi Jesú Krists. Við reynum að segja þessa sögu eins satt og við get- um með það hráefni, sem við höfum. Það er „realisminn" í verkinu, sem við drögum fram. Fuglatístið, vindurinn og berg- málið í sölunum — þannig að sagan verði ljóslifandi. Það skiptir engu máli, hvað ég held, hvort ég trúi að sagan sé sönn eða ekki. Hlutverk mitt, sem leikstjóra og hlutverk leikara er að flytja hana eins og hún sé sönn." „Leyfi til breytingar ef sannara reynist." Pólitík? „Einhvern tíma var ég spurð- ur að því hvað væri pólitískt leikhús. Ég svaraði því til að ég vissi ekki hvað orðið pólitík þýddi, því það hefði verið mis- notað, eða notað í tíma og ótima og um alla hluti. Þá er hægt að segja að allt mannlíf sé póli- tískt — ergo: Allt leikhús er pólitískt." En vilji leik- stjóri móta verkið? „ikstjóri mótar ekkert verk án samvinnu við leikara, leik- tjaldateiknara og alla þá er að baki einni sýningu standa, ef rétt er á haidið. Á ytra borðinu er hlutverk leikstjórans að vera milliliður. Sameiningarkraftur milli höf- undar verks og leikara. Það er ekki hans að túlka verkið, nema hann sé svo heitt trúaður að hann taki ekki að sér önnur verk en þau sem snerta hann sjálfan. Leikstjóri á að vera trúr höfundinum, hafa nógu mikið ímyndunarafi til að skilja textann og skila honum sem slíkum, þannig að hugmyndir höfundar og leiksins séu í sam- ræmi.“ —Hvað ef verkið býður upp á margvíslega túlkun? „Þá er samt hægt að vera trúr höfundi. Ef þú heldur að þú vitir meira um verkið en höf- undur sjálfur, nú þá seztu bara niður og skrifar þitt eigið leik- rit. Auðvitað getur maður túlkað öll verk á þann hátt, sem hver og einn vill, með því einfald- lega að gefa sér einhverja for- sendu, forsendur, sem kannski aldrei haTa hvarflaó að höfund- inum sjálfum. Eitt lítið orð getur tekið stór- kostlegum breytingum , um- hverfzt og breytt öllum text- anum.“ Nú kveikir Benedikt sér i sígarettu og til að færa sönnur á mál sitt, segist hann ætla að semja smá leikrit. Leikritið ger- ist á tveimur stöðum. Persónur og leikendur: Ein kona. Staðsetning eitt. Umhverfi: Brezkt heimili. Kona situr við tedrykkju. lítur á klukkuna og segir rólega: Nú hlýtur póstur- inn að fara að koma. Konan stendur upp tígulega og gengur til dyra. Staðsetning tvö: Bandaríkin, Umhverfi: Skítugt herbergi brotnar flöskur út um allt, kona í þann muna að sprauta sig í handlegg. Kastar sprautunni í gólfið og öskrar í örvæntingu: Nú hlýtur pósturinn að fara að korna". Og Benedikt hlær. „Þarna er ein setning til meðferðar — sem tekur á sig stórkostlega breytingu eingöngu vegna um- hverfis. Það er þetta sem gerist í öll- um sígildum verkum. Þar er engin nákvæm umhverfislýsing fyrir hendi, þannig að höfund- ur býður upp á margbreytilega túlkun með sviðsetningu einni saman. Og þannig er hægt að koma afbrigðilegum skilningi í orðin. Það er alltaf hægt að búa til nýjar kringumstæður. Eins og Ari fróði sagði: Leyfi til breytingar, ef sannara reynist. Jú, ég hef breytt einu verki sjálfur, að mér vitandi, því flest þau verk, sem ég hef leikstýrt, hef ég ekki séð í öðrum upp- færslum, nema þetta eina sem ég breytti. Það var „Nashyrningurinn" eftir Ionesco. Ég sá það í London, áður en það var flutt hér heima. Þar voru að verki ekki ómverk- ari menn en sir Laurence Olivier og Orson Welles, sem sá um uppfærsluna. Eftir að hafa séð verkið náði ég tali af einum frægasta leiktjaldateiknara Breta þá, Disley Jones, og sagði mitt álit á uppfærslunni, sem ég var hreint ekki hrifinn af. Það kom á daginn að Disley Jones var sammála mér og úr varð að hann ákvað að koma hingað til lands og aðstoða við uppfærslu á þessu verki, sem hann og gerði. Breytingin sem við gerðum á upphaflega „Nas- hyrningnum" var sú að í stað þess að maðurinn i verkinu væri látinn fara í gervi nas- hyrnings (físískt) létum við hann eingöngu verða andlegan nashyrnmg. Nashyrningurinn i þessu verki er tákn einstefnu og symból sem Ionesco notar um nasismann. Þessi breyting hafði ekki ver- ið gerð áður. Stuttu síðar var leikrit þetta sett á svið á Broadway í New Yrok í sama formi, en við þá uppsetningu vann Disley Jones. Hann sendi mér síðar úrklippur stórblað- anna með gagnrýni um verkið og hafði þessi breyting vakið óskipta athygli og hrifningu og var meginþema gagnrýninnar þar. „Ég held,“ segir Benedikt hugsi, „að við hér heima gerum oft stóra hluti, sem hinn stóri heimur gæti hagnýtt sér en fær sjaldnast vitneskju um, sökum þess að við erum haldin minni- máttarkennd vegna okkar unga leikhúss og þorum ekki að bera það saman við aldagamalt leik- hús útlandsins Við höfum á að skipa leik- urum í toppklassa, sem mundu sóma sér hvar sem væri. Einn eða tvo stórefnilega leikstjóra eigum við líka. Nei, nei, ég er ekki annar þeirra. Og Benedikt hlær aftur: „Einu sinni sagði Hallgrímur heitinn Baehmann ljósa- meistari að sýningu lokinni:" „Ekki er það gott“, en sem sára- bót bætti hann við: „veit ég þó að enginn hérlendur hefði gert það betur." . . .þegar rotturn- ar flýja fyrst. „Þótt við hér á íslandi búum við eldsumbrot og fullt af fjöll- um, lifum við ótrúlega, end- emis tilbreytingarsnauðu lífi. Við erum að reyna að vernda eitthvað í sjálfum okkur, sem er alls ekki þess virði, og afleið- ingin er þessi geipilega logn- molla og stöðnun, sem hér ríkir. Ég vildi að fólkið væri eins ómengað og náttúran. island fyrir islendinga, segir fólk. En hvað gerist? Við leyf- um þessu „Íslandi fyrir Islend- inga“ að sigla hraðbyri út í buskann. Vatnajökull virðist upp á rönd og blæs vel í segl. Enginn gerir tilraun til þess að stíga í fæturna. Ef þú biður um áþreifanlegt dæmi, þá var einu sinni maður hér á bannárunum, sem átti brennivínsflösku. Hann neitaði að gefa öðrum manni sjúss á þeirri forsendu að sá hefði kall- að sig ræfil árið 1917. Það nákvæmlega er að gerast í Alþinginu okkar í dag. Þar hnakkrífast menn um hluti, sem gera hefði átt fyrir áratug- um. Enginn er tilbúinn til að gefa neitt af sjálfum sér eða að koma til móts við annan, svo skíthræddir eru þeir um eigin hag. Þegar vitað er að þjóðin gæti siglt upp á við og fram á við með aukinni velmegun og hag, er sorglegt að verða vitni af því, þegar rotturnar flýja fyrst. Það er óþarfi að vera stöðugt að sanna Parkinsonlögmálið. Það á að útrýma þjóðarmottói okkar um að fresta hlutum eins lengi og mögulegt er.“ — Hvað leggur þú Jil mál- anna? Ef við getum talað um til- gang, þá er minn sá að ntiðla öllunt öllu því, sem ég er ntegn- ugur — og það er sitt af hverju í langan tíma hef ég verið samdauna umhverfinu og ekki einu sinni hald máttlausar við hlið mér." — Og? „Nú er ég eins og iðnaðar- málaráðherra, sem þolir ekki að sjá orkuna á íslandi fara forgörðum. Það er kominn tími til að ég virki þá orku. sem ég hef svæft í sjálfum mér. . . “ — Bara það verði ekki annað kröfluævintýri. mJr ,/Iffllllff ^ífMi ♦■/ mí) Án „numinn virki bá orl UTM TU 30 Oy [u sem éo hef Zlfum mÁr rr SVGGTl / SJí mum mer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.