Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 Þórdís Arnfinnsdóttir frá Brekku - Minning Fædd 23. júní 1898. I)áin 3. marz 1977. Þórdís Arnfinnsdóttir var fædd á Brekku í Langadal, Nauteyrar- hreppi, N-ís., 23. júní 1898. Voru foreldrar hennar hjónin Arnfinn- ur Guðnason bóndi þar og Jónný Jónsdóttir. Ólst Þórdís upp hjá foreldrum sínum á Brekku til fulloróinsára. Hún giftist eftirlíf- andi manni sinum, Bjarna Jónasi Guömundssyni frá Lónseyri á Snæfjallaströnd, árið 1934. Er Bjarni mörgum kunnur, el ki sizt vegna ævisögu hans, er Þorsteinn Matthíasson hefur skráð, undir heitinu: Alltaf skrölti rokkurinn hjá Bjarna. Bjarni og Þórdis hófu búskap á ísafirði og dvöldust þar til ársins 1963, að þau fluttust til Hvera- gerðis. Þaöan fluttust þau síðan í Voga á Vatnsleysuströnd 1972 til fósturdóttur sinnar, Bergljótar Friðþjófsdóttur og manns hennar, Guðjóns Torfasonar frá Drangs- nesi. Fyrir fáeínum vikum réðu þau hjón það af að setjast að á hinu nýja elliheimili Suðurnesja, Garðvangi i Garði. Eftir að suður í Garð kom, hrakaði heilsu Þórdís- ar mjög. Tæpri viku áður en hún lézt, var hún flutt á Borgarsjúkra- húsið i Reykjavík. Trúlega hefur Þórdís vitað að hverju fór, eftir að i sjúkrahúsið var komið. Á það bendir eftirfarandi: Forstöðu- kona eliiheimilisins i Garðinum heimsótti Þórdísi sál. á sjúkrahús- ið og lét þau orð falla, að hún vonaði, að henni (þ.e. Þórdísi) batnaði og hún kæmi aftur í Garð- inn. Þórdís taidi öll tormerki á slíku. Heilsa hennar var aldrei sterk. Tók berklaveiki ung og var fyrsti eða annar sjúklingur, sem gekkst undir svonefnda höggn- ingu. Var þá annað lungað, hið vinstra, numið burt. En þrátt fyr- ir það, að Þórdís sál. væri aldrei fullkomlega heil heilsu, var hún sífellt vinnandi, fyrir sig og sína og aðra. Hún var hörð af sér með afbrigðum. Eins og áður segir ólst Þórdís upp á Brekku í Langadal. Af syst- kinum hennar lifa enn: Kjartan, verkamaður í Reykjavík, Magnús, verkstjóri, s. st., og Jensína, ekkja Magnúsar Jenssonar bónda á Brekku. Sonur þeirra var Halldór oddviti í Súðavík, er lézt s.l. vor, iangt um aldur fram, öndvegis- maður. Látin eru: Halldór, dó ungur heima, Kristfn, dó ung úr lungnabólgu heima, og Snorri, hótelstjóri á Blönduósi. Bjarni og Þórdis eignuðust tvær dætur, en þeim varð ekki langra lifdaga auðið. Lifði sú, sem fyrr fæddist, aðeins fram að fæð- ingu, en sú, er siðar fæddist, lifði aðeins i tæpa tvo sólarhringa. Þetta urðu hjónunum þung örlög. En dætramissirinn bættist að nokkru, er þau tóku í fóstur fjög- urra mánaða stúlkubarn vegna erfiðra ástæðna foreldra hennar um þær mundir. Stúlkan óx og dafnaði og ólst upp hjá þeim til þess tíma, er hún fór að lifa sjálf- stæðu lifi. Hefur Bergljót Frið- þjófsdóttir verið fósturforeldrum sínum yndi og styrkur, svo og ^ Fermingarkápur ^ Grofrifflað flauel, litir: brunt, dökkblatt, flöskugrænt, svart, Ijósbrúnt Stærðir: 32 42 Verð: 14.995. KJORGARÐI | ISKEIFUNN115l I SIMI 86566 síðar maður hennar og dæturnar tvær, Þórdís og Friðlaug. Þórdís Arnfinnsdóttir kynntist mörgum — og öllum vel. Vildi láta litið á sér bera, og mátti því teljast ein af hinum kyrrlátu i landinu. Hún átti það skap, sem engin styrjöld fylgdi. Átti aldrei miklum veraldarauði að fagna, en var rik af mannkærleika. Á við hana bænin: Gef mér hvorki auö né völd, en gef mér minn daglega málsverð og dálitið að gefa fátæk- um. Þórdis unni kristni og kirkju og mat mikils fjársjóði trúarinn- ar. Hún hlýddi mikið á útvarp og las blöð og fræðandi bækur. Var minnug á menn og málefni. Þetta síðasttalda kom okkur í andlegt samband. Kynni okkar urðu ann- ars ekki löng, en góð, og það skipt- ir mestu. Hún var hlý manneskja. Að leiðarlokum þakka vanda- menn Þórdísar henni langa og góða samfylgd. Bjarni þakkar henni langa og ljúfa sambúð og Bergljót og hennar fjölskylda minnast hennar með innilegri þökk. Auðunn Bragi Sveinsson. AL'Gi.ÝSINGA- SÍMINN ER: 22480 ...hvertmeð sínumóti. FYRIR FEITT HÁR Nýr Ursus G-360 1. Ný 65 hestafla véi 2. Ný olíusia 3. Nýr lofthreinsari 4. Nýr, betri vatnskassi 5. Nýr, endurbættur dráttabiti 6. Nýtt endurbætt Ijósakerfi 7. Nýr endurbættur gírkassi 8. Nýir og betri þyngdar klossar 9. Nýtt og endurbætt bremsukerfi 10. Ný og endurbætt kúpling 11. Nýr og betri startari 12. Ný og endurbætt handbremsa 1 3. Nýr og betri vinnustunda mælir 14. Nýr og fallegri litur Verð á 65 ha. Ursus kr. 968 þús. Verð á 40 ha. Ursus kr. 680 þús. Sem sagt eldri gerðin var góð, en sú nýja er ennþá betri. Vélaborg hf„ sími 86655 og 86680, Sundaborg 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.