Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 45 VELVAKANDl SVARAR I SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI tölubinda útlán að vissu marki t.d. að 9/10, lengra væri ekki hyggilegt að fara. Eldri útlán, það sem ógreitt væri af þeim, mætti ekki vísitölubinda. Það mundu fá eða engin fyrirtæki þola. Þessi vísitölubinding mundi draga verulega úr framkvæmda- hraðanum og e.t.v. mundi atvinna dragast eitthvað saman, þar á móti ætti verðlag að vera stöðugra í landinu, að því leyti er tekur til inniendrar verðmyndunar. Ég tel að Alþingi og ríkisstjórn ætti að athuga þessa leið til að lækka verðbólguna, ef þeim er það eins mikil alvara og þeir láta í veðri vaka í stað þess að þrýsta henni niður með síminnkandi kaup- mætti launa og eiga þar með í sífelldum útistöðum við vinnandi fólkið í landinu. Annars læðist sá grunur að manni að verðbólgan sé ekki eins illa séð og af er látið, þeir eru ekki svo fáir, sem kunna á „kerfið" og láta það færa sér stórgróða þó hinum, sem ekki kunna á það. blæði út. Ég vil Ijúka þessum línum með því að skora á ríkisstjórnina og stjórn Alþýðusambands Ísland að athuga þessa leið, sem hér hefur verið bent á, ef þeim er það eins mikil alvara og þeir láta. (8. marz 1977 Gísli Vagnsson frá Mýrum.“ Er hér komin leið til lausnar verðbólguvandanum, hvað finnst ykkur, góðir lesendur? Það er mikið rætt um þessa merkilegu „skessu“ eins og bréfritari nefnir verðbólguna, en oft er það svo að fremur litið fer fyrir ábendingum um lausnir á þessum vanda sem verðbólgan er. % Má aka eftir bjórdrykkju? Þannig var spurt hér í dálkun- um fyrir nokkru, hvort aka mætti eftir að neytt hefði verið einnar flösku af 8% bjór. Jóhannes Berg- sveinsson, læknir hefur sent Velvakanda svar við þessari spurningu og fer það hér á eftir: „Öl, sem er 8 rúmmáls prósent að styrkleika, er áfengi. Áfengis má ekki neyta lögum samkvæmt við akstur vélknúinna ökutækja. Maður, sem á fastandi maga neytir 1 flösku af öli af þessum styrkleika og sest síðan við stjórn ökutækis, getur átt það á hættu, að áfengismagn í blóði fari upp fyrir leyfileg mörk og þannig kallað yfir sig refsingu og réttíndamissi, lendi hann i óhöpp- um fyrstu 1—2 klukkutímana á eftr, eða áfengismagn verði mælt í blóði hans af öðrum ástæðum. Þá má reyndar skjóta því hér inn, að sú staðhæfing, sem oft er fleygt fram, að öl sé ekki áfengi, er reist á vanþekkingu og / eða misskilningi. Hið virka efni i áfengi er vínandi, þ.e.a.s. ethyl- alkohol og finnst í öllu öli, líka því sem samkvæmt lögum telst ekki áfengi. Áhrjf vínandans eru þau sömu og hann þarf að losa sig við vínandann á nákvæmlega sama hátt, hvort heldur hann berst inn í likamann i öli, víni og brenndum drykkjum. Islendingar virðast hafa tiltölu- lega lítið af þeim lifrasjúkdóm- um, sem algegngari eru í öðrum löndum þar sem heildarneysla vínanda er meiri. Ef við berum saman áfengisneyslu frakka og ís- lendinga árið 1973, þá sýnir það sig, að frakkar neyttu 14 iitrum meira af hreinum vínanda á hvert mannsbarn en íslendingar. Allir þessír 14 lítrar og meira til var vínandi, sem neytt var i víni og sterku öli. 1 l’rakklandi er e.t.v. ekkí eins algengt að sjá drukkna menn á slangri eins og á Islandi. Hins vegar deyja og örkumlast tiitölulega miklu fleiri frakkar en islendingar af völdum sjúkdóma sem stafa beint frá áhrifum vín- andans á líkamann, t.d. er dánar- tíðni frakka vegna skorpulifur um 24 sinnum hærri en íslend- inga. Jóhannes sagði það ennfremur í bréfi sínu að sér fyndist margt af því sem ritað hefði verið í Velvak- anda um bjórmálið vera nokkuð vanhugsað og bera merki van- þekkingar á eðli og afleiðingum áfengisneyzlu og ofneyzlu. „Áfengi er míkill sjúkdóma- og slysavaldur," segir Jóhannes, „og þótt það veiti oft stundargleði og vellíðan þá leiðir neyzla þess oft af sér mikla óhamingju." Velvakandi þakkar Jóhannesi fyrir mjög greinargott og ítarlegt svar svo og fyrir þá fræðslu sem í bréfi hans var fólgin. Þessir hringdu . . mátt vera ítarlegri þegar þær voru fyrst fluttar. Hún sagðist hafa mætt konu sem hún þekkti og hefði sú kona þegar verið búin að henda öllum birgðum af sakka- ríni, sem hún átti, birgðum, sem hefðu dugað henni í marga nián- uði. Fannst þessari konu ekki rétt að birta þessar fréttir strax, þetta væri gert í Bandarikjunum. en það væri ekki þar ineð sagt að slíkt ætti að gera hérlendis. Sakkarín er ekki notað til að háma í sig, sagði konan, það er notað til að krydda mat, og s.vkur- sjúkir nota það og munu gera áfram, en aðeins gegn lyfseðli skv. fréttunum frá Bandaríkjun- um. S:gði konan að það væri sjálf- sagt rétt að sakkarín gæti valdið krabbameini, en aðeins ef þess væri neytt í einhverju magni. 0 Ekkinógu greinargott Kona, sem heyrði fréttir nú fyrir helgina um að sakkarín gæti valdið krabbameini, hafði sam- band við Valvakanda og kvaðst undrandi á að heyra fréttir af því í útvarpi og fannst að þær hefðu SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á kvennameistaramóti Sovét- ríkjanna 1976, sem haldið var í Tbilisi i október, kom þessi staða upp í skák Semenovu, sem hafði hvítt og átti leik, og Kakhabrishvili: HÖGNI HREKKVÍSI Ég er sprunginn!. Ég pakka. Ég hætti S2P SIGGA V/öGPt £ ItLVtRAW Innréttingar Smíðum eldhúsinnréttingar, fataskápa, inni- húrðir o. fl. Gerum teikningar og föst tilboð Leggjum áherslu á að gera viðskiptavini okkar ánægða. Hagstæðir greiðsluskilmálar. ÁRFELL H / F Súðarvogi 28—30 Árni B. Guðjónsson, húsagangasmíðameistari Sími 84630. NYJAR TOP OF THE POPS Vol. 57 The Best of 76 Hljómplötur á kr. 1.050 Rock n roll greats. Rock around the clock. Oh Carol Massachusettes Lola Best of Dream along with me Its the Hits of the rocking '70 The golden sounds of big bands Berry. Lewis, Domino Bill Heyley. Neil Sedaka Bee Gees Kinks Bachelors Perry Como Middle of the road Ýmsir listamenn Count Basie. Benny Goodman o.fl 1 heimilistæki sf Hljómplötudeild Hafnarstræti 3 - 20455. 24. Bxh7 + ! Kf8. (Eftir 24. . . Kxh7 25. Dh5+ Kg8 26. Dxf7+ Kh7 27. Hf5 verður svartur mát) 25. Hxf7 + ! Kxf7 26. Dh5+ Kf8 27. Hfl + Bf6 28. exf6 Be8 29. Bg6 gxf6 30. Dh8+ Ke7 31. Dg7+ og svartur gafst upp. Kvennameist- ari Sovétrikjanna 1976 varð Akhsjarumova sem halut 12‘A v. af 17 mögulegum. 2. Epstein 1U4 v. 3—4 Aleksandrija og Zaitseva 11 v. Nokkuð kom á óvart slakur árangur Nonu Gaprindashvili á mótinu, en hún lenti i 7. sæti með 10 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.