Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.03.1977, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 13. MARS 1977 \l (iLYSINíiASÍMINN ER: 22480 Jflorfliinblnöií) Flugvél Arnar- flugs í leigu- flvigi um E vrópu Brezka flugfélagid Britannia Airways leigutaki .V; ., fw' VH/ '• . ' ** i-, ' ‘NíX'' •: 'v ' ' ' k1 jfc Loðnuveiðarnar hafa slegið öll met f vetur og er aflinn nú kominn nokkuð yfir 460 þúsund lestir. Þessi góða veiði hefur gefið góðan skilding f þjóðarbúið, eins og kemur f Ijós hér á sfðunni. Myndina tók Sigurgeir Jónasson á Eskifirði fyrir skömmu er verið var að losa úr Kap II. og bræðsla er f fullum gangi. Loðnuafurðirnar: Útflutningsverðmætíð um 8600 milljónir kr. Verðmæti afurða var aðeins 3400 millj. kr. á sl. vetri FLUGVÉL Arnarflugs hefur nú verið leigð um eins mánaðar skeið til leiguflugs á vegum brezka flugfélagsins Britannia Airways samkva-mt upplýsingum Magnúsar Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Arnarflugs. Mun Arnarflugsvélin sinna al- mennu leiguflugi brezka flug- félagsins milli Bretlands og Skandinavíu, Spánar, ítalíu, Vestur-Þýzkalands og Grikklands. íslenzkar áhafnir fljúga vélinni. Magnús kvaó Arnarflug vera með tvær ferðir frá Islandi til Kanarieyja á þessu tímabili, en samkvæmt gagnkvæmum samn- ingi Arnarflugs og P'lugleiða myndu þeir leigja vél frá Flug- leiðum í þá flutninga. „Þetta leiguflug fyrir Britannia," sagði Magnús, „er taisvert stór áfangi fyrir Arnar- flug, því það er hagstætt að fá flugleyfi frá Bretlandi á vegum 25 rúður brotnar í skólahúsi EINIIVERJIR tveir pörupiltar réðust að barnaskólanum við Öldugötu (Gamla stýrimanna- skólanum) í fyrrinótt og brutu 25 rúður í húsinu. Að sögn Ingimars Benedikts- sonar, húsvarðar, hefur þetta ekki áður gerzt i þau 33 ár, sem hann hefur starfað í húsinu. Ingi- mar sá til piltanna og leikur grun- ur á því að tveir tilteknir piltar hafi þarna verið að verki. þessa fyrirtækis. Þetta er vonandi byrjunin á auknu leiguflugi Arnarflugs fyrir erlenda aðila.“ „Hyggur Arnarflug á kaup á nýrri vél?“ „Við fylgjumst náið með mark- aðnum og með tilliti til verkefna áætlum við að auka flugflotann. Við lítum á þjónustu okkar við íslenzka aðila sem okkar aðal- verkefni, en leiguflugið erlendis er ánægjuleg viðbót á mjög dauð- um tima til farþegaflutninga." 15 biófar nú komnir í gæzlu ENN hefur orðið að fjölga gæzluvarðhaldsföngum vegna þjófnaðarmálanna sem rann- sóknarlögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar. Sitja nú alls 15 menn í gæzluvarðhaldi vegna þessara mála og tekur Síðumúlafangelsið varla við meiri fjölda. Eins og áður hefur komið fram i Mbl„ er þarna um að ræða a.m.k. þrjá þjófaflokka, sem auk þess tengjast að ein- hverju leyti innbyrðis. í einum flokknum eru þrír bræður og auk þess feðgar, og sitja allir þessir menn í gæzluvarðhaldi. Við rannsóknina hefur mikill fjöldi þjófnaða upplýstst og talið er að ekki séu ennþá öll kurl komin til grafar. Heildarútflutningsverðmæti þeirrar loðnu, sem veiðzt hefur á loðnuvertíðinni, mun vera f kringum 8600 milljónir króna, en til samanburðar má geta þess, að útflutningsverðmæti loðnuafurða | frá loðnuvertfð veturinn 1976 var um 3400 milljónir króna. Ástæð- ur fvrir þessari miklu hækkun milli ára eru þær, að miklu hærra verð fæst nú fyrir afurðirn- | ar og f öðru lagi er veiðin á þess- Krafla: Stöðvarhús- ið hefur ris- ið um tæpan sentimetra Skjálftaf jöldi á Kröflusvæðinu var ámóta s.l. sólarhring og und- anfarna 5 sólarhringa, eða um 120 talsins. Heldur fækkaði stærri skjálftum þó s.l. sólarhring. Stöðvarhúsið tók kipp upp á við i fyrrinótt en það hefur nú risið alls 8,3 millimetra síðan ris hófst aftur á Kröflusvæðinu eftir sigið 20. janúar s.l. Brezkur togari til Þingeyrar FIMM brezkir togarar hafa verið á veiðum á Dohrnbanka, djúpt vestur af landinu, undanfarna daga. Að sögn Þrastar Sigtryggssonar, skip- herra i stjórnstöð Landhelgis- gæzlunnar, hafa togararnir varla getað bleytt vorpuna i viku vegna veðurs. Hafa þeir jafnvel orðið að leita vars undir Bjargtöngum og einn togaranna, Volesus GY-188, kom inn til Þingeyrar á fimmtudaginn vegna bilunar. Hann mun vera lagður af stað til Englands með sára- lítinn fisk. ari vertfð orðin yfir 100 þúsund lestum meiri en f fyrra. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá má reikna með að meðal- lýsisnýting í vetur verði um 5% og fyrir hvert tonn af lýsi hafa fengizt að jafnaði um 430 dollarar eða 23 þús. kr. Miðað við lýsisnýt- inguna sem gengið er út frá hafa fengizt um 23 þúsund lestir af lýsi út úr 460 þúsund tonnum af loðnu og er verðmæti lýsisins því um 1900 milljónir kr. Mjölnýtingin er nú talin vera um 16% og fyrir hvert tonn af mjöli hafa fengizt að meðaltali 460 dollarar eða 85 þúsund krón- ur. Úr 460 þúsund veiddum tonn- um af loðnu hafa því fengizt 73 þúsund lestir af mjöli að verð- mæti um 6200 milljónir króna. Er því útflutningsverðmæti mjöls og lýsis það sem af er vertið um 8100 milljónir króna. I fyrradag var búið að frysta um 3250 lestir af loðnu á Japans- markað og verðmæti þessara af- urða mun nú vera á bilinu 450 — 500 milljónir króna. Er því heildarverðmæti loðnuafurðanna um 8600 miiljónir króna. Þess má geta að. Þjóðhagsstofn- un gerði ráð fyrir i spá sinni fyrir árið 1977, að verðmæti loðnuaf- urða á þessu ári, að sumarloðnu- vertíð meðtalinni, gæti orðið um 9000 millj. króna, og nú bendir allt til þess að verðmætið verði mun meira þ.e.a.s. ef sumar- veiðarnar ganga vel. Sérstaett Jónsbókar- handrit frá 17. öld Guðmundur Axelsson I Klausturhólum keypti í Noregi handrit að Jónsbók og er hand- ritið komið heim. Það er skrif- að árið 1682, en alls eru til á þriðja hundrað handrit að Jónsbók að sögn Stefáns Karls- sonar handritafræðings í Stofnun Árna Magnússonar. Eru þau vfða um heim í eigu safna og sum eru f einkaeign. Handritastofnunin á nokkur handrit að Jónsbók frá tfmabil- inu 14. — 18. öld og ókomin munu heim frá Danmörku handrit úr Árnasafni. Stefán Karlsson kvaðst hafa skoðað það handrit sem nú er komið heim, í Ósló s.l. haust, og væri það vel með farið handrit og snoturlega skrifað. „Merkilegast við þetta hand- rit,“ sagði Stefán, „er að í því eru sums staðar tilfærð hlið- stæð ákvæði eða skyld m.a. úr norskum og dönskum lögum, en slikt þekki ég ekki frá þeim handritum sem ég hef séð.“ Jónsbók kom til Islands um 1270 og leysti af hólmi lagabálkinn Járnsíðu, sem áður hafði leysti Grágás af hólmi. Jónsbók var fyrst prentuð á Islandi á Hólum 1578, en allt frá því að hún kom fyrst til landsins hefur verið haldið áfram að skrifa hana og alls er vitað um á þriðja hundrað handrit eins og fyrr segir. 1 bandinu sem Guðmundur i Klausturhólum hefur nú keypt eru bundin inn þrjú handrit, Jónsbók og handrit að kirkju- söguritum. Ilandrit Jónsbókar bundið inn með handritum úr kirkjusögu. fO lHtnitt Lttfi KM fi ( - *<t« AiUvVifu m tú>* túV^V-t {t* *«*«>. I' t vt-vn *tfií iiujit (ft íiS}’ jiiít ai>» ictíl ^ t»ís‘.?v;1«mtrj <"♦? Íí’lw m - -1 '4.1* « . ... v > ý.tnUfb/ X'a jiíi't i ittfð, Titilsfða handrits Jónsbókar hefst menn land byggja. á orðunum: Með lögum skulu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.