Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 Svo sem sjá mð af þessarl mynd er Boðl ÁR 100 llla útleikinn eftir sprenginguna og eldsvoðann er varð ( honum f fyrrinðtt. Báturinn, sem er 36 ára gamall eikarbátur, er talinn ónýtur þar eð sprengingin skemmdi hann mikið. ÖH teki og búnaður ( og á stýrishúsi eru talin gjörónýt (ijósm. ágás) Boði ÁR100 tal- inn gjörónýtur Þorlákshöfn 15. marz. I NÖTT klukkan 1,30 voru lög- regla og slökkviliðið i Þorláks- höfn kölluð út, þvi sprenging hafði orðið í vélarrúmi báts, sem lá við bryggjuna hér og var til viðgerðar, Boða ÁR 100 frá Eyrarbakka. Báturinn var al- elda þegar að var komið og hafði sprengingin verið svo öfl- ug, að hún þeytti þilfari bátsins upp á bryggju, svo og trollinu og öllu lauslegu. Fleiri smá- sprengingar fylgdu á eftir. Einn maður var um borð í Boða, eigandi bátsins og skip- stjóri, Þórður Markússon frá Eyrarbakka, 23 ára gamall. Hann var sofandi þegar þetta gerðist. Er talin mikil mildi að hann skyldi sleppa lifandi frá þessu, en hann var illa brennd- ur og var fluttur á Landspítal- ann. Hann hafði ekki getað gert sér grein fyrir því, hvernig hann komst upp á bryggjuna. Báturinn er talinn ónýtur, bæði brotinn og brenndur. Þetta var eikarbátur. Slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn, en vörð- ur var hafður á bryggjunni til morguns. Þess má geta, að sjúkrabíll er á staðnum og var hann sem betur fer til taks, þannig að vel gekk að koma hinum slasaða manni á sjúkra- hús. Orsakirnar fyrir slysinu eru ókunnar. Skipstjórinn á Boða, Þórður Markússon, liggur nú á gjör- gæzludeild Landspítalans, en er ekki í lífshættu. Hann er með 20% bruna, mest 2. og 3. stig. Er Þórður mest brenndur í andliti og á höndum. — Ragnheiður Upplýst um smygl á 17 kg af fíkniefnum EINS OG fram hefur komið f Morgunblaðinu, hefur sakadómur f ávana- og ffkniefnum og ffkni- efnadeild lögreglunnar staðið að umfangsmiklum rannsóknum á innflutningi og dreifingu ffkni- efna að undanförnu. I fréttatilkynningu frá saka- dómi í ávana- og fíkniefnum, sem Morgunblaðinu barst í gær, kem- ur fram að maður sá, sem losnaði úr gæzluvarðhaldi um s.l. helgi eftir að hafa setið inni í tæpa 50 daga, var einn af stærstu aðilun- um f fíkniefnamálinu mikla, sem rannsókn hófst á s.I. haust. Maður þessi, sem er hálfþrítugur Reyk- víkingur, sá um innflutning á stórum hluta þeirra 20 kg af hassi, sem sannaðist i málinu, að smyglað var til landsins í fyrra- sumar. Þá hefur hann viðurkennt að hafa smyglað og dreift 6 kg af marihuana mánuðina marz—nóv- ember 1976 og ennfremur smygl á Framhald á bls. 7 Skýrsla um mengun vegna Kísiliðjunnar: Mengunarvamir eins fljótt og tæknilegir möguleikar leyfa „EKKI hafa enn fundizt nein merki um varanlegt heilsutjón starfsmanna af völdum atvinn- unnar, en undirstrika verður það, að eðli rannsóknanna er þannig að sjúkleg einkenni koma ekki fram, hvorki á röntgenmyndum né við ökupróf, fyrr en lungna- sjúkdómur er kominn á allhátt stig, en þá eru lungnaskemmdir ólæknandi. Stefna verður þvf fyrst og fremst að þvf að herða á mengungarvörnum og bíða ekki eftir óbætanlegum skaða.“ Þannig segir i skýrslu um Kísil- iðjuna við Mývatn, sem Heil- brigðiseftirlit ríkisins og land- læknisembættið hafa gefið út. Á fundi hinn 13. marz 1977 er hald- inn var með Heilbrigðiseftirliti rfkisins, landlækni og forstjóra Kísiliðjunnar ásamt öryggisfull- trúa starfsmanna Kísiliðjunnar var þessi skýrsla til umræðu, en hún er fylgirit með Heilbrigðis- skýrslum. I henni er gerð úttekt á mengun, mengunarvörnum og heilbrigðisástandi starfsmanna við verksmiðjuna. Framhald á bls. 7 Þingvallamynd eftir Gunnlaug Blöndal fór á 350 þús. kr. GUÐMUNDUR Axelsson f Klausturhólum hélt sitt 29. list- munauppboð f gær f Súlnasal Hótel Sögu og voru þar boðin upp 58 málverk. Gekk uppboðið vel og seldust málverk fyrir 4 millj. kr. að meðtöldum söluskatti. Sagði Guðmundur, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að mynd Gunnlaugs Blön- dals frá Þingvöllum hefði verið Framhald á bls. 7 Nýi sfmaklefinn á Lakjartorgi. Hvað fær hann að vera lengi f friði? Símaklefarnir aldrei látnir í friði: Þrisvar skipt um klefa á Lækjartorgi á einu ári StMAKLEFINN, sem stendur á Lækjartorgi, hefur nú verið eyði- lagður að mestu þrisvar sinnum á skömmum tfma og nú er búið að ganga frá þriðja sfmaklefanum á torginu á einu ári. Að sögn Haf- steins Þorsteinssonar hjá Lands- sfma tslands, eru starfsmenn sfm- ans svo til daglega við viðgerðir á þessum stöðum, þar sem fólk virðist beinifnis slfta talsnúruna úr sambandi ef það fær ekki fljótt samband við rétt númer. Þar fyrir utan er ráðizt á sfma- klefana og þeir eyðilagðir að mestu eins og fyrr sagði. Hafsteinn Þorsteinsson sagði, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær, að það væri að næturlagi sem klefarnir væru eyðilagðir, og hlyti fólk að ráðast á þá með ein- hverjum bareflum, þar sem glerið í þeim væri sérstaklega styrkt og grindin mjög traust. „Eini símaklefinn, sem fengið hefur að vera í friði, er andspænis miðborgarstöð lögreglunnar, og þvf virðist fólk ekki að ráðast á hann,“ sagði Hafsteinn. Þá sagði hann, að Landssíminn ætlaði nú að koma upp sfmtækj- um á nokkrum stöðum við höfn- ina og eins við Sundahöfn. Á þess- um stöðum hefðu áður verið sím- Framhald á bls. 7 Bræðslunum settir úrslita- kostir um hreinsibúnað í vor — segir heilbrigðisráðuneytið —ÉG reikna með þvf, að í vor verði verksmiðjum eins og fiskimjölsverksmiðju Lýsis og mjöls f Hafnarfirði settir úr- slitakostir og þá verði endan- lega kveðið á um hvað þurfi að gera til að minnka til muna þá mengun sem stafar frá bræðsl- unum, sagði Ingimar Sigurðs- son, lögfræðingur f Heilbrigðis- ráðuneytinu f viðtali við Morgunblaðið f gær. Sagði Ingi- mar að verið væri að vinna að tíllögugerð f Heilbrigðiseftir- liti rfkisins og yrði hún tilbúin undir vorið. Sveinn Guðbjartsson heil- brigðisfulltrúi sagði í Morgun- blaðinu f gær að heilbrigðis- ráðuneytið hefði undanfarin ár gefið út starfsleyfi fyrir bræðslu Lýsis og mjöls gegn vilja heilbrigðisnefndarinnar í Hafnarfirði. Hefur nefndin barizt fyrir því í mörg ár að sögn Sveins að sett verði upp hreinsitæki og reykháfur verk- smiðjunnar hækkaður verulega þannig að reyk frá verksmiðj- unni leggi ekki yfir stóran hluta bæjarins þann tfma, sem loðnubræðslan fer fram. Ingimar Sigurðsson sagði það alrangt að heilbrigðisráðuneyt- ið hefði gefið starfsleyfi gegn vilja heilbrigðisnefndarinnar í Hafnarfirði. — Samkvæmt reglugerð frá 1972 um varnir gegn mengun sótti verksmiðja Lýsis og mjöls um undanþágu fyrir starfsleyfi og hefur sfðan verið á slíkri undanþágu, sagði Ingimar. — Hins vegar getur heil- brigðisnefndin hvenær sem er stöðvað þennan rekstur og seg- ir beinlfnis f þriðju grein laga um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit að heilbrigðis- nefnd á hverjum stað hafi heimild til slíks. I lögunum seg- ir svo.: „Heilbrigðisnefnd er heimilt að stöðva starfsrækslu eða notkun ef skilyrðum laga, heilbrigðisreglugerðar eða heil- brigðissamþykktar eða fyrir- mælum heilbrigðisnefndar samkvæmt heimildum í þeim ákvæðum er ekki fullnægt um starfsrækslu eða húsnæði." — Það er ekki aðeins verk- smiðjan í Hafnarfirði, sem hef- ur starfsleyfi samkvæmt und- anþágu. Hið sama gildir um verksmiðjurnar á Akranesi og f Keflavík, en að vísu er þetta mál erfiðast í Hafnarfirði, þar sem verksmiðjan stendur svo lágt. I verksmiðjunni þar er verið að gera tilraunir með sér- stakan hreinsibúnað sem Jón Þórðarson á Akranesi hefur hannað. í vor ætti að vera komin nokkur reynsla á hvern- ig þessi tæki reynast, en einnig eru komin á markaðinn önnur tæki, sem hægt er að setja upp. Eins og ég sagði áðan er verið að vinna aö tillögum f Heil- brigðiseftirlitinu um hreinsi- búnað og tæki sem minnkað geta þessa mengun og verður væntanlega kveðið á um það í vor hvernig þessu skuli háttað í fyrrnefndum verksmiðjum, sagði Ingimar Sigurðsson að lokum. Gufuþurrkari og soðkjarnatæki það sem koma skal — Reyknum eða gufunni frá verksmiðjunni má eyða að verulegu leyti með gufuþurrk- urum og soðkjarnatækjum, sagði Árni Gfslason, fram- kvæmdastjóri Lýsis og mjöls í samtali við Morgunblaðið í gær en hann á einnig sæti í Heil- Framhald á bls. 19 Gufíiþurrkarar og soðkjam- ar eru það sem koma skal — segir framkvæmdastjóri Lýsis og Mjöb í Hafnarfírði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.