Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 3 „Þakka árangurinn góðri áhöf n, góðum tækjum og góðu skipi,” „ÞANN góða árangur, sem við á Sigurði höfum náð á loðnu- vertfðinni I vetur, getum við þakkað frábærri áhöfn, góðum tækjum góðu skipi og góðum veiðarfærum," sagði Krist- björn Árnason, skipstjóri á Sig- urði RE 4 f samtali við Morgun- blaðið f gær, en þá var Sigurður á leið til Seyðisfjarðar með 1200 lestir og með þessum afla, var skipið búið að fá rösklega 19 þúsund lestir á loðnuvertfð- inni, sem er nýtt met hjá ein- stöku skipi. „Ef það koma 1200 tonn upp úr skipinu að þessu sinni, erum við komnir með 19.100 tonn, en við eigum vart von á að fá meir en 1200 tonn úr skipinu núna, þó svo að við höfum farið með svo til fullar lestar í land, þar sem að loðnan rýrnar svo mikið f lestunum er liða fer á vertið- ina og vigtast að öllu feyti verr. Hvort ég átti von á við fiskuð- um þetta mikið í vetur, vil ég ekki tjá mig beinlínis um. Hins — segir Krist- bjöm Amason skipstjóri á Sigurdi RE, sem fengid hefur 19.000 lestir af loðnu vegar er ekki hægt að neita því að ýmsar tölur voru nefndar. En maður vissi að möguleikinn væri fyrir hendi, þótt Norglob- al væri ekki til staðar, þar sem buið var að byggja yfir skipið, þannig að burðargetan er mun meiri en áður, og ekki má gleyma því að tiðin hefur verið sérstaklega góð í vetur, og nú má ganga illa í lokin ef við förum ekki eitthvað yfir 20.000 þúsund lestir,“ sagði Krist- björn. Kristbjörn sagði, að þeir hefðu kastað 129 sinnum í vet- ur til að ná þessum 19.000 tonn- um, sem þýðir að rösklega 147 tonn hafa fengizt að meðaltali i kasti. Sagðist hann vonast til að loðnuveiðin yrði eitthvað fram í aprilmánuð eins og undanfarin ár og að einhver loðna gengi upp að Snæfellsnesinu á næst- unni. Um sumarveiðarnar sagði Kristbjörn, að erfitt væri að spá nokkru um þær. Ef ástand íss- ins yrði svipað þvi, sem var i fyrra, mætti búast við góðri veiði. Þá yrðu skipin eflaust betur útbúin en I fyrra, og yrði svo að vera ef einhver árangur ætti að nást. T.d. þyrftu skipin að vera með sérstakar sumar- loðnunætur, sem væru miklu Ljósm. Sigurgeir. Kristbjörn Arnason ásamt Sigurði Einarssyni f brúnni á Sigurði. garnminni og léttari en vetrar- næturnar, og um leið lengri og dýpri. Kristbjörn og Haraldur Ágústsson skipta með sér skip- stjórn á Sigurði. Hafa þeir skipt loðnuvertfðinni í 4 timabil og er Haraldur búinn með sinn tíma, og Kristbjörn þvi á siðara út- haldinu sínu. ELO-skákstigin komin út: Friðrik 1 28.-29. sæti ásamt David Bronstein UT ER kominn listi Alþjóðaskák- sambandsins um styrkleika skák- manna f heiminum eftir frammi- stöðu f mótum, en styrkleikinn er mældur f svonefndum ELO- skákstigum. Á listanum eru nöfn 1644 skákmanna, þar af 37 fs- lenzkra skákmanna. Af fslenzku skákmönnunum er Friðrik Ólafs- son með flest stig eða 2560, og hefur hann hækkað um 10 stig frá þvf sfðasti listi kom út. Guðmund- ur Sigurjónsson er með 2520 stig, og hafði lækkað um 10 stig. Alþjóðaskáksambandið gefur slikan lista út um hver áramót. Af fyrrnefndum 1644 skákmönnum eru 129 stórmeistarar. Er Friðrik samkvæmt listanum i 28.—29. sæti yfir sterkustu skákmenn heims ásamt David Bronstein frá Sovétríkjunum, en Guðmundur er í 67.—69. sæti. Flest stig hefur Karpov heimsmeistari eða 2690 stig, Kortsnoj og Petrosjan hafa 2645 stig, Brasilíumaðurinn Mecking hefur 2635 stig, Hort, Portisch, Tal og Polugaevsky hafa 2620 stig, Larsen hefur 2615 stig ásamt Ljubojevic frá Júgóslavíu, Spassky hefur 2610 stig og Þjóð- verjinn Hiibner hefur 2600 stig. Aðrir skákmenn hafa ekki fleiri stig en 2600. Eftirtaldir íslenzkir skákmenn hafa 2350 ELO-stig eða fleiri mið- að við 1. janúar s.l. I sviga eru stigin eins og þau voru 1. janúar 1976 hjá viðkomandi skákmanni: Friðrik Ölafsson 2560 (2550), Guðmundur Sigurjónsson 2520 (2530), Ingi R. Jóhannsson 2405 (2395), Ingvar Ásmundsson 2405 (2415), Ólafur Magnússon 2400 (2400), Helgi Ólafsson 2385 (2370), Jón Kristinsson 2385 (2385), Magnús Sólmundarson 2380 (2370), Benóný Benedikts- son 2375 (2375) og Haukur Ang- antýsson 2350 (2400). Ólíklegt að Gæzlan sé skaðabótaskyld — segir Pétur Sigurðsson „ÞAÐ LIGGUR ljóst fyrir, að það var aldrei tilkynnt hvar raf- magnskapallinn, sem Týr sleit við Eyjar, lá, og hann var merktur á allt öðrum stað inn á sjókort en hann reyndist vera. Því get ég ekki lagt neitt mat á það strax hvort Landhelgisgæzlan sé skaða- bótaskyld vegna kapalsins, en þó þykir mér það harla ólíklegt" sagði Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgiseæzlunnar, i gær- kvöldi þegar Morgunblaðið spurði hann, hvort hann teldi Gæzluna skaðabótaskylda vegna kapals- slitsins. Pétur sagði að öll skjöl og sjó- próf yrðu athuguð nánar á næst- unni og málið yrði síðan rætt með- al þeirra aðila, er hér ættu hlut að máli, en það er Vestmannaeyja- kaupstaður, RARIK og I.andhelg- isgæzlan. 'fomato fxport ^omato ^L/^tChlin •ra-'.fj Lœkkað verð á HP tómatsósu í flestöllum matvöruverslunum ti auðvelda þér að kyrmast hinum sérstœðu vörugœðum. Hafðu HP vöru heim með þér, strax í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.