Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 Andrés B jörns- son útvarps- st jóri sextugur Þegar ég var strákur fyrir norð- an, vissi ég, að Andrés Björnsson var „norrænufræðingur" I Reykjavík, útgefandi og þýðandi nokkurra bóka og höfundur ágætra greina og ritgerða, eink- um um bókmenntir og menn- ingarsöguleg efni. Ég vissi lika, að hann var ættaður úr Skagafirði og starfsheiti hans dagskrárstjóri útvarpsins, sem var með þeim göldrum gert, að það var inni á hvers mann gafli frá morgni til kvölds, en samt sem áður fjarlæg og virðuleg stofnun fyrir sunnan. Reyndar þekkti ég rödd Andrésar Björnssonar, fulla, mjúka og skýra, löngu áður en ég vissi, hver hann var, enda kunn- ara en frá þurfi að segja, að hann er einn bezti upplesari og flytj- andi talaðs máls, sem útvarpið hefur notið, og raddbeitingin örugg, markviss og áreynslulaus. Hvergi verður það gleggra en í ljóðalestri, þar sem þræða þarf milliveg milli oftúlkunar og blæbrigðaleysis og halda brag- forminu til skila með eðlilegum hætti. en þar kemur Andrési að beztu haldi eðlislæg skáldskynj- un og andlegt næmi, sem sumum er gefið, en enginn ávinnur sér. Ég hef liklega verið búinn að sjá Andrési bregða fyrir á götu einu sinni eða tvisvar, þegar fundum okkar bar fyrst saman við græna prófborðið í Mennta- skólanum á Akureyri og ég var að taka þar stúdentspróf. Hann var stjórnskipaður prófdómari í íslenzku, hæglátur, prúður og mildur og horfði tiðum út um gluggann, meðan lömbin voru leidd til slátrunar. Þetta var í júníbyrjun 1961. Við kynntumst ekki meira i það sinn, enda vantar ár upp á, að aldarfjórðungur skilji okkur að aldri og , júbílárin" falli saman. Annars er ekkert líklegra en að við hefðum þá skipzt á fleiri orðum en féllu við prófborðið, og þau voru áreiðanlega ekki fleiri en þurfti. Mér hefði eflaust komið á óvart, ef einhver hefði þá spáð þvf fyrir mér, að leiðir okkar Andrésar ættu eftir að liggja jafnoft og víða saman og raun hefur orðið, og sizt var það nein æskuhugsjón hjá mér að gerast útvarpsmaður. En á vordögum árið eftir hringdi sfm- inn á Nýja Garði, og Andrés Björnsson spurði mig, hvort ég vildi velja og lesa fáein kvæði eftir Stephan G. Stephansson í útvarp. Þessi tilviljun olli því, að ég komst í beinni kynni en áður við þá stofnun sem með árunum varð fastur vinnustaður minn, og má hver, sem vill, lá mér, þó að ég minnist nú á þetta að gefnu til- efni, þegar við það bætist, að Andrés hefur verið kennari minn, æskuslóðir beggja og ýmsir sam- eiginlegir kunningjar hafa verið eða eru norðanlands, menntunar- sviðin hliðstæð og sitthvað sam- eiginlegt í eðli og áhugamálum. „Allt fram streymir endalaust", og nú er Andrés Björnsson sext- ugur í dag. Frá ættum hans kann ég ekki að greina, en hygg, að hann sé af skagfirzku bændafólki kominn, einkum úr Fljótum og Sléttuhlíð, nokkuð langt í ættir fram, og er í frændliði hans margt ágætisfólk, nafntogað fyrir gáfur og dugnað. Foreldrar hans voru Björn Bjarnason, sem lengst bjó á Brekku í Seyluhreppi, og seinni kona hans, Stefanfa Ólafsdóttir, sem varð háöldruð kona og látin er fyrir röskum þremur árum. Sonur Björns af fyrra hjónabandi var Andrés Björnsson eldri, og voru þeir, hann og Andrés út- varpsstjóri, þvf ekki aðeins al- nafnar, heldur einnig hálfbræð- ur. Andrés yngri fæddist að Krossanesi f Vallhólmi 16. marz 1917. Hann missti föður sinn ung- ur, enda var miseldri allmikið með foreldrum hans, sem flutzt höfðu að Hofi á Höfðaströnd, þeg- ar hann var fjögurra ára. Eftir lát föður síns dvaldist hann lengstum með móður sinni, elztu alsystur og fólki þarra að Hofi, unz komið var fram á skólaár. Stúdentsprófi lauk hann úr Menntaskólanum á Akureyri 1937 og á þvi 40 ára stúdentsafmæli i sumar. Á skóla- árum sínum stundaði hann ýmsa vinnu á sumrum eins og löngum hefur verið tftt, en var þó framan af mest heima á Hofi, enda undi hann sér þar bezt og kunni búskapnum vel. Að loknu stúdentsprófi settist Andrés i Háskóla Islands og lauk þaðan kandídatsprófi f íslenzkum fræð- um 1943. Ekki veit ég glöggt, hvaða hug- myndir hann hefur þá gert sér um starf til frambúðar, enda stríðið f algleymingi og tækifærin ekki eins mörg og siðar varð fyrir þá, sem höfðu lokið sér af i „norr- ænudeildinni“ hér heima. En sama árið og hann lauk prófi gerðist hann starfsmaður i brezka upplýsingaráðuneytinu árlangt, 1943 — 44. Starf hans var fólgið í þvf að semja og miðla fréttum og öðru dagskrárefni til íslendinga á vegum BBC vegna stríðsins. Hygg ég þvf, að hann hafi, eins og marg- ir aðrir, orðið útvarpsmaður fyrir hálfgerða tilviljun. Mig grunar, að það hafi verið Andrési töluverð lffsreynsla að kynnast Lundúnum í sprengju- regni rösklega hálfþritugur. En heim kominn varð hann starfs- maður Rikisútvarpsins, sem þá var á fermingaraldri, og er því liðið á fjórða áratug siðan hann kom fyrst við sögu þess. Hann var fulltrúi í skrifstofu útvarpsráðs 1946, settur skrifstofustjóri þess 1951 — 52, skipaður dagskrár- stjóri 1958 og útvarpsstjóri í árs- byrjun 1968. Hann sótti námskeið f útvarps- og sjónvarpsrekstri við Bostonháskóla í Bandaríkjunum 1956 og hafði orlof frá störfum 1963 — 64 og dvaldist þá við bók- menntarannsóknir og ritstörf f Kaupmannahöfn. Þá stundaði hann fyrr á árum aukakennslu við Menntaskólann í Reykjavík og Verzlunarskóla íslands með nokkrum hléum, þýðingar og rit- störf. Kona hans er Margrét Helga Vilhjálmsdótttir frá Kirkjuvogi f Höfnum, mikil atkvæða- og ágætiskona af harð- duglegu fólki komin. Þau eiga fjögur börn, sem öll eru við nám og hafa þegið í arf margt af mann- kostum þeirra og hæfileikum. Heimili þeirra er á Hagamel 21 í Reykjavík. Ég held ég ljóstri ekki upp neinu leyndarmáli, þó að ég segi, að Andrés hafi verið orðinn þreyttur á dagskrárstjórastarf- inu, þegar hann var skipaður lekt- or f fslenzkum bókmenntum í heimspekideild háskólans 1965, eða að hann hafi að minnsta kosti langað að breyta til, enda sætir það í sjálfu sér engum tíðindum. Hann undi nýja starfinu vel og gekk að þvf af áhuga og dugnaði, enda nýttust honum þar með ágætum meðfæddir hæfileikar og menntun. Um það get ég borið, því að þá lágu leiðir okkar enn saman. Ég var þá við nám f íslenzkum fræðum og naut kennslu hans, bæði sem lektors og prófessors í forföllum annars. Það var gaman að vera f tímum hjá honum, enda hafði ég mestan áhuga á kennslugrein hans, og fyrir það vil ég ekki láta hjá líða að þakka honum á þessum degi. Námið Pdeildinni hefur að vísu breytzt mikið sfðan þetta var, en f fyrirlestrum sínum um íslenzkar bókmenntir fram um miðja þessa öld opnaði hann stúdentum sfnum nýjan heim með því að tengja þær helztu höfundum, stefnum og straumum f evrópskum bók- menntum yfirleitt á sama tíma á svo lifandi hátt, að það hlaut að vekja áhuga þeirra. Fyrir lektors- tíð Andrésar er mér ekki kunnugt um, að neinn af kennurum deildarinnar hafi gert það jafn- rækilega. Þar við bættust hlýja og manneskjulegheit f öllum sarn- skiptum við nemendur. Ég er því ekki í neinum vafa um, að Andrés og háskólinn hefðu notið hvor annars með mikilli prýði, ef starfstími hans þar hefði orðið lengri, enda má ætla, að þá hefði honum gefizt betra tóm en ella til rannsókna og ritstarfa. Vel hefði ég getað unnað honum þess að ljúka þar athugunum sfnum á ævi og verkum Gríms Thomsens og ýmsu öðru, sem vinum hans er kunnugt, að hugur hans stendur til, því að ekki hefði hann skort verkefni. Utgáfustörf hans, rit- gerðir og þýðingar bera vitni traustri þekkingu hans og vand- virkni. Og slikt er næmi hans á eigindir skáldskapar og leikni i máli og stíl, að fæstum blandast hugur um, að þar er réttur maður á réttum stað. En útvarpið gaf ekki grið og kallaði aftur, áður en þrjú ár voru liðin frá þvi að Andrés tók við lektorsstöðunni, enda voru aðstæður þannig, þegar hann varð útvarpsstjóri, að hann mátti heita sjálfkjörinn til þess embættis. Mig minnir, að það væri fyrir- rennari hans, Vilhjálmur Þ. Gísla- son, sem sagði f minningargrein um forvera sinn, Jónas Þor- bergsson, að það væri áveðurs að vera útvarpsstjóri. Það eru orð að sönnu, enda gat Vilhjálmur trútt um talað. Af kynnum mfnum við Andrés Björnsson er mér ljóst, að starf hans er engan veginn létt, og um hann næða vindar úr ýmsum áttum. Rikisútvarpið er býsna stórt fyrirtæki á íslenzka vísu og hefur mikla sérstöðu. Það nær til allra landsmanna og liggur þvf óvenjuvel við gagnrýni. Af því er krafizt margvislegrar þjónustu, sem þó er þess eðlis, að um hana má endaiaust deila f nafni hags- muna, smekks eða ólíkra viðhorfa. Það á að vera frjálst og framsækið og fylgjast vel með, en lýtur þó boðum og bönnum stjórn- valda, laga og reglugerða. Það á að vera virðingarvönd menn- ingarstofnun, en samt á þar að vera eitthvað fyrir alla. og það er f eðli sfnu voldugt áróðurstæki, sem beita má til góðs og ills. En hvað er gott, og hvað er illt? Þungi þeirrar kröfu, sem til þess er gerð, stendur í réttu hlutfalli við breytingarnar í átt til æ flókn- ara þjóðfélags, en f öfugu hlut- falli við þá aðstöðu og möguleika, sem það nýtur til að fullnægja þessari kröfu. Það lætur að lfkum að oddviti slfkrar stofnunar á ekki alltaf náðuga daga, þó að sumir kunni ef til vill að halda það. En um það hefur Andrés Björnsson ekki mörg orð, og á móti kemur að áratuga starfsreynsla hans, dóm- greind og glöggskyggni létta hon- um róðurinn, hvort sem við and- byr er að etja eða leiði er gott. Yfirboðarar hans vita, að honum má treysta, og undirmenn hans lfta á hann sem einn úr hópnum, enda er honum fjarri skapi að hreykja sér hátt og hann reynir að greiða úr hverjum vanda með sem minnstum hávaða. Stundum minnir hann mig á friðsaman höfðingja á róstutimum, sem margir vilja hrekja út f stríðið, en kýs að bera klæði á vopnin og hliðra sér hjá illdeilum og telur búi sfnu bezt borgið með friðsælu starfi og festu, þegar við á. Andrés Björnsson er hæglátur maður i öllu dagfari, getur jafn- vel virzt fálátur á stundum. En samstarfsmenn hans vita, að hóg- værð og ljúfmennska eru rfkir eðlisþættir I fari hans og undir niðri slær hlýtt hjarta, sem getur að því skapi fundið meira til sem honum er óljúfara að flíka tilfinn- ingum sinum. Og það er mikill misskilningur, ef einhver held- ur, aðhannséskaplítillmaður eða leiðitamur. Þvi minna sem sær- inn rýkur, því þyngri er undirald- an, og þó að Andrés sé seinþreytt- ur til vandræða og sæti að líkind- um oftar ámæii fyrir að láta sitt- hvað ógert en ofgert, stafar það eingöngu af þvf, að hann veit sem Njáll, að flest orkar tvímælis, þá gert er, og getur verið fastur fyrir eins og klettur, ef því er að skipta. Einhvern tíma, eftir að ég tók við núverandi starfi, vissi hann, að ég var að skrifa bréf og sagði við mig, eilítið spotzkur á svip: „Maður á aldrei að skrifa bréf, Hjörtur minn! Það getur verið alveg stórhættulegt að skrifa bréf!“ 1 munni hans þýðir þetta nokkurn veginn hið sama og að kapp sé bezt með forsjá og betra að hafa sitt á þurru og rasa ekki um ráð fram. SjálfUr getur hann Ifka veitt lakónfsk svör og er lítið gefið um allt málæði. Þess vegna þykist ég vita, að hann kunni mér takmarkaðar þakkir fyrir þennan snöggsoðna greinarstúf, en það verður að hafa það. Andrési Björnssyni á ég svo margt upp að unna, og svo margt höfum við átt saman að sælda, að ekki er óeðlilegt, að hugurinn hvarfli til hans, þegar hann fyllir sjötta tuginn. Ég hef talið mér happ að mega teljast í vinahópi hans, og sama hygg ég að segja megi um velflesta eða alla sam- starfsmenn hans. Sitthvað eigum við sameiginlegt, en um annað erum við eflaust ólíkir, eins og gengur. Við erum sinn af hvorri kynslóð útvarpsmanna, en þrátt fyrir aldursmun og ólfk viðhorf um sumt, minnist ég þess ekki, að okkur hafi nokkurn tíma borið svo mikið á milli, að skyggt hafi á vináttu okkar og kynni. En hvers kýs ég þá að minnast, og hvað er mér efst í hug á þessum tfmamótum í ævi hans? „Hugur einn það veit, er býr hjarta nær“, kvað höfundur Hávamála forðum. Og þó að ég þykist vera orðinn nokkuð kunn- ugur Andrési Björnssyni, fer þvf víðsfjarri, að ég geti lesið hug hans eins og opna bók. Ég hefði til dæmis gjarnan viljað kynnast skáldinu í honum betur, því að örfá kvæði, sem hann birti fyrr á árum í blöðum og tímaritum, eru mér nægileg sönnun þess, að í rfki ljóðlistarinnar hefði hann getað haslað sér völl, svo að eftir hefði verið tekið, ef ströng sjálfsgagn- rýni, lýjandi starf og meðfædd hlédrægni hefðu ekki komið í veg fyrir það. Ég get aldrei varizt þeirri hugsun, að það hafi verið skaði, hve litla rækt hann hefur lagt við ljóðgáfu sfna, svo að vitað sé. Hún þarf hins vegar engum að koma á óvart. Allt, sem hann hef- ur samið og látið frá sér fara í útvarpi og á prenti, ber vitni smekkvísum og óvenju stflhögum manni. Gott dæmi um það er hið hefðbundna ávarp útvarpsstjóra á gamlárskvöld og sá hugblær, sem þvf fylgir og ekki ætti að þurfa að lýsa fyrir áheyrendum. Þá eru tfmamót, sem eru þess eðlis, að alvara lifsins og undur tilverunn- ar láta fæsta ósnortna, hvað sem yfirborðskætinni líður. En Andrés Björnsson á til miklu fleiri hliðar en þá djúpu fhygli og alvöru, sem hann sýnir við hátfð- leg tækifæri. Ég minnist margra stunda í glöðum hópi, þar sem hann hefur leikið við hvern sinn fingur og verið hrókur alls fagnaðar, haft yfir vísur af öllu tagi, ekki sfzt hinn eldfasta leir, sem alltaf er skemmtilegastur, sagt sögur af körlum og kerlingum og lífgað upp á umhverfið með andlegu fjöri og frásagnargáfu. Þá kemur bezt f ljós, hve hæfileikasvið hans er vítt og gáfurnar f jölþættar. Ein þeirra er kímnigáfa hans, sem engu síður beinist að hans eigin persónu en því, sem spaugilegt er í fari annarra eða tilverunnar sjálfrar. Oft hefur kaffistofa út- varpsins glumið af hlátrum, þegar Andrés hefur verið i essinu sínu, og þegar hann stendur fyrir veizl- um eða mannamótum á annað borð, veitir hann af rausn og sýn- ir, að hann er höfðingi í lund. Slikan húsbónda er gaman að hafa, þvf að hann aflar sér sjálf- krafa virðingar og ástsældar. í dag dvelst Andrés Björnsson erlendis, þar sem forðum var ort um hin gömlu kynni, sem gleym- ast ei. Vinir hans og samstarfs- menn senda honum þangað hlýjar kveðjur með þökk fyrir liðnar stundir. Þeir óska honum góðrar heimkomu og margra og heilla- rfkra starfsdaga. Þá langar að sjá fyrirtækið blómgast, húsið rísa og gleðina ríkja f dagsins önn. Jafn- framt vona þeir, að Andrési end- ist gifta og gefist betra tóm en áður til þess að sinna ýmsum þeim hugðarefnum sfnum, sem ekki koma útvarpinu við, svo að aðrir megi njóta ávaxtanna. Og að lokum ein spurning til afmælis- barnsins, sem ég hef borið fram áður og er raunar af afar persónu- legum toga: Ur þvi að þú bjarg- aðir Benóní að landi, hvenær ætl- arðu þá að þýða Rósu? Hjörtur Pálsson. A bernskudögum minum var Ríkisútvarpið löngu gróin stofn- un. Aðdráttarafl þess hefur þvf tæpast verið hið sama og fyrstu árin þegar þjóðin öll lagði eyru við því sem flutt var. Samt reyndist svo í fásinninu norður við Eyjafjörð að engin dægra- stytting var betri og nærtækari en dagskrá útvarpsins. Og þeir menn sem oftast létu þar til sfn heyra urðu heimilisvinir þótt hlust- endur hefðu ekki af þeim annað en röddina. Einn þessara manna var Andrés Björnsson. Djúp og hljóm- þýð rödd hans flutti einatt skáld- skap i bundnu máli og lausu. Oft tók hann einnig saman lestrar- dagskrár og fékk þá til liðs við sig aðra málsnjalla flytjendur. En Ifklega var það Andrés sem einna fyrstu hreif mig með lestri ljóða og sagna. Á þessum árum var hann dagskrárstjóri og mótaði þvi öðrum fremur flutning talaðs máls í útvarpi. Hann átti drýgstan þátt i að festa f huga mínum mynd af Rikisútvarpinu sem menningarstofnun. Sú mynd hefur aldrei fölskvast síðan þótt stofnunin sjálf og starfsemi hennar hafi tekið ýmsum breyt- ingum í áranna rás. Ekki man ég hvað ég gerði mér f hugarlund um manninn Andrés Björnsson þegar ég á unga aldri hlýddi máli hans. En persónuleg kynni sfðar hafa að minnsta kosti ekki breytt hugmyndum mínum í neinum megindráttum. Fyrir mfnum sjónum stóð hann fyrst og fremst sem menningarmiðlandi, og það hefur hann jafnan verið. Haustið 1966 settist ég nýstúdent í heimspekideild háskólans og hóf íslenzkunám. Andrés gegndi þá lektorsstöðu og hann varð fyrsti bókmennta- kennari minn. Og mér varð Ijóst að þarna var kominn sami menningarmiðlandi og ég þekkti úr útvarpinu. Hann las með okkur íslenzkar fornbókmenntir, og mér er í minni af hvílíkum næmleik og virðingu hann nálgaðist þessa gömlu texta. Hann gerði mér fyrstur manna ljós nokkur grund- vallaratriði þess hvernig á að fjalla um skáldskap. Einkum man ég hvernig hann fór höndum um Eddukvæðin. Seta Andrésar á kennarastóli i heimspekideild varð skemmri en ýmsir væntu. Hann tók við embætti útvarpsstjóra í ársbyrjun 1968. Honum hefur því ekki unnizt tóm til að leggja þá rækt við bókmenntarannsóknir sem vonir stóðu til. Skáldskapur Gríms Thomsens varð kjörsvið hans á námsárum við háskólann, og feril Gríms erler.dis hefur hann sfðar kannað sérstaklega. Er Andrés manna fróðastur um allt sem lýtur að skáldinu gamla á Bessastöðum. Dálítið sýnishorn hefur birzt af þessum athugun- um. Þannig þýddi Andrés og gaf út 1975 ritgerðir þær sem Grimur samdi á dönsku um íslenzkar fornbókmenntir. Sú útgáfa er prýðilega úr garði gerð, nýtur víð- tækrar þekkingar Andrésar á efninu og þeirrar smekkvfsi í meðferð máls sem honum er i brjóst lagin. Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.