Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulitrúi Fréttastjóri Auglýsingasjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuSi innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakiS. hf. Árvakur. Reykjavfk. Haraldur Sveinsson Matthlas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. sími 10100. Aðalstræti 6. slmi 22480 Fortíð Alþýðubandalagsins í kjaramálum Skák — Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák Svo líflaus var skákin að einn áhorf- enda steinsofnaði jóðviljinn fór úr jafnvægi í gær vegna þess að Morgun- blaðið sýndi fram á með skýrum rökum í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag, að stórfelldar kaup- hækkanir mundu leiða til nýrrar óðaverðbólgu, sem kæmi verst niður á láglaunafólki, en mundi tryggja verðbólgubröskurum enn frekari kjarabætur en orðið er. Af þessu tilefni fárast ritstjóri Þjóð- viljans mjög yfir þvi, sem hann kallar kenningu Morgunblaðsins um að kauphækkun þýði kjara- skerðingu. Gagnlegt er í þessu sambandi að rifja upp það, sem gerðist, eftir febrúarsamningana 1974. Þeir samningar byggðust fyrst og fremst á mjög verulegri hækkun krónutölu launa og áttu að vera láglaunafólki til hagsbóta. Síðar kom á daginn, að hálaunað- ar iðnaðarmannastéttir innan Al- þýðusambandsins höfðu náð fram mun meiri kauphækkun en lág- launafólkið. En það er mál út af fyrir sig. Rifjum upp aðgerðir vinstri stjórnarinnar i kjölfar þeirra miklu kauphækkana, sem samið var um í febrúar 1974. Eftir þessa kjarasamninga varð vinstri stjórninni ljóst, enda þótt þrír ráðherrar hennar hefðu átt mjög drjúgan hlut að samnings- gerðinni, að þær miklu kaup- hækkanir, sem samið hafði verið um, mundu leiða til ófarnaðar. Þá komu fram tillögur um það innan stjórnarinnar, að afnema frjálsan samningsrétt þann veg, að engir kjarasamningar væru gildir, nema þeir hefðu hlotið uppáskrift opinberra stjórnvalda! Þessi til- laga náði ekki fram að ganga, en það var ekki vegna andstöðu ráð- herra Alþýðubandalagsins, sem hreyfðu engum mótmælum gegn henni. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins i vinstri stjórninni áttu hins vegar upptökin að þeirri til- lögu vinstri stjórnarinnar vorið 1974, að allar kjarabætur, sem væru umfram 20%, skyldu af- numdar með lögum og var alveg Ijóst, að sú Iagagerð mundi ekki aðeins koma niður á hálauna- mönnum innan Alþýðusambands- ins heldur mundi hún einnig skerða kjör láglaunafólks, t.d. fólks í fiskvinnslu. Þessar tillögur ráðherra Al- þýðubandalagsins um að afnema allar kauphækkanir, sem væru umfram 20%, náðu ekki fram að ganga. Hins vegar setti vinstri stjórnin bráðabirgðalög í maflok 1974 og áttu ráðherrar Alþýðu- bandalagsins aðild að þeim bráða- birgðalögum. Þessi bráðabirgða- lög þýddu, að 7.5 vísitölustig, sem launþegar áttu að fá greidd hinn 1. júní í verðlagsbætur samkvæmt kjarasamningum frá því i febrúar voru af þeim tekin með lagaboði og var talið, að um 1000 milljónir króna hefðu verið teknar af laun- þegum með þeirri lagasetningu á verðgildi þess tíma. Þetta var hins vegar ekki eina dæmið um það, að ráðherrar Al- þýðubandalagsins teldu nauðsyn- legt að skerða kauphækkanir til launþega. Þannig stóðu þeir að því, að áfengi og tóbak, sölu- skattshækkun og kostnaður við eigin bifreið yrði tekin út úr visi- tölunni og ennfremur liggur fyr- ir, að ráðherrar Alþýðubandalags- ins lögðu til innan vinstri stjórn- arinnar, að vísitöluhækkun á laun, sem samkvæmt samningum skyldi koma hinn 1. september 1974, yrði ekki greidd fyrr en þremur mánuðum seinna. Vitað var um 12 dæmi þess, að vinstri stjórnin með aðild Alþýðu- bandalagsins hefði ýmist skert eða reynt að skerða kjarasamn- inga verkalýðsfélaga og svikið gefin fyrirheit um samráð við verkalýðssamtök um ráðstafanir í efnahagsmálum. Enda var svo komið, að Björn Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, sem átti um skeið sæti í vinstri stjórninni, lýsti þvf yfir, að hún hefði rekið „ómengaða verkalýðs fjandsam- lega stefnu“. Nú er það auðvitað fráleitt að ætla, að Alþýðubandalagið hafi staðið að öllum þessum tillögum og lagaboðum, sem hér hafa verið rakin vegna þess að flokknum eða forystumönnum hans hafi verið svo mikið í mun að ná sér niðri á launþegum og þá sérstaklega lág- launafólki. Væntanlega er öllum ljóst, að enginn stjórnmálaflokk- ur hefur slíkt markmið sérstak- lega á stefnuskrá sinni. Nærtæk- ari skýring á þessari afstöðu Al- þýðubandalagsins er einfaldlega sú, að meðan það var í ábyrgðar- stöðu og átti aðild að ríkisstjórn landsins gerðu forystumenn þess sér glögga grein fyrir því, að kauphækkanir í orði kveðnu þýða ekki alltaf kjarabætur, þær geta stundum leitt til kjaraskerðingar. Og sú varð líka raunin á vinstri stjórnar árunum. Samið var um miklar beinar kauphækkanir f febrúar 1974, en þegar komið var fram f júní það ár, aðeins þremur mánuðum seinna, varð ljóst, að kaupmáttur þeirra launa, sem samið var um f febrúar, hafði rýrnað um 11—12% m.a. vegna ráðstafana, sem Alþýðubandalag- ið hafði staðið að. Þetta er einmitt kjarni málsins og það sem Morgunblaðið hefur vakið athygli á undanfarnar vikur. Það er bein- linis illa gert við láglaunafólk að hafa uppi kröfugerð, sem mundi leiða til stórfelldrar nýrrar verð- bólguöldu eins og gerðist á árinu 1974 undir vinstri stjórn og óhjá- kvæmilega hlýtur á örstuttum tíma að jgjða til mjög verulegrar kjaraskerðingar. Nú er Alþýðu- bandalagið ekki f vinstri stjórn og ritstjóri Þjóðviljans leyfir sér að túlka aðvörunarorð Morgunblaðs- ins sem kröfu um kjaraskerðingu, en við þurfum ekki að fara nema 3 ár aftur í tímann til þess að sjá að þá voru það ráðherrar Alþýðu- bandalagsins sem vildu afnema kauphækkanir með lögum. Morgunblaðið hefur ekki hvatt til slíkra lagaboða, sem Alþýðu- bandalagið stóð að fyrir 3 árum. Lagaboð eiga að jafnaði ekki við í kjaramálum. Hins vegar hefur Morgunblaðið sýnt fram á það með rökum að kröfugerð ASÍ er ekki í þágu láglaunafólks. ENDA þótt skákmeisturunum Spassky og Hort hafi ekki tek- izt að skapa spennu f einvfgi sfnu á Hótel Loftleiðum, hafa áhorfendur haft nóg að tala um á tveimur sfðustu umferðun- um. Á sunnudaginn ræddu menn f hrifningu um Hrein Halldórsson kúluvarpara og hið glæsilega afrek, sem hann hafði unnið þá um daginn í San Sebastian á Spáni, og f gær- kvöldi ræddu menn um Frið- rik Olafsson og þann heiður, sem honum og Islandi er sýnd- ur með því að bjóða honum embætti forseta Alþjóða skák- sambandsins. En því miður bauð tafl- mennska Spasskys og Horts ekki upp á líflegar umræður. Hort hafði hvítt og upp kom svonefnt afbrigði Lutikovs af spænska leiknum. Sérfræðing- ar voru fljótir að kom’ast að þeirri nióurstöðu, að jafntefli væri líklegast fyrst þetta af- brigði kom upp, og einn þeirra hélt því blákalt fram, að nefnd- ur Lutikov, sem mun vera ÁTTUNDA um ferð skákmóts- ins í Bad Lunderberg var tefld i gær og gerði Friðrik Ólafsson þá jafntefli við Sosonko eftir 13 leiki. „Ég missti af beztu leið- inni út úr byrjuninni og þvi var ég ekkert að reyna mikið, enda er teflt stift hérna,“ sagði Frið- rik, þegar Morgunblaðið ræddi við hann i gær. Friðrik er nú I 3.—4. sæti ásamt þjálfara Karpov, Fourmann, með 5‘A vinning. Karpov er enn i efsta sæti með 7 vinninga, en í öðru sæti er Htibner með 6 vinninga. Úrslitin í áttundu umferðinni urðu annars sem hér segir: Anderson og Karpov sömdu um jafntefli, Keene vann Wocken- fus, Csom og Torre sömdu um jafntefli, HUbner vann Cerousel, Fourmann vann Miles, Timman á síðan unna biðskák við Liberzon og Gligoric og Herman eiga bið- skák, sem er jafntelflisleg. Níunda umferð verður tefld í Rússi, hefði náð jafntefli með þessari byrjun hvenær sem honum sýndist svo. Skákin i Kristalsalnum f gærkvöldi sniglaðist áfram og tímahrak var yfirvofandi. í skákskýringa- salnum voru menn á því, að Hort hefði fengið rýmra tafl út úr byrjuninni en eftir því sem á skákina leið sannfærðust menn um að engir afgerandi sóknar- möguleikar leyndust í stöðunni hjá Hort. Svo hægt gekk skákin um tíma og svo lfflaus var hún, að það gerðist um hálf áttaleyt- ið að áhorfandi einn f skáksaln- um sofnaði f stól sínum. Var maðurinn farinn að hrjóta fer- lega þegar nærstaddir hlupu til og vöktu manninn. Þetta vakti að vonum athygli og Spassky, sem sat einn við skákborðið, leit spurnaraugum fram í sal- inn. Þetta atvik lýsir kannski bezt þeirri deyfð, sem er f ein- víginu. Það myndi örugglega enginn hrjóta f Kristalsalnum ef vinur okkar Larsen væri þar mættur með sína djörfu tafl- mennsku. Hort lék mjög hægt til að byrja með og þegar hann átti ólokið 18 leikjum voru aðeins eftir 35 mínútur af tfmanum og kappinn farinn að ókyrrast í dag og þá teflir Friðrik við Fourmann þjálfara og helzta aðstoðarmann Karpovs. Á morgun, fimmtudag, teflir Friðrik síðan við heimsmeistar- ann Karpov. Hvftt: Friðrik Ólafsson Svart: Gennadi Sosonko Enski leikurinn 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 — Bb4, 4. g3 — 0-0, 5. Bg2 — d5, 6. a3 — Be7, 7. d4 — Rbd7, sætinu. Þegar hér var komið sögu, varð mönnum það alveg ljóst, að enn eitt jafnteflið var að verða staðreynd. Enda kom það á daginn, Hort þrálék og bauð siðan Spassky jafntefli eftir 25 leiki. Spassky þáði vit- anlega jafnteflið, því hvert jafntefli færir hann nær sigri f einviginu. Ég gat þess í upphafi, að Frið- rik Ólafsson hefði verið helzta umræðuefnið meðal áhorfenda f gærkvöldi. Einvígi Kortsnojs og Petrosjans bar einnig á góma og almennur fögnuður varð þegar það fréttist, að Kortsnoj hefði lagt jafnteflis- kónginn Petrosjan að velli. Virtist Kortsnoj eiga sér marga aðdáendur hér á landi. Á töflu á einvígisstað, þar sem skýrt er frá gangi allra fjögurra einvíg- isskákanna, hefur nafn Sovét- rfkjanna staðið að eftir nafni Kortsnojs. í gær var búið að lfma yfir Sovétríkin borða þar sem á stóð Kortsnoj, án ríkis- fangs. Þetta varð til þess, að einhverjum viðstöddum datt í hug að lesa nafn Kortsnojs aft- urábak og kom þá nokkuð skrít- ió í Ijós, nefnilega JON—STROK. Uppá ýmsu geta menn fundið. 8. Dd3 — c6, 9. 0-0 — b6, 10. Hdl — Ba6, 11. b3 — Hc8, 12. Bb2 — c5 Stöðumynd 13. dxc5?! — dxc4 Jafntefli. i gær átti Karpov í höggi við Andérsson. Menn hlökkuðu mjög til þeirrar viðureignar þar eð sfðast er þeir mættust sigr- aði Svfinn. Karpov hefur áreið- anlega haft þá skák í huga því nú tefldi hann mjög varlega. Hvftt: Ulf Andersson Svart: Anatoly Karpov Drottningarindversk vörn I. c4 — Rf6, 2. Rf3 — b6, 3. g3 — Bb7, 4. Bg2 — e6, 5. 0-0 — Be7, 6. d4 — 0-0, 7. Rc3 — d5 (Á sfðasta skákþingi Sovétrfkj- anna var leikurinn 7. . . Re4 tekinn til rækilegs endurmats og þykir ekki eins jafnteflisleg- ur og áður) 8. cxd5 — Rxd5, 9. Rxd5 — exd5, 10. Bf4 — Rd7, II. Hcl — c5, 12. dxc5 — bxc5, 13. Rel (Riddaranum er ætlað að þrýsta á hin „hangandi“ mið- borðspeð svarts) Rf6, 14. Rd3 — Hc8, 15. Be3 — Da5, 16. Del — Db5, 17. a4 — (þvingar fram einföldun á stöðunni) Dxa4, 18. Bxc5 — Bxc5, 19. Rxc5 — Db5, 20. Rxb7 — Hxcl Jafntefli.H SIGURSKÁKIN — Petrosjan og Kortsnoj sjást hér við upphaf fimmtu einvfgisskákarinnar, sem Kortsnoj vann f gær. Þegar Petrosjan gafst upp, stöðvaði hann skákklukkuna og gekk rakleitt úr salnum án þess að taka f höndina á Kortsnoj eða undirrita tilheyrandi skjöl. Að lokinni skákinni sagði Kortsnoj: „Ég gekk frá honum og ég ætla að gera það aftur.“ Símamynd AP. Karpov enn efstur — Friðrik í 3. sæti eftir Sigtrygg Sigtryggs- son MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 17 Skák - Skák - Skák - Skák - Skák - Skák — Skák - Skák - Skák - Skák - Skák — Skák - Skák skarið? Hvftt: Vlastimil Hort Svart: Boris Spassky Spænski leikurinn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 — Bc5!? (Áhorfendur ætl- uðu vart að trúa sínum eigin augum þegar Spassky valdi þetta eldforna afbrigði. Á ágæti þess skal enginn dómur lagður á hér, en byrjendum er þó ráð- lagt að halda sig við 3 .... a6) 4. 0—0 (Hvassari en jafnframt áhættumeiri möguleiki er hér 4. —c3) Rd4 (Nýlega hafaýms- ir sovézkir stórmeistarar með Lutikov fremsta n í flokki endurvakið þetta afbrigði. Það þykir sérstaklega gefa góða raun ef svartur gerir sig fyrir fram ánægðan með jafntefli) 5. Rxd4 — Bxd4, 6. c3 — Bb6, 7. d4 — c6, 8. Bc4 (i flokkakeppni Sovétrfkjanna í fyrra reyndi Tal 8. Ba4 i skák sinni við Luti- kov, en komst ekkert áleiðis eftir 8 .... d6, 9. Ra3 — exd4, 10. cxd4 — Re7,11. Bg5 — f6 og svartur hefur trausta stöðu) d6, 9. Db3 (í skák Romanishins og Lutikovs, sem einnig var tefld í sovézku flokkakeppninni 1976, lék hvftur hér 9. dxe5 — dxe5 10. Dh5 og náði betri stöðu eftir 10... De7, 11. Bg5 — Rf6, 12. Dh4 — Bd8, 13. Rd2 — h6, 14. h3. Síðar kom þó í ljós að svartur hefði auðveldlega getað jafnað taflið með 12.... Be6!) Dc7 (9.... Df6 hefði verið slæmur afleikur vegna 10. f4! — exd4, 11. e5; og hvftur nær óstöðv- andi sókn) 10. dex5 (Hvítur átti varla annarra kosta völ, þvf 10. Be3 — Rf6, 11. f4? — Rg4 leiðir til yfirburðastöðu á svart) dex5,11. a4 — Rf6,12. a5 (Hug- myndin með 11. ieik hvíts. 12. Hel gekk auðvitað ekki vegna 12 .... Rg4, og eftir 12. Rd2 — 0—0 hefur hvftur ekki af miklu að státa) Bc5 (Endateflið eftir 12 .. . Bxa5 13. Bxf7+ — Dxf7, 14. Dxf7+, 15. Hxa5 gefur hvit- um örlitið betri möguleika en Spassky hefur sennilega einnig' óttast að hvítur fengi of mikla sókn eftir 13. Hxa5 — Dxa5, 15. Bxf7—) 13. Dc2 — 0—0, 14. b4 — Be7, 15. Rd2 — Bd7,16. Rb3 (Hvftur hefur nú greinilega rýmratafl) c5 (Góður leikur sem takmark- ar hreyfifrelsi hvítu peðanna á drottingarvæng) 17. b5 — h6. 18. Be3 — Had8. 19. Hfdl (Með þessum leik einfaldast staðan og smávægilegir stöðuyfirburð- ir hvíts fjara út í ekki neitt. E.t.v. hefði verið betra að þreifa fyrir sér með 19. f3 eða 19. Habl) Bc8, 20. f3 — b6, 21. Da2 — Hxdl, 22. Hxdl — Re8, 23. Bd5 — Rf6, 24. Bc4 — Re8, 25. Bd5 Jafntefli Kd4 — Hhl, 59. Hxf5+, — Kxh4, 60. Hf6 — h5, 61. Hg6 — Hfl, 62. Ke4 — Hel+, 63. Kd5 — Kb3, 64. f5 — h4, 65. f6 — Hfl, 66. Ke6 — g3, 67. f7 — g2, 68. Bf6; — Hel+, 69. Kd5 — Hdl+, 70. Ke4 — Hel+, 71. Kd3 Hér stöðvaði Petrosjan klukkuna og strunsaði siðan rakleiðis út. eftir Margeir Pétursson Korchnoi innbyrti vinninginn ÞRÁTT fyrir aó þrír aðstoðar- menn Tigrans Petrosjans, fyrr- um heimsmeistara, ynnu næturvinnu aðfararnótt þriðju- dagsins tókst þeim ekki að villa svo um fyrir Korchnoi að fimmta jafnteflið liti dagsins ljós. Eins og spáð hafði verið reyndist ekkert hald í biðstöð- unni fyrir Petrosjan og þótt hann berðist áfram f 30 leiki eftir bið, hallaði sffellt meira undan fæti fyrir heims- meistaranum fyrrverandi og úrslit skákarinnar lágu alltaf á ljósu. Svart: Viktor Korchnoi Hvftt: Tigran Petrosjan 42. Bd6! (biðleikurinn) — Hd4 43. Bc7 — b5, 44. Hxe2 — Bf7, 45. Hb2 — Bc4, 46. Be5 — Hdl, 47. f4 — Kf7, 48. Bf3 — Hd8, 49. h4 — g4 (49... gxh4 gerir hvitum enn auðveldara fyrir eftir 50. Bh5 — Kg8, 50. Ke3. Petrosjan telur það þvf bestu von sína að tryggja sér valdað frfpeð). 50. Bc6 — Kg6, 51. Bxb5 — BxbS, 52. Hxb5 — Hd2+, 53. Ke3 — Hh2, 54. Hb6+ — Kh5, 55. Hf6 — Ilh3+, 56. Kf2 — Hh2+, 57. Ke3 — Hh3+, 58. Skák mistaka ÞEIR Mecking og Polugaevsky tóku til við biðskák sína úr sjöttu umferð einvígisins í gær. Staða Meekings var talin öllu betri og eftir 51. leik leit allt út fyrir að hinum unga Brasilíu- manni tækist að jafna metin. Þá gerðist undrið. Keppendur tóku skyndilega til við að þrá- leika, og er sama staðan hafði komið upp þrisvar krafðist Polugaevsky að sjálfsögðu jafn- teflis. Mecking mótmælti en það var ekki tekið til greina og þar með elti óheppnin Brasilíu- manninn enn einu sinni. Svart: Lev Polugaevsky Hvftt: Henrique Mecking 41.... Hcl (Bióleikurinn) 42. Hcl, 43 Rf7 — Kg7, 44. Rxd6 — Hc3+, 45. Kd2 — Hxh3+, 46. Rc4 — Bf3, 47. Hg5 — Bxe4, 48. Hxe5 — Bf5, 49 d6 — a4, 50 Hb5 — Hh2+, 51 Ke3 — Hh3+, 52 Kd2 — Hh2+, 53 Ke3 — Hh3+, 54 Kd2 Hér tók dómar- inn til greina kröfu Staðan í einvígjunum BORIS SPASSKY — VLASTIMIL HORT 4M:3« Áttunda skákin verður tefld að Hótel Loftleiðum á morgun klukkan 17 og hefur Spassky þá hvftt. LEV POLUGAJEVSKY — HENRIQUE MECKING 3H:2M Sjöunda einvfgisskákin verður tefld í dag og hefur þá Polugajevsky hvítt. VIKTOR KORTSNOJ — TIGRAN PETROSJAN 3:2 Sjötta einvfgisskák þeirra verður tefld í dag og hefur Petrosjan hvftt f skákinni. LAJOS PORTISCH — BENT LARSEN 4:2 Sjöunda skák þeirra verður tefld á morgun og þá hefur Larsen hvítt. Polugaevskys um jafntefli. Flestir voru þó á því að staóa Meckings væri unnin. Það var því vissulega slysalegt af hon- um að þráleika í tímahrakinu. Einhverjum Svisslendingi varð að orði eftir þessa skák að þetta væri ágætt. „Nú hafa þeir teflt svo illa að þeir geta vart annað en bætt sig.“ Við hér f Reykja- vík mundum þó áreiðanlega þiggja nokkra grófa afleiki hjá þeim Spassky og Hort því að það eru einmitt mistökin sem gera skákirnar skemmtilegar. Á sunnudaginn bættu menn upp daufa skák með þvf að ræða um Hrein Halldórsson og f gærkvöldi ræddu menn um Friðrik. „Anœgjuleg tíðindi fyrir Friðrik og íslenzku þjóðina” — segir Einar S. Einarsson, forseti Skáksam bandsins — ÞETTA eru mjög ánægjuleg tíðindi fyrir Friðrik og alla fs- lenzku þjóðina, sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksam- bands tslands, við Mbl. f gær- kvöldi, skömmu eftir að frétt- irnar um Friðrik Ólafsson höfðu borizt frá Þýzkalandi. — Bæði er þetta mikill per- sónulegur heiður fyrir Friðrik og einnig sýnir þessi ákvörðun Euwe það traust, sem Island nýtur f skákheiminum. Það má segja að með þessari ákvörðun sé Euwe að reyna að leysa ýmis stjórnmálaleg vandamál, sem komið hafa upp innan FIDE að undanförnu og orðið hafa sam- bandinu þung f skauti, þ.e. tog- streitan milli austurs og vest- urs. Euwe telur væntanlega að maður frá hlutlausu landi gæti bjargað FIDE og til þess hlut- verks telur hann væntanlega Friðrik Ólafsson hæfastan. Ef Friðrik gefur jákvætt svar og verður kjörinn, verður Island þar með miðstöð alls skáklffs f heiminum og það yrði að sjálf- sögðu gífurleg efling fyrir skákina f landinu. Þetta myndi hafa kostnað f för með sér og eflaust þyrfti fslenzka ríkið að hlaupa undir bagga, þannig að ég Ift ekki á þetta sem mál Friðriks Ólafssonar eins heldur varðar þetta alla þjóðina, sagði Einar S. Einarsson. Högni Torfason, varaforseti Skáksambandsins, sagði við Mbl., að þetta tilboð sýndi vel hve Friðrik hefði verið góður fulltrúi Islands á skákmótum. — Menn hafa kunnað að meta hann sem skákmann og einnig sem mann, sagði Högni. Og hann bætti þvf við, að þetta væri ennfremur ánægjuefni og virðingarvottur fyrir þá fjöl- mörgu forystumenn skákmála á tslandi fyrr og sfðar, sem unnið hefðu að þvf að vinna tslandi það sæti f skákheimin- um, sem það nú skipaði. Þeir Einar og Högni sögðu að lokum, að þeir teldu að Friðrik hefði meirihluta aðildarþjóða FIDE að baki sér, að öðrum kosti væri Euwe ekki að brydda upp á þessu núna. Euwe umhugað að eftirmaður sinn verði skákmaður JÓN Hálfdánarson skákmaður, sem starfar sem prófessor við háskólann í Göttingen i Vestur- Þýzkalandi, hefur sent heim fréttir af þýzka afmælisskák- mótinu í Bad Lauterberg. í gærkvöldi sendi hann heim eftirfarandi frétt um Friðrik Ólafsson undir fyrirsögninni „Flytzt miðstjórn skákmála i heiminum til islands?" Hollendingurinn Max Euwe, formaður Alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE), iagði leið sina á skákmótið í Bad Lauter- berg um helgina. Erindi Euwe var m.a. að fara þess á leit við Friðrik Ólafsson, að hann axl- aði byrðarnar og yrði sinn eftir- maður. Euwe hefur verið formaður FIDE sfðan á Ólympíuskákmót- inu í Siegen 1970, en kjörtíma- bil hans rennur út á næsta ári og lætur hann þá af störfum. Euwe er fæddur 1901 og er núna orðinn gamall og lúinn. Honum er umhugað um, að eftirmaður sinn verði skákmað- ur, en Euwe var sem kunnugt er heimsmeistari 1935—1937. Það er ekki tilviljun að val hans fellur á Friðrik núna. Friðrik hefur hvarvetna unnið sér vini með prúðmennsku og vinalegri framkomu og skákunnendur meta hann fyrir litrika tafl- mennsku. Eins hafa fréttir af því farið víða, hve vel hefur verið staðið að þeim skák- keppnum, sem haldnar hafa verið á íslandi siðustu ár, og menn vita, að íslenzka skák- hreyfingin á duglegum og hug- umstórum forystumönnum á að skipa, sem yrðu Friðriki innan handar, ef hann tekur að sér þetta ábyrgðarmikla starf. Upp á síðkastið hefur brostið i máttarviðum Alþjóðaskák- sambandsins, og menn skiptzt i tvær sveitir i pólitískum deil- um. Enn ætti mönnum að vera í fersku minni deilurnar, sem stóðu um Ölympíuskákmótið í ísrael og flótta Kortsnojs nú nýverið. Hér i Vestur- Þýzkalandi voru mál tékkneska stórmeistarans Pachmans þeg- ar rædd i blöðum og sjónvarpi, þegar honum var vikið úr landi i Tékkóslóvakiu og tók sér bú- setu i Vestur-Þýzkalandi. ís- lánd er álitið hlutlaust land, og telja menn þvi lfklegt að íslend- ingur geti eitthvað lægt öldurn- ar. Að frátöldum ofangreindum vandamálum eru enn mörg skipulagsmál óleyst innan skák- hreyfingarinnar, og mikið verk að vinna við útbreiðslu skáklist- arinnar í heiminum og þar viða óplægður akur. Það verður Friðriki efalaust ekki létt ákvörðun að gefa kost á sér i þetta vandasama embætti, þvi það er víst, að þá gefst minni tími til skákiðkana. En við sjá- um hvað setur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.