Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 19 Helgi Ólafs- son teflir í Kaliforníu HELGI Ólafsson skákmaður fer á föstudaginn til Lone Pine f Kali- forníu, þar sem hann mun tefla á mjög sterku skákmóti. Ekki ligg- ur ljóst fyrir hve margir stór- meistarar verða þarna meðal þátt- takenda, en f fyrra voru þátttak- endur alls milli 50 og 60, þar af rúmlega 20 stórmeistarar. Banda- rfskur milljónamæringur fjár- magnar þetta mót, og eru fyrstu verðlaun tæpar 2 milljónir króna. í fyrra bar Petrosjan sigur úr býtum i þessu móti. Á mótinu i Lone Pine verða tefldar 9 umferðir eftir sviss- neska kerfinu. Mótið hefst á sunnudaginn 20. marz og því lýk- ur 30. marz. Helgi Ólafsson fer á þetta mót með styrk Taflfélags Reykjavíkur. — Hreinn Framhald af bls. 32 Huseby, sem varð Evrópu- meistari í kúluvarpi 1946 og 1950. — Ég hafði gert mér von- ir um að Hreinn yrði framar- lega á mótinu, þar sem hann hefur verið í svo mikilli fram- för að undanförnu. En að hann sigraði var meira en ég þorði að vona. Ég hélt að hann myndi ekki koma upp svona strax. Þegar Huseby varð Evrópu- meistari 1946 varpaði hann kúlunni 15,63 metra og þegar hann varð meistari 1950 varpaði hann 16,74 metra. Þá voru yfirburðir Husebys slíkir að hann hefði getað staðið aftan við hringinn en sigrað samt. Og nú varpaði Hreinn tæplega 4 metrum lengra en Huseby gerði! — Þetta eru stórkostleg- ar framfarir, sagði Huseby — það er allt sem hefur breytzt, og þá ekki hvað sízt kasttæknin sjálf. Munum gera það sem við getum Sú spurning var lögð fyrir Örn Eiðsson, formann Frjáls- iþróttasambandsins, hvað FRI hygðist gera til þess að auð- velda Hreini æfingar og bæta aðstöðu hans, en það vakti mikla athygli á Evrópumótinu er það spurðist, að Hreinn væri i fullri vinnu, en flestir keppi- nautar hans hafa mjög rúman tima til æfinga. — Það er ekki gott að segja hvað við getum gert fyrir Hrein, sagói örn — en eitt er hins vegar víst aó við munum gera allt sem I okkar valdi stendur. Ég vona að þetta glæsi- lega afrek hans opni augu ríkis- valdsins fyrir gildi þess að eiga svo frábærum íþróttamönnum á að skipa. Og vist er að Hreinn hefur hug á þvi að auka enn við æfingar sinar og stefna hærra. — Það sem ég þarf fyrst og fremst er meiri tími til æfinga, sagði hann — ef vel á að vera þarf ég að æfa sex daga vik- unnar, og þá tvisvar á dag. — Fæðingarorlof Framhald af bls. 32 sætt megnri óánægju og hörðum mótmælum kvenna. Flutningsmenn þessa frum- varps vilja láta leysa þennan vanda sem allra fyrst. Telja þeir rétt að tekið verði af tvímæli með þvi að festa berum orðum í lög þá framkvæmd, sem var á greiðslu fæðingarorlofs s.l. ár og var í sam- ræmi við tilgang laganna, sem Alþingi samþykkti um þetta efni vorið 1975. Flutningsmenn fagna þvi, að ráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til að gera heildarendur- skoðun á lögunum um atvinnu- leysistryggingar. Þar er margra lagfæringa þröf. Ljóst er, að heildarendurskoðun verður flók- ið verk og tímafrekt. Það eina atriði, sem þetta frumvarp fjallar um, þolir hins vegar ekki bið og er i raun staðfesting á vilja Alþingis í þessu máli. Flutnings- inenn vonast til að Alþingi veiti þessu máli skjóta og greiða af- greiðslu. Svava Jakobsdóttir (Abl) hefur og lagt fram frumvarp til laga um svipað efni. Hún leggur til að 16. gr. laganna falli niður og inn komi bráðabirgðaákvæði, hlið- stætt því sem er f tillögu fyrr- greindra þingmanna. — Bræðslunum Framhald af bls. 2 brigðisnefnd Hafnarfjarðar. — Þetta er dýr útbúnaóur, sem gerir afurðirnar betri, auk þess sem gufumagnið minnkar til mikilla muna. Við viljum miklu frekar, ef hægt væri að fá fjár- magn til þess, setja upp slik tæki en að eyða allt að þvi jafn miklu fé i reykháf, sem siðan kæmi aðeins að takmörkuðum notum. Það finnst okkur alls ekki rétta leiðin. — Við höfum í vetur verið með til reynslu hreinsibúnað frá Jóni Þórðarsyni og hefur hann gefið nokkuð góða raun, en hreinsar þó aðeins litinn hluta. Þá höfum við lagt á það áherzlu að reyna að fá loðnuna sem allra nýjasta og lyktin er ekki eins afleit og fólk er að tala um. Það er a.m.k. ekki kvartað yfir henni að ráði á minni stöðunum, aðallega á þéttbýlissvæðunum. Þá mætti það alveg koma fram, að ég veit ekki til þess að fram hafi farið rannsóknir á því hversu mikil mengun og óhollusta fylgir reyknum frá fiskimjölsverk- smiðjunum, sagði Árni Gíslason að lokum. — Álorkan Framhald af bls. 18 því, að álverksmiðjan í Straums- vík væri byggð og þjóðin hefur hagnast á því. Þjóðin hefur fengið, síðan álverksmiðjan tók til starfa, 24 þús. millj. kr. í erlendum gjaldeyri, 24 milljarða kr. fyrir orkusölu, fyrir vinnu- laun, flutninga og ýmsa þjónustu. Og orkusalan er stór þáttur í þessu eins og ég lýsti áðan, sem gerir það fært að Landsvirkjun, eða réttara sagt þjóðin, eignast stórvirkjun á tiltölulega fáum árum; virkjun, sem álverið hefur borgað. Það má þess vegna segja, að samningurinn við ÍSAL hafi verið þjóðinni hagstæður. Hreinsitækin Hitt er svo annað mál, að hreinsitæki eru ekki enn komin í verksmiðjuna, en þau verða að koma. En menn vita það, að fyrir aðeins þremur árum var gerð til- raun með íslenzk tæki, sem ekki reyndust duga, og það er ekki nema eins og hálft annað ár síðan fullkomnustu tæki, sem við þekkjum nú, vóru fullreynd annars staðar og það eru þau tæki, sem verða sett upp í Straumsvík. Við fáum beztu hreinsitækin, sem nú eru þekkt; og minnstu mengun, sem getur orðið af stóriðju, eins og frá áli. Um þetta er enginn ágreiningur. Það er heldur enginn ágreiningur um það, að ef hér verður reist aftur verksmiðja, stóriðjuverk- smiðja, hvort sem það er járn- blendi eða annað, þá ber að tryggja fullkomnustu mengunar- varnir, sem hægt er að fá. Það þarf ekki að deila um það. Þar eru menn sammála. — Rætt við Sigurð Framhald af bls. 10 Að lokum vildi hann koma á framfæri smákveðju til un- ga fólksins. — Eg vil að endingu óska ungu kynslóðinni góðs gen- gis — þeim sem eiga að bvQQÍa landið eftir okkur. Ff ég mætti ráðleggja unga fól- kinu nokkuð þá er það að neyta ekki víns eða tóbaks, kveikja ekki i fyrstu sigaret- tunni og fá sér ekki fyrsta sopann — þá verður það til gæfu — það get ég sagt með vissu, því ég hef verið bindindismaðuralla ævi. — Minning Steinunn Framhald af bls. 22 húsfreyju'að veita forstöðu mann- mörgu heimili, annast dagleg störf og eiga annan þáttinn í upp- eldi margra barna. En heimili Steinunnar Magnúsdóttur hafði sérstöðu, er hér var komið sögu. Kona háskólakennara, — og síðar biskups — hlaut i mörgum tilfell- um að annast fjölþættari störf og vandleystari en húsfreyjur flest- ar verða af höndum að inna. Tvennt kom þar til fyrst og fremst, og var hvorttveggja tengt þeim trúnaðarstörfum, er maður hennar hafði með höndum; mót- töku gesta og langferðir innan- lands og utan. Óhætt er að segja án orðlenginga, að þjónusta henn- ar við gesti var slík, að á betra varð ekki kosið. Ferðalög ýmiskonar, innan- lands og utan, voru embættis- skylda Ásmundar Guðmundsson- ar, eftir að hann var kjörinn biskup. Kona hans mun alloft hafa tekið þátt í þeim ferðum. Það hefur vafalaust verið henni ljúft, hvort sem henni hefur verið það skylt, svo samhent sem þau voru i langri sambúð. A Laufásvegi 75 hefur um ára- tugi verið mikið menningarheim- ili. Saga Steinunnar Magnúsdótt- ur og Ásmundar Guðmundssonar er fyrst og fremst tengd því. En fleiri eiga þó hlutdeild að henni. heil fjölskylda. Börn þeirra ólust þar upp að miklu leyti. Þaðan lögðu þau leið sína, sum ef til vill á „dýpstu mið“, með veganesti úr foreldrahúsum sem best varð á kosið. En leiðin lá aftur heim, ef ekki til langdvalar, þá til að njóta samvista með fjölskyldunni stundarkorn. Siðustu æviár frú Steinunnar var heimili hennar sá miðdepill, er seiddi og dró til sín skyldmenn- in. Biskupssetur var að Laufási í Reykjavik 1908 — 1916. Þann garð gerðu frægan Þórhallur Bjarnarson og Valgeróur Jóns- dóttir. Sr. Magnús Helgason, nákunnugur biskupshjónunum, segir á einum stað f minningar- grein um Þórhall biskup: „Laufás var góður skóli. Hvergi voru hús- bændur prúðari og hispurslausari í senn, hvergi voru börn betur uppalin.“ Ég tel að fyrrverandi húsbændur að Laufásvegi 75 verðskuldi einnig slika einkunn. Börn Steinunnar Magnúsdóttur og Ásmundar Guðmundssonar í aldursröð: Andrés læknir, Þóra bankaritari, Sigríður húsfrú, Áslaug ritari, Guðmundur lög- fræðingur, látinn, Magnús lækn- ir, Tryggvi læknir. Auk þess dvaldist Magnús Guðmundsson, sonarsonur þeirra hjá þeim eftir lát föður sins. Steinunn Magnúsdóttir átti við vanheilsu að búa síðustu misserin sem hún lifði. Siðastliðið sumar gekkst hún undir hættulega skurðaðgerð. Næstu mánuði dvaldi hún öðru hvoru á sjúkra- húsi, en þó oftar heima, og hafði hún þá jafnan fótaferð. Naut hún ástúðlegrar umhyggju barna sinna og annarra ástvina. Að- fararnótt 6. desember s.l. veiktist hún og var flutt i skjúkrahús. Þar andaðist hún fáum klukkustund- um siðar, rúmlega 82 ára að aldri. Þórgnýr Guðmundsson fyrrverandi skólastióri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.