Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 23 Haukur Arnar Þórð- arson — Minning Fæddur 23. maf 1965. Dáinn 8. marz 1977 Mér varð orðfall þegar Didda hringdi og sagði að hann Haukur væri dáinn, hann Haukur sem kom hér kvöldið áður að finna Þorstein og Albert, fullur af lifi og fallegu brúnu augun hans ljómuðu þegar ég sagði við hann: þú hefur stækkað mikið, Haukur minn. Það er kannski ekki hægt að segja að 11 ára drengur sé búinn að marka djúp spor á stuttri ævi, en þau eru dýpri en margur held- ur. Haukur var mikill dýravinur og ber það vott um gott innræti hans. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka honum samverustundirnar og minnumst þess að þeir sem Guðirnir elska deyja ungir. Við biðjum Guð að styrkja foreldra, systkini, ömmu hans og afa og annað venslafólk i þeirra miklu sorg. Við kveðjum prúðan dreng. 1 Guðs friði. Þóra Jónsdóttir Kristján Albertsson. Með þessum fátæklegu kveðju- orðum langar mig til þess að þakka Hauki Arnari Þórðarsyni fyrir það, hvernig hann auðgaði lif mitt. Hann færði mér gleði og yl hin fáu ár, sem leiðir okkar lágu saman í öldutúnsskóla. Ég þakka honum fyrir traustið, sem hann sýndi mér, meðan hann var nemandi minn í 7 ára bekk, og uppörvunina, sem hann veitti mér með hinni miklu alúð, sem hann lagði við námið. Mikill aldursmunur var á okkur Hauki, en það kom ekki að sök. Við urð- um vinir. Ég kvaddi bekkinn með söknuði um vorið, en næstu árin mætti ég Hauki oft á skóla- göngum og leikvellinum, og þá fannst mér alltaf verða bjartara í kringum mig, því að ég sá það í fallegu, brúnu augunum hans og brosinu, að hann hafði ekki gleymt mér. Guð blessi minningu hans og styðji ástvini hans. Sigurlaug Björnsdóttir. Við eigum erfitt með að skilja, að hann Haukur sé farinn frá okkur. Hann var ekki nema tæpra 12 ára og átti allt lifið framundan. Árið 1974 fluttist ég með for- eldrum minum til Hafnarfjarðar í nágrenni við Hauk. Þar hófust kynni okkar leikfélaganna og áttum við margar ánægjustundir saman eins og fótbolta á planinu, veiðiferðir á bryggjunni og hjól- reiðaferðir. Haukur hafði gaman af lestri góðra bóka og átti margar bækur. Einnig hafði hann gaman af fiskirækt og hjálpaði hann mér af stað með ýmislegt í sambandi við mína fiska þegar ég byrjaði. Ég minnist Hauks sem góós fé- laga og bið Guð að blessa minn- ingu hans. Eins bið ég Guð að styrkja foreldra hans og systkini. Bragi. Kristbjörg Jónsdótt- ir — Minningarorð Fædd 11. janúar 1898 Dáin 7. marz 1977 Það þykja engin stórtíðindi þó að öldruð húsmóðir sofni hinsta svefni hérna megin grafar, en hann er þó stór sá hópur skyld- menna og kærra vina, sem fyllist sárum söknuði þegar Kristbjörg er horfin héðan, en minningin lifir, minningin um elskulega konu, sem vafði mann sinni eðlis- lægri ástúð og var boðin og búin til hjálpar hvenær og hvar sem var og raunar ekki ánægð nema hún gæti létt öðrum þeirra byrð- ar. Kristbjörg var fædd i Krókshús- um á Rauðasandi 11. janúar 1898, dóttir Jóns Árnasonar bónda þar og konu hans Ólínu Jóhönnu Benónýsdóttur. Tveggja ára að aldri missti hún móður sina og eins og þá var algengast leystist heimilið upp og börnunum var komið fyrir. Það mun hafa verið einhver heilladís, sem réð því að hún var öll sin uppvaxtarár hjá öðlingsfólki. Fyrstu tvö árin eftir móðurmissinn var hún hjá ljósu sinni, Mörtu Elisabet Stefánsdótt- ur, og hennar manni, Samúel Egg- ertssyni kennara, sem bæði voru þekkt fyrir þá ást og umhyggju, sem þau sýndu öllu sem lítils mátti sin, sjálfsagt oftast um efni fram þvi veraldarauður var af skornum skammti en hjartarúmið þeim mun meira og margir, sem hjá þeim áttu athvarf um lengri eða skemmri tima. Frá þeim fór hún til frænku sinnar, Veroniku Árnadóttur, til skamms tima þó eða þar til hún á fimmta ári fór til Ölafs Thoroddsen og móður hans, frú Sigriðar i Vatnsdal við Patreksfjörð. Ekki var í kot vísað hjá þeim mæðginum og vel var hugsað um litlu telpuna bæði til sálar og líkama og I Vatnsdal fékk hún það veganesti, sem hún bjó að alla ævi og ævinlega talaði hún um Sigríði sem mömmu, það segir sína sögu. Þegar Kristbjörg var á tíunda ári giftist Ólafur fóstri hennar Ólinu Andrésdóttur. Þau eignuðust fjórtán börn, sem öll hafa verið Kristbjörgu sem bestu systkini. Átján ára fór Kristbjörg til Reykjavíkur og átti þar heimili eftir það. Hún giftist 12. maí 1923 Guðbirni Ásmundssyni sjómanni frá Gerðakoti á Álftanesi, miklum dugnaðarmanni og átti með hon- um sex börn, sem öll eru á lífi og öll búsett hér i Reykjavík og Hafnarfirði. Þau eru: Jón Ágúst, iðnraffræðingur, Ólafur, fram- leiðslumaður, Ásmundur, pípu- lagningameistari, Sigriður, hús- frú, Ingibjör, húsfrú, og Guðmundur, matsveinn. Þau Kristbjörg og Guðbjörn bjuggu á ýmsum stöðum i Reykjavík og oft- ast i eigin húsnæði, en slitu sam- vistum árið 1949. I mörg ár vann Kristbjörg utan heimilis og lengst af við matargerð bæði á sjó og landi og einnig var hún við fisk- vinnu i nokkur ár. Lengst af hélt hún heimili með Ásmundi syni sínum en síðustu fimm árin var hún á Hrafnistu og naut þá tryggðar allra sinna fjölmörgu vina bæði nær og fjær, sem ég veit að hún þakkar af alhug. Ég sem þetta skrifa er svo lánsamur að eiga aðra dóttur Kristbjargar fyrir konu og tel það mina mestu gæfu og betri tengdamóður tel ég vandfundna. Strax við fyrstu kynni vakti athygli mína hennar mikla gestrisni og umhyggja fyrir þeim sem hún taldi hjálpar þurfi og aldrei leið henni betur en þeg- ar gesti bar að garði og hún gat veitt þeim af allri sinni rausn. Heimili hennar bar alltaf vott um mikla snyrtimennsku og hafðj yf- ir sér þennan hlýja, vinalega svip, sem aðeins sönn húsmóðir getur skapað. Hún var snillingur i matargerð enda eftirsótt til slikra starfa. Og nú er hún lögð af stað i ferðina miklu til betri og bjartari heima, þessi netta, fallega kona, sem ég og margir aðrir eigum svo mikið að þakka. Megi guð blessa tengdamóður mina í betri heimi, ástarþakkir fyrir allt og allt. Steinn Gunnarsson. Eiginmaður minn SIGURÐUR KRISTJÁNSSON, frá SiglufirSi, lést i Landspitalanum föstudaginn 1 1. marz. Þórarna Erlendsdóttir. t Kveðjuathöfn um eiginmann minn og föður okkar er lézt 13.30 1 9. marz kl EIRÍK SKÚLASON frá Mörtungu. Háaleitisbraut 26 10. marz, verður ! Fossvogskirkju föstudaginn 18. marz kl Útförin verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu laugardaginn 1330 Helga S. Friðbjörnsdóttir, Rannveig Eirfksdóttir, Svala Eirfksdóttir. Arnþrúður Þ. Eirfksdóttir. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGÞÓRS VALDIMARSSONAR vélstjóra Kambsmýri 14, Akureyri Auður Antonsdóttir Anton Sigþórsson Valdimar Sigþórsson Þorbjörg Sigþórsdóttir Sigþór Sigþórsson Þorbjörg Jónsdóttir Ragnar Valdimarsson ÓSinn Valdimarsson SVAR MÍTT EFTIR BILLY GRAHAM Eg heyri margt og mikið um kristindóminn, en mér virðist menn greina mjög á um, hvað hann er I raun og veru. Kristnir trúflokkar eru ótalmargir. Eg veit, að þér eruð einn af trúarleiðtogum heimsins, svo að mér datt I hug, að vera mætti, að þér gætuð svarað spurningu minni. Eg bið fullur eftirvæntingar. Ein skýringin í orðabók nokkurri á þvi, hvað í því felst að vera kristinn, er einfaldlega þessi: „Að tilheyra Jesú Kristi“. Eg held þetta sé ein- hver bezta skilgreiningin, sem eg þekki. Þegar við trúum á fullkomnað verk hans á krossinum, verð- um við hluti af hinum leyndardómsfulla líkama Krists og eignumst þá eiginleika, sem Drottinn sýndi og kenndi. Eg segi við hvern og einn, sem á þessa trú, hvaða kirkjudeild sem hann tilheyrir: „Tökumst i hendur, við erum bræður!“ Eg klippti úr blaði eftirfarandi orð, sem mér finnst lýsa vel, hvað kristinn maður er: „Heima er það vinsemd; í viðskiptum er það heiðarleikur; í samfélaginu er það kurteisi; í starfi er þaö trúmennska; gagnvart ógæfumönn- um er það samúð; gagnvart veikum er það hjálp; gagnvart spilltum er það stuðningur; gagnvart sterkum er það traust; gagnvart iðrandi syndara er það fyrirgefning; gagnvart lánsmanni er það hamingjuósk; gagnvart Guði er það lotning og hlýðni.“ I Kristi erum við þegar „eitt“.. . hvaða kirkju, sem við sækjum, ef við trúum á hann sem Drottin okkar og frelsara. + Þökkum öllum þeim er sýndu okkur virisemd og samúð við fráfall moður okkar ASU ÁSGRÍMSDÓTTUR Drafnarstfg 2 Þökkum læknum og öðru starfsfólki Landakotsspítalans fyrir alla þá aðstoð sem henni var veitt. Fyrir hönd tengdabarna, barna og barnabarna Ásgrímur Ásgeirsson Sigrlður Ásgeirsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna Iráfalls eiginkonu minnar, móður, og systur okkar, KRISTJÖNU BLACK * fædd Kristjánsdóttir, Eirlksgötu 23. Willy Black, SigríSur Kristjánsdóttir, Susan Black. Jóhanna Kristjánsdóttir, og vandamenn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd vegna andláts og útfarar INGIBJARGAR E. EYFELLS Eyjóifur J. Eytells Einar Eyfells Unnur N. Eyfells Elfn Eyfells Þór Jóhannsson Jóhann K. Eyfells Kristín H. Eyfells Kristín I. Eyfells Kristfn M. Jónsdóttir Ingólfur H. Eyfells og önnur barnabórn + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður tengdaföður og afa VILHJALMS HANNESSONAR frá Tandraseli Ragna Ólafsdóttir Ingiþjörg Vilhjálmsdóttir Þorvaldur Guðmundsson Ólöf Vilhjálmsdóttir GarSar Jónsson Svavar Vilhjálmsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins mins, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa SIGURÐAR HALLVARÐSSONAR SteinagerSi 14 Ólöf Halldórsdóttir börn, tengdabörn, bamabörn og ba rnabarnabörn Lokað í dag eftir hádegi vegna jarðarfarar SiGURÐAR K.S. ÞÓRÐARSONAR. Baader Þjónustan h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.