Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 25 félk í fréttum Ljósmynd Mb. Albert Kemp. + Steinþór Eirfksson, listmálari á Egilsstöðum, hefur nýlega lokið við að mála mjög stóra veggmynd fyrir Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar h.f. og prýðir myndin vegg matstofu fyrirtækisins. Myndin, sem er 7 metra löng og 1V4 metri á hæð, er af Austfjörðum. Sýnir hún Austfjarðafjöllin, Skrúðinn, Fljótsdalshérað, Borgarf jörð eystri og Dyrf jöll m.a. Sá hluti myndarinnar, sem hér fylgir á Ijósmyndinni, sýnir Fljótsdalshérað og inn til Snæfells. Fyrir framan situr listamaðurinn t.v. ásamt Glsla Jónatanssyni kaupfélagsstjóra og framkvæmda- stjóra Hraðfrystíhússins. + Kirk Douglas, Anne Baxter, Christopher Plummer og fleiri þekktir leikarar fara með aðal- hlutverkin f kvikmynd sem Ross Hunters hefur gert eftir sögu Arthurs Heielys, „Bank- inn“. Kvikmyndin er sex og hálfrar stundar löng. Nýi hjúkrunarskólinn útskrifar hjúkrunarfrœðinga eftir sérnám + Nýi hjúkrunarskólinn hefir útskrifað 17 hjúkrunarfræðinga, sem hafa stundað sérmán f eitt ár. Er þetta fyrsta nám sinnar tegundar hériendis. Allir 17 nemendurnir tóku þriggja mánaða sameiginlegan námskjarna en sfðan skiptust leiðir eftir sérnámi hverrar og einnar og tók t.d. svæfingahjúkrun tvö ár, en annað nám eitt. Námið var bæði bóklegt og verklegt. Nemendur sem sérhæfðu sig f hjúkrun á legudeildum fóru f 18 daga námsferð til Bandarfkjanna. Námi f hjúkrun á legudeildum luku Anna Mariá Andrésdóttir, Erla R. Ágústsdóttir, Fjóla Tómasdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Helga Snæbjörns- dóttir, Hulda G. Sigurðardóttir og Valborg Árnadóttir. 1 skurðhjúkrun: Áuður Guðmundsdóttir, Hlfn Gunnarsdóttir og Steinunn Eirfksdóttir og f svæfingahjúkrun: Fanney Friðbjörnsdóttir, Halla Arnljótsdóttir, Kristfn Aðalsteinsdóttir, Signý Gestsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Sigriður Kristins- dóttir og Steinunn Pétursdóttir.. Prófessor Arne Næss frá Osló heldur fyrirlestur í samkomusal Nor- ræna hússins miðvikudaginn 16. mars kl. 20.30 og nefnir hann „Sammenheng mellom holdningen til „natur", „dyr" og „kvinnen". Allir velkomnir Norræna húsið. NORRÍHA HUSID POHJOLAN TAIO NORDENS HUS Vorbókin 1977 Halldór Laxness - „Straumrof" Eitt af hinum óskýranlegu upphlaupum á skáldferli Halldórs Laxness. Djarfur, hreinskilinn, auðskilinn. Helgafellsbók. Nýtt frá Rörstrand jm*# ■SlVEDt^ 250ar (NNbíteum sset^ Vegna 250 ára afmælis Rörstrand verksmiðjanna kom nýtt stell á markað- inn. Stellið heitir SYLVIA 1. flokks postulíns stell merkt P-555 sem er hæsti flokkur í postulíni, sem verksmiðjan fram- leiðir. Komið skoðið sannfærist. Allir hlutir seldir I stykkjatali. Sendum í póstkröfu um allt land. bosahöld Simi 12527 GLERVÖRUB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.