Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.03.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1977 29 ..'j*y VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI hefðu verið verkföll í landinu siðastliðin 20 ár? Látum hag- fræðinga reikna þetta út og at- huga hvað hafa verið mörg verk- föll í Noregi á sama tíma, til viðmiðunar. Olíuskuld við Rússa kvað vera um 7 milljarðar króna og kannski meira og Rússar munu ekki taka vexti af þessari skuld, býr þar eitthvað á bak við? Arthur Aanes.“ 0 Er það svo slæmt? Einn, sem hefur áhuga á málefnum þriðja heimsins eins og hann er oft kallaður eða þróunar- landanna, hafði samband við Vel- vakanda og langaði að koma á framfæri ýmsum spurningum. — Það er stundum talað um það að við Vesturlandabúar höfum slæm áhrif á þjóðir þriðja heims- ins með því að senda þangað ráðgjafa og alls kyns fræðimenn og vísindamenn til að kenna þeim sitt af hverju sem þeim mætti að gagni koma í atvinnuháttum og ýmsu fleiru. Það mætti gjarnan spyrja hvað sé svona slæmt við það? Einn flokkur manna hefur unnið mikið starf meðal þróunar- landa og það eru kristniboðar. Þeir koma inn í landið með trú sína og ýmislegt fleira, kenna alls kyns hreinlætishætti og reka skóla og sjúkrahús. Frá mann- fræðilegu sjónarmiði er það talið slæmt að boða þessum þjóðum nýja trú — hún hafi þau áhrif að gamlir siðir hverfi og gleymist. Enn má spyrja hvað sé slæmt við það ef kristna trúin getur orðið þessu fólki til hjálpar og að- stoðan? Sama má spyrja um alla þróunarhjálp og aðstoð, því skyld- um við ekki kenna þeim hitt og þetta sem léttir þeim lifið jafnvel þó að hinn og þessi dansinn leggist niður eða vissir aðrir siðir? Áhugamaður um 3. heiminn Þessir hringdu . . . w SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á stúdentamóti Sovétrikjanna 1976, sem haldið var í Kiev í júlf kom þessi staða upp I skák þeirra B. Vladimirovs og Lehkij. sem hafði svart og átti leik. 0 Hamingju- óskir til Hreins Ég get ekki stillt mig um að hringja strax og koma á framfæri hamingjuóskum til Hreins Halldórssonar vegna hins glæsi- lega árangurs hans að verða Evrópumeistari í kúluvarpi. Eins vil ég koma á framfæri hamingju- óskum til handknattleiksmanna okkar og annarra þeirra sem leggjá sig það erfiði og fórnir að æfa og keppa í íþróttum til aug- lýsingar fyrir land okkar og til gleði okkur sem íþróttum unna. Hvað segja nú Asgeir Jakobs- son og aðrir filabrandarah öfundar sem hafa með blaðaskrif- um næstum náð því marki sínu að drepa niður dug íþróttamanna sem erlendis hafa keppt. Reyndar var grein Ásgeirs Jakbossonar i Lesbók Morgunblaðsins í vetur hneyksli og hafa íþróttamenn okkar með Hrein í fararbroddi stungið duglega upp í Ásgeir og sálufélaga hans. Við sem ekki höfum átt þess kost að æfa og keppa í íþróttum á yngri árum, eigum að hafa þann þroska til að bera að fyllast ekki afbrýði og beizkju þótt aðrir fái tækifæri sem þó gefast ekki án mikilla fórna af hálfu íþrótta- mannanna sjálfra, sem sannazt hefur á Hreini Halldórssyni. Styðjum heldur við okkar menn í orði og í raun. Til hamingju Hreinn Halldórs- son. Ilelgi Krist jánsson. Ólafsvík HOGNI HREKKVÍSI 1977 MrN'aught Svnd., Inc. Þetta er einn forfeðra hans, sem veiddi mýs fyrir frumbyggjana. SIG6A WöGA £ ^ILVERAW Sigurður K. S. Þórð- arson —Minningarorð % Töpuð gleraugu Kona nokkur hringdi og sagði að maður sinn hefði týnt gleraugum fyrir nokkru síðan og langaði að biðja Velvakanda að koma því á framfæri að sá sem kynni að hafa fundið eða kynni að finna gleraugu, sem dökkna í sól, krómuð, skyldi hringja í síma 10806 og láta vita ef vera mætti að hin týndu gleraugu væru þar komin. Hún sagði að þau væru mjög dýr og því væri þetta baga- legt. Fæddur 21/8 1918. Dáinn 9/3 1977. 1 dag verður til moldar borinn Sigurður Þórðarson, Siggi eins og við kölluðum hann alltaf, Laufás- vegi 48 hér I borg. Hann andaðist að heimili sinu þann 9. þ.m. eftir erfiða sjúk- dómslegu. Frá þvi stuttu eftir áramót í vetur að lokinni skurðaðgerð á sjúkrahúsi, lá Siggi rúmfastur á heimili sinu þar til yfir lauk. Naut hann þar sérstakrar hjúkrunar eiginkonu sinnar og barna, sem lögðu á sig mikið erfiði til þess að gera honum síðustu stundirnar sem bærilegastar. Siggi fæddist að Borg i Arnar- firði þann 21. ágúst 1918. Hann var sonur hjónanna Bjarnveigar Dagbjartsdóttur og Þórðar Ólafs- sonar, bónda á Borg. Siggi var elstur sex systkina. Hann dvaldist i foreldrahúsum til fullorðinsára og stundaði alla algenga vinnu eins og hún gerðist á Vestfjörðum í þá daga. Frá Arnarfirði lá leiðin til Reykjavikur og átti Siggi þar heima eftir að hann fluttist að vestan. Hér i Reykjavík kynntist Siggi eftirlifandi konu sinni Margréti Árnadóttur. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Þau eru: Þórður, fæddur 1949, Hafdis Alda, fædd 1955, og Edward Karl, fæddur 1958. Ég kynntist Sigga fyrir rúmum 30 árum. Alla tið siðan hélst með okkur góður kunningsskapur og vinátta. Þegar ég lit til baka verð- ur mér fyrst hugsað til þess hversu fjalltraustur Siggi var, enda varð honum alls staðar vel til vina. Oft ferðuðumst við saman hér innanlands, bæði í veiðiferðir og aðrar skemmtiferðir. Það var unun að vera með Sigga í slfkum ferðum. Hann var gætinn, mjög fiskinn og sérstaklega minnugur á örnefni. Fyrstu árin í Reykjavík vann hann við smíðar, en siðan lærði hann rennismiði og vann hann við þá iðn f nokkur ár. Fyrir tæpum tveimur áratugum réðst hann til Baaderþjónustunnar. Vann hann þar við viðgerðir á fiskvinnsluvél- um þar til heilsan bilaði. Auk, aðalvinnunnar vann Siggi mikið við smiðar og annað á litlu verk- stæði, sem hann hafði fyrir sjálf- an sig. Smiður var hann góður, bæði á tré og járn, svo allt lék í höndum hans. Oft þurftu vinir hans og kunn- ingjar að leita til hans, þegar eitt- hvað þurfti að lagfæra eða ein- hverju að breyta á heimilum þeirra. Alltaf var jafngott að leita til Sigga og víst er það, að á heim- ilum flestra kunningja hans og vina má sjá hans handverk og er mitt heimili þar á meðal. Eg vil senda mínar innilegustu samúðarkveðjur til eiginkonu hans, barna, systkina og aldraðra foreldra, sem vegna lasleika geta ekki fylgt honum til grafar. Að lokum viljum við hjónin þakka Sigga allar samverustund- irnar og allt, sem hann gerði fyrir okkur. Far þú í fridi frióur <«uds þig blessi hafóu þökk fyrir alll «k allt. Jón Guðnason. ViamlJorQ Rúllupylsupressur Okkar vinsælu rúllupylsupressur úr áli komnar aftur. VERÐ KR. 2.100.— Senc|um í póstkröfu um allt land BOSAHÖLD Laugav. 22 - Hafnarst. 1 - Bankast. 11 - ReykjavUc Simi 12527 GLERVÖRUR 19. ... Rxg2! 20. Kxg2 Dh4 21. f4 IIxe3 22. Rfl Bxf4! 23. Df2 Bf3! 24. Kgl (Eða 24. Rxe3 Dh3+) Dg5+ og hvltur gafst upp. Sveit stúdenta frá Ukrainu varð efst. Næst varð sveit Moskvu og i þriðja sæti urðu stúdentar frá þeim hluta Sovétrlkjanna sem nú nefnist Rússland.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.