Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR ttgmiMtútíSbi 61. tbl. 64. árg. FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Morðið á Jumblatt ógnar vopnahléinu Baaklin, Lfbanon, 16. marz. Reuter. ÞRlR óþekktir tilræðismenn skutu lfbanska vinstri leiðtogann Kamal Jumblatt til bana úr laun- sátri f dag og tilræðið er talið ðgna ótryggum friði sem hefur rfkt i Lfbanon sfðan borgarastrfð- inu lauk. Tilræðismennirnir óku fram úr bifreið Jumblatts f bandarískum sportbfl með frösku númeri, sveigðu f veg fyrir hann og skutu úr vélbyssum. Bflstjóri Jumblatts og tveir lífverðir stukku út úr Sakharov skorar á Carter Moskvu, 16. marz. Reuter. Nóbelsverðlaunahafinn Andrei Sakharov skoraði f dag á Carter forseta og aðra er- lenda þjóðarleiðtoga að beita áhrifum sfnum til þess að bar- áttumaður mannréttinda Gyð- inga, Anatoly Scharansky, yrði látinn laus. Aðrir kunnir andófsmenn tóku undir áskorun Sakharovs á blaðamannafundi þar sem Sakharov sagði að ef Carter hikaði f málinu „gæti það haft hörmulegar afleiðingar". Sakharov sagði að Carter forseti ætti að standa fast við yfirlýstan stuðning sinn við málstað mannréttinda og láta sem vind um eyru þjóta þá gagnrýni Moskvustjórnarinnar að sú afstaða jafngildi afskipt- um af innanríkismálum Sovét- rikjanna. Framhald áljls. 24 Ný kr af a á Spáni Madrid, 16. marz. Reuter. FLOKKAR stjórnarandstæðinga á Spáni létu yfirleitt f ljós ánægju f dag með reglur þær sem spænska stjórnin hefur sett um kosningarnar f júní og jafnframt var fast lagt að stjórninni að kanna hvort tilraun hefði verið gerð til að steypa henni af stóli fyrir tveimur mánuðum. Samkvæmt reglunum geta hátt- settir embættismenn og yfirmenn i hernum ekki boðið sig fram í kosningunum og allir flokkar fá til umráða jafnan tíma í útvarpi og sjónvarpi. Helztu mótbárur andstæðinga stjórnarinnar eru að þriggja vikna kosningabarátta sem hefur verið ákveðin sé of skammur timi, að kosningaaldur skuli vera 21 ár en ekki 18 og að of litil trygging sé fyrir því að flokkur falangista verði gerður áhrifalaus. " Spænsk blöð krefjast þess í dag að kannað verði hvort morð á fimm lögfræðingum kommúnista í janúar hafi verið liður í samsæri hægriöfgaafla en ekki hefndar- morð eins og yfirvöld segja. Kyrrt var í dag í Baskahéruðunum og á Kanaríeyjum eftir óeirðir síðustu daga. bflnum og skutu á árásarmenn- ina. Bflstjórinn og annar lffvörð- urinn biðu bana. Jumblatt lézt af sárum á höfði og brjósti. Hann var á leið til Beirút þegar árásin var gerð skammt frá fjallaþorpinu Shouf suðaustur af höfuðborginni þar sem hann hafði öruggt fylgi sem leiðtogi Drúsaþjóðarinnar. Árásarmennirnir óku á brott I bifreið sinni, brúnum Pontiac Firebird með skrásetningarnúm- erinu 72719, og skildu hana eftir utan vegar í nokkurra kílómetra fjarlægð. Vélin var enn í gangi þegar libanskir lögreglumenn og sýrlenzkir hermenn komu á stað- inn en tilræðismennirnir voru á bak og burt. Blóðpollur var þar sem bílnum hafði verið ekið út af veginum og sigarettupakki sem datt út úr bílnum var blóðidrifinn svo að í það minnsta einn tilræðismann- anna hefur særzt. Eftir fráfall Jumblatts hafa lib- anskir vinstrimenn engan viður- kenndan stjórnmálaleiðtoga. Jumblatt var stofnandi og foringi framfarasinnaða sósialista- flokksins, PSP, og beið mikinn álitshnekki þegar Sýrlendingar skárust í leikinn i borgarastríðinu og ollu þar með ósigri bandalags vinstrisinna og Palestínumanna. í Beirút kallaði Elias Sarkis for- seti stjórnina saman til skyndi- fundar og hvatti alla stjórnmála- leiðtoga til að tryggja að tilræðið við Jumblatt stofnaði ekki friðn- um í Líbanon í hættu. Rikisút- varpið sagði að S:rkis hefði for- Framhald á bls. 24. Jumblatt Gafst að lokum upp í Ziirich Ziirich, 16. marz. Reuter. VOPNAÐUR ftalskur Ilug- vélarræningi sem neyddi áhöfn spænskrar farþegaflug- vélar til að fljúga fram og aftur yfir tvær heimsálfur f tvo sólarhringa var handtek- inn eftir hörð átök á flug- vellinum f Ziirich í dag. Fimmtán farþegar sem flug- vélarræninginn hélt i gislingu sluppu ómeiddir þegar hann var yfirbugaður en lögreglu- maður sem tók þátt í áflogum við hann særðist. Flugvélin hafði lent í Ziirich i þriðja skipti á einum sólarhring þeg- Framhald á bls. 24 Onnur flugvél með vistir til send Zaire Washington, 16. marz. Reuter. AP. CYRUS Vance utanrfkisráðherra kallaði f dag árásina á Zaire „hættulegt ástand", einkum ef hún truflaði starfsemi kopar- náma landsins, og sagði að Banda- rfkjamenn mundu senda aðra flugvél hlaðna vistum til landsins seinna f vikunni en ekki fleiri. Hann sagði að innrásarliðið væri aðallega skipað mönnum úr Hjúkrunargögn, matvæli og aðrar vistir fluttar um borð f flugvél sem var send frá Dover-flugstöðinni f Delaware f Bandarfkjunum til Zaire. Bretar vidbúnir minni aflakvóta vid Færey jar JOHN Silkin, landbúnaðarráð- herra Breta, sagði á þingi f gær að viðræðum Færeyinga og Efnahagsbandalagsins ætti að ljúka senn en varaði við þvf að afstaða Færeyinga gæfi Bretum litla ástæðu til bjart- sýni. Silkin vildi ekki skýra frá þvf hve mikil skerðing yrði á afla Breta á iniðum við Færeyja, en varaði við þvf að bæði þorsk- og ýsuafli yrði skertur og að afla- skerðingin mundi bitna bæði á Grimsbý og HuII. Nokkur bió verður á þvi að til framkvæmda komi takmarkan- ir á veiðum erlendra fiskiskipa á færeyskum miðum eftir undirritun rammasamnings Færeyinga og EBE um gagn- kvæmar fiskveiðar innan 200 mílna fiskveiðilögsögu beggja aðila i Briissel á þriðjudag. í viðræðunum í Briissel urðu samningamenn Færeyinga við þeirri kröfu Finn Olav Gunde- lachs, samningamanns EBE i fiskveiðimálum, og Silkins, sjávarútvegsráðherra Breta, að bandalagið fengi betri umhugs- unartíma um aflatakmarkan- irnar. í Briissel var sagt að ef Fær- eyingar héldu fast við kröfu sína um aflatakmarkanirnar mundi EBE ekki staðfesta rammasamning þann sem var undirritaður. >ótt ekkert væri sagt um efnisatriði samkomu- lagsins sagði Silkin að Færey- ingar hefðu fallizt á að fresta einhliða verndunaraðgerðum þar til frekari samningaviðræð- ur við EBE hefðu f arið fram. Færeyingar ætluðust til þess að EBE-löndin fengju að veiða allt að 1000 lestir af þorski og ýsu við Færeyjar frá 15. marz til 31. mai. Bretar sögðu að Framhald á bls. 24 fyrrverandi herlögreglu Katanga sem leituðu hælis í Angola þegar aðskilnaðarhreyfing Moise Tshombe var brotin á bak aftur á árunum eftir 1960. Vance sagði að á þessu stigi lægju ekki fyrir óyggjandi sann- anir um að Kúbumenn eða er- lendir skæruliðar tækju þátt i innrásinni i Shaba sem áður hét Katanga. Hann var spurður um málið á fundi utanrikisnefndar fulltrúadeildarinnar og hét því aó haf a fullt samráð við þingið. Að sögn Vance hafa Banda- rikjamenn sent til Zaire hjúkrun- argögn og aðrar vistir að upphæð tvær milljónir dollara eða helm- ingi hærri upphæð en talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytis- ins skýrði frá i gær. Fjárveitingar höfðu þegar verið samþykktar. Belgar hafa sent vopn til Zaire en engin bandarísk vopn verða send að sögn bandariskra embætt- ismanna. I gær sendu Bandaríkja- menn 35 lestir af hjúkrunargögn- um, matvælum og búnaði. Herlögreglumennirnir sem munu standa að árásinni gengu í portúgalska herinn í Angola þeg- ar þeir flýðu frá Katanga og börð- ust gegn skæruliðum blökku- manna. Þeir fengu að vera áfram í angólska hernum eftir að Angola hlaut sjálfstæði. Kjörsókn bendir til breytinga Nýju-Delhi, 16. marz. Reuter. KJÖRSOKN var mikil f ind- versku kosningunum f dag og tal- ið er að það verði stjórnarand- stöðunni til framdráttar. Kosn- ingarnar standa í fjóra daga og* fyrstu tölur verða birtar á sunnu- dagskvöld. L.K. Advani, aðalritari Janata- flokksins, bandalags stjórnarand- stöðuflokka, sagði að kjörsóknin væri miklu meiri en flokkurinn hefði vonazt eftir og kæmi stjórn- arandstöðunni til góða. Kosningarnar fóru friðsamlega fram þótt fréttir bærust um of- Framhald ábls. 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.