Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 Á 8. hundrað þús- unda kr. stolið úr Oskjuhlíðarskóla INNBROT var framið í Öskju- hlíðarskólann í Reykjavfk f fyrri- nótt. Þjófurinn eða þjófarnir unnu miklar skemmdir á hús- næði skólans f leit að verðmæt- um. Meðal annars brutu þeir hurðina á eldtraustum peninga- skáp og höfðu þaðan á brott með sér á áttunda hundrað þúsund króna f peningum og ávísunum, aðallega þó peningum. Málið er f rannsókn. Innbrotið uppgötvaðist ekki fyrr en í gærmorgun, þegar fólk mætti þar til vinnu. Þjófarnir höfðu brotið upp fjórar hurðir og i tveimur þeirra höfðu þeir brotið þykkt öryggisgler. í einu herbergi skólans er eldtraustur peninga- skápur og var hann brotinn upp. Þar voru geymdir ýmsir sjóðir skólans og einnig happdrættis- sjóður, sem Foreldra- og kennara- félag skólans hafði umsjón með. Höfðu þjófarnir á brott með sér öll verðmæti úr skápnum að undanskildum nokkrum ávísunum. Ennfremur hurfu verkfæri úr skólahúsinu, m.a. stórt kúbein og er talið að þjófarnir hafi notað það við iðju sína. Stórgallar koma fram í Herjólfi: Viðgerð 20 millj. MIKLIR og alvarlegir gallar hafa komið fratn í skut Vestmannaeyjaferj- unnar Herjólfs, og hefur skipið nú verið í slipp um tveggja vikna skeið. Starfsmenn Stálvfkur og Stálsmiðjunnar vinna nú að þvf að lagfæra þessa galla, en talið er að það kosti um 20 millj. króna. Unnið að þvf að slyrkja skut Herjólfs í slippnum f Reykja- vfk f gær. Ljósm.Mbl.: RAX kostar króna Gert er ráð fyrir að Her- jólfur fari á flot á ný á sunnudag eða mánudags- morgun. Ólafur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fljótlega eftir að skipið hefði komið til landsins hefði komið fram titringur í því að aftan og hefði þessi titringur sífellt auk- izt. Þegar skipið hefði svo verið tekið í slipp hefði komið í ljós, að suða á plötum hefði bilað og sprungur komið fram I skutn- um. — Við erum að vonum mjög óhressir yfir þessum galla, sér- staklega þegar tekið er tillit tíl þess, að aðeins er búið að sigla skipinu um 1500 klst., en það er í notkun að meðalfali um 6V4 klst. á dag, sagði hann en sem betur fer er skipið enn í ábyrgð skipasmíðastöðvarinnar í Nor- egi sem smíðaði það. Þá sagði Ólafur, að smíðaaðili skipsins og eins Norsk veritas, sem tók Herjólf út, hefðu viður- kennt að skipið væri ekki nægi- lega sterkt að aftan. Auk þessa hafa komið fram tæringarrákir í skrúfu skipsins og kann eng- inn skýringu á því enn. Skutur Herjólfs verður nú allur styrktur, í stað 8 mm járns verður sett 12 mm og eins verða settir bitar milli banda og drag- ar upp undir bílaþilfarið. Gera menn sér vonir um um að það nægi til að gera skipið eins og til var ætlazt í upphafi. Fyrstu dýriní Dýraspítalann FYRSTU dýrin verða tekin f Dýraspftala Watson um páskana, en þar er þó ekki um að ræða sjúk dýr, heldur dýr fólks sem hyggst bregða sér úr bænum um páskana og er f vandræðum með heimilis- dvr sfn. Dýraspítalinn er nú nær fullbúinn tii þess að taka til starfa fyrir sjúk dýr, en reiknað er með að hann taki formlega til starf a f vor. Eins og fram hefir komið í frétt- um í Morgunblaðinu eru fram- kvæmdir við uppbyggingu Dýra- spítalans langt komnar. Búr fyrir sjúk dýr er þegar búið að setja upp, en eftir er að ganga frá ýms- um smáatriðum. Þar sem starf- semin er ekki formlega hafin hef- ur verið ákveðið að taka heimilis- dýr f vörzlu yfir páskana. Fólk sem fer í leyfi yfir hátfðar hefur oft verið í vandræðum með að koma dýrunum sínum fyrir, en dýrahjúkrunarkona mun sjá um vörzluna og verður vakt yfir dýr- unum allan sólarhringinn. Sigfrið Þórisdóttir gefur upplýsingar um gæzluna í símum 27458 eða 26221. Hreinn Halldórsson, nýbakaður Evrópumeistari f kúluvarpi, tök aftur til starfa f gær við akstur strætisvagna Reykjavfkur eftir skottúrinn til Spánar þar sem hann skaut öllum beztu kúluvörpurum Evrðpu ref fyrir rass. Hreinn kom beint af æf ingu f vinnuna og hann var meira að segja með lyftingabeltið á sér. Ljósmynd Mbl. Friðþjðfur. Morðsaga út á land KVIKMYNDIN Morðsaga befur verið mjög vel sótt f Reykjavfk sfðan hún var frumsýnd s.l. laug- ardag. T.d. hefur fólk komið f rútu frá Akranesi til þess að sjá myndina f Reykjavfk. I dag hefst hringferð Morðsögu i kringum landið, en sýningar halda þó áfram í Stjörnubíói í Reykjavík. Fyrsta sýningin utan Reykjavíkur verður í Bæjarbíói í Haf narf irði í kvöld, en þar verður myndin sýnd fram yfir helgi og sýningar hefjast í Félagsbíói í Keflavfk í næstu viku. Þá mun ákveðið samkvæmt upplýsingum Reynis Oddssonar kvikmynda- tökumanns, að Morðsaga verði páskamynd í Borgarbíói á Akur- eyri, en pantanir hafa streymt inn á myndinni frá fjölda staða á landinu. Tvö eintök af myndinni eru til á landinu. Spilakvöld í Hlíða- og Holtahverfí FÉLAG sjálfstæðismanna í Hlfða- og Holtahverfi heldur sfðasta spilakvöldið f ,'Sja kvölda keppn- inni f kvöld f Valhöll, Bolholti 7. Byrjað verður að spila klukkan 20.30. Davíð Oddsson, borgarfulltrúi, mun flytja stutta ræðu í léttum dúr. Góð verðlaun. Aðgangur ókeyp- is. Sjálfstæðisfólk er velkomið Vaxtakjör bankanna leiðrétt: Vextir á viðbótarlánum út á útflutningsafurðir hækkaðir SEÐLABANKINN ákvað f gær að breyta nokkuð reglum um vexti við innlánsstofnanir án þess að um almenna vaxtabreytingu væri að ræða. Með þessum breytingum er Seðlabankinn að leiðrétta mis- ræmi f vöxtum, sem m.a. hefur gilt frá 1974 og er þar mikilvæg- asta breytingin á vaxtakjörum svokallaðra viðbðtarlána við- skiptabankanna út á útflutnings- afurðir. Þar voru vextir 11% en verða nú jafnir vfxilvöxtum. Morgunblað inu barst í gær fréttatilkynning frá Seðlabankan- um, þar sem segir: „Bankastjórn Seðlabankans hefur að höfðu samráði við banka- ráðið ákveðið nokkrar breytingar á reglum um vexti við innláns- stofnanir án þess að um almenna vaxtabreytingu sé að ræða. Er hér bæði verið að leiðrétta misræmi, sem komið hefur frarh innan vaxtakerfisins og gera minni hátt- ar tæknilegar breytingar á gild- andi vaxtaákvæðum. Breytingarn- ar taka gildi frá og með 21. þ.m. Mikilvægasta breytingin er sú, að felld hafa verið niður sérstök vaxtaákvæði, sem gilt hafa um viðbótalán viðskiptabankanna út á útfluningsafurðir. Verða þessi lán heðan í frá með venjulegum víxilvöxtum, en hafa verið með 11% vöxtum. Var þessi breyting nauðsynleg vegna þess að viðkom- andi viðskiptabankar treysta sér ekki lengur til þess að veita þessi lán með vöxtum, sem eru veru- lega undir venjulegum sparisjóðs- vöxtum, en þannig hefur þessu verið háttað síðan 1974. Jafn- framt leiðir þessi breyting til meiri jöfnunar lánskjara milli at- vinnuvega. Afurðalán með fyrsta veðrétti í útflutingsafurðum, sem fjármögnuð eru af Seðlabankan- um, verða eftir sem áður með 8% vöxtum, þannig að eftir þessa breytingu verða meðalvextir af 75% afurðalánum Seðlabanka og viðskiptabanka samanlögðum um 10% á ári, og eru það langhag- stæðustu lánskjör, sem í gildi eru á bankalánum hér á landi. Einnig hefur verið ákveðið að hækka vexti af sérstökum rekstrarlánum til útgerðarfyrir- tækja, svokölluðum útgerðarlán- um, úr 11% i 13%, en jafnframt verður fjárhæð þessara lána hækkuð um 25%. Mun Seðlabank- inn veita viðskiptabönkunum sér- staka fyrirgreiðslu vegna þessar- ar hækkunar. Vaxtaaukainnlán þau, sem tek- in voru upp á sfðastliðnu ári og bera 22% vexti, hafa reynst mjög vinsæl, en til að standa undir vaxtakostnaði af þeim hafa nú verið nokkuð rýmkaðar heimildir viðskiptabanka og sparisjóða til þess að veita vaxtaaukaútlán af því fé, sem þannig er ávaxtað. Loks hefur verið ákveðið að breyta nokkuð ákvæðum um töku vanskilavaxta. I fyrsta lagi eru nú sett sérstök ákvæði um töku van- skilavaxta af skuld í erlendum gjaldeyri, ef skuldin heldur áfram að vera með gengisákvæð- um eftir gjaldaga. I öðru lagi verður nú óheimilt að leggja van- Framhald á bls. 24 Sigurður Kristjánsson sparisjóðsstjóri látinn 51 kílós „þorsk- langamma" FYRIR nokkrum dögum fékk snurvoðarbátur, sem rær á Lofotenmiðin f N-Noregi, risa- þorsk og þegar hann var veginn kom f ljós að hann vó hvorki meira né minna en 51 kfló, og samkvæmt fréttum frá Noregi er þetta einn stærsti þorskur, sem þar hefur fengizt. Ekki er ólfklegt, að 3000—4000 kr. hafi verið greiddar fyrir þorskinn upp úr sjó. Þegar í land var komið var gert að þorskinum og hann hausaður og þá reyndist hann ekki vera nema 19 kíló. Norskir fiskifræðingar segja að þorskurinn hafi verið um það bil 20 ára gömul hrygna og því löngu orðin amma og lang- amma. Að sögn fiskifræðing- anna er það mjög sjaldgæft að vigt þorsks fari upp fyrir 43 kíló, en vitað er um þorska sem hafa veiðzt á Lofoten-miðunum og verið 46 og 47 kiló. SIGURÐUR Kristjánsson, fyrr- verándi sparisjóðsstjóri f Siglu- firði, er látinn. Hann fæddist f Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd 24. okt. 1888. Sigurður nam f Gagnfræðaskóla Akureyrar 1906—1907, en próf i frá Verzlun- arskóla fslands lauk hann 1909. Hann varð kaupmaður og útgerð- armaður f Siglufirði um langt skeið auk þess að vera sparisjóðs- stjóri, en því starfi gegndi hann um nær hálfrar aldar skeið frá 1920. Sigurður stofnaði fiskvinnslu- fyrirtækið Isafold s.f. í Siglufirði árið 1933 og síldarverksmiðjuna Gránu rak hann um 10 ára skeið frá 1934. Hann var sænskur kon- súll í Siglufirði frá 1926 og gegndi því embætti um áratuga bil. Fjölda ára sat Sigurður í síldar- útvegsnefnd og hann var kjörinn bæjarfulltrúi í fyrstu bæjarstjórn Isafjarðar 1914. Hann var kjörinn heiðursborgari ísafjarðar 1958. Fyrri kona Sigurðar var Anna Sigrún Vilhjálmsdóttir, en eftir- lifandi kona hans er Þórarna Er- lendsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.