Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 Nýtt íþróttahús við Glerárskóla Akureyri, 12. marz. NVTT og vandað íþróttahús við Glerárskóla var hátfðlega vfgt f dag að viðstöddum mörgum nemendum skólans og gestum. Hermann Sigtryggsson, fþrótta- fulltrúi Akureyrarbæjar, stýrði athöfninni, sem hófst kl. 16. Liðin eru 33 ár sfðan fþróttahús hef ir verið reist og tekið f notk- un á Akureyri, og 70 ár frá þvf að skólafþróttahús (MA) var sfðast reist. Verktaki við smíði hússins var Smári h/f, og talaði Tryggvi Pálsson, fulltrúi verktakans, fyrstur og lýsti byggingafram- kvæmdum. Við lok ræðu sinnar afhenti hann húsið Hauki Har- aldssyni arkitekt, fulltrúa húsa- meistara Akureyrar og eftirlits- manni bæjarins við smíði húss- ins. Haukur lýsti húsinu og búnaði þess, en afhenti síðan lyklavöldin Sigurði Óla Bryn- jólfssyni, formanni skólanefnd- ar Akureyrar, sem flutti ræðu og bar m.a. saman aðbúnað og aðstöðu skólafólks nú og þegar hann sjálfur var nemandi Gler- árskóla í æsku sinni. Loks flutti hann kveðjur menntamálaráð- Sigurður Oli Brynjólfsson, for- maður skólanefndar Akureyr- Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, ávarpar samkomugesti. herra. Þá talaði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, en síðasti ræðu- maður var Vilberg Alexanders- son," skólastjóri Glerárskóla. Hann lýsti fögnuði sínum og nemenda sinna með hið nýja hús, þakkaði öllum, sem að hefðu unnið og óskaði þeim, sem þarna eiga eftir að dveljast við leik og starf, allra heilla. Að ioknum ræðuhöldum fór fram fimleikasýning pilta og stúlkna úr skólum bæjarins og síðan sýndu nokkrir áhuga- menn á ýmsum aldri blak. Vígsluhátíðinni lauk með kaffi- samsæti í Glerárskóla í boði stjórnarnefndar hússins, en hana skipa: Hermann Sig- tryggsson, formaður, Ingimar Eydal, ritari, og Hilmar Gísla- son. Húsvörður hefir verið ráð- inn Samúel Jóhannsson. Húsið er 7300 rúmmetrar að stærð og skiptist í tvo aðalhluta, búnings- og hliðarherbergi, 475 fm, og íþróttasal, sem er 630 fm. Keppnissvæði í sal er 18x33 fm, en skipta má salnum í tvennt með tjaldvegg, þegar kennsla fer fram. Gólfið er klætt sérstökum dúk og i það felldar festingar fyrir ýmisleg íþróttaáhöld og tæki. Lofthæð var í fyrstu áætluð 6 m, en var hækkuð í 7 m, meðan á bygg- ingu hússins stóð, og tafði sú breyting nokkuð fyrir því, að verkinu lyki. Það hófst I maí 1975 og er nýlokið nema frá- gangi utanhúss, sem lokið verð- ur við í sumar. Listskreyting verður á stöfnum íþróttasalar, og er Snorri Sveinn Friðriksson höf undur hennar. Fimleikafólk sýndi listir sýnar við vfgslu fþróttahúss Glerársköla. I.jðsmyndir Mbl. Sverrir Pálsson. Hönnuðir hússins eru: Arki- tektateikningar: Teiknistofa húsameistara Akureyrarbæjar. — Burðarþolsteikningar: Guð- mundur Guðlaugsson og Gunn- ar Jóhannesson, verkfræðing- ar. — Loftræsi- og hitalagnir: Verkfræðistofan Ármúla 1. — Raflagnateikningar: Aðalgeir Pálsson, verkfr. — Vatns- og skólpteikningar: Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen. Byggingarkostnaour 103,2 Góirisal 7,8 Föst fþróttatæki og skilveggur 4.8 Laus fþróttatæki 10,3 Vmis áhöld og tæki 1,9 Áætlaoar framkvæmdir á loð 2,0 Kostnaður er orðinn þessi tal- inn i milijónum króna: Alls 130,0 Eru þá ótalin kaup á ýmsum íþróttaáhöldum, sem fyrir dyr- um standa, en þau eru áætluð um 10 milljónir króna. Mönnum ber saman um, að húsið sé afar fallegt og glæsi- legt og allur frágangur af hálfu verktaka hinn vandaðasti. Sv.P. Borgin opnar unglinga- athvarf í Vesturbænum ÆSKULVÐSRAÐ Reykjavfkur og Félagsmálastofnun Reykja- vfkurborgar taka á næstunni I notkun unglingaathvarf og er ráð- gert að þar geti fengið inni 6 til 8 unglingar á aldrinum 14 til 16 ára. Hinrik Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Æskulýðsráðs, sagði f samtali við blaðið I gær, að þetta unglingaathvarf yrði starf- rækt I húsnæði, sem Fræðslu- skrifstofa Reykjavfkur hefur til afnota við Hagamel og væri hug- myndin sú að starfrækja athvarf- ið með svipuðum hætti og þau skólaathvörf, sem nú eru rekin á nokkrum stöðum í borginni. Fram kom hjá Hinriki að at- hvarf þetta er einkum ætlað ung- lingum, sem hætt hafa í skóla og er gert ráð fyrir að athvarfið verði samastaður unglinganna á tímabilinu frá því að þau hætta að vinna síðdegis og fram að hátta- tíma á kvöldin en þá eiga þau að fara til heimila sinna. Hinrik sagði a þarna ætti þessum ung- lingum að gefast tækifæri til að hafa meö sér félagslegt samneyti, auk þess, sem þau gætu leitað eftir ráðgjöf hjá starfsfólki at- hvarfsins vegna vandamála sinna. — Fyrst og fremst verður þetta samfélag unglinganna og starfs- mennirnir munu fylgjast með hvernig þeim vegnar á vinnustöð- um og reyna að sjá til þess, að þeir, sem ekki hafa vinnu, fái eitthvað að gera, sagði Hinrik. Þá hefst á næstunni starf svo- kallaðrar útideildar, sem starf- rækt er af Félagsmálastofnun og Æskulýðsráði en starf hennar felst i þvi að starfsmennirnir eru Taxti efnalauga hækkar um 3% RÍKISSTJÓRNIN hefur staðfest samþykkt verðlagsnefndar um 3% hækkun á taxta efnalauga. Hækkunin stafar af hækkun vinnulauna. Bygginganefnd verð- ur að heimila flutn- ing og niðurrif húsa A FUNDI byggingarnefndar Reykjavfkur ( sl. viku var sam- þykkt að gera nokkrar breyt- ingar á byggingarsamþykkt Reykjavfkur. Meðal þeirra breytinga sem þar hlutu sam- þykki var að eftirleiðis þarf einnig leyfi byggingarnefndar til flutnings eða niðurrifs á húsi. Hingað til hefur þurft sam- þykki nefndarinnar fyrir öllum nýbyggingum, breytingum á húsnæði og breytingum á notk- un húsnæðis, en hins vegar hafa húseigendur verið sjálf- ráðir hvort þeir flyttu hús af lóðum eða létu rífa þau nema öðru vlsi væri kveðið á um. Byggingarnefnd klofnaði í þessu máli, en breytingartillag- an náði fram að ganga með f jór- um atkvæðum gegn þremur. Þá lýsti slökkviliðsstjóri þvi einnig yfir að hann væri andvígur greininni, en hann situr fundi nefndarinnar, þó að hann hafi ekki atkvæðisrétt. á ferli á kvöldin og leitast við að komast í samband við þá krakka, sem mikið eru úti á kvöldin og hafa að öðru leyti óeðlilega úti- vist. Nokkur reynsla hefur þegar fengizt af starfi útideildarinnar en hún starfaði um skeið I tegnsl- um vi Fellahelli, félagsmiðstöð Æskulýðsráðs. Nú er ætlunin að útideildin starfi út frá tveimur stöðum, Fellahelli og Tónabæ, og eru veittar til þess starfs um 4 milljónir króna á þessu ári. — Með þessum starfsþáttum, unglingaathvarfi og útideild, gefst tækifæri til að veit'a ung- lingum aðstoð, sem ekki hefur verið hægt nema að litlu leyti hingað til. Varðandi unglingaat- hvarfið er von okkar að takast megi að veita þeim unglingum aðstoð, sem dottið haf a út úr skóla á unglingastigi og eiga oft við ýmis vandamál að stríða. Við ger- um ráð fyrir að unglingarnir komi i unglingathvarfið fyrir atbeina útideildarinnar eða í gegnum skólana og Sálfræðideild skól- anna en þetta starf kemur til með að tengjast starfi fræðsluyfir- valda, sagði Hinrik. Til starfsemi unglingaathvarfsins eru á þessu ári veittar 4 milljónir króna og er gert ráð fyrir að starfsfólk þar verði sem svari til 2ja til 3ja starfsmanna en störf á unglinga- athvarfinu og i útideildinni verða unnin af starfsfólki þeirra stofn- ana, sem að þeim standa. Utanríkis- ráðherra Svíþjóðar í opinbera heimsókn KARIN Söder, utanrfkisráðberra Svfþjóðar, kemur ( opinbera beim- sókn til Islands dagana 21.—22 marz næstkomandi. I fylgd með ráðherranum verða Sverker Aström, ráðuneytisstjóri sænska utanríkisráðuneytisins, og fleiri embættismenn. Auk fundar með Einari Agústssyni og embættismönnum utanríkisráðuneytisins mun Karin Söder eiga viðræður við forseta tslands og fara i skoðunar- ferð um Reykjavík, að því er segir i fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Kjósarsýsla SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Þor- steinn Ingólfsson i Kjósarsýslu efnir til fjölskyldubingós í Fólk- vangi ' á morgun, föstudag 18. marz kl. 21.00. Húsið verður opn- að kl. 20.00. Góðir og fjölbreyttir vinningar verða. Agóði aí bingó- inu rennur til hljóðfærakaupa i Félagsgarð. Allir eru velkomnir. Prestskosningar í Hafnarfirdi: Hvetja alla til að sýna drengskap UM NÆSTU helgi verða prest- kosningar f Hafnarfirði í tveim- ur sóknum þar, Hafnarfjarðar- sókn og nýrri sókn, sem kennd er við Vfðistaði. 1 gömlu sókn- inni eru umsækjendur tveir, Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Gunnþór Ingason, en ( nyju sókninni er einn umsækjandi, Sigurður Guðmundsson. í Hafnarfirði hafa gengið op- in bréf, sem borin hafa verið i hús. Af því tilefni hafa um- sækjendurnir birt „Orðsend- ingu til Hafnfirðinga", sem hljóðar svo: „Við hörmum mjög opið bréf, sem í dag hefur verið borið i hús í Hafnarfirði, svo og allar sögusagnir af sama toga. Við mótmælum harðlega að prestskosningar skuli notaðar með þessum hætti, og hvetjum alla til að sýna drengskap og sanngirni hver sem hlut á að máli. Hafnarfirði, 15. marz 1977." Undir skrifa svo prestarnir þrir: Auður Eir Vilhjálmsdótt- ir, Gunnþór Ingason og Sigurð- ur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.