Morgunblaðið - 17.03.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.03.1977, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 enn og enn of lítið í, en undir morgun náðist i gott kast, svo að nærri var fyllt. Nú var kominn um sólarhringur frá því að farið var frá Eyjum, svo nú þegar var skotferðin orðin langt skot. Þá kom að þeim mikla vanda, þegar búið er að fá i skipin. Hvar sé líklegast að fáist landað. Þetta hafði ég að mjög litlu tekið með i dæmið. Haft var samband við loðnu- nefnd og þar var það helzt að frétta, að Austfirðirnir yrðu liklegastir, því allt var fullt i Vestmannaeyjum og vestur í Flóa, svo það varð úr að snúa skipinu i austurátt og sigla þangað með óákveðinn löndunarstað. Þó var Norðfjörður eða Eskifjörður taldir liklegastir og m.a. hafði frystihúsið á Norðfirði og Eskifirði samband við Einar um að fá í frystingu. kallar „klárir". Nærri samstundis voru strákarnir búnir að galla sig og komnir á dekk. Allir tilbúnir. Enn er snúið um stund og reynt að sjá út torfuna. Aftur kaliað við raust „fara“, baujan látin fara og síðan nótin keyrð út. Fyrsta kast BÚMM! Loðnan stakk sér. Annað kast einnig — svo nú fór mér ekki að lítast á blikuna og strákarnir farnir að senda mér smáskot! Loðnu- helv. svo dreifð — stygg og stóð djúpt, en þó náðu nokkrir bátar í allsæmileg köst, svo ég missti ekki alveg vonina um betri árangur. Klukkan var nú farin að ganga 4 og engin loðna komin enn en nú voru allir að kasta i kring, og það stóð heima, að kallinn kallar nú enn „klárir“ — og nú brást það ekki, hátt í 200 tonna kast, svo mér var skemmt!! Strax og þessu var lokið var enn kastað, en nú á vestara svæðinu, 8 milur voru milli svæðanna sem mest var kastað á. Þetta kast gaf litið. Alltaf stóð Einar í brúnni og nú enn haldið á eystra svæðið en loðnan mjög erfið að eiga við. — Litlar torfur — stóðu djúpt — stygg og alltof dreifð. Margir bátanna búmmuðu. Kl. 01 um nóttina var kastað i fimmta sinn og náð- ust þá 50—80 tonn. Seinni hluta nætur var siðan kastað Nótin dregín og loðnuskipin allt um kring — venjuleg sjón við suðurströndina á loðnuveiðunum Það sem einnig réð ferðinni var að frétzt hafði af bátum við veiði við Ingólfshöfða og Svanur RE hafðu fengið við Hvalbak, þannig að stór möguleiki var að fá veiði á öðru hvoru þessu svæði á vesturleiðinni. Það vantaði um 30—40 tonn upp á að skipið væri fullt svo aflinn var áætlaður nær 550 tonnum. Enn hélzt sama blíðan og um sólar- hringssigling framundan. Eina bótin var við þetta, að nú gat mannskapurinn hvílzt sæmilega. Þeir eru fljótir að jafna sig eftir stöðurnar strákarnir. Nú vant- aði bara betri aðstöðu um borð til dægra- styttingar. Sjónvarpið sást nær ekkert eftir því sem austar dró, útvarpið heyrðist sæmi- lega. Lestrarefni ekkert, nema gömul dagblöð, sem sannarlega voru lesin til fulls. Menn röbbuðu margt og lögðu þó nokkuð að Gústa vélstjóra, öðrum eig- anda, að það þyrfti ýmislegt að gera um borð í þessum stóru útilegubátum, t.d. að kaupa kasettutæki, vísi að bókasafni og jafnvel þrekhjól og sitthvað fleira var nefnt. Á siglingunni var tímanum að mestu eytt við spjall, tafl, spil, lestur og hlustað á útvarp. Öli kokkur gerði eins vel við kallana og hugsazt gat. Hann m.a. bakaði tvisvar, 3—5 kökur f senn. Brúnköku, jóla- og marmarakökur, sem hann bauð mönnum að borða glóðvolgar, nærri beint úr ofninum með kaldri mjólk. Úff! Þeir sögðu líka: „Þetta fær maður ekki heima hjá sér.“ Já hann mátti sjá allar kökurnar hverfa á !4 tíma og virtist bara kunna því vel. Dagurinn og nóttin liðu og kl. 5 um sunnudagsmorguninn 27. febrúar vorum við komnir til Eskifjarðar, það munaði ekki um það. Ég huggaði mig við það, að þar hefði ég ekki komið fyrr. Kl. um 06 var byrjað að landa og það í frystingu um 60—70 tonn, hitt fór eðli- lega i bræðslu. Fórum nokkrir í land snemma á sunnudagsmorgun meðan bærinn svaf að mestu, en þó voru kallarnir komnir í bílskúrana og það var einnig mætt í frystihúsið til að frysta loðnuna, sem Kap kom með. Við gengum um bæinn og út að vita. Sólin var að koma upp og inn fjörðinn, lognið var algjört, svo að reykurinn frá verksmiðjunni steig beint upp í loft. Börnin voru að koma á stjá, en lítið af fullorðnu fólki sást enn. Símstöðin opn- ar ekki fyrr en kl. 11, ekki heldur verzl- anir. Þó fundum við um síðir eina baka til, sem hafði opnað fyrr. Það voru keypt nýjustu blöðin, 2ja daga gömul þó, smávegis sælgæti, a.m.k. handa hundinum, svo litum við náttúr- lega aðeins inn í frystihúsið til að sjá hvernig loðnufrystingin gengi. Rétt fyrir hádegi kom einn góðkunn- ingi um borð, en sá heitir Björgvin, Búið að kasta Leyfi til að koma með var auðfengið hjá eigendum bátsins, sem báðir eru jafn- framt um borð, skipstjórinn og I. vél- stjóri. Þeir sögðu mér að koma bara strax eða um 3 um nóttina sem ég og gerði. Kl. 03 aðfararnótt þess 25. bar mig um borð með mitt myndavéladót. Strákarnir voru að landa og ég held að sumir hafi hugsað: „Það verður ekki mikið í næsta túr“. Ég fékk mér klefa. Efri skipstjóraklef- ann, inn af kortaklefanum, uppi í brú. Fór i koju, en kl. 06 var loks búið að landa og haldið út undir eins. Sjórinn eins og spegill og veðrið jafn gott. Á útleiðinni voru Einar og Gústi uppi (skipstjórinn og I. vélstjóri). Ég var einnig uppi að fylgjast með af for- vitni og eftirvæntingu. Kl. um 8 var Óli kokkur búinn að finna morgunmat og mættum við samtímis í hann, ég og skipshundurinn Spori. Bún- ir að sigla f um 2 'A tíma, þá voru öll leitartæki sett í gang og byrjað að lóða, þó ekki værum við en komnir í megin flotann. Á bátnum eru 14 kallar, 1 hund- ur og 1 aukagestur, svo ærið starf hvílir á kokknum. Við morgunverðarborðið var margt spjallað. Löndunin hafði gengið heldur hægt, en 570 tonn fóru í land. Um kvöld- ið var settur nýr dýptarmælir og fisksjá í skipið, svo þá var að reyna að lesa sig fram úr þeim stillingum. Strákarnir skutu góðlátlega til mín, að það væri eins gott að eitthvað fengist, svo ég yrði ekki settur eða sendur í land. Eftir rúma 3 tíma vorum við komnir í flotann sem vestast var, en þar voru 10 bátar í þéttum hnapp, beint úti af Vík- inni, 3 mílur frá landi. Þarna voru þeir að snúa, lóða og einn og einn að kasta. Sá fyrsti var Vörður ÞH. Það virtist ekki vera mjög mikill árangur þarna, en kom- inn var dagur og loðnað hafði dreifzt nokkuð. Þarna dóluðum við nokkra stund, en loðnað var dreifð og stóð nokkuð djúpt. Héldum lengra austur, en þar voru 12—15 bátar í öðrum hnapp rétt vestan við Hjörleifshöfða. Þarna voru allmargir búnir að kasta og nokkrir komnir langt með að fylla, m.a. Skírnir AK, Sigurður RE og Gullbergið VE. Einnig voru nokkrir utan, 4 trollbátar og svo Færeyingurinn Dúrið KG 728 frá Klakksvík. Við leituðum nokkra stund á svæðinu, en loðnan stóð alldjúpt og var fjandi dreifð, en kl. 11.00 var Einar orðinn sæmilega ánægður með eina torfuna og ÞESSI einstæða og góða loðnuvertíð, sem nú er að verða sú allra bezta frá byrjun veiðanna, hefur haft mikið að- dráttarafl fyrir þá, sem búa við sjávar- síðuna, auk þess að hleypa miklum fjör- kipp í vinnuna sem í kringum loðnuna skapast. Sérstaklega þegar frysting hefst því þá kemst vinnan á enn fleiri hendur. Nú var fyrsta gangan komin á skrið suður með og allir í mokveiði við Port- landið og þá eftir 2—3 daga hér við Eyjar. Það var því ákveðið að ná nokkr- um ferskum myndum á miðum loðnubát- anna og af lífinu um borð. Þá var komið að þvi að velja einhvern bát, sem yrði á miðunum við birtingu, þvi nú var veiðin einnig að degi til. Margir bátar voru að landa fimmtudags- kvöldið 24/2 og næstu nótt. Ég var með þrjá báta í sigtinu. Gullbergið, Sæbjörg- ina og Kap II. Kap varð fyrir valinu, þar, sem löndun hjá þeim yrði lokið seinni- part nætur og það hentaði vel fyrir mig með myndatökuna I huga, því sigling á miðin var ekki orðin nema 3—4 tímar. Hér er búið að þurrka og býrjað að dæla og 150 — 200 tonn reyndust vera I nótinni. Skotizt iródur á loðnumiðin — sem var nærrí5sóiarhringar og ævintýri hið bezta Myndir og texti: Sigurgeir Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.