Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 13 útgerðarmaður í Eyjum um áraraðir, en það voru margir Austfjarðabátar á vetr- arvertíðum í Vestmannaeyjum. Hann bauð i ökuferð, sem ég naut virkilega, sá m.a. hreindýr, en það er nokkuð, sem ekki sést sunnanlands. Hann gaf mér að auki tima til að reyna að ná mynd af þeim, sem tókst bæriiega. Bjössi skýrði fyrir mér nöfn fjalla og hálsa, svo ég fékk heilmikla skoðunar- ferð um nágrennið. Þannig er velvildin og hjálpsemin á þessum minni stöðum að slíkir staðir, þó ekki séu heimsóttir nema einu sinni og það i stuttri ferð, gleymast aldrei. Það var snjór yfir, þó greinilega hefði hann verið meiri. Kl. um 3 var búið að landa og þá var siglt út á nýjan leik. Eskifjörður kvadd- ur með góðar minningar og myndir að auki. Sigldum framhjá Skrúð, en stefna síð- an tekin á Hvalbakssvæðið, þar voru engir bátar og ekkert lif. Sigldum þvi áfram vestur. Sátum i borðsalnum i spjalli þegar Einar kallar I hátalara til mín og segir „hérna er lundi". Nokkuð snemmt en lundi var það samt, 13 milur frá Skrúðn- um, en þetta var sá eini, sem við sáum i ferðinni. Óneitanlega fór smávorfiðring- ur um mann við að sjá lunda. Einn er góður og áhugasamur lundaveiðimaður, bæði úr Brandinum og Bjarnarey. Siglt var sunnudaginn allan og nótt- ina. Lítil báta- eða skipaumferð. Mánu- dagsmorgun komum við að fyrstu loðnu- bátunum sem voru þarna rúmlega 10 saman I hnapp rétt austan við Ingólfs- höfða. Það virtist vera sama þarna og í fyrri túrnum, að bátarnir höfðu ekki mikinn árangur, þó hafði Guðmundur RE fengið afla þarna og var lagður af stað austur. Þarna var m.a. Börkur NK, þrir Fær- eyingar og nokkrir fleiri bátar auk varð- skipsins Þórs. Köstuðum þarna tvisvar, lítið í og sleppt, tók ekki aö dæla. Þannig gekk mestan hluta dagsins, verið að keyra og leita. Einu sinni var bauja komin út og all álitleg torfa undir, en þá gaus upp háhyrningavaða, var álitið að þessi torfa væri sild og hætt var við að kasta. Þessi dagur leið án teljandi árangurs, því loðnan var ekki nógu þétt til að kasta á. Sigldum vestur í bátana við Portland- ið, þar var misjafn árangur og heldur litill. Á leiðinni var kastað einu sinni, ein- skipa, og fengust um 50 tonn í þvi kasti. Aftur var siglt austur, en það var ekki nógu álitlegt. Nú var byrjað að kalda við austur og spáin heldur vaxandi, svo gef- in var skipun um að dóla vestur. Kallinn fór loksins I koju, en hann hafði staðið mikið. Viða á þessu svæði milli Port- lands og Ingólfshöfða var loðna en ekki nógu góðar torfur. Þriðjudagsmorgun var lensað undan austanáttinni, sem fór heldur vaxandi. Netabátar voru að draga I vaxandi andófi og var einn og einn I eða það var svo að sjá á rúllunni. Komum að Eyjum síðla þriðjudags, en þá voru komin 9 vindstig á Stórhöfða, en þó voru nokkrir bátar að veiðum fyrir innan Eyjar. Við köstuðum ekki en héld- um í land og komum að um kl. 8 og voru þá nærri liðnir 5 sólarhringar i skottúrn- um. Nú var fróðleg ferð á enda. Strákarnir hafa án efa verið allánægðir að sjá mig fara í land, þó ég fyndi aðeins velvilja í von um betri árangur í næsta túr, sem kom jú á daginn. Þá fylltu þeir í 3 kóstum og það á stuttum tima. Ég fékk góðar móttökur um borð og aðbúnað eínnig og þakka ánægjulega og gagniega ferð og hlífi strákunum við þeirri sigildu spurningu og jafnframt hvimleiðu: Hvað er hlutur- inn kominn í og hvað hafið þið verið lengi að? Af þessum stuttu kynnum min- um í þessari ferð og öðrum held ég að þeir sem standa i þessu megi bera það úr bytum sem þeir afla, þvi þeir hafa sann- arlega mikið fyrir þeim tekjum, sem nást, og það er ekki svo stuttur vinnu- tími og óreglusamur. Jafnt að degi sem nóttu, i blíðu og illu frosti, hvernig sem viðrar. Fólk í landi ætti að láta af öfund sinni, þó sjómenn beri eitthvað sæmilega úr býtum, a.m.k. á þessari loðnuvertíð, en hún er heldur engri annarri lik, bæði hvað veðurfar og afla snertir. Síðan koma aðrir tímar, sem lítið er. Báturinn, jafn þröngt athvarf og hann nú er, er jafnframt vinnustaðurinn allan tímann, lítil þægindi, miklar stöður og erfið vinna. Sjómenn eiga vissulega það sem þeir afla með harðri hendi án þess að setja það til samanburðar við kjör annarra. Þetta er ekkert til að jafna við, ef hlutlaust er litið á málin. Sjái og reyni hver sem vill I reynd. — Þakka ég góða ferð. —Sigurgeir Einar skipstjóri fylgist með út um brúar- gluggann. Niels rimpar i smárifu Fræðslustarfsemi listasafnsins: Námskeið um myndlist að hefjast úti á landi UNÐANFARNA tvo vetur hafa verið haldin f ræðslunámskeið um myndlist f Listasafni Islands, og á næstunni er ætlunin að færa út kviarnar og efna til slikra nám- skeiða vfða um landið. Safnið sendi nýlega bréf til um 30 sveitarfélaga og skóla úti á landi til að kanna áhuga á samstarf i um slfka f ræðslu. Við ræddum við Ólaf Kvaran starfsmann safnsins og inntum hann eftir undirtektum: — Undirtektirnar hafa verið góðar, og við höfum þegar fengið jákvæð svör frá 12 aðilum, m.a. I Borgarnesi, Vestmannaeyjum, á Akureyri, Neskaupstað og tsa- firði. Þessi starfsemi hefst I næsta mánuði og henni verður þannig háttað, að á hverjum stað verður haldinn einn fyrirlestur og sýnd- ar myndir til skýringar. Safnið leggur til fyrirlesarann og fræðslugögn, en viðkomandi skóli eða sveitarfélag greiðir fargjald fyrirlesarans og uppihald. — í Listasafni islands í Reykja vík er nú um það bil að ljúka námskeiði um höggmyndalist á 20. öld, og önnur þrjú hefjast um miðjan mánuðinn. Þau verða um graffk, húsagerðarlist á 20. öld og mynlist á 20. öld. Þegar þessum þremur námskeiðum lýkur um miðjan apríl hefjast önnur tvö, sem lýkur um miðjan maí, en þar verður fjallað um abstrakt-list á 20. öld og islenzka myndlist á 20. öld. Þessi námskeið taka sem sé mánuð, og kemur hver hópur saman fjórum sinnum, tvo tíma í senn, sagði Ölafur. — í hverju er þessi fræðsla fólgin? BF' / Ólafur Kvaran — Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að veita grundvallar- fræðslu um myndlist, kynna helztu stefnur og einstaka lista- menn, sem telja má braut- ryðjendur á sinu sviði, bæði hér og erlendis. Við hófum fremur viljað hafa fáa þátttakendur í hverju námskeiði, helzt ekki fleiri en 15—20 — þannig að tækifæri gefist til að spyrja og koma skoðunum á framfæri, án þess að hópurinn verði þrúgandi í Framhaldá bls.4.1. OFFSET er Bðið að kalla „klárir" svo ekki er til setunnar boð- ið. Keli gallar sig fyrir næsta kast. OKKAR LINA Vid bjódum yö*ur frá Nótin lögð /IteS 'éévm oréum: OFFSET fjölrita og stensilgerdarvélar OFFSET fjölritunarpappir OFFSET-EFNI: stensla eydir blek (úrval lita) litarefni framkallara afritunarpappir hreinsiklúta hreinsiblöd hreinsivökva allt fyrip of f set o* alltaf fyrirliggjahdi, W\a: SKRIFSTOFUVELflR H.F. . %uiflP Hverfisgötu 33 Sími 20560

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.