Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 Hermóður Guð- mundsson bóndi Árnesi—Minning Fæddur 3. maf 1915 Dáinn 8. marz 1977 Með Hermóði Guðmundssyni, bónda í Árnesi, er mikill afreks- maður genginn. Ævintýraljómi hefir löngum leikið um nafn þessa bændahöfðingja við Laxá í Aðaldal, eins þeirra fáu, sem skara fram úr og skera sig úr fjöldanum. Hermóður Guðmundsson var borinn og barnfæddur á Sandi i Aðaldai við birkilaufaþyt og þungan nið Skjálfandafljóts. Hann var sonur skáldsins þjóð- kunna, Guðmundar Friðjónssonar frá Sandi. Æviverk Hermóðs Guðmundssonar eru orðin mörg og mikil að vöxtum og hefði hann vissulega verðskuldað að fá að sitja á friðarstóli heima í Árnesi um mörg ókomin ár og njóta verka sinna. 1 rauninni var varla tekið að kvölda i ævi hans, þegar hann féll frá. Það var árið 1945, sem þau hjónin Hermóður Guðmundsson og hans ágæta kona, Jóhanna Alf- heiður Steingrímsdóttir, reistu sér nýbýlið Arnes í fögru um- hverfi Laxár í Aðaldal. Þau byrj- uðu smátt en með atorku, ráð- deild og stórhug byggðu þau upp eitt af glæsilegustu stórbúum iandsins. Auk bústarfanna gaf Hermóður sig að félags- og fram- faramárum sveitar sinnar og einn- ig lét hann þjóðmál stundum til sin taka. Hann hafði forgöngu um búnaðarmál héraðs síns, meðal annars með stjórn Ræktunarsam- bandsins Arðs, sem sá um að brjóta land og rækta með jarð- ýtum og öðrum stórvirkum vinnu- vélum. Hann var formaður Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga, sat marga fundi Stéttarsambands bænda og var I nokkur ár formaður Landsam- bands veiðifélaga. £g kann ekki að telja upp hin mörgu ábyrgðar- störf, sem á hann hlóðust. Allir þekktu dugnað Hermóðs og fram- kvæmd og vissu, að máli var jafn- an borgið, ef tókst að fá hann til að veita þvf atfylgi. Kynni mín af Hermóði Guð- mundssyni hófust ekki fyrr en um vorið 1970, er ég réðst sem lögmaður Landeigendafélags Lax- ár og Mývatns, en kynnin urðu mjög náin, þau fáu ár, sem þau stóðu. Svalan maímorgun 1970 steig ég út tir flugvélinni á Aðal- dalsflugvelli, kominn að sunnan til að setjast á rökstóla með bændum um varnarstríð þeirra gegn Gljúfurversáætlun. Þar stóð Hermóður í norðangolunni, snaggaralegur og festulegur maður, en fjörleg augu hans, snarar og fjaðurmagnaðar hreyf- ingar geisluðu af lífsþrótti. Samt var Hermóður þá kominn á sextugsaldur. Einmitt þessa dagana voru óveðursblikur að hrannast upp f lífi fólksins við Laxá og Mývatn. Framkvæmdir við Gljúfurvers- virkjun skyldu hefjast eftir nokkra daga. Menn skipuðu sér ósjálfrátt saman til varnar, og strax í upphafi var Hermóður Guðmundsson f reynd sjálf- kjörinn leiðtogi þessarar varnar- hreyfingar. Til þess hafði hann bæði styrk stórbóndans og sina alkunnu baráttugleði. Öðrum þræði var Hermóður mjög tækni- lega og nýtfzkulega sinnaður. Hann var öðrum skjótari til að tileinka sér véltækni við búskap og allar nýjungar við Iand- búnaðarstörf. Um langt árabil sá hann um rekstur Ræktunar- sambandsins Arðs, sem tók æ stærri jarðvinnsluvélar í notkun, en á hinn bóginn var honum mjög umhugað um varðveizlu allra þjóðiegra verðmæta og óspillts og fagurs umhverfis. Kann dýrkun fagurra lista f foreldrahúsum, ásamt einstaklega fögru umhverfi á æskustöðvum og við Laxá að hafa átt sinn þátt f þvf. Hann var sér skýrt meðvitandi, að af blindri notkun reiknistokks gat hlotizt 1» •:.'r1 ir.ol «c i i >s<» virðingarleysi fyrir umhverfi og náttúru landsins, þótt alhliða iðk- un vísinda hlyti að stuðla að vernd þessara verðmæta sem ann- arra. Næstu þrjú árin eftir að sam- starf og vinátta tókst með okkur Hermóði geisaði Laxárdeilan svo að segja hvíldarlaust. Leið varla sá dagur, að við ættum ekki orð- ræður saman. Hinn sterki virkjunaraðili brenndi þegar brýr að baki sér með miklum fjár- festingum og pöntunum stórra véla og taldi sig því tilneyddan að sækja sífellt á, hvað sem skynsamlegum rökum og dóms- niðurstöðum leið. Einn vahdann dreif þvf að eftir annan f þessu varnarstríði, þar sem jafnan þurfti að meta heildarstöðuna með hliðsjón af hverri ákvörðun, sem gat orðið til þess að boginn brysti í hendi bænda. Dvaldist ég oft á þessum þremur árum á heimili þeirra hjóna, Hermóðs og Jóhönnu Álfheiðar, og naut rausnar þeirra og félagsskapar. Samstarf okkar Hermóðs var all- an timann hið ánægjulegasta. Kynntist ég honum gjörla og betur, af því að áður hafði ég ekki myndað mér neinar skoðanir um hann. Vissulega var hann mikill kapps- og framkvæmdamaður, eins og orð er á gert. Hann var einnig mjög sjálfstæður og rök- fastur í hugsun. Er á þurfti að halda átti hann til skapró og þolinmæði, skipulagsgáfu og fyrirhyggju. 1 öllu dagfari var hann viðmótsþýður og lá jafnan vel á honum. Eins og Laxárdeilan var háð, reyndist hún vera valdatafl, teflt á vettvangi stjórnmála, dómstóla og síðast en ekki sfzt, hreinna vfsinda. Annars vegar var fimbul- sterkur valdaaðili, studdur bæði kaupstaðarvaldi og rfkisvaldi, fjármagni og sérfræðum, ásamt þeim tilstyrk stjórnvalda, sem að baki þessu valdi býr jafnan. Hins vegar var fylking bændafólks meðfram Laxá og Mývatni, sem flest var fátækt, en naut þess þó, að f röðum þess voru fáeinir sterkir stórbændur, eins og Her- móður f Arnesi. Þessari fylkingu tókst samt að fara með sigur af hólmi í hinni miklu orrahrið. Þar var vissulega mörgu fyrir að þakka, lýðræðisskipulaginu, sem tryggir, að réttur minnihluta er ekki fótum troðinn. Einstakur málstaður, stuðningur mikils hluta almennings i landinu, sem snerist á band með bændum, þegar mest lá við. Varla hefur þó verið á nokkurs manns færi nema Hermóðs Guðmundssonar að ger- ast leiðtogi í þessu varnarstríði og snúa taflstöðu, sem í fyrstu virtist flestum vera vonlaus, upp i hreina yfirburði, þegar loks var sest að sáttaborði og deilan sett niður í friði og spekt með skrif- legum samningum. Laxárdeilan kveikti tilfinningaloga í brjóstum margra landsmanna. öðru f remur var hún þó áminning til stjórn- valda um að virða rétt einstakl- ingsins i þessu landi og kasta ekki' á glæ, að þarflausu, ómetanlegum djásnum fslenzkrar náttúru. Hún var harkaleg, en dýrmæt lexia I umhverfis- og náttúruvernd hér á landi. Hún var einnig prófsteinn á hvers sjálfmenntað bændafólk má sín í skiptum við sérfræðinga- vald, þegar fólkið á sér leiðtoga, sem af óbifanlegri festu heldur fram málstað þess, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið. Allan timann, sem Laxárdeilan stóð, unni Hermóður sér vart hvíldar. Hann stappaði stálinu f menn sfna og slakaði ekki á fyrr en framtfð byggðanna við Laxá og Mývatn var tryggð með skrif- legum samningum. Ótal margt varð vissulega lóð á vogarskálum þessa harða ágreinings og vafa- litið verður lengi enn deilt um Laxárdeiluna, orsakir hennar og aðdraganda, viðbrögð og at- hafnir í hita barattunnar og endanlegar lyktir. Staðreynd tel t[(s (c I I.M.I¦) . I I ) <r ég þó vera, að endanlegar lyktir voru öðru fremur sigur skyn- seminnar og vísindalegra vinnu- bragða. Ráðherra á fyrstu misserum deilunnar var Jóhann Hafstein. 1 ráðherrabréfi gaf hann þá yfir- lýsingu, að ekki yrði veitt leyfi til frekari virkjana en fyrsta áfanga Laxár III (Gljúfurvers- virkjunar), 7,5 MW rennslis- virkjunar, ef vísindalegar rann- sóknir leiddu í Ijós, að af fram- kvæmdum hlytist tjón á lífríki Laxár og Mývatns. Á vegujn iðn- aðarráðuneytis voru síðan í sam- fáði við deiluaðila fengnir færustu vísindamenn, innlendir og eriendir, til að hafa á hendi rannsókn á náttúrufari Laxár og Mývatns. Enginn fylgdi því fastar eftir en Hermóður Guðmundsson, að þessar rannsóknir færu fram samkvæmt gefnum fyrirheitum. Niðurstöður rannsóknanna urðu neikvæðar fyrir virkjunaraðil- ann. Sáttagerðin í Laxárdeilu grundvallaðist þannig bæði á yfir- lýsingu ráðherra, gefinni I upp- hafi deilunnar, og visindalegum rannsóknum í samræmi við hana. í framhaldi þessa samþykkti Al- þingi lög um sérstaka náttúru- vernd Laxár og Mývatns nr. 36, 1974, sem banna virkjunarfram- kvæmdir á svæðinu. Þykir mér mikils um vert að láta þess getið hér til að tryggja orðstír Hermóðs Guðmundssonar gegn tilraunum til að koma inn hjá almenningi þeim hleypidómum, að fólkið við Laxá og Mývatn hafi unnið sigur sinn í trássi við heilbrigða skyn- semi og vísindalegt álit. Hvarvetna, þar sem Hermóður Guðmundsson mætti a mál- þingum, einkenndist framganga hans af þróttmiklum málfiutningi og málafylgju. Menn hittu þar fyrir þrekmikinn einstakling og umbúðalausan málstað. Her- móður var undirhyggjulaus maður, sem gekk hreint til verks og ávann sér þannig traust allra, hvort sem þeir deildu með honum skoðunum og sannfæringu eða ekki. Hann flutti mál sitt af sann- færingarkrafti. Hin dýpri rök skapgerðar hans held ég hafi verið óslökkvandi sannleiksást og algjört óttaleysi í leit að sann- leikanum. Honum var f jarri skapi að beygja sig fyrir nokkrum þeim málstað sem hann taldi rangan. Hann fékk oft því áorkað, sem aðrir töldu óhugsandi, en með af- stöðu sinni kallaði hann einnig stundum yfir sig erfiðleika, and- streymi og fjandskap annarra manna, lét hann það þó lítt á síg fá. Valdamönnum hefir vart þótt Hermóður talhlýðinn maður, og andstæðingum var gjarnt á að líta á hann sem erkióvin. Skaphöfn Hermóðsgrund,vallaðist á viðhorfi hans til málefna en ekki manna. Skapsmunir hans voru segul- magnaðir með vissum hætti, svo að honum reyndist auðvelt að hafa áhrif á menn og koma þann- ig fram málum. En hann dróst einnig að viðfangsefnum sinum eins og segull að stáli svo hann unni sér ekki hvíldar fyrr en lausnin var fundin. Ef hann hefði gengið langskólaveginn hefði ég vel getað hugsað mér hann sem vfsindamann sem ekki hefði fundið frið f sínurn beinum fyrr en uppgötvun var gerð eða ráð- gáta leyst. Þótt Hermóður Guðmundsson léti mörg mál til sín taka virtist honum næst huga og hjarta að efla sterka og sjálf- stæða bændastétt í landinu sem yrði þess megnug að varðveita þjóðlega arfleifð og viðhalda reisn þjóðarinnar i skiptum við útlendinga. Margur mun finna fyrir því að Hermóður Guðmunds- son er horfinn af sviðinu. Mestur er þó missir ástvina og fjölskyldu, barna og tengdabarna og hans gáfuðu konu Jóhönnu Alfheiðar Steingrímsdóttur, sem var manni sínum ómetanlegur Iffsföru- nautur og ráðgjafi. Votta ég þeim samúð mfna um leið og ég þakka þessum sterka syni íslenzkra sveita fyrir lærdómsrík kynni á stuttri en hressilegri samferð. Lengi mun lif a minning hans. Sigurður Gizurarson. Atvikin höguðu þvf þannig, að leið mín lá til Laugaskóla í Suður- Þingeyjarsýslu. Kynni mín af byggðarlaginu og fólki því, sem íflnd Ti'6c» xbri'i i >i¦) ég umgekkst bæði innan skóla og utan, urðu þau að mér hefur æ siðan fundist Þingeyjarsýslan vera mfn önnur heimabyggð. En það eru ekki aðeins ljúfar minningar skólaáranna, sem rifjast upp, heldur hafa haldist nokkur tengsl bæði af afspurn svo og við áframhaldandi kynni og þá ekki síst við hjónin í Árnesi, Jóhönnu og mann hennar Hermóð Guðmundsson, er and- aðist að heimili sínu 8. marz 8.1. eftir langa og erfiða legu. Eftir að hann hafði leitað lækna og sá hvert stefndi óskaði hann eftir þvi að fá að vera heima uns yfir lyki. „Truou á tvennl (helmi tlgn sem œosta ber, guo f alheims geimi guo I sjálfum þér." Þegar ég blaðaði í minningabók frá Laugaskóla veturinn 1937—38 hafði Hermóður ritað vísu þessa I bók mína ásamt heillaóskum. Þegar ég lít yfir æviferil Hermóðs, þá er ljóst að heilræði vísunnar hafa verið leiðarljós hans í lífi og starfi. Traust á alheimsafl, skyldan til þess að beita því, sem honum var gefið, til góðs, vera trúr sjálfum sér og öðrum, vinna verk sín af festu, dug og sannfæringarkrafti, vera einlægur og heill á lffsgöngu sinni var aðalsmerki bóndans í Árnesi. Hermóður Guðmundsson var fæddur 3. maf 1915 að Sandi I Aðaldal, sonur þeirra mætu hjóna Guórúnar Lilju Oddsdóttur og Guðmundar Friðjónssonar skálds og bónda þar, en börn þeirra voru 12, 10 synir og 2 dætur. Hermóður ólst upp við starf, iðkaði íþróttir í æsku, var andstæðingur tóbaks- og vínneyzlu en virti því meira og drakk I sig þjóðleg verðmæti og menningu og batzt sveitalifinu og móður jörð óslítanlegum böndum. Veganestið úr heimahögum varð þannig það gildismat, sem bezt er hægt að leggja á það, hvers virði það er að lifa heilbrigðu lifi, geta staðið á eigin fótum, þekkja sögu lands og þjóðar, virða og meta dyggðir eins og trúmennsku, orð- heldni, hreinskilni og heiðarleika, elska og virða landið, skynja fegurð þess og gjöfulleika yrkja það en foróast rányrkju og þvi umfram allt að vernda það. Enda mun sagan siðar herma það að I því efni hafi Hermóður markað óafmáanleg spor. Það var þvl engin tilviljun að Hermóður skipaði sér i raðir islenzkra bænda. Þar haslaði hann sér völl þar var lífsstarf hans. Hermóður var f Alþýðu- skólanum að Laugum veturinn 1937—1938 og Búnaðarskólanum að Hólum 1938—1939 og lauk þaðan búfræðinámi. Árið 1940 kvæntist Hermóður Jóhönnu Alfheiði Steingríms- dóttur, Nesi, Aðaladal. Jafnræði var mikið með þeim hjónum, bæði vel greind, kappsöm og dugmikil og samhent mjög. Þau hófu búskap í Nesi og byggðu nýbýlið Árnes úr Neslandi. Það býli talar skýru máli um þann feikilega dugnað er hjónin bæði sýndu við uppbyggingu þess og vann Hermóður sjálfur mikið að bygg- ingu húsa og íbúðarhúss enda hagur vel. Var hreinasta unun að fylgjast með, hve öll uppbygging og ræktun gekk fljótt og vel svo og þeirri útsjónarsemi, sem við var höfð og ekki voru alltaf farn- ar troðnar slóðir heldur upp á ýmsum nýjungum bryddað Hermóður hafði frumkvæði að því að leggja vatnsveitu um langan veg og yfir Laxá til þess að f á rennandi vatn til neyzlu. Fjögur eru börn þeirra Jóhönnu og Hermóðs, öll mann- vænleg og dugmikil: Völundur Þorsteinn, f. 1940, búfræði- kandidat, giftur Höllu Lofts- dóttur. Sigriður Ragnhildur f. 1942 gift Stefáni Skaftasyni ráðu- naut. Hildur, f. 1950, kennari, gift Jafet S. Ólafssyni viðskiptafræði- nema. Hilmar f. 1953 bóndi í Árnesi, kvæntur Áslaugu Jóns- dóttur. Barnabörnin eru níu. Mörg trúnaðarstörf hlóðust á Hermóð í heimabyggð. Það kom fljótt fram að hann var vel til forystu fallinn. Þó væri sanni nær að segja vel til þjónustu fallinn því svo mjög tók hann alvarlega þau verkefni, sem hann tók að sér M a;il 4 ílsílnu-i'i á félagslegum vettvangi, að hann lagði hart að sér og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn til að leysa hvert mál vel og f arsællega. Tókst honum flestum betur fyrir sinn brennandi áhuga og dugnað að koma málum heilum i höfn. Kom þar fram sem annars staðar hvílikur atgervismaður hann var. Hermóður var formaður Búnaðarfélags Aðaldæla frá 1943 formaður Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga frá 1949, formaður Veiðifélags Laxár og síðustu árin formaður Landssam- bands veiðifélaga, formaður Landeigendafélags Laxár og Mývatns formaður Ræktunarsam- bandsins Arðs og ýmsum fleiri trúnaðarstörfum gegndi hann. Auk þessa sótti hann ýmsa fundi og þing bændasamtakanna. Þá var hann mjög virkur í ung- mennafélagshreyfingunni og var um langt skeið formaður ung- mennafelagsins Geisla. Hermóður var þjóðkunnur maður. Hann var einn af rismestu mönnum sinnar samtfðar. Hug- sjónamaður. Leiftrandi áhuga- maður. Ákveðinn í skoðunum. Vinnusamur og mikilvirkur. Hann sótti hvert mál af eldlegum áhuga. Enginn garður var svo hár að hann réðist ekki til uppgöngu, ef réttsýni hans og sannfæring buðu. Aldrei var hægt að bendla hann við meðalmennsku eða upp- gjöf. Hann var stórbrotinn persónuleiki og gekk ávallt hreint til verks, hafði andúð á hinu gagn-< stæða. Og Hermóður var elskulegur maður, það var gott að sækja þau hjón heim, eiga vináttu þeirra. Hlýja og alúð var þeirra aðals- merki. Hjálpfús og góð. Þau áttu aðlaðandi heimili, ræktu það vel og önnuðust uppeldi barna sinna af ástúð og fórnfýsí. Löngu og erfiðu helstríði er lokið. Mörg sár eru eftir brostna strengi.Við áttum von á svo miklu lífstarfi ennþá. Hermóður átti snaran þátt í brjóstum sinna fjöl- mörgu vina. Við kveðjum hann og þökkum honum og biðjum honum blessunar guðs. Og eftirlifandi eiginkonu hans, börnum og ást- vinum öllum sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Við erum svo smá á svona stundum og getum aðeins í auðmýkt lotið guðs vilja. Páll V. Danielsson Hermóður Guðmundsson, bóndi í Árnesi, andaðist að heimili sínu þriðjudaginn 8. marz s.l. tæpra 62 ára að aldri, og verður útför hans gerð í dag, fimmtudaginn 17. marz, frá Neskirkju í Aðaldal. Hann var fæddur að Sandi i Aðal- dal 3. maí 1915, sonur hins þjóð- kunna skálds og bónda, Guðmundar Friðjónssonar, og konu hans, Guðrúnar Oddsdóttur. Hermóður í Árnesi var þvl þing- eyingur að ættum, uppeldi og ævi- dvöl. Hann var samgróinn heima- byggð sinni, landinu, fólkinu, arf- leifðinni. Þar er allur, sem unir. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Alfheiði Stein- grímsdótlur, 4. maí 1940, en hún er dóttir Steingrfms heitins Bald- vinssonar í Nesi og konu hans, Sigríðar Pétursdóttur. Þau Her- móður og Jóhanna reistu nýbýlið Árnes í Neslandi árið 1945 sem brátt varð að stórbúi í höndum þeirra, enda hjónin bæði kunn að ¦tA i <<iiii I ííiscTn.n.i; rj "n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.