Morgunblaðið - 17.03.1977, Side 15

Morgunblaðið - 17.03.1977, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 15 Minning: Hermóður í Árnesi fádæma atorku, dugnaði og áræði ásamt góðum gáfum og hugvits- semi. Fyrst man ég Hermóð Guð- mundsson fyrir rúmum fjörutíu árum. Þá voru jafnan haldin íþróttamót að vori að Breiðumýri í Reykjadal, og var Hermóður þá fremstur í flokki frjálsíþrótta- manna og átti hann ásamt bræðr- um sinum drýgstan þátt í því, að hlutur Aðaldælinga varð góður í þessari innbyrðis keppni sveit- anna þingeysku. Einhvern tímann á árunum eftir 1930 var einnig haldið iþróttamót að vetrarlagi og var þreytt skauta- hlaup á Vestmannsvatni. Við Mývetningar ætluðum okkur sig- ur á því móti, töldum okkur raun- ar sigurinn visan, en það fór á annan veg. Það var Hermóður Guðmundsson, sem færði heima- sveit sinni Aðaldainum sigurinn, hljóp af sér alla aðra skautagarpa á þvi móti. Það er svo ekki fyrr en 1963 að ég kynnist Hermóði í Árnesi persónulega, enda þótt ég vissi margt um athafnir hans á þeim árum, sem þarna liðu á milli. Hann er þá enn í broddi fylking- ar, kappsfullur og ákveðinn sem fyrr, þótt íþróttasviðið sé nú ann- að. Hann gaf sig snemma að félagsmáium, enda frá unga aldri mannblendinn, framgjarn og við- ræðufús, greindur og einarður. Hann varð formaður í Ung- mennafélaginu Geisla í Aðaldal árið 1938 og var það í fimm ár, en það mun vera eitt fyrsta for- mannsembætti hans. Þau félags- störf önnur sem hann gaf sig að um ævina, voru mörg og margvís- leg. Hann varð formaður i Bún- aðarfélagi Aðaldæla 1943 og var það óslitið til dánardægurs. Hann hefur einnig verið formaður i Búnaðarsambandi Suður- Þingeyinga, formaður í Land- eigendafélagi Laxár og Mývatns, formaður og framkvæmdastjóri Ræktunarsambandsins Arðs, en i þvi eru: Aðaldælahreppur, Tjörneshreppur og Reykjahrepp- ur. Þá hefur hann einnig verið formaður Landssambands veiði- félaga síðan 1973. í stjórn Veiði- félags Laxár síðan 1958 og for- maður þess félags síðan 1968. Hann var einn af stofnendum Veiðifélags Mýrarkvíslar og jafn- framt formaður, og stóð hann fyr- ir byggingu laxastiga fyrir það félag. Þá hefur hann verið full- trúi i mörg ár á þingum Stéttar- sambands bænda og hann hefur setið I Veiðimálanefnd rikisins. Hermóður í Arnesi sinnti raunar fleiri félagsmálastörfum um æv- ina, þótt ekki séu nefnd hér. Sjá má af þessari upptalningu, að Hermóður í Árnesi hafði í mörgu að snúast, en samt sem áður bjó hann stórbúi i Árnesi eins og áður er sagt. íbúðarhúsið reisa þau hjónin 1945, svo koma mikil gripahús, þurrheyshlöður, votheysturn, súgþurrkun, fóður- geymsla, vélaverkstæði. Allt ber vitni um stórhug, framsýni og samhug hjónanna f Árnesi. Og stöðugt var haldið áfram að stækka og efla búið, staðinn sjálf- an. Þau hefja rekstur veiðiheimil- is 1963 og ráðast I byggingu veiði- húss 1967, sem tvfvegis hefur ver- ið stækkað og endurbætt siðan. Hermóður i Árnesi fylgdist mjög vel með i öllum tæknilegum nýjungum og endurbótum á sviði landbúnaðar og var jafnan með fyrstu bændum að tileinka sér nýjungar, sem hann taldi til bóta. Engin tæknileg nýjung eða fram- faraspor voru honum þó markmið í sjálfu sér, heldur aðeins hvati til að vekja nýtt starf, opna nýjar leiðir, flýta fyrir að koma meiru og fleiru í verk. Og hann var ekki að keppa að þvi að koma sem mestu í verk til þess að skapa hóglífi og kyrrð, heldur til að skapa djörfung og dug, örva æða- slátt, efla viljaþrek og þor manna. Guðmundur Friðjónsson á Sandi orti eitt sinn: „Arfur þinn allur var áhugaglóð löngun til landnáms horfði dáð til drengskapar dugur til starfs fullhugi til friðar“. Þessi orð hefðu eins getað verið ort til sonar hans, Hermóðs í Ár- nesi, því að slíkan arf hafði hann einmitt hlotið í vöggugjöf. Hermóður í Árnesi hafði mótast i æsku af andstæðum náttúrunn- ar i umhverfi sínu, Kinnarfjöllin himingnæfandi, traust og óbifan- leg, áttu sina þræði i skapgerð hans, Skjálfandafljót voldugt og óvægið á aðra hlið, Laxá fögur og silfurtær með fuglasöng og sporðaköstum á hina. Vinalegir hliðarslakkar Hvammsheiðar og skógi vaxið Aðaldalshraun eins og glitofin blæja á hásumardegi. Dumbshafið i öllu sínu veldi. Þarna var krafturinn og valdið, staðfestan og óttaleysið, en einnig fegurðin og lífsgleðin, mýktin og heiðrikjan. Hermóður í Árnesi átti næmar tilfinningar og geðs- muni stóra, það fór ekki framhjá neinum, en ég tel það sérstæðast af einkennum -hans, að sterkar andstæður, sem mörgum reynist erfitt að sætta, virtust jafnan í fullkomnu jafnvægi innra með honum. Hann var raunsær maður en þó draumlyndur, harðvigur en þó mjúkhentur, ör til framsóknar og trölltryggur mönnum og mál- efnum. Hann var einn þeirra manna, sem bezt hafa sýnt og sannað á sfðasta mannsaldri, hve traustur og góður efniviður er í islenzkri alþýðu, enda var jafnan efst I vitund hans trúin á landið og þjóðina, islenzka tungu, sögu, náttúru og goðsagnir. Slíkur er aðall íslenzkrar menningar. Hermóður í Árnesi unni heima- byggð sinni og tók undir með Sig- urði á Arnarvatni„Hér á andinn óðul sin, öll sem verða á jörðu fundin...“ og þá var hann einnig sammála föður sínum: „Á þó gamli Aðaldalur/ einnig vanga rjóðan/ Eiga nokkrir aðrir dal svo góðan?" Hermóður í Árnesi unni einnig fögru mannlifi og fögrum listum á öllum sviðum, en þó var hann öfgalaus, raunsær og rétt- sýnn á menn og málefni. Hann var bindindismaður alla ævi á vin og tóbak, en laus við allt ofstæki. Hann var vissulega þjóðkunnur maður, ekki sízt fyrir baráttu sína í broddi fylkingar fyrir Land- eigendafélag Laxár og Mývatns á undanförnum árum. Þar sýndi hann vel, að hann var enginn meðalmaður í neinu og að stórra sanda og stórra sæva var geð hans. Það var jafnan þrá hans og metnaður að hrinda stórum mál- um I framkvæmd, málefnin áttu hann og fyndist honum, að hann gæti séð þeim sæmilega farborða sparaði hann hvorki tima né krafta og var þá sem honum stein- gleymdist allt annað í svipinn. Hann var fljótur að koma auga á aðalatriðin og fylgdi þá fast eftir þvi sem hann taldi heilbrigt og skynsamlegt og beitti þá ýmist lagni og rökvísi, eða nokkurri hörku. Hann átti það til að vera óvæginn og stórorður, en aðeins gagnvart úrtölumönnum, enda ósérhlifinn sjálfur og óragur að takast á við verkefnin, þótt slikir menn teldu þau óviðráðanleg. 1 forníslenzkum ritum er víða getið þeirra einkenna er prýða skyldi þann er til höfðingja var borinn. Þar segir meðal annars, að hann skal vel kunna til þeirra iþrótta er tfðkast helzt og vera bæði sterkur, mjúkur og harð- fengur. Vel skal hann kunna til viðskipta og ræður fyrir sér að gera. Sléttorður skal hann, en hitt skiptir þó mestu, að hann sé fast- orður og heitvandur. Stærsta atr- iðið var þó, að hann væri stórráð- ur og framkvæmdamikill. Þessar hugmyndir norrænna manna um andlegt og lfkamlegt atgervi eru enn i fullu gildi og þvi segi ég, að Hermóður í Árnesi var fyrst og fremst höfðingi með frjótt imynd- unarafl og óbilandi áræði. Það er alkunna, að þeir sem leggja út í lífið með stórræði í huga og sterka trú á sjálfa sig eiga sjaldan óblöndnum vinsæld- um að fagna, þegar til lengdar lætur. Þetta var Hermóði í Árnesi vel ljóst og hann var nógu stór til þess að sjá drengilega andstæð- inga I réttu ljósi, án alls kala og hinir sem ekki gátu talist drengi- legir í vopnaburði voru afgreiddir með þögn, þeir voru ekki þess virði að rætt væri um þá. Sjálfstraust hans var að vísu mikið en það var annað, sem ein- kenndi hann ekki síður, að hann var mjög kröfuharður við sjálfan Framhald ð bls. 35 Guðmundur skáld Friðjónsson á Sandi sagði einhverju sinni: „Ég hef haft barnalán". Segja má, að allir afkomendur þeirra hjóna, Guðmundar skálds og Guðrúnar Oddsdóttur, séu þjóðkunnir, ög ekki segja fyrrnefnd orð skáld- bóndans ómerka sögu, þegar haft er í huga, að þau eignuðust 12 börn og komust 11 yfir tvítugt. Slíkt barnalán er guðs blessun. Hermóður Gumundsson í Ár- nesi, f. 3. maí 1915 var nfunda barn foreldra sinna og „þótti likur Völundi að ýmsu og Heið- reki í sumu tilliti, vaskur til íþrótta og vinnu, gekk í Lauga- skóla og siðan Hólaskóla og tók búfræðingspróf þaðan“. segir Þóroddur skáld bróðir hans í riti sínu, Guðmundur Friðjónsson, ævi og störf, en hann skrifaði einnig síðar um móður þeirra eins og kunnugt er, og þótti Hermóói mikið koma til þessara bóka bróð- ur sins. Ekki skal ég um það dæma hvort lýsing Þórodds er rétt, en þess má geta til gleggri skilnings á þessum samanburði, að Völundur, fjórði sonurinn að aldri, sem lézt aðeins 23ja vetra, „var bráðger iþróttamaður og námsmaður, harðduglegur til allra verka og snemma skáld- mæltur vel.“ Eitt mannvænlegra barna þeirra Árneshjóna, Her- móðs og Jóhönnu Steingrímsdótt- ur frá Nesi, ber nafn þessa efni- lega föðurbróður síns með sóma. Heiðrekur var sjötti bróðirinn í röðinni, „hann var þegar í bernsku örgeðja og líkur föður sínum um suma hluti, hneigður fyrir bóklestur og íþróttamaður sem Völundur. Hann var og skáld- mæltur..", segir Þóroddur bróðir hans réttilega, því að Heiðrekur er skáld gott. En ekki vissi ég til að Hermóður væri skáidmæltur, þó að hann hafi verið likur Heið- reki og Völdundi að öðru leyti, og rétt er að hann var örgeðja og likur föður sfnum um margt. En hitt er svo annað mál, að kona Hermóðs og annar húsbóndi Ar- nesheimilisins er skáldmælt vel eins og hún á kyn til og kunni Hermóður að meta það eins og aðra góða eðliskosti konu sinnar. Þó að samanburðurinn við Völ- und og Heiðrek standist vafalaust í stórum dráttum, get ég ekki látið hjá líða að minna á þá staðreynd, að í raun og veru var Hermóður engum likur öðrum en sjálfum sér, svo einstæður og harðfylginn baráttumaður, sem hann reynd- ist, þegar á hólminn kom. Hann minnti á öræfin: yfirbragðið hlé- drægt, þau geta jafnvel verið fá- lát við fyrstu sýn, en breytast svo við nánari kynni þegar veður er skaplegt og fjölbreytt einkennin koma I ljós — og þá ekki sizt sú vinalega hlýja sem hvarvetna blasir við, ef grannt er skoðað. Ég hitti Hermóð einu sinni á leið i Herðubreiðarlindir. Ekki sá ég hann jafnglaðan í annan tíma, enda var hann i fylgd með fjöl- skyldu sinni og hreinviðri með afbrigðum, svo að minnti á skap- lyndi hans sjálfs. Þá fagnaði Is- land góðum vinum. Guðmundur skáld á Sandi og þau hjón voru litt efnum búin og fjárskortur hamlaði menntun barnanna, þó hvorki skyrti þau greind né góða hæfileika. „Ég barðist svona í bökkum — neitaði mér og minum um allan munað," sagði eitt sinn skáldið, sem orti Ekkjuna við ána og færði þjóð sinni perlur á borð við Gamla heyið og margt fleira. Guðmund- ur verður ævinlega talinn i hópi örfárra stórskálda sem sprottið hafa úr islenzkri alþýðumenningu einni saman. Við Hermóður töl- uðum úm föður hans og virðing hans leyndi sér ekki, né sú ást sem hann bar i brjósti til foreldra sinna. Honum þótti vænt um, að við skyldum hafa erft vináttu Guðmundar föður hans og Jóhannesar alþingisforseta og bæjarfógeta, afa míns. Skáldið heimsótti alþingismanninn hvert sinn sem hann átti erindi til Reykjavikur, enda fann hann í honum sálufélaga og samskrafs- mann, þvi að Jóhannes unni fögr- um bókmenntum, hafði afar næman smekk og varfljótur að sjá hvar feitt var á stykkinu, ekki sizt i ljóðlist. Hvernig gat stjórnmála máöur af þeirri gerð farið á mis við skáld af stærðargráðu Guð- mundar á Sandi? Auk þess hafa þeir verið líkir um margt, voru t.a.m. báðir „þjóðlegir" i skoð- unum og leiddi það að sjálfsögðu til íhaldssemi þeirrar tegundar sem er af því góða og á ekkert skylt við erlendar tízkustefnur, hvorki í menningu, list né pólitik, en er i eðli sinu rótgróinn íslenzk- ur arfur. Hermöður átti þessa teg- und ihaldssemi f rfkum mæ.'.i. Hún var honum í blóð borin og var undirrót þeirrar ástar, sem hann bar til átthaga sinna. Án skilnings á henni er ekki únnt að meta Hermóð Guðmundsson rétt, né lífsstarf hans eða hugsjónir. Það reyhdi ég að gera mér far um, ekki sizt sem ritstjóri, og sagði Hermóður mér undir lokin, að það hafi yljað sér í ólgu mikilla átaka. Sá, sem átti ekki þvi láni að fagna að hitta Hermóð heima í Árnesi, þekkti hann ekki eins og hann var i raun og veru: hlýr og viðkvæmur undir þykkri — allt að þvi hrjúfri skel. Það er i raun- inni ævintýri likast að koma í Árnes. Þar er nú svo vel húsað að undrum sætir, og segja má, að þar hafi öll þessi samhenta fjölskylda leitað skjóls í nábýli við heiðurs- hjón og höfðingja einhverrar fegurstu sveitar þessa lands. 1 Arnesi eru mörg hús, en eitt heimili, þ.e. ein fjölskylda í gam- alli merkingu orðsins. I umræðum um „hugsjónamál" liðandi stundar eins og skatta- frumvarp og þ.h. dægurmall gleymist bóndakonan að sjálf- sögðu i þeirri gerningahrfð sem geisar — og öll mið eru tekin af þéttbýliskonum. En Jóhanna i Ár- nesi veit, hvað er að standa fyrir heimili og skammast sín áreiðan- lega ekki fyrir að vera „heima- vinnandi húsmóðir", enda hefur hún ávallt verið húsbóndi á sínu heimili, ekki siður en Hermóður og var hann stoltur af því. En Jóhanna hefur áreiðanlega ekki borið þann veraldarauð úr býtum fyrir starf sitt, sem sanngjarnt væri, ekki frekar en aðrar hús- freyjur i sveit. Störf þeirra eru einskis metin, þegar kemur að skattseðlinum. En hún hefur bor- ið höfuðið hátt og ekki verið eftir- bátur manns sins í erfiðu starfi. Nú mun reyna á forsjá hennar og þarf enginn að kviða því að ekki verði áfram skörungur i Árnesi. Þegar ég hugsa til þeirra bændaheimila, sem ég hef þekkt bezt, kemur allt i einn stað niður: konan var alltaf húsbóndi, ekki siður en eiginmaður hennar; þannig kynntist ég Kristrúnu i Stardal, þegar ég var sendur þangað í sveit ungur drengur, og þessu var ekki siður þannig hátt- að á heimili tengdaforeldra minna. Ég minnist þess, að Krist- rún i Stardal gekk að öllum algeng- um sveitastörfum úti sem inni. 1 Stardal er erin mikilhæf húsmóðir, Þórdís, og er hún húsbóndi á sinu heimili ekki siður en Magnús maður hennar. Jónas i Stardal var mikið að heiman eins og Hermóð- ur vegna starfa sinna, og þá ekki sízt trúnaðarstarfa. Hann var vegaverkstjóri og sást stundum ekki myrkranna á milli, og þannig hefur Jóhanna í Árnesi oft þurft að sjá um sitt heimili, ekki sizt meðan Laxárdeilan var i algleym- ingi og Hermóður þurfti oft að bregða sér af bæ, stundum var hann dögum saman í Reykjavík. Állt tók þetta á hann og þá ekki síður Jóhönnu, en þar eð jafnræði var með þeim var ekki spurt um verkaskiptingu. Milli þeirra hjóna lá silfurstrengur skilnings ng vináttu. Þetta jafnræði með hjónum á íslandi á sér rætur aftur i söguöld og ekki úr vegi að hyggja að því nú á dögum, en gleðjast yfir því stóryrðalaust, án þess að telja slikt samband konu og karls til feimnismála eða tilfinningasemi, sem óljúft sé að halda á loft og eigi í rauninni aðeins erindi við yfirborðskenndar minningar- greinar. Þeir, sem þekkja ekki slíkt úr eigin reynslu, hafa farið á mis við dularfyllstu gleðina og þá óskiljanlegustu, en jafnframt e.t.v. einnig þá eftirsóknar- verðustu, sem lífið hefur upp á að bjóða. Svo segir i Njáls sögu: „Atli mælti: „Ert þú nokkurs hér ráðandi?" „Ég er kona Njáls," segir hún, „og ræð ég ekki siður hjón en hann“.“ Það eru enn margar bergþórurnar á íslandi, sem betur fer. Þeir, sem bezt þekkja til, leggja það áreiðanleg ekki út á verri veg, þó að ég minnist svo mjög á konu Hermóðs i Árnesi nú að leiðarlok- um, svo samrýnd sem þau voru og miklir sálufélagar, heimilis þeirra og höfðingsskapar, tengsla hans annars vegar við foreldrana og börnin á hinn bóginn. Og þeir sem halda því fram, nú þegar hann er allur, að ekki sé rétt hermt, að hann hafi öðrum frem- ur veriö hlédrægur maður og við- kvæmur, hafa áreiðanlega ekki þekkt hann nema af yfirborðinu og helzt afspurn einni — og þá af þessari dæmigerðu islenzku dæg- urbaráttu, sem stundum er með þeim hætti að hver sá má þakka fyrir, sem er ekki líkt við hryðju- verkamenn útí heimi eða fanga- verði með „sovézku hugarfari“ sem á víst að vera einhver nýr stimpill á lýðræðissinnað fólk hér á landi, ef það svignar ekki fyrir hvaða goluþyt sem er. Hermóður Guðmundsson var alla tíð ódeigur að berjast fyrir þvi sem hann trúði á og unni mest og hlaut í vöggugjöf stolt og strið- lyndi sem er nauðsynlegasta vega- nesti þeim, er hljóta öðrum frem- ur þau misjöfnu örlög að finna til í stormum fslenzkrar samtíðar. Þá tók meir á hann en margur hygg- ur: Leyndi hann sina löngu ævi logunum fyrir innan rif; þvoði sér úr þurrum snævi þegar gerði rennidrif. .. sagði myndskáidið mikla, Guð- mundur á Sandi, um annan mann, sem þurfti að bera klökugan kufl um ævi. Otrauður gekk Hermóður til leiks. Mönnum gat sviðið undan skeytum skáldbóndans á Sandi og Hermóður gat einnig brugðið sín- um brandi. En þó mun íslenzka óbilgirnin oftar hafa iþyngt við- kvæmni hans, ekki siður en föður hans. En að sjálfsögðu hefur þessi sama viðkvæmni sfðasta orðið, þvi af henni sprettuf einungis hið góða og kallar að lokum á styrk og stefnufestu. Þannig mun Laxá og umhverfi hennar einnig hafa sið- asta orðið. Hermóður vinur minn i Árnesi mun enn um ókomin ár vitja okkar i fuglasöng og seytli vatns við bakka þessarar berg- vatnstæru ár. Og þó að nú hafi ána „fellda hin Ijósa nótt í dá“, svo að vitnað sé til orða Guðmund- ar á Sandi, heldur hún áfram að renna góðum syni til dýrðar, orðstir hans og atgervi. Matthias Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.