Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 17 r r „Eg neiti I ^opescu — hetta er mt >ira iindrið” IXV' X VW V/X JL iiV „HANN hreyfir höfuðið — hann er lifandi!" Mikill harmur hefur duniS yfir Búkarestbúa eins og alkunna er af fröttum. Þar hafa hundraS manna látizt og æ fleiri Ifk hafa veriS aSfinnast þar sfðustu daga. En einstöku Ijósglætur og gleSiatburSir gerast einnig. ViS rústir Continental-hótelsins f Búkarest varS einn slfkur nú fyrir tveimur dögum eSa svo. Stórar jarSýtur og gröfur voru aS störfum og allt f einu kom í Ijós mannslfkami langt uppi ð rústahaugnum og innan um allt brakiS. Allir héldu aS þama væri enn eitt fómarlambiS fundiS látiS. Svo hreyfSi maSurinn allt f einu höfuSiS. Mannfjöldinn, sem fylgdist meS fyrir neSan rústahauginn, rak upp fagnaSaróp og björgunarmenn gerSu tafarlaust róSstafanir til aS komast aS manninum. Stigabfl var ekiS fram og björgunarlyftu var komiS eins nærri honum og unnt var og eftir töluvert amstur tókst aS ná manninum niSur á jafnsléttu. Þá hafSi hann legiS i 112 klukkustundir f rústunum. Hann var meS lokuS augu og virtist meSvitundarlaus. Ekki var mikla áverka á honum á sjá, utan þess aS Ifkami hans var þakinn marblettum. En þegar komiS var meS hann til sjúkrahússins opnaSi maSurinn allt f einu augun og sagSi: „Ég heiti Mirecea Popescu. Þetta er meira undriS." Popescu er prófessor f hagfræSi f Búkarest og hann var áSur rúmenskur meistari f hnefaleikum. Popescu fannst f leifum þess sem hafSi veriS stigagangur fyrir jarSskjálftann. Mun hann hafa falliS nokkrar hæSir niSur og er taliS undur og stórmerki aS hann skyldi komast lífs af eins og hann hafSi lent. Fjórir til viSbótar fundust á Iffi f rústum þessarar sömu byggingar, en þeir virtust ekki hafa hrapaS jafnt langt niSur og Popescu. r ^ Tf'w- • *| r Harðsoðinn bofi var dáðastur manna á ítaliu Á SlÐUSTU sjö mánuðum hefur hann öðlazt þvílíka frægð á ítalíu, að líkja má við þann frama sem kvikmyndastjörnum hefur fram að þessu aðallega fallið i skaut. Itölsk blöð hafa verið uppfull af frásögnum af gerðum hans, hann hefur haldið blaðamannafundi sem sjónvarpað hefur verið frá og velþekktur kvikmyndafram- leiðandi hefur kunngert áform um að gera kvikmynd um ævi hans. Það þykir ekki skaða, að honum svipar ögn til franska leikarans Alans Delons og því kemur heldur engum á óvart að nlu hundruð af þúsund konum, sem ítalskt vikurit í Mianó spurði um álit á honum, sögðust bera til hans hinn mesta ástarhug. Og sá, sem nýtur allrar þessarar athygli og hylli, er reyndar hörku- bófi að nafni Renato Vallanzasca 27 ára gamall. Hann hefur viður- kennt opinberlega að hafa skipu- lagt þrjú mannrán og hann er grunaður um að vera viðriðinn nokkur manndráp og morð. Renato var bara réttur og sléttur bófi, sem enginn hafði veitt neina sérstaka athygli, þar til honum tókst að sleppa úr fangelsi i júlimánuði sl. Hann varð sér þá úti um kröftuga vél- byssu og lét óspart að sér kveða og fékk fljótlega auknefnió Dillinger italiu. Lögregla hefur staðhæft að hann og bófar, sem voru i slagtogi með honum, hafi staðið að tveimur bankaránum að minnsta kosti og sjónarvottar hafa staðhæft að hann hafi verið maður sá, sem skaut til bana bankagjaldkera i öðru þessara rána. En það var þó ekki fyrr en Renato sneri sér að manndrápum, sem menn fóru verulega að taka eftir honum. Hann nam þá á brott 16 ára gamla stúlku, Emanuelu Trapani, sem er dóttir auðugs kaupsýslumanns. Eftir að fröken- inni var síðan sleppt úr haldi eftir 41 dag með Renato sagði hún fréttamönnum, að hún hefði drukkið kampavín með Renato og hefði lengst af verið haldið fanginni í iburðarmiklu herbergi þar sem allt var útbúið í stíl Lúð- viks 15. Ekki þurfti meira til að ítölsk biöð gengju af göflunum og var nú samstundis búið til róman- tiskt ástarsamband milli stúlkunnar og hins snoppufríða mannræningja. Urður kampa- vínsflöskurnar fljótlega um f jöru- tiu talsins sem þau áttu að hafa drukkið saman. Frökenin neitaði þessu öllu: „Ég var ekki hrifin af honum. Ég var hrædd við hann. Ég reyndi hins vegar að leyna skelfingu minni og hafa stjórn á mér,“ sagði hún en hvorki blöð né almenningur hlustuðu á hana. Og sagan magnaðist í meðförum og er enn að verða fjölskrúðugri. Sérstaklega fannst ítölskum blaðalesendum það skemmtilegt ef stúlkan og mannræninginn hefðu haft náin skipti sín i millum. Hvað sem þvi líður mun nú væntanlega verða bið á þvi að Renato njóti kvenmanns, því að lögreglu tókst að slá hring um bústað hans fyrir nokkrum dögum. Renato hótaði að sprengja húsið I loft upp ef lögreglan hyrfi ekki af vettvangi, en lögreglu- menn létu það sem vind um eyru þjóta og Renato gafst upp án þess að veita viðnám. Þegar fréttamenn spurðu Renato hvort hann liti á sig sem pólitískan fanga eða fórnarlamb þjóðfélagsins, svaraði hann: „Vit- leysa ... ég er ekkert slíkt. Ég þarf peningá. Það er allt og sumt.“ Og er annar spurði hvort honum fyndist hann vera ófreskja, svaraði hann: „Þið gerðuð mig að ófreskju. Vegna þess, að þið þurfið ófreskjur á forsíðurnar ykkar af því að almenningur krefst sliks — og þið kunnið að búa slíkt til.“ Guðmundur H. Garðarsson, for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavlkur. sóttu alls 94 félagar um Ibúðirnar. Guðmundur vék þessu næst að fæðingarorlofsgreiðslum, sem hafa verið töluvert til umræðu undanfarið. Guðmundur sagði að á sl. ári hefðu alls 250 félagskon- ur fengið fæðingargreiðslur sam- tals að fjárhæð um 33,7 milljónir króna. „Það er mikil óánægja inn- an félagsins meðal kvenna út af þeirri skerðingu sem stjórn at- vinnuleysistyggingasjóðs ákvað en unnið er að þvf á vettvangi Alþingis að full réttarbót fáist til handa konum meó þeim hætti sem upphaflega var gert ráð fyrir. Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur mótmælti einnig harðlega þess- ari skerðingu á sínum tírna." Guðmundur gat þess einnig að konur væru I meirihluta félags- manna I Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur. „Félagar innan V.R. eru samtals 6454 en þar af greiða félagsgjöld 5178. Skipting milli kynja er þannig, að 3147 konur eru í félaginu eða um 60% allra félagsmanna en karlmenn um 2031 talsins ■ eða um 40%. Það kemur fram í skýrslu stjórnarinn- ar, að um 56,7% félagsmanna er fólk undir 35 ára aldri. Innan félagsins eru starfandi þrjár deildir — það er Sölurnannadeild, Flugstöðvadeild og deild sam- vinnustarfsmanna. Vikið var að fjárhag félagsins. Guðmundur sagði að eignir Verzl- unarmannafélagsins næmu um 58,3 milljónum króna samkvæmt félagssjóði og eignir samkvæmt orlofssjóði væru 26,9 milljónir króna. „V.R. er einnig aðili að Húsi verzlunarinnar, sem nú er að rísa við Kringlumýrarbraut, og á þar um 11,85% eða alls um 700 fermetra húsnæði — áttundu hæðina og hluta hinnar níundu. Félagið hefur þegar lagt í þá eign um 16,5 milljónir króna.“ Varðandi Lífeyrissjóð verzl- unarmanna sagði Guðmundur að samkvæmt reglugerð sjóðsins hefði ný stjórn tekió til starfa hinn 1. febrúar sl. og væri hún kjörin til næstu 3ja ára. „Fráfar- andi formaður, Hjörtur Jónsson, fulltrúi Kaupmannasamtaka íslands, gaf ekki kost á sér til endurkjörs en ég vil nota tæki- færið og þakka honum mjög góða forustu í stjórn stjóðsins, þar sem hann hefur verið formaður 18 ár af 21 ári sem sjóðurinn hefur starfað. Hin nýja stjórn er skipuð þeim Guðmundir H. Garðarssyni, sem er formaður, Jóhanni J. Ólafssyni, varaformanni, Birni Þórhallssyni, ritara, Sigurjóni Matthíassyni, gjaldkera og Barða Friðrikssyni, meðstjórnanda.“ Um Lífeyrissjóðinn að öðru leyti sagði Guðmundur, að höfuð- stóll hans hefði um síðustu ára- mót verið 3 milljarðar og 427 milljónir króna og hafði aukizt á árinu um einn milljarð króna. Nettóiðgjöld námu 658 milljónum króna, nettófjármunatekjur voru 448 milljónir króna og lífeyris- greiðslur námu 42 milljónum króna, þar af var 21,7 milljónum króna varið til umsjónarnefndar eftirlauna. „Lífeyrisgreiðslurnar hækkuðu um 440% er bróðurparturinn af þeirri hækkun er vegna framlags til umsjónarnefndar eftirlauna og vegna verðbóta á lifeyri sam- kvæmt samkomulaginu frá 28. febrúar 1976. Einnig hækkuðu barnalifeyrisgreiðslur en þær eru verðtryggðar," sagði Guðmundur. „Á sl. ári var um verulegar breyt- ingar á ellilífeyrisgreiðslum að ræða, en þegar rætt er um krónu- töluupphæð sem tryggingar fá úr sjóðnum, ber að hafa í huga að réttindatími í sjóðnum er 21 ár eða skemur, þar sem sjóðurinn er ekki eldri að árum. Árið 1976 fengu einnig 830 sjóðfélagar lán að upphæð 611 milljónir króna. Þá voru keypt rikisskuldabréf fyrir 100 milljónir króna en einn- ig voru veitt lán til stofnlánasjóða og banka að upphæð 227 milljónir króna, og fyrirtækjalán og lán til samtaka námu 183 milljónir króna. Eins og áður segir hafa samtök innan verzlunarinnar og þar á meðal V.R. bundizt samtök- um um að byggja framtiðarhús- næði i nýja miðbænum og vegna þeirra framkvæmda lánaði sjóðurinn á sl. ári samtals 45 milljónir króna.“ Guðmundur sagði að rétt væri að það kæmi fram, að eins og nú háttaði um starfsemi lifeyris- sjóðsins þá væri húsnæði það sem hann hefði haft til afnota í Verzlunarbanka Islands orðið of lítið og bankinn hefði ekki getað vegna aukinnar starfsemi sinnar látið þar meira húsrými i té. Þess vegna hefði sjóðurinn nú fest kaup á hæð að Grensásvegi 13, sem væntanlega yrði tekin í notk- un í júni nk. Guðmundur sagði, að þar með myndi öll starfsaðstaða stórbatna, svo og þjónusta við sjóðsfélaga. Verzlunarbankinn myndi einnig vera með útibú í sama húsi og sjá um venjulega þjónustu sem hingað til. „Nokkrar umræður urðu um það á fundinum hvort lifeyris- sjóðurinn gæti ekki greitt sjóð- félögum verðtryggðan ellilífeyri í samræmi við áunnin réttindi," sagði Guðmundur ennfremur. „Athugun hefur farið fram á þvi hvort þetta sé mögulegt af hálfu Péturs H. Blöndals, trygginga- fræðings, sem tók við forstjóra- starfi í sjóðnum 1. janúar sl. Sú athugun leiddi i ljós, að ef hafnar væru greiðslur verðtryggðs lífeyr- is á grundvelli gegnumstreymis- kerfis, gæti hann greitt verð- tryggðan lifeyri og samt safnað eignum fram til aldamóta. Eftir- farandi samþykkt var gerð um þetta efni á fundinum: „Aðalfundur Verzlunarmanna- félags Reykjavikur, haldinn að Hótel Sögu 14. marz 1977, beinir þvi til stjórnar félagsins, að hún Framhald á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.