Morgunblaðið - 17.03.1977, Page 18

Morgunblaðið - 17.03.1977, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur: Mjög mikil ad- sókn þad sem af er vetrinum AÐSÓKN Hefur verið mjög góð að leikhúsum I Reykjavík, það sem af er þessu leikári. Um síð- ustu mánaðamót höfðu um 70 þúsund manns séð sýningar í Þjóðleikhúsinu á leikárinu að sögn Sveins Einarssonar Þjóð- leikhússtjóra. Tómas Zöéga, framkvæmdastjóri Leikfélags Reykjavfkur, upplýsti hins vegar að sýningar LR I vetur hefðu sótt um 35 þúsund manns og sætanýt- inga verið vel yfir 90%. Smyslov tapaði tveimur skákum SMVSLOV, fyrrverandi heims- meistari í skák og aðstoðarmaður Spasskys f einvfginu f Reykjavfk, tefldi fjöltefli við bankamenn s.l. mánudag. Teflt var á 35 borðum, og sigr- aði Smyslov í 18 skákum, tapaði tveimur og gerði 13 jafntefli. Þeir, sem sigruðu heimsmeistar- ann fyrrverandi, voru þeir Guð- jón Sigurðsson, fyrrverandi for- maður Iðju, og Leifur Jósteins- son. Sveinn Einarsson sagði, að fjög- ur leikrit hefðu varla verið sýnd öðru vísi en fyrir fullu húsi í vetur þ.e. Sólarferð, Gullna hlið- ið, Dýrin í Hálsaskógi og Imyndunarveikin. — Undanfarin þrjú ár hafa leikhúsgestir verið um og yfir 100 þúsund hjá Þjóð- leikhúsinu og í ár er allt útlit fyrir að aðsóknin verði jafnvel enn meiri, sagði Sveinn Einarsson í gær. Tómas Zoega sagði, að uppselt hefði verið á flestar sýningar LR í vetur og sætanýting verið vel yfir 90%. Til loka febrúar hefðu um 35 þúsund manns sótt 134 sýn- ingar LR, en allt leikárið í fyrra hefðu tæp 70 þúsund séð sýningar LR. Þá hefði sætanýting verið 93%. — Undanfarin ár hefur að- sóknin verið mjög góð og leikhús- ið er fyrir löngu búið að rétta úr kútnum eftir þá erfiðleika, sem fylgdu tilkomu sjónvarpsins, sagði Tómas. — Leikhúsgestir í leikhúsum í Reykjavík hafa nálgazt að vera 200 þúsund á hverjum vetri undanfarið og ég hef ekki trú á öðru en það nálgist að vera heims- met, sagði Tómas Zoega. Rækjuafli Vestfjarða- báta er nú orðinn helm- ingi meiri en í fyrra RÆKJUVEIÐAR voru stundaðar á þrem veiðisvæðum við Vestfirði I febrúar, og var afli óvenjulega Alster og Smyslov tefla við nemendur framhaldsskólanna AÐSTOÐARMENN þeirra Spasskys og Horts, þeir Smyslov og Alster, hafa ákveöið að tefla fjöltefli við nem- endur í framhaldsskól- um borgarinnar á næstu dögum. Á laugardag teflir AÍster í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Þar er gert ráð fyrir að 2—3 fulltrúar frá 14 skólum borgar- innar tefli við skákmeistarann. Síðan ætlar Smyslov að tefla við nemendur þessara sömu skóla á miðvikudag, en alls ætla skákmeistararnir aó tefla á 35 borðum. góður á öllum miðum. 65 bátar stunduðu nú veiðar, og var afli þeirra 1.111 lestir, en I fyrra var afli 63 báta 543 lestir, en þess ber þá aðgæta, að I fyrra lágu rækju- veiðar niðri við Isafjarðardjúp eftir miðjan febrúar vegna verk- falls verkafólks. Frá Bíldudal reru nú 10 bátar og öfluðu 176 lestir, en í fyrra var afli 10 báta aðeins 55 lestir. Afla- hæstu bátarnir voru Pilot með 21,3 lestir, Vísir 21,2 lest og Helgi Magnússon 21,1 lest. Frá verðstöðvunum við Isa- fjarðardjúp reru 42 bátar, sem öfluðu 743 lestir, en í fyrra var afli 38 báta til 14. febr. 265 lestir. Aflahæstu bátarnir í febrúar voru: Gullfaxi með 24,9 lestir, Heppinn 23,1 lest, Bryndís 23,0 lestir, Tjaldur 22.0 lestir og Halldór Sigurðsson 21,6 lestir. Frá Hólmavík og Drangsnesi reru 13 bátar og var afli þeirra 192 lestir, en i fyrra var afli 13 báta í febrúar 223 lestir. Allir bátarnir voru nú með 14—15 lestirj mánuðinum. Færeyingarnir eiga um 4000 lestir eftir FÆREYSKU loðnuskipin eiga enn eftir að veiða 4000 tonn af þeim 25.000 tonnum af loðnu, sem þau hafa leyfi til að veiða hér við land I vetur. I gær mun ekkert færeyskt skip hafa verið á miðunum, en einhver voru þá á leið á miðin. Myndina tók Sigurgeir Jónasson af færeyska loðnuskipinu Durið frá Klakksvfk á loðnumiðunum fyrir nokkrum dögum. --------- P SvalbarSskirkja. Ljósmyndir Mbl. Sverrir Pálsson. Svalbarðskirkju berast góðar gjafir Úr SvalbarBskirkju Akureyri, 13 marz. SVALBARÐSKIRKJU á Svalbarðsströnd bárust I haust tvær dýrmætar gjafir. Hin fyrri barst 10 október I tilefni 100 ára afmælis Björns Líndals 5. júni 1976 Þá komu tvær dætur Björns að Svalbarði ásamt skylduliði sinu og færðu kirkjunni forkunnar- fagran kaleik úr silfri með igreyptum islenzkum steinum til minningar um smiðaði stólana og skar þá út í stjórn Kvenfélags Svalbarðsstrandar eru Anný Halldórsson, Sveinbjarnar- gerði, Sigríður Guðmundsdóttir, Svalbarði, og Herdís Jónsdóttir, Vaðlafelli Sóknarnefnd Svalbarðskirkju veitti gjöfunum viðtöku með þakk- læti, en formaður hennar er Kjartan Magnússon, Mógili Sv.P. BrúSarstólarnir I Svalbarðskirkju Björn Lindal. Berthu konu hans og börn þeirra fimm, sem látin eru Gefendur eru Helena Maria Lindal og börn hennar, Jóhanna Margrét Lindal og Guðmundur Árnason og börn þeirra. Björn Berthel Llndal, Sigriður Guðmundsdóttir og börn þeirra * Hin gjöfin er fjórir vandaðir og útskornir brúðarstólar, sem gefnir voru til minningar um Kristjönu Ingibjörgu Halldórsdóttur frá Neðri- Dálksstöðum, sem lézt 10 nóvember 1975 Stólarnir voru af- hentir á afmælisdegi hennar 11 nóvember 1976. Sjóður var stofnaður til minningar um Kristjönu, og er hann t vörzlu Kvenfélags Svalbarðsstrandar. Stjórn þess lét gera stólana og gaf kirkjunni ásamt 100 þús krónum 1 orgelsjóð Svalbarðskirkju Hjörtur Ármannsson, smiður á Siglufirði, Kaleikurinn, skreyttur íslenzkum steinum. Þjóðieikhúsið: Endatafl Samuels Beckett frumsýnt i kvöld Gunnar Eyjólfsson og Helgi Skúla son f hlutverkum sínum f Endatafli Samuels Beckett, sem frumsýnt er f kvöld og Hrafn Gunnlaugsson leik- stýrir. í KVÖLD verður frumsýnt f Þjóðleik- húsinu, neðra sviði, leikritið Enda tafl, sem er eftir Nóbelsverðlauna- skáldið Samuel Beckett. Leikritinu leikstýrir Hrafn Gunnlaugsson, en þetta er fyrsta verkið sem hann leik- stýrir f Þjóðleikhúsinu. Að sögn Sveins Einarssonar leik- hússstjóra er Endataf! annað tveggja frægustu verka Becketts. Sagði Hrafn yrkisefnið vera gamalkunnugt, eða húsbóndann og þjóðfélagið Væri erfitt að útskýra yrkisefnið i stuttu máli, sagði Hrafn, heldur yrðu menn einfald- lega.að sjá það Sagði Hrafn Beckett vera eiginlega að tjá hugmyndir sínar um húsbóndann og þjóðfélagið, eins og þær kæmu honum fyrir sjónir. „Þetta er eins og likami og sál, þar sem sálin er lokuð inni i likamanum og líkaminn svínbeygir sálina. Verður sálin að ganga i gegnum ákveðnar pyntingar, og leikritið er eiginiega heil Guðbjörg Þorbjamardóttir og Árni Tryggvason þurfa að hýrast f þessum tunnum meðan á leiknum stendur. spurning um það hvort sálin losni úr tygjum við líkamann," sagði Hrafn á fundi með fréttamönnum. í leikritinu er likaminn húsbóndinn, sem leikinn er af Helga Skúlasyni, en þjónustufólk hans er táknrænt fyrir sálina, að sögn Hrafns Hrafn sagði að i raun og veru mætti sjá margar samlíkingar út úr leiknum, og væri þvi gífurlega erfitt að gera sér grein fyrir hver hefði verið eiginlegur tilgangur Becketts með samningu leikritsins Leikritið á að gerast i kjallara. eða neðanjarðarbyrgi, og því er sviðið i kjallara Þjóðleikhússins nýtt eins og kostur er, að sögn Sveins Einarssonar. Verða áhorfendur ekki aðgreindir frá leikurum með grisju, eins og gert hefur verið, og munu áhorfendur því verða í nánari tengslum við leikarana, að sögn Sveins. Leikmynd leikritsins gerði Björn G Björnsson, en þýðingin er eftir Gylfa Baldursson og Jakob Möller Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Árni Trygvason klæðast miklu gervi en það er förð- unardeild leikhússins sem gert hefur þau Mun það taka fjórar manneskjur um 1 og Vi klst að koma þeim fyrir. Leikarar eru aðeins fjórir, og tekur leikritið um 1 og Vi klst í flutningi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.