Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 19 Larsen Hvítt eða svart Mönnum er í fersku minni upphaf þess einvigis sem stendur yfir hér á landi, þegar dregið var um það hvor kepp- enda ætti að hefja einvígið með hvítu taflmönnunum. Alþjóða- skáksambandið, FIDE, hefur sett mjög ákveðna reglu um hvernig sá dráttur fari fram og það ekki af ástæðulausu. Miða með nafni hvors keppenda er sungið inn í sitthvort umslagið.^ Þeim keppanda, sem talinn er hafa komist lengra í undan- farandi keppni, er veitt tæki- færi til að velja umslag. (I þessu tilviki var það Hort, þar sem hann komst lengra í milli- svæðakeppninni i Manilla s.l. I sumar en þar varð henn einn af þremur efstu en Spassky hafn- aði í miðjum hópi). Hort valdi umslag með nafni Spassky og þess vegna átti Spassky að velja peð úr hendi Horts. Eins og menn muna gerði Hort viróingarverða tilraun til þess að fela peðin, en án árangurs, Spassky valdi hægri hönd Horts sem geymdi hvíta peðið. Þar með hafði Spassky hlotið fyrsta ávinninginn, hann hóf einvígið með hvítu mönnunum. Sú skoðun er nefnilega ríkjandi hjá þorra skákmann að hag- stæðara sé að stýra hvítu tafl- mönnunum heldur en þeim svörtu. Flestir kjósa að hafa frumkvæóið sem lengst, ráða ferðinni og vera leik á undan. Áhrifamáttur hvíta liðsins er þó engan veginn svo gífurlegur sem ætla mætti, sem betur fer, því ella blasti við tortíming skáklistarinnar. Með aukinni tækni og þekkingu hefur þessi munur minnkað. Skákmeist- arar nútímans þaulkanna hin mismunandi varnarkerfi fyrir svartan og verður býsna vel ágengt, þannig að smám saman er vörn svarts orðin svo góð að ekki þýðir lengur að ætla sér sigur gegn henni og þá er tekið það ráð að dusta rykið af ein- hverri gamalli byrjun, þar sem vörnin er kannski öllum gleymd, nema hvað hún stend- ur einhvers staðar í gamalli skákbók. Skákunnendur kann- ast við nöfn eins og Sikileyjar- vörn, Franska vörn, Caro — Can vörn, Kóngs-indverska vörn o.s.frv. en hver og ein spannar svo mörg afbrigði að nægir í heila bók. I áskorendakeppninni 1968 unnust 17 skákir á hvítt en 11 á svart. En í áskorendakeppninni 1974 reyndust þeir til muna sigursælli sem stýrðu hvítu mönnunum, eða af samtals 15 vinningsskákum vannst ein- ungis ein á svart, allar hinar á hvítt. Þessi eina vinningsskák með svörtu var 3. skák Byrnes og Spasskys en hún var jafn- ffamt skemmtilegasta skák þess einvígis. Spassky fórnaði Kortsnoj Portisch Petrosjan drottningunni fyrir tvo „létta“ menn, þ.e. riddara og biskup, en það þykja yfirleitt heldur óhagstæð skipti fyrir svo sterkan mann. Um þessa skák hafði Tal þetta að segja: „Það er ekki auðveld ákvörðun að fðrna drottningu fyrir tvo iétta menn án þess að sjá nokkuð þvingað framhald sem leiðir til vinnings. Siík ákvörðun er aldrei auðveld í hvaða keppni sem er, hvað þá 1 áskorenda- móti þegar staðan er jöfn í ein- víginu. Slík taflmennska táknar einungis það að Spassky hafði „tilfinningu" fyrir stöð- unni og hugrekki en það var aðalsmerki hans á hans bestu árum.“ Spassky — Hort Sammerkt með öllum fjórum einvígjunum er hversu mörg jafntefli keppendur gera enda ekki óeðlilégt þegar um svo jafna menn er að ræða. Af fyrstu fimm skákum þeirra fé- laga hafa fjórar endað með jafntefli en í þeirri 3. tókst Spassky að vinna eftir miklar sviptingar; Hort féll á tíma i flókinni stöðu. Ég gat um það i grein um þessi einvígi hvaða baráttuaðferðir eru notaðai þegar annar keppandinn ei kominn með einum vinnigi meira í einvíginu: „Þurfi annar keppandinn að vinna upp tap eða kannski töp og á því geta úrslitin oltið, upphefst mikið sálarstrfð sem gæti stigmagnast með hverri skák og því meir sem nær dregur lokum. Brátt iamast baráttuþrek þess sem undir er í baráttunni, hann byrjar að vanmeta sína eigin hæfiieika og ofmeta hæfileika mótherjans.“ Af ýmsum ástæð- um mun ég ekki ræða ítarlega um þá félaga að sinni, en greinilegt er að um mjög jafna baráttu er að ræða og því munu úrslit ekki ráðast fyrr en í síðustu skákunum, að öllum líkindum. Polugajevsky — Mecking Hinn ungi brasilíski skák- meistari, Mecking, sem aðeins er 25 ára gamall, hefur vakið á sér töluverða athygli í ein- víginu. Mecking er ekki ein- ungis þjóðhetja og átrúnaðar- goð Brasilíu heldur allrar Suður-Ameríku og eru miklar vonir bundnar vió þennan skáksnilling. í síðustu áskor- endakeppni tefldi Mecking við Kortsnoj og varð sú barátta æði spennandi frá upphafi. Þó svo skákmenninir legðu ekki fram neina skriflega kvörtun til skákstjóra gerðu þeir það oft- sinnis munnlega. Mecking þykir minna talsvert á Fischer fyrir þær sakir að hann er ákaf- lega viðkvæmur fyrir öllum hljóðum eða hreyfingu á Hugleidingar um áskorenda- einvígin fjögur Hecking og Bela, eiginkona Kortsnoj, og Kortsnoj. Larsen og Portisch. Skák eftir GUNNAR GUNNARSSON keppnisstað. Þegar hann tefldi við Kortsnoj og átti leik fór hann fram á það við hann að . vera stilltur og sitja kyrr í sætinu og láta sem minnst á sér bera til þess að trufla eki meðan hann væri að hugsa. Á slíkum stundum veitir hann miklu meira athygli því sem er að gerast í kringum hann en því sem er að gerast á skákborðinu. Eftir fréttum að dæma frá Sviss virðist sækja í sama farið; taugaóstyrkur hrjáir hann mjög, svefnleysi og fleira slæmt. En skáksnilldin hefur ekki brugðist honum ennþá, því hann hefur teflt geysivel, enda þótt hann sé einum vinning undir í einvíginu eftir tapskák í 2. skákinni. Hann er því í svip- aðri aðstöðu og Hort og Larsen. Polugajevsky hins vegar hefur reynst vandanum vaxinn og teflt af hugkvæmni engu síður og missti t.d. af vinning í 1. skákinni. Haldi svo fram sem horfir virðist sá taugasterkari og reyndari bera sigur af hólmi, sem sé Polugajevsky. Til fróó- leiks má geta þess að hvor keppandi getur beðið um frest á að tefla alls þrisvar sinnum eftir samráð við lækni einvíg- isins. Alls má því fresta skák- um 6 sinnum. I öllum einvígj- unum nema hér á landi hafa keppendur notfært sér þessa heimild. Larsen — Portisch Einvígi þessara kappa byrjaði með mjög sannfærandi vinningsskák Portisch, en þeir sömdu fljótlega um jafntefli í 2. skákinni. I þriðju skákinni tókst Larsen að jafna metin með vinningsskák eftir langt og strangt endatafl. í fjórðu skák- inni missti Larsen þolinmæðina og fórnaði manni og síðar öðrum til sem hann að vísu fékk til baka en Protisch varð- ist vel og vann. Fimmta skák þeirra endaði með friðsömu jafntefli. Sjöttu skákinni tapaði Larsen og er því 2 vinningum undir. Hin staðfasta tafl- mennska Portisch með rólegri en markvissri uppbyggingu virðist því ætla að verða árangursríkari en leikfléttustíll Larsens. Þeir félagar eiga það sammerkt með Spassky og Hort að þar ríkir friður og vinátta og sannur íþróttaandi og engir erfiðleikar nema þá einna helzt það að tónleikahald Hjálpræðis- hersins virðist hafa truflað tafl- mennsku þeirra og valdið nokk- urý röskun! Petrosjan — Kortsnoj Allar skákir þessara skák- jöfra hafa endað með jafntefli fram að þessu og allar eftir tiltölulega fáa leiki. Leiðinlegt andrúmsloft ríkir í þessu ein- vígi. Skákmennirnir talast ekki við og takast ekki i hendur eftir skák eins og siður er meðal skákmanna. Þrúgandi spenna sem þessi reynir á þolrifin og sá ber sigur úr býtum sem þolir þetta betur, því þeir virðast standa jafnt við skákborðið. Slík framkoma varpar rýrð á skáklistina og ber að harma. Petrosjan hefur sér til aðstoðar þrjá skákmeistara frá Sovét- ríkjunum en Kortsnoj nýtur að- stoðar hollensks skákmeistara, Ree að nafni. Kortsnoj taldi sig missa af vinningsleið í þriðju skákinni og má því segja að hann hafi komist nær því að fá vinning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.