Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1977, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 Þingdeildur um orkusölu til ÍSALS: Búrf ellsvirkjun skuldlaus eign á /4 nýtingartíma — segir Ingólfur Jónsson, alþingismaður — Almenni markaðurinn greiðir niður raf- orkuverð til ÍSALS, segir Páll Pétursson í FYRRADAG fóru fram í sameinuðu þingi miklar umræður um orkusölu á Landsvirkjunarsvæði í tengslum við tillögu þeirra Páls Péturssonar og Ingv- ars Gíslasonar til þings- ályktunar um orkusölu til stóriðju á meðaltals- framleiðslukostnaði. Fyrri ræða Ingólfs Jónssonar, fyrrver-andi iðnaðarráð- herra, í umræðunni var birt í heild á þingsíðu blaðsins í gær. Ræða Stein- gríms Hermannssonar er birt að meginmáli á annarri þingsiðu blaðsins í dag. Hér á eftir verða laus- lega raktir nokkrir efnis- þræðir úr ræðum nokkurra þingmanna, sem þátt tóku í umræðunni. Skilyrt heimild til orkusölu vegna stðriðju Páll Pétursson (F) mælti fyrir tillögu til þingsályktunar, þess efnis, að eftirleiðis skuli óheimilt að gera samninga um raforkusölu til orkufreks iðnaðar, nema þeir séu þannig úr garði gerðir, að tryggt sé, að ætíð sé greitt meðal- framleiðslukostnaðarverð fyrir heildarframleiðslu raforku i land- inu... Þessi trygging sé þannig úr garði gerð, að verðlag raforku sé endurskoðað árlega og samninga sé óheimilt að gera til mjög langs tíma. Þingmaðurinn sagði að dapur- leg reynsla af orkusölusamn- ingum, sem gerðir hafi verið til orkufreks iðnaðar, geri það nauð- synlegt, að Alþingi taki af skarið um það, hvern veg beri að standa að slíkum orkusamningum. Þing- maðurinn sagði að virkjunar- kostnaður hefði hækkað mjög ört í landinu, og svo væri komið, að almennir neytendur orkunnar væru farnir að greiða niður raf- orkuverð til stóriðjunnar, enda sé orkuverð til stóriðju verulega lægra hér en í öðrum löndum. Rakti þingmaðurinn siðan ýmsa samninga um orkusölu til stóriðju í Noregi, sem hann taldi styðja mál sitt. Páll staðhæfði að álverið við Straumsvik nýtti um helming af tiltækri orku í landinu, fyrir innan við 10% af þeirri heildar- fjárhæð, sem goldin er fyrir raf- magn á íslandi. Vitnaði hann til greinar eftir Gísla Jónsson, prófessor, þar sem komizt er að þeirri niðurstöóu að almennar rafveitur hafi í raun greitt niður raforkuverð til ÍSALs á árunum 1974—1976 sem næmi rúmum milljarði króna. Nú kann einhver að spyrja, sagði þingmaðurinn, hvort ekki sé verið að bregða fæti fyrir innlend þjóðþrifafyrirtæki eins og Aburðarverksmiðju rikisins með slíkri tillögu um orkuverð. Ég svara þvi til, að þegar um er að ræða innlend þjóðþrifafyrirtæki, beri að bæta þeim upp kostnaðinn eftir öðrum leiðum. Þessi tillaga okkar er flutt sem andsvar gegn þeim hugmyndum, sem eru uppi í landinu, að islend- ingum sé hagur í því að tengja virkjunarframkvæmdir stóriðju á vegum útlendinga. i höndum íslendinga, sem vel mætti njóta hagstæðari kjara í kaupum raforku en á almennum notendamarkaði. Hann gagnrýndi harðlega bæði gerða samninga við álverið, sem væru hrapalleg mistök, og væntanlega samninga við járnblendifélagið, sem væri illskárri. Þrákelkni sumra þing- manna við að viðurkenna mistök- in í þessum efnum, mætti heim- færa undir málsháttinn gamla „erf itt er að kenna gömlum hundi aðsitja". Álverið í Straumsvfk. niMnci Við höfum ráðizt í of stórar virkjanir, sagði þingmaðurinn, vegna þeirrar villukenningar, að stærðin gefi hagkvæmni, og síðan þurfi að koma orkufrekur kaup- andi, er nýti alla orkuna, sem síðan rekur okkur út í enn nýja stórvirkjun. Þennan vitahring verður að rjúfa. Virkjunaráfang- ar eiga að vera minni þann veg, að við getum sjálfir fullnýtt orkuna jafn óðum og okkur ber að leggja áherzlu á samtengingu allra orku- svæða landsins. Barnaleg kaupsýsla Ingvar Gíslason (F) sagði að samningurinn við Alusuisse um raforkusölu frá Búrfellsvirkjun bæri með sér ótrúlegustu ein- kenni um barnalega kaupsýslu og vanmat á gæðum iandsins. Þeir (ráðamenn þjóðarinnar 1966) töldu að það væri hagur í því að selja orku til stóriðju fyrir lágt verð til langs tima til fullnýtingar orkuvera. Þá, er samningurinn var gerður, var ekkert dæmi til þess, að seld væri raforka á jafn lágu verði til stóriðju. Og hag- kvæmni orkusölunnar hefði rýrnað frá þeim tima. Ég skal fúsleta viðurkenna, sagði þing- maðurinn, að þessi blekking (að tengja saman stóriðju og stór- virkjanir) náði út fyrir raðir þá- verandi stjórnarflokka. Við lærð- um öll í skóla þessar ljóðlínur Einars Benddiktssonar: „Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör / að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör." En þó menn hafi trúað á gildi þessara orða um stórar virkjanir, vekur það furðu, hve barnalegum tökum forystu- menn í stjórn- og fjármálum okkar tóku samningana við Alusuisse yfirleitt. Tvenns konar verð raforku til stóriðju Sigurður Magnússon (Abl) kvaðst gera greinarmun á, hvort í hlut ætti stóriðja á vegum erlendra, eða orkufrekur iðnaður Raforkusalan til ÍSALs var hneyksli á sínum tíma og gallar samningsins hafa í raun vaxið með hverju ári, i samanburði við aðra þróun í orkusölumálum. Þeg- ar samningurinn var gerður var orkuverðið til ÍSALs 68% af því orkuverði, sem aðrir greiddu, en var komið niður í 32% á árinu Undanþágur framlengdar: Athugun fer fram á sláturhúsum — sem ekki haf a hlotið löggildingu, segir landbúnaðarráðherra HALLDðR E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, mælti nýver- ið fyrir stjórnarfrumvarpi til breytinga á lögum um meðferð, skoðun og mat á sláturafurð- um. Frumvarpið felur f sér heimild til ráðherra að heimila slátrun f sláturhúsum, til eins árs f senn, sem ekki eru svo úr garði gerð, að löggilding geti farið fram á þeim, ef yfirdýra- læknir eða hlutaðeigandi hér- aðsdýralæknir telja, að slátrun og meðferð sláturafurða geti tekizt þar á viðunandi hátt. í greinargerð segir að frestur sá, sem ráðherra hafði heimild til að leyfa slátrun í ólöggiltum sláturhúsum, hafi runnið út um sl. áramót. Mikið hafi áunnizt í endurbyggingu sláturhúsa en þó sé fyrirsjáanlegt, að enn um sinn verði að leyfa slátrun í ólöggiltum húsum, þar sem slátrun verði framkvæmd á við- unandi hátt að mati viðkom- andi dýralækna. Nauðsyn beri þvi til að leyfa slátrun í slíkum sláturhúsum, segir í greinar- gerð með frumvarpinu. í máli ráðherra kom fram að hann hefur f alið tveimur mönn- um, Sveini Tryggvasyni, framkv.stjóra framleiðsluráðs, og Hauki Jörundssyni, skrif- stofustjóra landbúnaðarráðu- neytis, að gera athugun á þeim sláturhúsum, sem ekki hafa hlotið löggildingu, og er sú at- hugun m.a. miðuð við það, hvernig sé hægt að gera þau þann veg úr garði að viðunandi sé, og auðvelda ákvörðun um, hvaða hús geti um lengri tíma sinnt viðkomandi starfsemi og hver ekki. 1975. Þetta eitt sannar haldleysi samningsins. Síðan gagnrýndi þingmaðurinn stóriðjusjónarmið almennt og gat þess, að fleiri skuggar hvíldu yfir Straumsvik en niðurgreidd raf- orka; mengunarský, sem augu al- mennings væru að opnast fyrir. Ef bjóða ætti viðlíka samningá um raforkusölu til járnblendi- félagsins, eins og á sfnum tímum vóru boðnir álverinu, myndu ekki einu sinni dyggustu stuðnings- menn stjórnarinnar ljá þeim at- kvæði, sagði þingmaðurinn. Þá vék Sigurður að mótsagna- kenndri afstöðu þingmanna Framsóknarflokksins. Harin hvatti framsóknarmenn til að „fá Steingrim Hermannsson út úr þessum viðræðum og reyna að hafa á hann góð áhrif". Staðhæfingar gegn staðreyndum Ingðlfur Jónsson (S) sagði að staðhæfingar þingmanna, sem lítt þekktu til málefna Landsvirkj- unar, stönguðust á við staðreynd- ir mála. Áður en frumvarp til Landsvirkjunarlaga var fram sett vóru gerðir ftarlegir útreikningar á því, hvað rafmagn myndi kosta frá Búrfellsvirkjun með eða án orkufreks kaupanda (álvers). Þeir sýndi að rafmagn án slíkrar nýtingar, sem fékkst með álver- inu, myndi 60% hærra í verði en ella. Álverið gerði nýtingu svo stórs orkuvers hagkvæma; það nýtir orkuna allan sólarhringinn, allt árið. Ef gert er ráð fyrir að nýtingartími verksmiðjunnar sé 770 stundir á ári og orkuverð sé eins og nú er 76 aurar á kwst. en heildsöluverð á dagsorku 2.46 á kwst., má spyrja: Nýtir hínn al- menni markaður V4 þess tíma, sem álverið nýtir orkuna, eða t.d. Ví. Ef hin almenna nýting er V4 af þeim tfma, sem álverið nýtir ork- una, samsvarar það þvi að álverk- smiðjan greiði 3.04 á kwst. Ef hin almenna nýting er VS samsvarar það að álverksmiójan greiði 2.28 á kwst. Þetta er skiljanlegt vegna þess að aflið verður að vera til handa þeim notendum, sem ekki nýta orkuna nema lítinn hluta sólarhringsins. Og það kostar alveg jafn mikið að virkja þetta mikla. afl, hvort sem það er notað allan sólarhringinn eða aðeins V4 af honum. Stofnkostnaðurinn, fastakostnaðurinn, er hinn sami. Auk þess kaupir álverið orkuna frá einni spennistöð, en heildsölu- rafmagn fer frá mörgum. Ef engin álverksmiðja væri, yrði þvi raforkan til almennings mun dýrari en hún nú er, ef virkjunin á að standa undir sér. Orkusalan til ÍSALs stendur straum af öllum lánum, sem af Búrfellsvirkjun leiddu, linunni til Geitháls, spennistöðinni við Geitháls og vatnsmiðluninni í Þórisvatni. Landsvirkjun eignast þessa virkj- un þann veg skuidlausa á 25 árum, en nýting hennar er a.m.k. 100 ár. Ingólfur vék að lánsfjármagni Alþjóðabankans til Búrfellsvirkj-, unar, sem hafi verið háð því skil- yrði, að virkjunin stæði undir skuldbindingum sínum fjárhags- legum. Þess vegna hafi bankinn fylgzt vel með orkusölusamningn- um við álverið, sem hafi verið liður i því að fullnægja kröfum um arðsemi virkjunarinnar. Þessi samningur hafi raunar gert Landsvirkjun kleift að eignast virkjunina skuldlausa á V4 áætlaðs nýtingartíma. Auk raforkuverðs hafi bætzt framleiðslugjald frá ál- verinu, sem gjarnan sé hlaupið yfir í rökræðu um málið, 20$ á tonn, sem fer hækkandi með ál- verði, sem að drjúgum hluta gangi til Byggðasjóðs, er fjár- magni framkvæmdir á lands- byggðinni. Þá minnti Ingólfur á gjaldeyrisþýðingu álframleiðsl- unnar fyrir þjóðarbúið. Ingólfur vék nokkuð á þróun verðlagsmála frá því Búrfells- virkjun var reist að gefnu tilefni í máli annarra þingmanna. Hann minnti á að verðbólguvöxtur hefði verið 10—12% :' ári að meðaltali öll 12 viðreisnarárin. Siðan hefði komið vinstri stjórn. 1 lok valdaferils hennar hefði verð- bólguvöxtur á ársgrundvelli verið kominn i54%. Fleiri þingmenn tóku til máls við þessa umræðu, þó ekki verði hún frekar tíunduð hér og nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.