Morgunblaðið - 17.03.1977, Síða 21

Morgunblaðið - 17.03.1977, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1977 21 Handalögmál vegna bíla- kaupaleyfa í Moskvu Moskvu 16. marz NTB. MIKIL handalögmál urðu í Moskvu fyrir helgi, er þúsundir manna stilltu sér upp í biðröð fyrir framan lögreglu- stöðvar í borginni til að komast á biðlista vegna bílakaupa. Á föstudags- kvöld kvisaðist það út i borginni að umferðarlög- reglan myndi á laugar- dag skrá niður þá sem hefðu áhuga á að fá keyptan bíl og var það í fyrsta skipti í 6 mánuði, sem slík skráning átti að fara fram. Samstundis flykktist mikill mann- fjöldi út á göturnar fyrir framan lögreglustöðvar og segja vestrænir frétta- menn að tugir þúsundir manna hafa verið í bið- röðunum. Kalt var í veðri og er fólkið hafði tryggt sér númer í röð- inni, sem flestir skrifuðu í lóf- ann, fóru margir heim og komu siðan aftur um morguninn og vildu fá að komast á sinn stað í röðinni. Kom þá til mikilla handalögmála. Af öllum þess- um fjölda voru aðeins skráð 400 nöfn á biðlistann á hverri stöð, og fór þvi langmestur hluti mannfjöldans bónleiður til búð- ar. Ekki fara fregnir af því að lögreglan hafi reynt að skakka leikinn, en á nokkrum af þeim 25 stöðvum, sem skráðu kaup- endur, var því haldið fram að lögreglan hefði verið búin að úthluta til vina og vandamanna allt að helmingi þeirra 400 leyfa, sem til ráðstöfunar voru. Einkabílaeign í Sovétrikjun- um þykir mikil forréttindi og um sl. áramót voru aðeins skráðar þar i landi 6.1 milljón einkabifreiða eða 25 bifreiðar á hverja 1000 íbúa, en áætlanir gera ráð fyrir að fyrir næstu aldamót verði þetta hlutfall komið I 125 bifreiðar á hverja 1000 íbúa. Það er þvi enginn leikur að eignast bifreið i So- vétrikjunum. Hafi menn ekki sambönd innan flokksins verða þeir að komast á áðurnefndan biðlista. Eftir að þeir hafa kom- izt á þann lista þurfa þeir að koma til lögreglunnar og sanna að þeir hafi ekki átt bíl í 2 ár á undan. Nokkrum mánuðum sið- ar fá menn tilkynningu um inn- borgun og þarf þá að greiða allt kaupverðið i einu, sem er um 2.3 milljónir isl. kr. fyrir L:da- bifreið og samsvarar um 2V4 árslaunum iðnverkamanns, en eftir það geta menn þurft að biða í allt að 1 ár eftir að fá bílinn afgreiddan. Patocka jarðsettur Prag 16. marz. Reuter — AP. UM 1000 manns voru i dag við- staddir útför tékkóslóvakíska andófsmannsins Jans Patockas, sem lézt sl. sunnudag af völdum heilablóðfalls. Margir af helztu samherjum Patockas og forystu- mönnum „Mannréttinda 77“ voru ekki viðstaddir, þ.ám. Milan Huebl, sem lögreglumenn stöðv- uðu og færðu á brott er hann var á leið til athafnarinnar. Einnig var Jiri Hajek, fyrrum utanrikis- ráðherra, fjarverandi. 100 óeinkennisklæddir lögreglumenn voru viðstaddir athöfnina og höfðu nánar gætur á þeim sem hana sóttu. Rúmenar senda einnig and- ófsmenn á gedveikrahæli Búkarest 16. marz NTB. RUMENSKI rithöfundurinn og andófsmaðurinn Paul Gomasagði 1 dag f samtali við UPI- fréttastofuna, að yfirvöld i Rúmenfu hefðu margoft sent andófsmenn á geðveikrahæii til að endurreisa þá. Fram til þessa hefur verið talið, að Sovétstjórnin væri ein um að beita þessari að- ferð, en Goma sagði f viðtalinu, að hann vissi til þess, að 4 andófs- menn hefðu verið sendir á geð- veikrahæli allt að 6 mánuði f senn. 4 geðveikrahæli eru notuð i þessum tilgangi þar af tvö í höfuðborginni Búkarest. Vestrænir diplómatar í Búkarest telja að allt að 100 manns hafði sætt slíkri meðferð á geðveikrahælum. Goma var einn af 5 rúmenum, sem ritaði bréf til undirbúningsnefndar Belgraðráð- stefnunnar um öryggismál, þar sem því var haldið fram að mann- réttindi væru ekki í heiðri höfð i Rúmeniu. Að hans sögn hafa hin- ir mennirnir 4 allir verið sendir á geðveikrahæli. Krómbann- ið tilkynnt á næstunni Washington og Salisbury 16. marz Reuter—AP. IAN SMITH, forsætisráðherra Rhódeslu, sagði 1 útvarps- og sjón- varpsávarpi f dag, að ákvörðun Bandaríkjaþings um að banna innflutning á krómi frá Rhódesfu myndi lftil sem engin áhrif hafa á efnahagslff Rhódesfu. Smith sagði að ákvörðun Bandarfkja- þings væri dæmi um þann beina þrýsting, sem Rhódesfustjórn væri beitt utan frá til að reyna að veikja mótstöðu hennar. Þetta myndi ekki bera tilætlaðan árangur, þvf að næg eftirspurn væri eftir krómi og nú gætu þeir, sem ekki hefðu fengið króm keypt fram til þessa frá Rhó- desfu, fengið nægilegt magn. Gert er ráð fyrir að Carter Bandaríkjaforseti undirriti þessi lög mjög fljótlega, en þau voru samþykkt í öldungadeildinni í gærkvöldi með 66 atkvæðum gegn 26 og í fyrrakvöld í fulltrúadeild- inni með miklum mun atkvæða. Afgreiðsla þingsins er talin sig- ur fyrir utanríkisstefnu Carters, sem studdi mjög frumvarpið. Er gert ráð fyrir að Carter forseti skýri frá því í ræðu hjá Samein- uðu þjóðunum annað kvöld hven- ær bannið tekur aftur gildi, en Bandarikjamenn hafa vegna hinna svonefndu Byrd-laga flutt inn króm frá Rhódesíu frá 1971 þrátt fyrir viðskiptabann S.Þ. á Rhódesíu. Aðurnefnt frumvarp felldi úr gildi Byrd-lögin, sem nefnd eru eftir Harry Byrd öld- ungadeildarþingmanni frá Virgi- níu, sem samþykkt voru þar sem óttazt var að Bandaríkin yrðu háð Sovétríkjunum með krómkaup. Nú hafa tækninýjungar hins veg- ar gert það að verkum að Banda- rikjamenn geta keypt nægilegt magn af krómi frá öðrum löndum en Rhódesfu. Talsmenn Bandaríkjastjórnar hafa sagt að þeir telji að bannið muni verða til þess að Smith, for- sætisráðherra Rhódesíu, muni taka að nýju upp viðræður við leiðtoga þjóðernissamtaka blökkumanna um meirihluta- stjórn blökkumanna. Hin nýju lög veita forsetanum heimild til að setja bannið á en einnig aflétta því ef hann telur að slíkt geti orðið til að greiða fyrir samningaviðræðum og vinsam- legri þróun til valdatöku blökku- manna í landinu. 1 lögunum er einnig kveðið á um að innfluttum stálvörum verði að fylgja skír- teini, sem sýni að í þeim sé ekkert króm frá Rhódesiu. Mestu Gyd- ingaof sóknir f rá tímum Stalíns — segir Yigal Allon Jerúsalem 16. marz AP. YIGAL Allon, utanríkisráð- herra tsraels, sakaði Sovétríkin i dag um að hafa hrint af stað mestu ofsóknum á hendur Gyð- ingum 1 Sovétrfkjunum frá þvf á tfmum Staifns. Utanríkisráð- herrann sagði f þingræðu, að sovézka stjórnin hefði skapað andrúmslofts haturs og mis- mununar á hendur Gyðingum um gervöll Sovétrfkin. Ilann benti f þessu sambandi á ásakanir, sem birtust f Moskvu- blaðinu Izvestia, þar sem 9 Gyð- ingar voru sakaðir um njósnir f þágu Bandarfkjanna og gagn- rýndi einnig kvikmyndir, sem sýndar eru f sjónvarpi og kvik- mvndahúsum f Sovétrfkjunum sem hreinan áróður gegn Gyð- ingum. Allon sagði, að greinin í Izvestía hefði verið upphafið að stóraukinni áróðursherferð gegn Gyðingum og einn hinna 9 Gyðinga, Alexander Schar- anski, hefði verið handtekinn á þriðjudag og að sovézka leyni- Framhald á bls. 24 ilhouette baðfatnaður í miklu úrvali nýkominn Bikini - Sundboiir - Strandkjólar - Mussur - Stuttbuxur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.